Morgunblaðið - 21.05.1996, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Skoðanakönnun Félagsvísindastofn-
unar fyrir Morgunblaðið
Sjálfstæðis-
flokkur bætir
við sig fylgi
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN
hefur bætt við sig fylgi frá því síð-
astliðinn vetur, samkvæmt niður-
stöðum skoðanakönnunar, sem
Félagsvísindastofnun Háskóla ís-
lands gerði fyrir Morgunblaðið í
síðustu viku. Áf þeim, sem afstöðu
taka, segjast 42,7% myndu styðja
flokkinn í kosningum. í nóvember
voru fylgismenn Sjálfstæðisflokks
38,3% og í þingkosningunum í
fyrra fékk flokkurinn 37,1% at-
kvæða.
Fylgisaukning Sjálfstæðis-
flokksins er reyndar ekki tölfræði-
lega marktæk fremur en aðrar
breytingar á fylgi flokkanna frá
síðustu könnun Félagsvísinda-
stofnunar. Fylgi Alþýðuflokksins
breytist sáralítið, var 14,4% í nóv-
ember en er nú 13,9%, heldur
meira en í kosningunum. Fram-
sóknarflokkurinn naut stuðnings
21,3% þeirra, sem tóku afstöðu í
síðustu könnun en fær nú stuðning
20,3%, þremur prósentustigum
minna en í þingkosningunum. Al-
þýðubandalagið fær nú 16,3% fyigi
en hafði 18,2% í nóvember og
14,3% í kosningunum. Kvennalist-
inn er nálægt kjörfylgi sínu og
nýtur nú fylgis 4,8% kjósenda sam-
kvæmt könnuninni, en hafði stuðn-
ing 5,4% í nóvember. Þjóðvaki fær
nú 1,1% fylgi, hafði 1,7% í nóvem-
ber og 7,2% í kosningunum.
Fylgi Kvennalista mest á
landsbyggðinni
Þegar svör manna eru flokkuð
eftir búsetu vekur það helzt at-
hygli að Kvennalistinn hefur nú
meira fylgi úti á landi (5,6%) en
í Reykjavík (4,8%), en þetta var
öfugt í kosningunum í fyrra og í
skoðanakönnunum lengi þar á
undan. Að öðru leyti er hlutfalls-
legur styrkur flokkana í einstök-
um landshlutum eins og við mátti
búast í ljósi reynsiu undanfarinna
ára.
Þegar svör eru flokkuð eftir
kyni sést að talsvert fleiri karlar
en konur kjósa bæði Alþýðuflokk
og Framsóknarflokk. Fylgi Sjálf-
stæðisflokks er hins vegar nokkuð
Könnun Félagsvísindastofnunar í maí 1996:
Fylgjstjómmáfeflokk3, flokkað eftir aldri
18,5% [] 4,3% 11,1%
15,9% []] 6,6% | 0,7%
14,9% [] 5,5% 11,5%
16,5% [] 2,7% 11,4%
16,7% [] 4,6% J 0,9%
Alþýðufl.
Frams.fi.
Sjálfstæðisflokkur
Alþýðubl.
Kvennal. Þjóðv.
Sjálfstæðis- Könnun Félagsvísindastofnunar í maí 1996:
fiokkur 42,7 py|gj stjórnmálaflokka í kosningum 1995
og í skoðanakönnun síðan
Kosn. Nóv. Maf
1995 1995 1996
Annaö 0,9 0,4 0,4
Framsóknar-
flokkur
23,3
21’320 3 AIÞýflubandala9
1|16,3 AIÞýðufl0kkur
14,3 lil lim 14^13,9
11,4
V
ájmuíiixi
Kvennalisti Þjóð-
7,2 vaki
4,9 5.4 4|8
Wl.1
Ö E3
jafnt hjá báðum kynjum. Fleiri
konur kjósa Alþýðubandalagið en
karlar og sama á við um Kvenna-
listann, sem fær mikinn meiri-
hluta stuðnings síns frá konum.
Óákveðnir 6,7%
Skekkjumörk eru víðari þegar
svörin eru flokkuð eftir aldri. Þeg-
ar litið er á þá skiptingu, kemur
hins vegar í ljós að Alþýðuflokkur
hefur mest fylgi hjá fólki á aldrin-
um 35-44 ára, Framsóknarflokkur
hjá 25-34 ára, Sjálfstæðisflokkur
hjá yngsta kjósendahópnum, Al-
þýðubandalagið hjá þeim elzta og
Kvennalistinn hjá miðaldra kon-
um.
