Morgunblaðið - 05.05.1996, Side 40
40 SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
WTÓskiptabann
á erlend skM
Nauðsyn eða tímoskekkjo?
Opinn fundur verður miðvikudagsmorgun 8. maí
kl. 8.30-10.00 í Húsi iðnaðarins, Hallveigarstíg 1.
Stutt framsöguerindi flytja:
Ágúst Einarsson, Stálsmiðjan hf.
Geir A. Gunnlaugsson, Marel hf.
Kristinn Björnsson, Skeljungur hf.
Þórður H. Hilmarsson, rekstrarhagfræðingur.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður sjávar-
útvegsnefndar Alþingis.
Samtök iðnaðarins
Útflutningsráð íslands
Vinnuveitendasamband íslands
ffl HEILBRIGÐISEFTIRLIT REYKJAVÍKUR
Auglýsing um
starfsleyfistillögur skv. gr. 70
í mengunarvarnareglugerð nr. 48/1994
í samræmi vð gr. 70 ofangreindrar reglugerðar liggja frammi til
kynningar hjá upplýsingaþjónustunni í Ráðhúsi Reykjavíkur, frá mánu-
deginum 6. maí til 3. júní nk., starfsleyfistillögur fyrir eftirtalin fyrirtæki:
Félagsprentsmiðan ehf. Hverfisgötu 103,101 Rvk.
Rétting og sprautun H. Jónssonar Smiðshöfða 14,112 Rvk.
islenskar múrvörur hf. Viðarhöfða 1,112 Rvk.
Miðbæjarmyndir, framköllun Lækjargötu 2,101 Rvk.
Ljósmyndavinnustotan Suðurlandsbraut 4a, 108 Rvk.
Tannlæknastofa Stigahlíð 44,105 Rvk.
Tannlæknastofa Snorrabraut 29,101 Rvk.
Tannlæknastofa Háteigsvegi 1,105 Rvk.
Tannlæknastofa Síðumúla 25,108 Rvk.
Tannlæknastofa Álfabakka 14,109 Rvk.
Tannlæknastofa Mörkinni 6,108 Rvk.
Tannlæknastofa Grensásvegi 44,108 Rvk.
Tannlæknastofan Apex ehf. Snorrabraut 29,101 Rvk.
Glitur, bílasprautaun og réttingar Suðurlandsbraut 16,108 Rvk. •
SBS innréttingar Hyrjarhöfða 3,112 Rvk.
Beyki hf. Tangarhöfða 11,112 Rvk.
Gluggasmiðjan hf. Viðarhöfða 3,112 Rvk.
Trésmiðja Snorra Hjaltasonar ehf. Vagnhöfða 7b, 112 Rvk.
Sviðsmyndir ehf. Súðarvogi 4,104 Rvk.
Kjörsmíði ehf. Draghálsi 12,110 Rvk.
G.K. hurðirehf. Fosshálsi 9-11,110 Rvk.
Stólpi ehf. Klettagörðum 7,112 Rvk.
Trésmiðja Magnúsar F. Jónssonar Súðarvogi 54,104 Rvk.
Jakob Þórhallsson, trésmiðja Tranavogi 5,104 Rvk.
Sökkull sf. Dugguvogi 9-11,104 Rvk.
Trévirki hf. Skeifunni 3d, 108 Rvk.
Jón Guðmundsson, trésmíðav.st. Tranavogi 5,104 Rvk.
Listasmíði sf. Súðarvogi 9,104 Rvk.
Mávainnréttingar, trésmiðja Súðarvogi 20,104 Rvk.
Sóló húsgögn ehf. Ármúla 21,108 Rvk.
S.S. innréttingar Súðarvogi 32,104 Rvk.
Eldhúsval sf. Sóltúni 20,105 Rvk.
Albert Finnbogason, trésmíðav.st. Súðarvogi 20,104 Rvk.
Guðmundur V. Guðmundsson, trésm. Selásbletti 15 a, 110 Rvk.
Ingvar og Gylfi ehf., trésmíðav.st. Grensásvegi 3,108 Rvk.
Alþrif, bón og þvottastöð Grensásvegi 7,108 Rvk.
Emm-Offset, prentsmiðja Suðurlandsbraut 16,108 Rvk.
Hvíta húsið ehf., efnaláug Kringlunni 8-12,103 Rvk.
Vaka, bílapartasala Eldshöfða 6,112 Rvk.
Drifás, bílapartasala Súðarvogi 28-30,104 Rvk.
Rétt til að gera athugasemdir hafa eftirtaldir aðilar:
1. Sá sem sótt hefur um starfsleyfi svo og forsvarsmenn og starfsmenn
tengdrar eða nálægrar starfsemi.
2. Ibúðar þess svæðis sem ætla má að geti orðið fyrir óþægindum vegna
mengunar.
