Morgunblaðið - 21.05.1996, Page 6

Morgunblaðið - 21.05.1996, Page 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tveimur skipum vísað út úr norsku lögsögunni við Jan Mayen reglum um veiðar innan lögsögu ríkj- anna hinn 7. maí. Lagt var til að um veiðarnar giltu sömu reglur og um loðnuveiðar. „Síðan varð dráttur á að þeir afgreiddu málið formlega. Við vorum í símasambandi við þá til að reka á eftir því og okkur skildist að þetta yrði í lagi. Ut frá því höfum við kannski ályktað ranglega að málið væri í höfn. Norðmenn litu hins vegar formlegri augum á málið og töldu reglumar ekki komnar í gildi fyrr en frá því hefði verið geng- ið skriflega. Þessi misskilningur kom svo upp á sunnudaginn og þá gengu þeir í málið,“ sagði Árni. í gærmorgun var gengið formlega frá málinu. Norsk stjórnvöld sam- þykktu tillögur íslendinga um veiði- reglur, að öðru leyti en því að þau vildu hafa ákvæði í þeim um að ís- lenzku skipin þurfi að tilkynna með sex klukkustunda fyrirvara að þau ætli inn í norska lögsögu. Hið form- lega svar Noregs barst íslenzkum stjórnvöldum um klukkan tvö síðdeg- is og var íslenzku skipunum, sem beðið höfðu átekta utan norsku lög- sögunnar, því kleift að hefja þar veiðar á ný í gærkvöldi. Síldin synti hraðar en embættismenn væntu HANDVÖMM í norska stjómkerfínu var um að kenna að tveimur íslenzk- um síldveiðiskipum var vísað út úr norsku fiskveiðilögsögunni við Jan Mayen aðfaranótt sunnudags. Norskir embættismenn höfðu ekki átt von á að norsk-íslenzka síldin gengi svona hratt norður á Jan May- en-svæðið og höfðu því ekki gengið frá nauðsynlegum formsatriðum. Málið leystist síðdegis í gær og máttu íslenzku skipin halda inn fyrir lög- sögumörkin að nýju í gærkvöldi. Aðfaranótt sunnudags fóru síld- veiðiskipin Húnaröst RE og ísleifur VE inn í lögsögu Jan Mayen á eftir síldargöngunni og töldu skipstjórnar- mennirnir sig í fullum rétti, enda segir í samkomulagi íslands, Noregs, Færeyja og Rússlands um síldveið- amar í sumar, að ríkin geti veitt hvert í annars lögsögu. Skipin höfðu hins vegar ekki verið lengi á svæðinu er strandgæzluskip stuggaði þeim út fyrir lögsögumörkin að nýju og vitnaði skipherrann til fyrirmæla frá norskum stjómvöldum. Kom á óvart að síldin skyldi komin inn á svæðið íslenzk stjórnvöld bragðu hart við er þeim varð kunnugt um atvikið að morgni sunnudags. Svo vildi til að Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra og Niels 0. Dietz, sendiherra Noregs, vora báðir staddir á flugvell- inum í Hornafírði þegar Halldóri Káre Bryn, skrifstofustjóri í norska utanríkisráðuneytinu, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að vandinn hefði verið sá, að reglur um veiðar íslenzku skipanna í lögsögunni við Jan Mayen hefðu ekki verið til- búnar með formlegum hætti. „Hér höfum við kerfi, þar sem fara verður eftir lögformlegum reglum. Það dug- ir ekki að hafa pólitískt samkomu- lag,“ sagði Bryn. „Áf okkar hálfu er málið alls ekki dramatískt," sagði Bryn. „Það kom okkur á óvart og verður að segja að það var óheppilegt, að síldin skyldi vera komin svona snemma inn í lög- sögu Jan Mayen, því að undanfarin ár hefur hún verið mun seinna á ferðinni. Við höfðum engar vísbend- ingar um að síldin væri veiðanleg á Jan Mayen-svæðinu. Ef þær hefðu verið til staðar, hefðum við gengið frá formsatriðunum fyrr. Vegna þess að málið kom upp á sunnudegi var ekki hægt að leysa það fyrr en í dag [mánudag]." Dráttur á að gengið væri frá reglum í síldarsamningnum, sem undirrit- aður var 6. maí, kemur fram að aðild- arríkjunum beri að semja tvíhliða sín á milli um tilhögun veiða innan lög- sögu. Að sögn Árna Kolbeinssonar, ráðuneytisstjóra sjávarútvegsráðu- neytisins, sendi ráðuneytið norska sjávarútvegsráðuneytinu tillögur að GRÆNLAND Norska strandgæslan stuggaði við tveim skipum en nú hafa íslensk skip fengið Ipvfi til vpiAa. Morgunblaðið/Tómas Helgason MIKIÐ er um að vera á síldarmiðunum, en þessi mynd var tekin í síldarsmugunni í gær. bárast tíðindin. Ráðherra óskaði eft- ir atbeina sendiherrans til að fá leið- réttingu og fékk sá síðarnefndi þegar í stað farsíma ráðherrans lánaðan til að hringja í starfsmenn sína og fá þá til að gera ráðstafanir til að leið- rétta þann