Morgunblaðið - 05.05.1996, Side 48
18 SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
Vilhelm Vilhelmsson, íslandsmeistari ívélsleðaakstri, á fjölda „viljugra" ökutækja
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
VILHELM Vllhelmsson segir að kappakstur á ökutækjum sé ákveðin fíkn. Hér er Vllhelm við tækin sem hann hefur til taks.
AKSTURSIÞROTTIR
Spennuþörfínni svalað
Vilhelm Vilhelmsson er tvöfaldur
íslandsmeistari í vélsleðaakstri,
í snjókrossi og fjallaralli. Þegar snjó-
laust er æðir hann um á kartbíl, sem
er búinn til keppni, eða á moto-cross
mótorhjóli. Vilhelm er borinn og
barnfæddur Akureyringur og starfar
sem bifvélavirki hjá Höldi hf.
Þó Vilhelm sé aðeins 25 ára gam-
all hefur hann keppt á vélsleðum í
níu ár, því hann byrjaði 16 ára og
hafði ferðast með föður sínum til
margra ára áður en að því kom.
Hann er samt enginn vélsleðaferða-
maður í dag, lætur nægja að keppa
í mótum og svífa í hengjum í ná-
grenni við heimabæ sinn á æfíngum
með félögum sínum. En á sumrin
hefur hann m.a. nýtt moto-cross
mótorhjól og go-kart kappakstur til
að fá útrás fyrir spennuþörfina. „Ég
prófaði að keppa í moto-crossi ásamt
Gunnari Hákonarssyni, en við sáum
fijótlega að við gátum ekkert. Samt
var miklu minna mál að keppa í
þessu en ég hélt, þetta var bara
ekki okkar svið. Ég er alinn upp á
vélsleðum. Ég var allur blár og
marinn eftir viðureign við aðra á
moto cross brautinni,“ sagði Vilhelm
í samtali við Morgunblaðið.
Hékk eins og veifa á stýrinu
Vilhelm hefur komist í kynni við
marga af aflmestu vélsleðum, sem
í keppni hafa verið, og ók í vetur
einum af öflugustu Polaris-sleðum
íslandsmótsins. Hann greip í 160
hestafla Arctic Cat fyrir nokkrum
árum og varð þá Islandsmeistari í
sínum flokki á honum, atti m.a.
kappi við Finn Aðalbjörnsson. „Ég
hef aldrei verið tegundarmaður,
hoppaði á milli sleða milli ára valdi
bara þá sleða sem hentuðu hveiju
sinni,“ sagði Vilhelm. „Gamli Arctic
Cat-sleðinn minn var geysilega erf-
iður í akstri, rosalega þungur og ill-
viðráðanlegur. Það var eins og sem-
entspoki væri í vélarsalnum, slík var
þyngdin."
Það er einmitt líkamlegur styrkur
Vilhelms, sem fleytti honum vel
áfram í snjókrossmótum ársins.
„Þegar ég var að byrja, þá var ég
máttlaus í höndunum og rétt náði
að hanga aftan í Wild Cat-sleðanum,
sem ég ók. Ég var eins og veifa á
stýrinu. Nú hef ég vanist aflinu,"
sagði Vilhelm. Hann ók Wild Cat til
ársins 1992. „Mér fannst Polaris-
sleðinn betri á þessum árum og
skipti, en nú standa sleðarnir
kannski jafnar. Um tíma var Ski-
Doo stjórnlaus sleði, en orðinn góður
í dag. Gallinn við þann sleða sem
ég ók í vetur í snjókrossinu er sá
að hann er svo mikið breyttur að
það er ekkert hægt að keyra hann
nema í keppni. A óbreyttum sleða
er hægt að æfa sig og aka fleiri
þúsund kílómetra án þess að hafa
áhyggjur af vélinni. Ég ók svo Polar-
is XCR sleða, í þeim flokkum sem
það mátti og fjöðrun hans gefur
öðrum tegundum langt nef. Ég verð
Polaris-maður áfram og hef fengið
mikinn stuðning frá Halldóri Jó-
hannessyni og Tómasi Tómassyni í
mótum ársins. Ég er ekki að hætta,
þó gömlu félagarnir leggi upp laup-
ana hver af öðrum, langar jafnvel
til útlanda að keppa næsta haust.“
Kartbílar á 250 km hraöa
í sumar verður Vilhelm á fullu á
kartbíl sínum, sem er sérhannaður
til keppni. Hann er af Stratos-gerð,
100 cc og fer í 100 km hraða á fjór-
um sekúndum. „Þessir kartbílar
liggja eins og klessur, en það eru
til kartbílar sem ná 250 km hraða
og eru með sex gíra gírkassa. Ég
fæ mikla útrás að keyra bílinn, en
það eru nokkrir til í landinu, m.a. á
félagi minn, Gunnar Hákonarson,
svona bíl. Við ökum oft eins og grið-
ungar á hafnarplaninu hérna á Ak-
ureyri. Svo er lítið mál að skella
bíinum á pall aftan á jeppa og halda
í víking. í sumar verður keppt til
íslandsmeistara í þessari grein í
fyrsta skipti, þann 24. maí á Akur-
eyri. Við stofnuðum Kappaksturs-
klúbb Akureyrar fyrir nokkrum
mánuðum og stofnfélagar voru hátt
í 100. Ég hef trú á að þetta geti
orðið vinsæl íþrótt í framtíðinni og
góð byijun fyrir unga ökumenn. Það
verður væntanlega keyrt í miðbæn-
um í sumar og skapast örugglega
góð stemmning."
