Morgunblaðið - 05.05.1996, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 5. MAÍ1996 31
MINNINGAR
HAFÞOR
FERDINANDSSON
+ Hafþór Ferdin-
andsson fædd-
ist í Reykjavík 6.
mai 1952. Hann
lést í Kópavogi 7.
nóvember síðast-
liðinn og fór útför
hans fram frá
Dómkirkjunni 17.
nóvember.
Ég var stödd um
borð í skipi með stefn-
una á Þórshöfn í Fær-
eyjum og þaðan lá
leiðin heim til íslands,
eftir að hafa dvalið nokkra mán-
uði erlendis. Þar sem ég sat í ká-
etu minni og blaðaði í gömlum
Morgunblöðum, var ég allt í einu
spurð: „Hvers son er hann Haf-
þór, vinur þinn?“ „Ferdinandsson,“
svaraði ég. „Hvað heitir mamma
hans?“ „Bára Lýðsdóttir," svaraði
ég aftur. „Hann er dáinn!“ - Allt
varð svo undarlegt kyrrt. Ég get
ekki sagt að mér hafi brugðið, en
upp í hugann kom strax vers úr
Davíðssálmum: „Ég hef augu mín
til íjallanna, hvaðan kemur mér
hjálp? Hjálp mín kemur frá
Drottni, Skapara himins og jarð-
ar.“
Síðastliðin þrjú ár talaði Hafþór
oft við mig, einkum
ef honum leið illa. Eins
og hann sagði sjálfur:
„Hver er sinnar gæfu
smiður, en þó svo ég
sé smiður hefur mér
ekki tekist að smíða
hana.“
Ég hitti Hafþór
fyrst 1984, þegar
hann kenndi eldri
börnum mínum smíð-
ar í Ölduselsskóla. Eitt
sinn sat ég föst í skafli
fyrir utan skólann,
með tvö smábörn í
aftursætinu á „glæsi“-
jeppanum mínum (Lada Sport)
þegar þessi myndarlegi maður
kom skellihlæjandi og spurði hvort
hann mætti ekki kippa mér úr
skaflinum. Ég hélt nú ekki. Konur
ættu ekkert með að keyra jeppa,
ef þær gætu ekki bjargað sér sjálf-
ar úr „smásköflum". Hann fylgdist
með meðan ég var dágóða stund
að spóla mig lausa. Klappaði svo
og vinkaði þegar ég keyrði burt.
Hafþór hafði yndi af börnum
og unglingum og var vinsæll kenn-
ari. Oft þegar illa viðraði fyllti
hann stóra jeppann sinn af krökk-
um og skutlaði þeim heim, einkum
þeim er lengst bjuggu frá skólan-
um.
AÐALBJORG
LÁR USDÓTTIR
+ Aðalbjörg Lár-
usdóttir fædd-
ist á Heiði á Langa-
nesi 22. október
1916. Hún lést á
Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri
25. apríl síðastlið-
inn. Aðalbjörg var
dóttir hjónanna
Arnþrúðar Sæ-
mundsdóttur og
Lárusar Helgason-
ar, bónda á Heiði.
Hún átti 13 al-
systkin og einn
fósturbróður. Að-
albjörg giftist Aðalsteini
Kristinssyni frá Kerhóli í
Eyjafirði, f. 3.1. 1906, d. 18.12.
1987. Þau eignuðust þrjú börn,
Grétu, f. 12.11. 1943, Svein-
björgu Sigurrós, f. 25.9. 1946,
og Jónstein, f. 31.5. 1951. Fyr-
ir átti Aðalbjörg soninn Vern-
harð, f. 17.5. 1940.
Utför Aðalbjargar fer fram
frá Akureyrarkirkju mánu-
daginn 6. maí og hefst athöfn-
in klukkan 13.30.
Hún Abba amma er farin upp
til himna, þangað sem hún vildi
fara — enda á hún þar marga
kæra að.
En sorgin og söknuðurinn er
okkar en við höfum þó margs að
minnast.
A okkar yngri árum komum við
systkinin að sunnan á hveiju sumri
norður til ömmu og afa á Akur-
eyri — enda alltaf velkomin, eitt,
tvö jafnvel öll fjögurí feinu, alltaf
var hægt að finna pláss fyrir alla,
hjá þeim.