3. Opinberir aðilar, félög og aðrir þeir sem málið varðar.
Athugasemdir, ef gerðar verða, skulu vera skriflegar og sendast
Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur, Drápuhlíð 14,105 Reykjavík, fyrir 4. júní nk.
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
I DAG
SKAK
Umsjón Margeir
Pétursson
HVÍTUR leikur
og vinnur
STAÐAN kom upp í
keppni skákmanna og
tölvuforrita á Aegon mót-
inu í Hollandi í vor. Það
er ekki heiglum hent að
bursta tölvumar á stór-
sókn, en hér hefur banda-
ríski stórmeistarinn
Larry Christiansen
(2.580) hvítt og á leik,
en tölvuforritið Diogenes
var með svart.
18. Hxd6! - Dxd6 19.
Bb5+ - Bd7 (Eða 19. -
Kd8 20. Dh4+ og vinnur
drottninguna) 20. Hel+
- Kf8 21. Dc3 - Bxb5
22. Bxd6 - cxd6 23. Dc7
- Bc6 24. He7 - Be8
25. Dxb7 og með
drottningu yfir og
sókn vann Christ-
iansen skákina
auðveldlega. Þessi
hvassi stíll hans
gekk þó ekki alltaf
upp, því hann tap-
aði fyrir forritinu
Rebel Aegon,
mótshöldurum til
mikillar gleði og
gerði eitt jafntefli.
Landi hans Yasser
Seirawan vann
hins vegar allar
sex skákir sínar af tölv-
unum og sýndi vel hversu
langt þær eiga í land.
Tölvur munu þó alltaf
vinna eina og eina skák
jafnvel af allra sterkustu
mönnum, því þær eru
lausar við mannlega veik-
leika. Nú þegar stór-
meistarar eru farnir að
taka tölvurnar alvarlega
má búast við verulegu
bakslagi í árangri þeirra
og hætt er við því að enn-
þá séu a.m.k. 10 ár í að
tölva geti unnið besta
skákmann heims í einvígi.
HOGNIHREKKVISI
VELVAKANDI
Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Netfang: lauga@mbl.is
Vangaveltur
VELVAKANDA barst
eftirfarandi bréf:
„Akranesi, 26. apríl.
Velvakandi, heill og
sæll, gleðilegt sumar.
Mig langar til að biðja
bílstjórana sem keyra að
Reykjalundi að hægja á
sér þegar þeir mæta
göngunni sem er á ferð-
inni um kl. 14. Það er
eins og fjandinn sjálfur
sé á hælunum á þessum
bflstjórum, svei mér þá!
Svo er ljóð dagsins.
Mikið væri nú gaman að
heyra börn og unglinga
lesa þau. Ég segi nú eins
og litla stúlkan sem skrif-
aði þér fyrir einhveijum
árum og vildi að einn
fréttamaðurinn hjá Sjón-
varpinu lærði að lesa.
Ótrúlegt að hlusta á sumt
af þessu fólki. Þetta
mætti athuga næst fyrir
Passíusálmalesturinn.
Það er af nógu að taka
hjá þessum myndarlegu
og vel gerðu unglingum.
Það mætti gera miklu
mcira af því að láta þá
koma fram.
Karlakórinn Heimir í
Skagafirði var hér 20.
apríl sl. fyrir troðfullu
húsi. Það var stórkost-
legt. Þið Heimismenn,
kærar þakkir fyrir kom-
una og skemmtunina.
Einn einsöngvarinn bað
alla í húsinu að hugsa
vel til hennar Lísu Páls.
Hún hefði bara átt að
vera með okkur þessa
stund.
Ágæti Velvakandi,
ætli sé ekki komið nóg
að sinni. Kærar þakkir.
Agatha Þorleifsdóttir,
Einigrund 4,
Akranesi.
Tapað/fundið
Lyklakippa fannst
EINN lykill sem hangir
í lítilli grænni buddu
fannst í Fossvogskirkju-
garði sl. mánudag. Upp-
lýsingar í síma
588-0494.
Páfagaukur
LÍTILL grænn páfa-
gaukur fannst í Laufrima
í Grafarvogi þriðjudag-
inn 30. apríl sl. Upplýs-
ingar í síma 555-1450.
Páfagaukur
HVÍTUR og blár páfa-
gaukur fannst í garði í
Hólastekk 4, 1. maí sl.
Hann er hvítur að ofan
en frá miðri bringu er
hann bláhvítur. Eigand-
inn er beðinn að vitja
hans í síma 557-4195.
Páfagaukur fæst
gefins
PÁFAGAUKUR án búrs
fæst gefins. Upplýsingar
í síma 587-6427 fyrir kl.
11.30 og eftir kl. 18.
Með morgunkaffinu
farin að stoppa í piiðjum setningum til að draga andann.