Könnunin fór fram dagana
11.-18. maí. Stuðzt var við slembi-
úrtak úr þjóðskrá, sem náði til
1.500 manna á aldrinum 18-75
ára, af öllu landinu. Nettósvarhlut-
fall, þ.e. þegar látnir, erlendir
borgarar og þeir, sem búsettir eru
erlendis, hafa verið dregnir frá
úrtakinu, er 72,1%, sem telst ág-
ætt í könnun af þessu tagi. Félags-
vísindastofnun telur að úrtakið
endurspegli þennan aldurshóp
meðal þjóðarinnar allrar nokkuð
vel.
Spurt var hvað menn myndu
kjósa ef alþingiskosningar yrðu á
morgun. Þeir, sem sögðust ekki
vita það, voru spurðir aftur hvað
þeir teldu líklegast að þeir kysu.
Segðust menn enn ekki vita, voru
þeir enn spurðir hvort líklegra
væri að þeir kysu Sjálfstæðisflokk-
inn eða einhvern vinstri flokkanna
og þeim, sem sögðust myndu kjósa
vinstri flokka, deilt niður á þá í
hlutfalli við svörin við fyrri spurn-
ingum. Með þessu fer hlutfall óá-
kveðinna úr 33% eftir fyrstu spum-
inguna niður í 6,7%.
Staða stjórnar-
flokkanna sterk
Staða stj ómarflokkanna er sterk, skrífar Olafur Þ.
Stephensen. Samþykkt frumvarpanna um vinnumark-
aðinn virðist lítt hafa dregíð úr fylgí við þá.
STAÐA ríkisstjómarflokkanna er sterk,
miðað við niðurstöður könnunar Félagsvís-
indastofnunar. Samanlagt hafa þeir stuðn-
ing 63% kjósenda, sem er meira en þeir
fengu samanlagt í síðustu kosningum.
Fyrsta árið eftir að ríkisstjómin tók við
völdum hefði mátt útskýra útkomu af þessu
tagi með því að stjómin hefði ekki hrint
neinum breytingum í framkvæmd, sem vem-
leg átök vora um, heldur siglt lygnan sjó.
Þessi skýring á hins vegar ekki við eftir
átök undanfarinna vikna, þar sem ríkis-
stjómin hefur látið brjóta á framvörpunum
um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna og
um stéttarfélög og vinnudeilur.
Þjóðvaki skólabókardæmi um
sprengiframboð
Þessi framvörp hafa verið gagnrýnd harð-
lega af hálfu stjómarandstöðunnar og for-
ystu verkalýðshreyflngarinnar, sem hefur
haldið því fram að hún hefði mikinn meiri-
hluta félagsmanna sinna á bak við sig. Skoð-
anakönnun ÍM Gallup, sem birt var í síð-
ustu viku, benti reyndar til annars. Þessi
könnun Félagsvísindastofnunar sýnir að
minnsta kosti að sé meirihluti kjósenda
óánægður með ríkisstjómina og telji hana
vega að grandvallarréttindum sínum, era
menn ekki nógu illir til þess að ætla að
hætta að kjósa stjórnarflokkana.
Fylgi Þjóðvaka virðist nú stefna í að verða
nokkuð stöðugt — rétt ofan við núllið. Þjóð-
vaki er að verða skólabókardæmi um
sprengiframboð, sem fær mikið fylgi í fyrstu
skoðanakönnunum, miklu minna í kosning-
unum sjálfum og missir svo allan stuðning
á misserunum eftir kosningar. Fylgiskúrfa
Þjóðvaka er farin að líkjast heljarstökki
Bandalags jafnaðarmanna og Borgara-
flokksins ískyggilega mikið.
Almennt má segja að niðurstöður könnun-
arinnar gefi til kynna styrka stöðu gamla
fjögurra flokka kerfísins. Gömlu flokkarnir
era allir nokkuð nálægt meðalfylgi sínu síð- i
ustu sex áratugina eða svo. j
Greining á niðurstöðum könnunarinnar
leiðir fátt athyglisvert í ljós nema hvað fylgi '
Framsóknarflokksins í aldurshópnum 25-34
ára er talsvert mikið hærra en í öðrum ald-
ursflokkum. Þetta er breyting frá síðasta
ári, þegar skoðanakannanir sýndu frekar
að flokkurinn væri sterkastur í yngsta kjós-
endahópnum og kosningabarátta hans virt-
ist höfða til þess hóps.
Einnig hefur Kvennalistinn bætt við sig
á landsbyggðinni, á kostnað fylgisins á 1
höfuðborgarsvæðinu. Þessar tölur ber þó |
að taka með vissum fyrirvara, vegna þess i
að skekkjan eykst eftir því sem úrtakið er
brotið niður í smærri hópa.