Abba amma var
ótrúleg — það var al-
veg sama hve snemma
var vaknað á morgn-
ana — alltaf var amma
vöknuð á undan okkur
— byijuð að baka
kleinur, brauð, kökur
og svo var hitað kakó.
Stundum reyndum við
krakkarnir að halda
okkur vakandi til þess
að geta „vaknað“ á
undan henni — en auð-
vitað gekk það ekki
og amma brosti bara
daginn eftir er við skriðum fram
úr.
Alltaf var það spennandi að
fara með afa upp í „gil“ — í hest-
húsið, að setja niður kartöflur eða
taka þær upp — en það verður
nú að segjast að það var líka allt-
af gott að koma heim til ömmu
er líða tók á daginn.
Amma sá okkur fyrir margri
gleðistundinni, hún útbjó dúkkulís-
ur, setti upp leiki á bak við hús,
sendi okkur spennandi pakka að
norðan — með alls kyns spennandi
hlutum og góðgæti ér kætti barns-
hjörtun, fyrir sunnan, en það allra
besta var hún var þarna fyrir okk-
ur — huggaði ef á reyndi, lét okk-
ur dreifa huganum ef eitthvað kom
upp á, t.d. skera út kleinur, hlaupa
út í „Höfner“, jæja eða út í Brynju
að kaupa „Brynjuís“.
Elsku amma, við eigum þér
margt að þakka enda berum við
margar minningar í huga okkar
og hjarta. Við kveðjum þig með
söknuði. Vertu sæl.
Jónína, Grétar, Anna og Svala.
Skilafrestur
minningargreina
Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði
ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags-
og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í
miðvikudags-, fímmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf grein-
in að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag.
Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hef-
ur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.
Tíminn leið og Hafþór varð á
vegi mínum af og til. Hann hafði
þá alltaf tíma til að spjalla við
þessa „bíladellukonu" um fjalla-
ferðir og útivist. Ég rakst á hann
á sumardaginn fyrsta vorið ’92
og þá spurði hann mig strax um-
búðalaust: „Ertu ekki til í að skella
þér með mér norður nú um helg-
ina?“ Tveimur dögum seinna fór-
um við okkar fyrstu fjallaferð og
þær áttu eftir að verða margar.
Langjökull, Torfajökull, Mýrdal-
sjökull, Þórsmörk, inn í Karlaríki
o.fl. o.fl.
Að eðlisfari var Hafþór hress
og fyrirferðarmikill brandarakarl
og mikill tónlistarunnandi, alltaf
með nýjastu'uppáhaldslag sitt í
geislaspilaranum. Hann var líka
mikið snyrtimenni og hafði gaman
af fallegum fötum, einkum litrík-
um útivistarfötum. Bíllinn bar
einnig merki um snyrtimennsku
hans, alltaf orðinn tandurhreinn
um leið og komið var úr fjallaferð.
Hafþór var bæði mjög viðkvæm-
ur og skapmikill í senn. Hann var
oft gagnrýndur, átti sér óvildar-
og e.t.v. öfundarmenn en einnig
stóran og tryggan vinahóp. Oft
sagði Hafþór mér að hans stærstu
mistök í lífinu hefðu verið að skilja
við Hrafnhildi eiginkonu sína og
að hann hefði undanfarin ár þurft
að gjalda fyrir það. Með henni
átti hann tvö börn, Arnar og Auði.
Hann hafði einnig á orði að hann
saknaði „litlu músarinnar sinnar“
eins og hann kallaði yngsta barnið
sitt, og án hennar gæti hann vart
lifað. Hann sagði eitt sinn að mis-
munurinn á örlögum og hlutskipti
væri sá að örlögin eru þau spil sem
við höfum á hendi en hlutskipti
okkar er hvernig við spilum úr
þeim. Þegar hann kvaddi mig rétt
áður en ég hélt af landi brott hafði
liann orð á því að það yrði erfitt
að geta ekki náð til mín þegar sér
liði illa.