■
Víkveiji skrifar...
HVAÐ vorum við íslendingar að
bauka fyrir fimmtíu árum?
Fyrir 50 árum, árið 1946, tveimur
árum eftir stofnun lýðveldisins, stig-
um við stórt skref inni í samfélag
þjóðanna. Það ár samþykkti Alþingi
með 36 atkvæðum gegn 6 aðild að
Sameinuðu þjóðunum.
Með þeirri samþykkt hertum við
á þeirri þróun, sem var að ijúfa
aldalanga einangrun þjóðarinnar.
Með henni var og hlutleysisstefnan
lögð til hliðar og raunar afsögð árið
1949 með inngöngu í Atlantshafs-
bandalagið, vamarbandalag Vestur-
landa.
Aðildin að Atlantshafsbandalag-
inu var eitt hatramasta deilumál
þjóðarinnar, fyrr og síðar. Eftir á,
í ljósi reynslunnar, eru nær allir
sammála um, að mikilvægt og rétt
skref hafi verið stigið með aðild-
inni. Nú vildu allir Lilju kveðið hafa!
XXX
ETTA ÁR, 1946, voru bein
listaskáldsins góða, Jónasar
Hallgrímssonar, flutt heim til ís-
lands, en þau höfðu þá hvílt rúm
hundrað ár í danskri moldu. Okkur
tókst að gera þennan gjörning að
heilmiklu hávaðamáli.
Fyrst voru jarðneskar leifar þjóð-
skáldsins fluttar norður að Bakka í
Öxnadal. En að fyrirskipan ís-
lenzkra stjórnvalda voru beinin tek-
in með fógetavaldi úr Bakkakirkju
og flutt að Þingvöllum. Þar voru
þau jarðsett í þjóðargrafreitnum.
Heimflutningur beinanna og ýms-
ir atburðir tengdir honum ollu miklu
fjaðrafoki, deilum og blaðaskrifum.
Fór þá margur mikinn. Víkveiji rek-
ur deilurnar ekki frekar. Þær eru
samt sem áður eitt sýnishom af
mörgum um þrasgirni okkar, sem
segir til sín með Jiæsta reglubundn-
um hætti, rétt eins og hræringar
jarðskorpunnar undir fótum okkar,
sem á stundum bijótast út í eldgos-
um og jarðskjálftum.
x x x
FYRIR fimmtíu árum, 1946, tóku
íslendingar við allri flugstjórn
á Norður-Atlantshafi, allt frá Shet-
landseyjum til stranda Grænlands.
Sá atburður hafði mikla þýðingu
fyrir samstarf okkar og samgöngur
við umheiminn og „flugsögu" þjóðar-
innar.
Fijálsar íþróttir stóðu með blóma
á þessu löngu liðna ári. Gunnar
Huseby vann það afrek að verða
Evrópumeistari í kúluvarpi (varpaði
kúlunni 15,56 metra). Finnbjöm
Þorvaldsson setti nýtt íslandsmet í
fímmtarþraut. Það var tíunda ís-
landsmetið hans það árið.
Margt fleira mætti til tína frá árinu
1946, sem eru í frásögur færandi,
en hér verður látið staðar numið.
FJÖLMARGT hefur breyfyt, flest
til hins betra, á þeim fimmtíu
árum sem liðin em frá þeim tíma
sem Víkveiji hefur rifjað upp. Sumt
er þó svipað og fyrrum. Þjóðarein-
kennin breytast lítt. Þannig hefur
þrasgirni okkar látið furðu lítið á
sjá, þrátt fyrir allt!
Engin stór deilumál raska þó ró
okkar á þessu fagra vori. Ýmis
þungavigtarmál eru að vísu í far-
teskinu, þótt litlum öldugangi hafi
valdið enn sem komið er: Evrópu-
málin, auðlindaskatturinn og sam-
keppnishæfni íslenzkra atvinnu-
vega - og þar með atvinnuöryggið
og kaupgreiðslugeta atvinnulífsins.
Hin stóru framtíðarmálin setja
ekki mark sitt á skraf og skrif
Mörlandans annó 1996 að neinu
ráði. Jafnvel forsetakosningar, sem
fram undan eru, gára vart yfirborð
þjóðarsálarinnar margfrægu. Það
kann þó að breytast. „Islandsglím-
an“ setur einna helzt svip sinn á
þjóðkirkjuna. Þar er dulítið hnútu-
kast. Þar virðast (stöku) menn hafa
gleymt merkingu orðanna mikil-
vægu, „fyrirgef oss vorar skuldir,
svo sem vér og fyrirgefum vorum
skuldunautum".
Vonandi sitjum við sem þjóð og
einstaklingar á sátts höfði sem
lengst. Sumarið er framundan. Og
það er ekki þörf að kvarta þegar
blessuð sólin skín!