Morgunblaðið - 05.05.1996, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 5. MAÍ1996 41
I DAG
BRIDS
llmsjön (iuömundur l'áll
Arnnrsun
SYSTKININ Styttingnr og
Stunga eru í vöminni gegn
fjórum spöðum suðurs og
hafa bæði í hótunum.
Vestur gefur; enginn á
hættu.
Norður
♦ ÁK
¥ KD74
♦ 863
♦ ÁD76
Sudur
♦ DG8763
¥ 965
♦ DG4
♦ 3
Vestur Norður Austur Suður
1 lauf 1 grand 2 tíglar 3 spaðar
Pass 4 spaðar Pass Pass
Pass
Útspil: Tígulás.
Þrátt fyrir kall austurs í
tígli, skiptir vestur_ yfir í
spaða í næsta slag. Asinn er
greinilega blankur og þar
með er stunguhættan úr sög-
unni í bili. En þegar sagn-
hafi tekur síðari spaðann í
borði, hendir austur tígli.
Vegna þyngsla í samgangi
skapar þessi tromplega
hættu á styttingi. Hvað er til
ráða?
Við fyrstu sýn virðist í lagi
að taka laufás, trompa lauf
og aftrompa vestur síðan með
DG í spaða. Næsta skref
væri að spila hjarta að hjón-
unum. Blindur fengi að eiga
þann slag.
Norður
♦ ÁK
¥ KD74
♦ 863
♦ ÁD76
Vestur
♦ 10954
¥ ÁG2
♦ Á
♦ KG954
Austur
♦ 2
¥ 1083
♦ K109752
♦ 1082
Suður
♦ DG8763
¥ 965
♦ DG4
♦ 3
Nú er ekki gott að spila
tígli úr borði. Austur myndi
drepa og spila banvænu laufi.
Sagnhafi á aðeins eitt tromp
eftir og kemst ekki hjá því
að gefa slag á laufkónginn.
Skásti möguleiki sagnhafa í
stöðunni er að spila smáu
hjarta úr blindum í þeirri von
að vestur hafi byijað með
ásinn annan. Vestur gæti átt
skiptinguna 4-2-1-6.
Hitt er þó sennilegra að
vestur sé með þrjú hjörtu og
fimm lauf. Til að vinna spilið
í þeirri legu þarf að spila lauf-
drottningu úr borði í fjórða
slag! Vestur fær mjög óvænt-
an slag á laufkóng og verst
best með því að spila laufi
áfram. Suður trompar, tekur
DG í spaða og hendir tíglum
úr borði. Síðan spilar hann
hjarta á kónginn, trompar
lauf aftur heim og spilar enn
hjarta. Vestur fær síðasta
slag varnarinnar á hjartaás,
en sagnhafi hendir DG í tígli
niður í laufás og frítt hjarta.
Árnað heilla
ur áttræð Ragnheiður Jó-
hannsdóttir, húsfreyja,
Bakka, Olfusi. Eiginmaður
henar er Engilbert Hann-
esson, bóndi, Bakka. Hjón-
in taka á móti gestum í
Hraunholti, Dalshrauni
15, Hafnai-firði, milli kl.
16 og 19 á afmælisdaginn.
75
ÁRA afmæli. í dag,
sunnudaginn 5. maí,
er sjötíu og fimm ára Ingi-
björg Jónsdóttir, (Imma),
Freyjugötu 9, Reykjavík.
Hún tekur á móti gestum í
sal Hjálpræðishersins,
Kirkjustræti 2, milli kl.
14 og 17.
60
ÁRA afmæli. í dag,
sunnudaginn 5. maí,
er sextug Þórey Jónsdótt-
ir, fótaaðgerðafræðingur,
Flyðrugranda 2, Reykja-
vik.
LEIÐRÉTT
Rangt farið með úrslit
í GREIN Leifs Sveinsson-
ar um fyrsta íslandsmót í
knattspyrnu árið 1912 í
blaðinu í gær var ekki rétt
farið með úrslit leikja á
mótinu. Rétt er setningin
svo: KR og Fram gerðu
jafntefli í fyrri leik sínum
1:1. Fram vann KV 3:0.
KV gaf leik sinn gegn KR.
KR sigraði Fram í aukaleik
3:1. Beðist er velvirðingar
á þessu.
Pennavinir
BANDARÍSKUR háskóla-
stúdent með áhuga á ís-
lenskri sögu og menningu:
Paul Rosenthal,
6955 Lena Avenue,
West Hills,
CA. 91307,
U.S.A.
pT/\ÁRA afmæli. Á
t)v morgun mánudag-
inn 6. maí, verður fimmtug-
ur Guðmundur Pétursson,
hæstaréttarlögmaður,
Granaskjóli 12, Reykja-
vík.
^riÁRA afmæli. í dag,
^xv/ sunnudaginn 5. maí,
er fertugur Jakob Péturs-
son (Kobbi-sprengiglaði),
Frostaskjóli 26, Reylga-
vík.
ORÐABÓKIN
ÉG BÝST við, að flestir
kannist við ofangreint
nafnorð, sem oftast mun
notað í orðasambandinu
að koma einhveiju í lóg.
Enn fremur á ég von á,
að merking þess sé
mönnum almennt ljós,
þ. e. eyðing, það að eyða
e-u upp. Þá þekkist vel
so. að lóga, sem merkir
að losa sig við e-ð, farga
e- u, en er einnig haft
um að slátra, sbr. að
lóga kind eða kú. Þess
vegna kom mér það und-
arlega fyrir sjónir, þegar
fyrir nokkrum árum var
talað um í blaði að koma
Lóg
knattspyrmipeningun-
um í lóg í alveg gagn-
stæðri merkingu.