Vilhelm kveður það vera að geij-
ast hvað hann ætli að starfa við í
framtíðinni. Hann hefur lokið námi
bifvélavirkja. „Ég er svona skrúfu-
kall, gæti ekki unnið á bakvið skrif-
borð. Ég hlýt að finna eitthvað snið-
ugt að starfa við í framtíðinni," sagði
Vilhelm. Hann er mikill áhugamaður
um flestar akstursíþróttir, er ekkert
í boltanum. „Mótorhjólaökumaður-
inn Waine Rainey var minn maður.
Hann lamaðist í slysi í keppni, en
hann var geysilega mikill keppnis-
maður. Kunni að vinna og tapa með
sæmd. Ég held að ég sé líka búinn
að læra það, hef fengið minn skerf
af áföllum í keppni.“
Ákveðin fíkn
Þótt Vilhelm hafi átt breyttan
jeppa um tíma, þá er hann ekkert á
ijöllum. „Ég komst að því með þátt-
töku í Camel Trophy-keppninni, að
ég er enginn jeppakall. Það var samt
meiriháttar gaman að taka þátt í
þeim þrautum sem undankeppnin í
Svíþjóð bauð upp á. Mér finnst jeppi
bara vera farartæki til að flytja vél-
sleðann í snjóinn. Það þarf svo mikla
peninga og græjur í jeppamennsku
að það myndi tæma veskið. Það má
heldur enginn vera minni en hinn á
fjöllum. Mér finnst fínt að horfa á
torfæru heima í stofu, með popp og
kók. Ég myndi aldrei keppa í henni,
það er svo lítið að gerast miðað við
snjókrossið," sagði Vilhelm og glotti.
„Ég er samt sjúkur í allar aksturs-
íþróttir og myndi vilja prófa ýmis-
legt. Veit hvað er að gerast úti í
heimi og fylgist með af bestu getu.
En það jafnast samt ekkert á við það
að þeysa sjálfur á mótorhjóli, moto
cross-hjóli, vélsleða eða kartbíl og
fínna spennuna í líkamanum, þegar
tekist er á við erfiðar og jafnvel vara-
samar aðstæður. Þetta er auðvitað
ákveðin fíkn,“ sagði Vilhelm.
ÚRSLIT
KORFUKNATTLEIKUR / NBA
Spurs komið áfram
Körfuknattleikur
NBA - úrslitakeppni Vesturdeildar
Phoenix - San Antonio.......98:116
•San Antonio vinnur 3:1.
Íshokkí
2. umferð úrslitakeppni NHL deildarinn-
ar
Austurdeiid:
Pittsburgh - New York Rangers..4:3
•Pittsburgh komið 1:0 yfir. Mario
Lemieux og Jaromir Jagr sýndu hvers
vegna þeir eru taldir bestu sóknarmenn
NHL-deildarinnar. Jagr skoraði tvívegis
- fjórða og fimmta mark sitt í úrslita-
keppninni - og lagði upp eitt mark fyr-
ir Lemieux, sigurmarkið í leiknum er
7,17 mín. voru eftir.
Vesturdeild:
Detroit-St. Louis..............3:2
•Detroit komið 1:0 yfir.
San Antonio Spurs komst áfram
í úrslitakeppni Vesturdeildar
NBA með öruggum og sannfærandi
sigri á Phoenix Suns á útivelli,
116:98, aðfaranótt Iaugardagsins.
David Robinson skoraði 30 stig
ogtók 13 fráköst, Vinny Del Negro
gerði 25 stig og Avery Johnson 15
auk þess sem hann átti 13 stoðsend-
ingar fyrir Spurs, sem höfðu þar
með betur í þremur viðureignum
en Phoenix náði aðeins einum sigri.
Spurs mætir annað hvort Utah Jazz
eða Portland Trail Blazers í næstu
umferð.
