Morgunblaðið - 05.05.1996, Side 38
38 SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Grettir
»tEFUSZDU \ÆRIE> AO LEICA
/HEÐLÍMlPElNUSlHNI ENN T
'vÁ! PÓ l/ERPUR
(AÐ-S'J'Nfl Mél?
HVERNlfi t?U
' , RfeSTADþeSSU
Smáfólk
EMILY? IS IT REALLV VIT 5 PR08ABLY A
YDU?5URE,I REMEM0ER..] WR0N6 NUMBER.
FROM DANCE CLA55.. / JU5T HAN& UP..
HOW COULD I F0R6ET?
■
^TUE SDEETHEART BALL?
YOU’RE A5KIN6 ME TO
60 TO THE
^SWEETHEART BALL?
IT MU5T BE A
WR0N6 NUMBER..
JU5T HAN6 UP.
Emelía? Ert þetta virkilega Þetta er sennilega Paraballið? Ertu að bjóða Þetta hlýtur að
þú? auðvitað, ég man eftir rangt númer... mér á paraballið? vera rangt núm-
þér úr dansskóianum. Hvern- ieggðu bara á. er ... leggðu bara
ig gæti ég gleymt því? á...
BREF
TLL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329
• Netfang: lauga@mbl.is
Við Austurvöll
Frá Steingrími St.Th. Sigurðssyni:
ÞÁ KOM vorið og sólin hellti geisl-
um sínum yfir allt. Austurvöllur
varð snarlifandi. Eitt sinn skrifaði
Kjarval um Austurvöll og byrjaði
ritsmíðina á þessa leið: „Þar gengur
stúlkan, sem eg elska ..Hann
hefur greinilega þorað að detta í
ástina. Meistari Kjarval - kannski
oftar en einu sinni. Það sést á verk-
um hans.
Hótel Borg með sína stóru sál
og þetta mest töfrandi andrúmsloft
veitingahúsa á íslandi blikkar til
manns og dregur mann til sín eins
og segull. Og Café Paris á horninu,
Póshússtrætis og Vallarstrætis, er
líka áningarstaður og minnir óneit-
anlega á útikaffihús á meginland-
inu. Hressó gamla var aldrei gætt
þokka, hvernig sem á því stóð.
Andrúmsloftið á bistróinu hans
Ketils að vestan (athafnamanns,
sem gefur aldrei skýringar) fer allt-
af batnandi. Sagt er að Monsieur
le proprie Ketill Axelsson (löngum
kenndur við verslunina London)
geri æ meiri listrænar kröfur til
staðarins, sem hann þekkir frá
blautu bamsbeini.
Maímánuður er hafínn. Halldór
Blöndal sást troða gegnum Austur-
völl. Þegar hann var nemandi í
gamla M.A. var hann tíður gestur
á öldurhúsi og kaffíshúsum. Honum
Blöndal ráðherra færi betur að þegja
og leggja blessun sína yfír áningar-
stað í umferð götunnar en stór-
hættuleg jarðgöng, sem geta rústað
fjárhag þjóðarinnar og valdið vá.
STEINGRÍMUR ST.TH.
SIGURÐSSON,
listamaður.
Ottaslegnir
æðabændur
Frá Þorgeiri Samúelssyni:
í GREIN í Morgunblaðinu dagséttu
17. apríl 1996, heldur formaður
Æðaræktarfélags Vesturlands, Sig-
urður Helgason, því fram að grá-
sleppukarlar úr Breiðafirði séu á
hröðum flótta suður á Mýrar vegna
dóms sem féll fyrir Héraðsdómi
Vesturlands 28. mars 1996. Mér er
mjög til efst um að áðurnefndur
formaður hafi kynnt sér dómsniður-
stöður Héraðsdóms Vesturlands,
með tilliti til sektar eða sýknu. I
Morgunblaðsgreininni telur Sigurð-
ur að grásleppukarlar hafi verið
dæmdir frá Breiðafjarðareyjum, með
veiðarfærin, og stefni nú allur skar-
inn með „gunnfána" í stafni fyrir
Snæfellsnes og inn á Mýrar til að
drepa æðarfugl Mýrabænda, en
svona teí ég að lesendur sem ekki
þekkja til muni túlka þessa grein
Sigurðar. I Héraðsdómi Vesturlands
voru mál fimm aðila tekin til dóms
þann 28. mars 1996. Tveir aðilar
voru sýknaðir af öllum kröfum ákær-
anda, með öðrum orðum, dómarinn
féllst ekki á að flæðisker tilheyrði
varplöndum æðarfugls, þrátt fyrir
að sækjendur í málinu héldu hinu
gagnstæða fram. Hinir þrír aðilarnir
voru dæmdir til fjársekta og dæmd-
ir eftir 11. gr. tilskipunar um veiði
á íslandi frá 20. júní 1949 og 1.
mgr. 19. gr. laga nr. 64/1994, „um
vernd, friðun og veiðar á villtum
fuglum og villtum spendýrum".
Ekki er tekið fram í framan-
greindri tilskipun um veiðar á fiskum
né öðrum botnlægum dýrum, og
verður það að teljast harla undarlegt
í ljósi þess á hveiju dómsniðurstaða
er byggð. Ár hvert gefur Fiskistofa
íslands út veiðileyfi til handhafa er
hafa leyfi til hrognkelsaveiðar og
fyrir það ber. að greiða veiðileyfa-
gjald samkvæmt lögum. Veiðileyfin
eru gefin út fyrir ákveðin tímabil
og taka yfir 90 daga á hveiju svæði
fyrir sig. Undirritaður er einn þeirra
þriggja manna, sem dæmdur var til
fjársektar fyrir Héraðsdómi Vestur-
lands, fyrir það að leggja net í sömu
fjarlægð frá varphólma og landráða-
maður varphólmans hafði gert.
Nú langar mig í framhaldi af
þessu að fá upplýsingar hjá æðar-
bændum um eftirfarandi atriði.
1. Hafa landráðamenn æðar-
varps, sem einnig stunda hrogn-
kelsaveiðar, óskylgreint leyfi til að
stunda veiðar innan 115 metra línu
frá fjöruborði varphólma?
2. Greiða landráðamenn æðar-
varps gjald til ríkisins vegna nytja
af viltum fuglum og spendýrum í
samræmi við það sem fískimenn
mega greiða fyrir veiðiheimild á fisk-
stofnum?
3. Hvaða tekjustofnar eru notaðir
til að standa straum af kostnaði við
eyðingu vargfugls og minks í varp-
löndum.
4. Hvernig eru hlunnindi æðar-
varps skilgreind gagnvart skattalög-
um?
5. Hvaða gjald þarf grásleppu-
karl að greiða fyrir netalögn innan
115 metra línunnar?
Ég held að ég geti fullyrt, að
enginn okkar „nefndra sakamanna11
úr Breiðafirði hafi í hyggju að stunda
veiðar á æðarfugli í grásleppunet
suður á Mýrum og geti því æðar-
bændur sofið rólegir þess vegna,
enda eru grásleppuveiðar ekki
stundaðar í þeim tilgangi að drepa
æðarfugl, þvert á móti.
ÞORGEIR SAMÚELSSON,
Hellisbraut 42, Reykhólum.
Allt efni sem birtist I Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í
upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það-
an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.