Samkv. frétt blaðsins
var alls ekki um það að
ræða að eyða pening-
unum, heldur var átt við
það að koma þeim í ör-
ugga eign og tryggja
um leið, að þeir yrðu
ekki beint eyðslufé. Ekki
verður neitt fullyrt um
það, hvort þessi merking
sé almennt þekkt - og
trúlega er hún það ekki.
Mig rekur að minnsta
kosti ekki minni til að
hafa séð henni bregða
fyrir í annan tíma. Hins
vegar bendir ofangreint
dæmi til þess, eins og
oft vill verða um ýmis
orðasambönd, að frum-
merking þeirra sljóvgast
eða gleymist með öllu
meðal þorra fólks - og
þá einkum helzt, ef þau
eru sjaldan notuð í
mæltu máli. Samkv.
orðabókum þekkist no.
lóg í ýmsum öðrum sam-
böndum, en ekki er víst,
að þau séu öll algeng.
Má þar nefna að leggj-
ast í lóg = eyðast upp,
gleymast.
- J.A.J.
glerskálinn fyrir
íslenska verðráttu.
Heildverslunin Smiðshús, Álftanesi,
E. Sigurjónsdóttir, sími 565 0800.
Það nýjasta
Teinótt ullarefni
Plast- og gúmmíefni
Sumarefni í mörgum iitum
Patronesblöðin komin
Saumum á staðnum,
breytum og gerum við.
Vefnaðarvöruverslunin
textilline
Faxafen 12, sími 588 1160
STJÖRNUSPÁ
Hrútur.
(21. mars - 19. apríl)
Þú finnur eitthvað áhugavert
í heimsókn á útimarkað í dag.
Þegar kvöldar þarf fjölskyldan
að taka mikilvæga ákvörðun.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú ert með margt f huga, og
hugmyndum þínum er vel tek-
ið. Lofaðu engu, sem þú getur
ekki staðið við. Kvöldið verður
ánægjulegt.
Tvtburar
(21. maí - 20. júní) 4»
Þér verður brátt falið nýtt
ábyrgðarstarf í vinnunni. Ef
þú ferð út með ástvini í kvöld,
þarft þú að gæta hófs í mat og
drykk.
Krabbi
(21. júní — 22. júlf) HSfé
Þér tekst að ljúka verkefni,
sem opnar þér leið tii aukins
frama í vinnunni. Horfurnar í
fjármálum fara ört batnandi.
Ljón
(23. júlí — 22. ágúst)
Þú þarft að gæta vel eigin
hagsmuna f samskiptum við
óprúttinn náunga. Málefni
fjölskyldunnar verða efst á
baugi í kvöld.
Meyja
(23. ágúst - 22. september)
Varastu alla áhættu í peninga-
málum. Tilboð, sem þér berst,
getur verið stórgallað. Njóttu
kvöldsins heima með ástvini.
Vog
(23. sept. - 22. október)
Þú ferð hægt af stað, en tekur
þig á þegar á daginn líður og
átt skilið að slaka á í kvöld.
Ferðalag er á næsta leiti.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Þú lýkur skyldustörfunum
snemma, og þér gefst tími síð-
degis til að sinna einkamálun-
um. Fjármálin þróast til betri
vegar.
Bogmaóur
(22. nóv. - 21. desember)
Vinnan er þér ofarlega í huga
í dag, og þér tekst að ljúka
erfiðu verkefni síðdegis. Svo
slakarðu vel á f vinahópi í
kvöld.
Steingeit
(22.des.-19.janúar)
Þeir sem komast frá nota
tækifærið og skreppa i dags-
ferð með fjölskyldunni. í kvöld
bíður þín rómantískur kvöid-
verður við kertaljós.
Vatnsberi
(20.janúar- 18. febrúar) ðh
Smávegis misskilningur kem-
ur upp heima í dag, en fljót-
lega tekst að leysa málið. Það
birtir til i fjármálunum.
Fiskar
(19.febrúar-20.mars) ’Sft
Þú hefur nokkra tilhneigingu
til að eyða of miklu í óþarfa.
Ræddu málið við ástvin, sem
getur gefið þér góð ráð.
Stjömuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
byggjast ektí á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Skemmtifundur
Félag harmonikuunnenda heldur skemmtifund í dag
kl. 15 í Templarahöllinni viö Eiríksgötu. Fundurinn er til-
einkaöur tónskáldinu og jass-geggjaranum Árna ísleifssyni, sem
veröur heiöursgestur dagsins.
Hljómsveit undir stjórn Reynis Jónassonar leikur lög Árna ásamt
söngkonunni Hjördísi Geirs.
Hljómsveit F.H.U.R. undir stjórn Þorvaldar Björnssonar leikur nokkur
lög og hljómsveitin Léttir tónar undir stjórn Grettis Björnssonar.
Fleiri góðir spilarar. Allir velkomnir.
Skemmtinefndin.
NAUT
Afmælisbarn dagsins: Þú
leggur mikið upp úr fjár-
hagslegu öryggi og metur
fjölskylduna mikils.
Classica
Þaktækni ehf.
símar 565 8185 og 893 3693.
Vinnum um land allt
Kápuf oq úlpur
frá valííielin
7duntv
Jesveg, Seltjarnarnesi.
Sími 561 1680.