Skipið nálgaðist ísland. Það
fyrsta sem ég sá var Mýrdalsjök-
ull, baðaður í sól. Skyldi jökullinn
ekki gráta? hugsaði ég. Jöklarnir
hafa misst mikinn aðdáanda.
„Landið var fagurt og frítt og
fannhvítir jöklanna tindar.“ Sól-
bráðin á jöklunum nú í vor verður
í mínum huga og annarra vina
Hafþórs tár jöklanna.
Hafþór hefði orðið 44 ára nú
6. maí, ef hann hefði lifað. Sam-
úðarkveðjur sendi ég öllum hans
nánustu og öllum sem þótti vænt
um hann. Elsku Bára mín, ég sam-
hryggist þér út af sonarmissinum.
Stundum koma dimmir tímar sem
erfitt er að skilja, en varpaðu öllum
áhyggjum þínum á Drottin. Hann
ber umhyggju fyrir þér.
Sigr. Ragnheiður.
GuÖœimöm Rapi Gemöal
væntanlegur forsetaframbjóðandi
Þau rök hafa margoft komið fram að
þingmenn séu of margir miðað við
höfðatölu í samanburði við önnur
lýðræðisríki og þeim þyrfti að fækka.
Einnig hafa þau rök komið fram að
vægi atkvæða kjósenda sé of mis-
skipt og landið ætti jafnvel að vera
eitt kjördæmi. Og síðan hafa komið
fram sterk rök að þingmenn ættu
ekki að hækka laun sín nteir en
alþýðunnar einkum og sér í lagi
þegar við erum rétt að stíga fyrstu
skrefin út úr stöðnunarskeiði síðustu
ára. Öll þessi rök styð ég og er
tilbúinn að veita þeim brautargengi
ef ég verð forseti.
Er þetta eitthvab fyrir þig ?
CISV eru alþjó&leg fri&arsamtök, óhá& stjórnmálum, trúarbrög&um e&a kynþætti, sem
tengjast Sameinuðu þjoðunum í gegnum UNESCO.
Ár hvert sendir CISV á íslandi böm, unglinga og fullorðib fólk víbs vegar um heiminn til
þátttöku í hinni fjölbreyttu starfsemi sem CISV stendur fyrir á alþjóbavettvangi.
Unglingaskipti verða í sumar vi& 12 -13 ára börn frá Noregi op enn er laust pláss í þau.
Þú gætir verib ein(n) af þeim heppnu og komist i þann hóp.
Einnig er enn laust pláss fyrir fararstjóra, 21 árs og eldri, sem vilja taka þátt í sjáifbo&aliðastarfi
me& bömum á erlendru gmndu í 3 - 4 vikur í sumar. Ferðir og uppihald fyrir þá eru ókeypis.
Nánari upplýsingar gefa:
um unglingaskipti: Þórný Björk Jakobsdóttir S: 557 3447
jón Ví&is Jakobsson S: 581 4810
um fararstjóra: Valgerður Vigfúsardóttir S: 557 1993
-»- Ann Sigurjónsson S: 564 3404
-»- Edda Hrund Halldórsdóttir S: 557 3009
Heimasíða: http://www.apple.is/cisv
)uim i mm
múm
Loxo-carpaccio meÖ furuhnetum blöndu&u saloti, piparrót og balsamico
Rjómalöguð sjávarréttarsúpa með karrý og koníaki
Grafið lamb ó salati meó jarðarberjum og hindberja vinaigrette
mmm
Glóðuð lúðo með skelfisks-risotto og humarsósu
Létfsteikf lambafillet að austurlenskum hætti ,
Fylltar kjúklingobringur með appelsínusósu :
Súkkulaðiterta með vanillusósu og jarðaberjasalati
Volg peruterta með kanil-ís
ÍÍIIWÍTTIÍ
Val á einum forrétti, einum aðalrétti og einum eftirrétti fyrir aðeins kr:
24Q0.-
Borðapantanir • Sími 551 124] • Fax 551 1420
...........................................
Ný sending af
sportfatnaði frá
raá
Jakkar ásamt
bermudabuxum,
síðbuxum, kjólum
munstruðum
Nú sending af
peysum og
bómullarfatnaði
stórum stærðum.
RöysjarísuAugi 34 • Ha.ríaríirli Súv.i 5tE 1147