Morgunblaðið - 05.05.1996, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1996 29
heilahvela, og í heilastofni, en um
hann flytjast boð til og frá heila.
Samfara löskun á taugasímum
rifna háræðar og aðrar smáar
æðar. Þær vefrænu breytingar (t.d.
örvefur) sem smám saman fara
að koma í ljós eru svo fíngerðar
að oft greinast þær alls ekki með
berum augum í nútíma myndgrein-
ingu svo sem tölvusneiðmynd og
segulómskoðun. Þessar skemmdir
nefnast einu nafni dreifðar tauga-
símaskemmdir, eða á erlendu máli
DAI sem er dregið af enska heitinu
diffuse axonal injury, og þær eru
afar algengar í kjölfar lokaðra
höfuðáverka. Þær geta valdið al-
varlegum og varanlegum taugasál-
fræðilegum truflunum.
Þeir feðgar Nils R. Vamey,
taugasálfræðingur og Robert
Vamey, eðlisfræðingur, hafa
kannað ýmsa mikilvæga þætti bif-
reiðaslysa. Þeir hafa meðal annars
kannað hvað gerist þegar fólk hlýt-
ur hálshnykk án þess að höfuðið
sláist við flöt. Eðlisfræðingurinn í
tvíeykinu hefur sýnt fram á að
jafnvel undir slíkum kringumstæð-
um getur þyngdarkrafturinn
margfaldast 30 til 500 sinnum.
Taugasálfræðingurinn hefur hins
vegar sýnt fram á taugasálfræði-
legar afleiðingar slíkrar kraftaukn-
ingar og snúnings á heilann.
En höfuðáverkar valda ekki að-
eins vefrænum skemmdum í heila
heldur einnig röskun í lífeðlis- og
lífefnafræðilegri starfsemi hans.
Hvort tveggja getur af sér höfuð-
slysa-heilkenni. Framleiðsla og
flutningur mikilvægra taugaboð-
efna, svo sem asetýlkólíns, sem er
afar mikilvægt fyrir minnið og
boðskipti á milli frama, og ýmissa
katekólamína, sem era mikilvæg
fyrir bæði vitrænt og geðrænt
ástand okkar, getur farið úr bönd-
um við lokaða höfuðáverka. Þess
má geta í þessu sambandi að ís-
lenskur taugageðlæknir, Emir
Snorrason, er orðinn þekktur er-
lendis fyrir rannsóknir sínar á líf-
efnafræðilegum orsökum síþreytu.
En eins og áður er getið er sí-
þreyta líklega algengasta kvörtun
fólks í kjölfar lokaðra höfuðáverka.
Til eru nútíma mælitæki (PET,
SPECT og starfræn segulómun
eða functional MRI)) sem geta
skoðað lífeðlis- og lífefnafræðileg-
ar breytingar í heila. Hér er um
að ræða myndgreiningatæki sem
skoða blóðflæði og efnaskipti heil-
ans og gefa innsýn í virkni hans.
Eins og taugasálfræðileg greining,
veita þessi tæki þýðingarmiklar
upplýsingar um starf heilans frek-
ar en útlit hans. SPECT-tæki eru
til á íslandi, en hafa þau að því
er undirrituð best veit lítið verið
notuð við mat á einstaklingum sem
hlotið hafa lokaða höfuðáverka.
Hinn mikilvægi framheili
Ákveðnir hlutar framheilans og
fremri hluti gagnaugablaðsins era
viðkvæmustu staðir heilans þegar
lokaðir höfuðáverkar eiga sér stað.
Sumir hafa nefnt augntóttargeir-
ann mælaborð heilans vegna legu
hans í kúpunni. Kúpubotninn sem
þessi hluti heilans hvílir á er það
hrjúfur að þrátt fyrir þykkar himn-
ur heilanum til vemdar veldur hann
miklum skaða þegar óvænt högg
og/eða snúningur lenda á höfði. I
þessu sambandi skiptir litlu máli
hvar högg lendir á höfðinu: þessir
staðir era einfaldlega viðkvæmir
fyrir höfuðhöggum, snúningi og
krafti hvar sem er á höfði og jafn-
vel hálsi.
Framheilinn er byggður upp af
mörgum frumugerðum og að
minnsta kosti sautján mismunandi
starfrænum kerfum, en það hafa
blóðflæðirannsóknir leitt í Ijós.