Robinson hitti úr 12 af 21 skoti
og átti stóran þátt í yfirburðum
Spurs í fráköstum, en liðið náði 47
slíkum en heimamenn aðeins 30.
Charles Barkley var stigahæstur
hjá Phoenix með 21. Liðið komst í
úrslit NBA 1992 og hefur ekki dott-
ið út í fyrsta umferð úrslitakeppn-
innar síðan 1991. „Það er ekkert
grín að tapa í fyrst umferð," sagði
Barkley.. „Þetta verður langt sum-
arfrí hjá liðinu. Því erum við ekki
vanir." Chris Carr gerði 17 stig og
Kévin Johnson skoraði 16 fyrir
Phoenix.
Spurs var yfir allan tímann en
þegar sex mín. voru eftir af þriðja
leikhluta náði heimaliðið að minnka
muninn í sex stig, 67:61. Þá settu
gestirnir hins vegar í fluggírinn á
ný, gerðu 18 stig gegn 8 og eftir
það var aldrei spurning hvort liðið
fagnaði sigri.
Vörn Spurs var mjög góð í leikn-
um, liðið lagði áherslu á að gæta
Charles Barkley mjög vel og hann
gerði t.d. aðeins eitt stig í þriðja
leikhlutanum.
Englend-
ingurtil Víð-
is í Garði
ENSKI knattspymumaðurinn Davi-
es Haule, 20 ára blökkumaður, sem
leikur sem miðvallarspilari eða
sóknarleikmaður, kemur til Víðis í
Garði í næstu viku og mun leika
með liðinu í 3. deild í sumar. Háule,
sem lék með utandeildarliðinu Ye-
ading, var í reynslu hjá Wimbledon,
en fékk ekki samning. Hann æfði
með Víðismönnum í Skotlandi fyrir
stuttu, lék tvo leiki með þeim og
stóð sig ágætlega.
Sampras
enn bestur
PETE Sampras frá Bandaríkjunum
sem var efstur á afrekaskrá Al-
þjóðá-tennissambandsins á liðnu ári
hefur verið kjörinn besti tennisleik-
ari ársins 1995. Þetta er þriðja árið
í röð sem sérstök nefnd starfs-
manna og leikmanna útnefnir
Sampras. Hann varð meistari á
Wimbledon og Opna bandaríska
meistaramótinu 1993 til 1995 og
er þriðji tennisspilarinn sem er kjör-
inn sá besti þijú ár í röð. Hinir eru
Jimmy Connors og Ivan Lendl.
Stöð 2 sýnir
beint frá
NBAídag
FYRSTA beina útsendingin á Stöð
2 frá úrslitakeppni bandarísku
NBA-deildarinnar í körfuknatleik
að þessu sinni verður í dag. Fyrsti
leikurinn sem boðið er upp á er við-
ureign Indiana og Atlanta. Hvort
lið hefur sigrað í tveimur leikjum,
um oddaviðureign er því að ræða
um hvort félaganna kemst áfram í
2. umferð. Leikurinn hefst kl.
16.30.
Víkingar
með átak til
að „rífa fé-
lagið upp“
„ÞAÐ er hópur manna í því að
hringja í Víkinga og_ þeim hefur
verið tekið mjög vel. í maí og júní
verður svo gengið í hvert hús í
hverfinu,“ segir Björn Bjartmarz,
framkvæmdastjóri Knattspyrnufé-
lagsins Víkings, í tilefni af sérstöki
átaki sem félagið gengst nú fyrir
til „að rífa félagið upp aftur," eins
og hann orðaði það. Leitað verður
til félagsmanna og íbúa í Víkings-
hverfinu og óskað eftir að þeir
greiði ákveðna upphæð til félagsins
á mánuði.
Víkingar féllu í 2. deild í hand-
knattleik nú í vor og knattspyrnulið
félagsins er einnig í 2. deild. Félag-
ið átti íslandsmeistara í báðum
greinum fyrir fáeinum árum, knatt-
spyrnumennirnir fögnuðu titlinum
1991 og handknattleiksliðið var
lengi í hópi þeirra bestu. „Það geng-
ur illa íþróttalega hjá okkur eins
og er. Styrkir frá opinberum aðilum
og fyrirtækjum eru alltaf að minnka
og hinn almenni félagsmaður gerir
sér grein fyrir að hann þarf að
borga til félagsins til að starfsemin
geti gengið. Margt smátt gerir eitt
stórt,“ sagði Björn Bjartmarz. Hann
kvað styrktarklúbbakerfi véra í
mörgum félögum, „en ég veit ekki
til þess að neins staðar hafi verið
farið út í svona átak. Ég er hins
vegar viss um að fleiri fylgja í kjöl-
far okkar og fara út í þetta.“