Lögmaður
Færeyja í
heimsókn
EDMUND Joensen, lögmaður Fær-
eyja, er ásamt eiginkonu sinni frú
Edfríð Joensen væntanlegur til ís-
lands í dag í heimsókn í boði forsæt-
isráðherra, en með þeim í för er
m.a. Sámal Petur í Grund, sam-
gönguráðherra í færeysku lands-
stjóminni.
Heimsóknin hefst með viðræðu-
fundi lögmannsins og samgöngu-
ráðherra hans með Davíð Oddssyni
forsætisráðherra og Halldóri Blönd-
al samgönguráðherra í stjómarráðs-
húsinu við Lækjartorg síðdegis í
dag.
Á morgun og fímmtudag mun
lögmaðurinn ásamt föruneyti sínu
ferðast um Vestfirði í fylgd Hall:
dórs Blöndal samgönguráðherra. í
för sinni þangað mun lögmaðurinn
m.a. heimsækja Flateyri og Súða-
vík, en Færeyingar gáfu rausnarleg-
ar gjafir til uppbyggingar á þessum
stöðum í kjölfar snjóflóðanna þar.
Heimsókn lögmanninns hingað til
lands lýkur síðdegis á fimmtudag.
Leiðrétting vegna
auglýsinga
Sl. sunnudag birtust hér í blaðinu
tvær heilsíðuauglýsingar frá „Stuðn-
ingsmönnum við frið“.
Þau mistök urðu hins vegar við
birtingu þeirra, að ekki var tekið
fram, að um auglýsingar væri að
ræða, eins og jafnan er gert, þegar
Morgunblaðið birtir auglýsingar sem
þessar. Þetta leiðréttist hér með.
Lög sett um umgengni
við nytjastofna sjávar ;
ALÞINGI samþykkti í gær lög um
umgengni um nytjastofna sjávar
sem eiga að stuðla að því að nytja-
stofnar verði nýttir með sjálfbæram
hætti sem tryggi hámarksafrakstur
til langs tíma.
Samkvæmt lögunum er almenna
reglan sú að bannað er að varpa
fiski fyrir borð. Sjávarútvegsráð-
herra getur þó ákveðið með reglu-
gerð að sleppa skuli lifandi fiski sem
er undir tiltekinni lengd og fæst í
ákveðin veiðarfæri. Þá er heimilt
að varpa fyrir borð afla sem er sýkt-
ur, selbitinn eða skemmdur, og einn-
ig fiskitegundum sem ekki era und-
ir kvóta, enda hafí þær ekki verð-
gildi.
Oheimilt er, samkvæmt lögunum,
að hefia veiðiferðir nema skip hafí
veiðiheimildir af þeim tegundum
sem líklegt er að náist í veiðiferð-
inni, þar með talið líklegum með-
afla. Þá er skylt að draga reglulega
veiðarfæri úr sjó.
Þá er í lögunum kveðið á um
skyldur og ábyrgð þeirra sem koma
að viktun, svo sem skipstjóra, öku-
manna flutningstækja, starfsmanna
aflavoga og kaupenda, til að tryggja
að físki isé ekki landað framhjá vikt.
Lögin gera ráð fyrir veiðileyfis-
sviptingu og viktunarleyfíssvipt-
ingu, ef brotið er gegn þeim, og að
heimilt verði að beita fésektum og
jafnvel varðhaldi og fangelsi ef brot
eru stórfelld eða margítrekuð.
Allur afli að landi
Við lokaatkvæðagreiðslu var felld
breytingartillaga frá Sighvati
Björgvinssyni Alþýðuflokki, um að
skipstjórar gætu valið hvaða hluta
af afla skips skuli telja til kvóta
þess, til að stuðla að því að allur
afli sé færður að landi.
Tillagan gerði ráð fyrir að sá afli
sem ekki teldist til kvóta væri eign
rannsóknastofnana sjávarútvegsins
og Landhelgissjóðs og söluandvirðið
rynni þangað að frádregnu gjaldi
fyrir kostnað við flutning í land,
geymslu og Iöndun aflans. Það gjald 1
rynni til útgerðar skips og kæmi til |
hlutaskipta eins og annað aflaverð- ,
mæti.
Pétur H. Blöndal Sjálfstæðisflokki
skýrði frá því við fyrri umræðu um
málið að hann hefði sent sjávarút-
vegsnefnd samskonar hugmyndir til
umræðu. Pétur sagði við atkvæða-
greiðsluna í gær, að tillaga Sighvats
væri ekki fullrædd og hefði ekki
verið borin undir þá aðila sem ættu I
að starfa eftir þessum reglum, og
því sæti hann hjá við atkvæðagreiðsl- )
una. Einungis þingmenn Alþýðu- ]
flokks og einn þingmaður Kvenna-
lista greiddu tillögunni atkvæði.