Hann hefur yfiramsjón og stjórn á
öllu æðra vitsmunalegu heilastarfi.
Sé notað líkingamál og heilanum
líkt við tölvu (eins og undirrituð
gerir oft) er framheilinn stýrikerf-
ið. Laskist stýrikerfið nýtast önnur
forrit tölvunnar (önnur starfssvið
heilans) takmarkað. Eftir höfuð-
áverka mælist greind einstaklings-
ins til dæmis oft í ágætu lagi þótt
ljóst sé að hinn framheilaskerti ein-
taklingur geti á engan hátt nýtt
sér hana sem skyldi.
Hér verða aðeins gefin fáein
dæmi um hið mikilvæga hlutverk
framheilans, sem prófa má með
ýmsum taugasálfræðilegum próf-
um. Hugrænn sveigjanleiki gerir
einstaklingnum kleift að reyna nýj-
ar aðferðir við lausnir verkefna í
stað þess að vera fastur í ákveðnum
farvegi eða aðferð sem gagnast
honum ekki lengur. í þessu sam-
bandi er mikilvægt að geta nýtt
sér aðstoð, vísbendingar og fyrri
reynslu, en slíkt er oft erfítt fyrir
framheilaskaddaða einstaklinga.
Þráhyggja eða þrálæti og sífelldar
endurtekingar eru andhverfan á
hugrænum sveigjanleika. Hæfileik-
inn til að skipuleggja, raða niður
og flokka efni og áreiti tapast oft
hjá framheilaskertum einstakling-
um. Þeir eiga einnig í erfiðleikum
með að tímasetja atriði, skynja
eðlilega atburðarrás og greina or-
saka- og afleiðingatengsl. Rök-
hugsun er því oft áfátt. Hugsunin
er auk þess oft hlutlæg og bókstaf-
leg í stað þess að vera huglæg
(abstract) og yfirfærð. Fátækleg
tjáning sem ber einkenni sím-
skeytastíls er algeng hjá framheila-
skertum einstaklingum, en þeir era
þá einkum sparir á smáorð og önn-
ur málfræðiorð sem ljá málinu blæ.
Sum þeirra vitrænu einkenna sem
lýst var fyrr í greininni, svo sem
einbeitingarerfiðleika og minnis-
traflanir má einnig rekja til truflun-
ar á starfí framheila.
Mikið af hinum geðrænu ein-
kennum og persónuleikabreyting-
um sem lýst var fyrr í greininni
ber að flokka sem framheilaein-
kenni. Sumir vísindamenn telja að
hömluleysiseinkennin megi rekja til
truflunar á starfí hægra augntótt-
argeira framheilans en brottfall-
seinkennin hins vegar til truflunar
á starfi hins vinstra. Hin nánu og
beinu tengsl augntóttargeirans við
randkerfið (limbíska kerfíð) sem
stjómar tilfinningum og geðbrigð-
um bendla vissulega bæði þessi
heilasvæði við geðræn einkenni og
persónuleikabreytingar. Tap á
bragð- og lyktarskyni er einnig
tengt röskun á starfí þessara
svæða.
Dr. Nils R. Vamey taugasál-
fræðingur og Lynette Menefee sál-
fræðingur gerðu merka rannsókn
á 98 einstaklingum sem hlotið
höfðu lokaða höfuðáverka og vora
að áliti lækna orðnir vinnufærir.
Um og yfir 90 af hundraði þessara
einstaklinga höfðu einkenni sem
bentu til skertrar framheilastarf-
semi.
Meðferð höfuðslysa-heilkenna
Eins og áður er lýst geta hin
geðrænu, vitrænu og skynrænu
einkenni sem af lokuðum höfuðá-
verkum hljþtast verið alvarleg og
varanleg. Ýmsar leiðir hafa verið
reyndar til að meðhöndla þessi ein-
kenni, einkum hin geðrænu. Hefð-
bundin geðlyf hafa þó í flestum
tilfellum reynst gagnlítil.
Sumir vísindamenn í Bandaríkj-
unum og Kanada hafa bent á
skyldleika með höfuðmeiðsla-heil-
kennum og vægum flogaeinkenn-
um. Þeir hafa því kosið að með-
höndla fómarlömb lokaðra höfuðá-
verka með lyfjum sem koma í veg
fyrir krampa í stað hefðbundinna
geðlyfja og telja sig hafa náð góð-
um árangri í mörgum tilfellum.
Á íslandi vantar tilfinnanlega
meðferðarúrræði fyrir þennan hóp
einstaklinga. Markviss endurhæf-
ing heilaskertra krefst þess að hin
flóknu og margþættu einkenni
þeirra séu meðhöndluð sérstaklega
af fagfólki sem hefur sérhæfa
þekkingu og reynslu til að bera.
Vonandi verður ekki langt að bíða
þess að vísir að endurhæfingu sem
nær til bæði vitrænna og geðrænna
traflana standi þeim einstakling-
um, sem ég hef fjallað um í þess-
ari grein, til boða.
Höfundur er taugasálfræðingur á
Endurhæfingar- og hæfingardeild
Landspítalans.
Flórída.
Lamara Motel St. Pete Beach.
Mikíð endurnýjaðar, góðar íbúðir.
Heit sundiaug.
Ðagsdvöl 40S - vikudvöl 22SS
Sími 00 1 813 360 7521, fax. 00 1 813 363 0193.
Ath. nýr eigandi.
■-íHSEair ■ ■ ■ *.
þakrennur
Þola íslenskar
veðurbreytingar
Þakrennukerfið frá okkur er sam-
sett úr galvanhúðuðu plastvörðu
stáli. Þær hafa styrk stálsins og
endingu plastsins. Gott litaúrval.
Umboðsmenn um land allt.
cnrn
TÆKNIDEILD ÓJt[K
Z&P’
Smiðshöfða 9 • 132 Reykjavík
Sími 587 5699 • Fax 567 4699 %
4 ■ ■ ■ ■
Lindab
■ ■ ■ ■ *
ÞAKSTAL
Þak- og veggklæðning í
mörgum útfærslum,t.d.: bárað,
kantað, þaksteinamynstur ofl.
Plastisol yfirborðsvörn klæðn-
ingarinnar gefur margfalda
endingu.
Fjölbreytt litaúrval.
Umboðsmenn um land allt.
OBSŒB
TÆKNIDEtLDAtoK
Smiðshöfða 9 • 132 Reykjavík
Sími 587 5699 • Fax 567 4699
Dömur - dömur - dömur
INú ertækifærið: Burt með óæskilegu hárin.
Snyrtistofan-Fegrun býður upp á 35% aflátt
af öllum vaxmeðferðum í maí.
Verðdæmi:
Vax að nára: 0,-1.930,- ytját
Vaxað hné:'L695> 1.100,- þjSHUdfa'-
Fegrun snyrtistofa,
Búðargerði 12, 108 Rvík, sími 553 3205.
í Nova Scotia
íslendingunt opnast nú nýr heimur með
spennandi og hagstæðum ferða-
möguleikum í Nova Scotia á austur-
strönd Kanada. Fiugleiðir hefja flug
þangað 14. maí, tvisvar í viku. Nova Scotia
er stórfagurt landsvæði og stendur
menningin þar með miklum blóma:
götulíf, leikhús, veitingastaðir og hátíðir
afýmsu tagi.
Síðast en ekki síst er verðlagið
sérlega hagstætt:
- Bensínlítrinn 30 kr.
- Máltíð fyrir tvo á fínum veitingastað:
fordrykkur, aðalréttur. kaffi/te
og eftirréttur 2.4S0 kr.
- Skyndibiti:
Hamborgari, franskar oggos 172 kr.
- Gosdós 49 kr.
- Öl, 6 dósir 392 kr.
Frekari upplýsingar:
Aðalræðisskrifstofa Kanada,
Suðurlandsbraut 10,
108 Reykjavík.
Merkt: Nova Scotia Tourism.
Sími: 568 0820. Fax: 568 0899.
MWÁ
Láttu sjá þig á Nova Scotia dögunum
sem haldnir verða dagana 22. - 24.
maí nk. Hingað fjölmenna fulltrúar
ferða-, atvinnu- og menntamála með
ftarlegar upplýsingar um land og þjóð
í máli og myndum.
FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA
OG HAGFRÆÐINGA
AÐALFUNDUR
Aðalfundur Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga
verður haidinn fimmtudaginn 9. maí 1996, kl. 16.00.
Fundarstaður. Þingholt, Hótel Holti.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Atkvæðagreiðsla um tillögur um siðareglur félags-
manna FVH.
3. Halldór Blöndal samgönguráðherra, flytur erindi:
Samkeppni á fjarskiptamarkaði.
Stjórn FVH.