misskilning, sem virtist kominn upp. Á batavegi 59 ára gamall maður er á bata- vegi eftir að hafa verið fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús en maðurinn féll úr stiga í Breið- holti á laugardagskvöld. Hann var þá ásamt öðrum að vinna við að háþrýstiþvo þak íbúðarhúss og bílskúrs. Á Borgarspítalanum fengust þær upplýsingar í gær að maðurinn væri á batavegi en hann lá þá enn á gjörgæsludeild. Innbrot á Kjalarnesi TALSVERÐUM verðmætum var stolið í innbroti sem framið var í hús í þéttbýlishverfínu á Kjalarnesi um helgina. Innbrotið var kært til lög- reglu síðdegis í gær. Net erlendra fíkniefna- hringja gætu legið hér JÓHANNA Sigurðardóttir þingmaður Þjóðvaka sagði á Alþingi í gær að varla sé hægt að útiloka að ísléndingar séu flæktir í net útlendra fíkniefna- hringja og þeir hringir tengist fjársterkum aðilum hér á landi sem komi sjálfír hvergi nærri innflutn- ingi og dreifingu á efnunum. Verið var að ræða skýrslu, sem Davíð Oddsson forsætisráðherra lagði fram á Alþingi fyrir skömmu um útbreiðslu fíkniefna og þróun ofbeld- is. Jóhanna sagði að það sem mestan óhug vekti í skýrslunni væri yfírlit yfír haldlögð fíkniefni síð- ustu 10 ár sem metið væri alls á 350 milljónir króna. Ef miðað væri við að hald væri lagt á um 10% efna sem kæmu inn í landið, mætti áætla að flutt hafi verið inn fíkniefni fyrir 3,5 milljarða króna á þessum tíma. Jóhanna sagði þetta vekja upp áleitnar spurn- ingar. „Hvaðan kemur allt þetta fjármagn? Hefur verið kannað sérstaklega hvort fjársterkir einstakl- ingar standa að baki ólöglegum innflutningi fíkni- efna og nota hin svokölluðu burðardýr til að koma þeim til landsins? Er ástæða til að ætla, með til- liti til þess sem haldið er fram í skýrslunni, að hér hafí þróast skipulagður fíkniefnamarkaður, að net hans sé svo þrautskipulagt hér á landi að hér hafí að einhveiju leyti fest rætur mafíuhring- ir sem skipuleggja innflutning á fíkniefnum til landsins," spurði Jóhanna. Davíð Oddsson sagði að fíkniefnamál tengdust alþjóðlegri glæpastarfsemi og á meðan slík starf- semi þrifíst í nágrenni við ísland væri ljóst að auð- veldara væri um vik að beina henni og afleiðingum hennar hingað til lands. Davíð sagði að á nýlegri ráðstefnu forastumanna landa við Eystrasaltið hefði þetta mái fengið einna mesta umræðu. Og meginn- iðurstaðan hefði verið sú að hin opnu landamæri, sem nú væra staðreynd í Evrópu, hefðu nýst glæp- aklíkum miklu fyrr en öðram aðilum. Lögregluyfírvöld hefðu verið mjög ósamstarfsf- ús milli svæða meðan glæpahringirnir hefðu mjög fljótt hafíð samstarf yfír landamæri og tekið í sína þjónustu tæknibúnað sem var miklu fremri þeim sem lögregla hafði yfir að ráða. Því væri brýnt að efla samstarf lögreglu yfir landamæri. Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra um skýrslu Ríkisendurskoðunar JÓN Baldvin Hannibalsson, fyrrver- andi utanríkisráðherra, segist vera ánægður með niðurstöður stjóm- sýsluendurskoðunar Ríkisendurskoð- unar á utanríkisráðuneytinu í ráð- herratíð hans. „Niðurstöðumar hnekkja gersam- lega þeim alvarlega áburði um gagn- rýni verða embættisfærslu, sem var tilefni þess að ég bað um þessa út- tekt,“ segir Jón Baldvin í samtali við Morgunblaðið. „Það, sem þama er sagt um kostnaðarþróun, fylgni við Qárlög og aðhaldssemi í fjármála- stjórn er jákvætt. Það vekur sérstaka athygli að það, sem sagt er um aug- lýsingar starfa, hæfnisflokkun starfsmanna, starfsmannaráðningar og stöðuhækkanir, er einnig mjög jákvætt." Jón Baldvin segir að í ráðherratíð sinni hafí lengst af ríkt frysting í starfsmannahaldi og hafí aðeins fimm embættismenn verið ráðnir umfram þá, sem hættu, en tveir for- verar hans í embætti hafí ráðið tólf nýja starfsmenn á tveimur áram. Ánægður með skýrsluna „Störf voru auglýst, þá sjaldan að heimildir fengust fyrir nýráðningum, hæfnismat fór fram og faglegt mat réð stöðuhækkunum. Ríkisendur- skoðun telur það loflega nýbreytni að sendiherrar séu skipaðir tíma- bundið, eins og gert var þegar leitað var út fyrir þjónustuna í atvinnulíf- ið,“ segir Jón Baldvin. Formfestan þegar komin í framkvæmd Hann segir það vekja athygli sína að Ríkisendurskoðun geri tillögur um aukna formfestu varðandi flutnings- skyldu starfsmanna utanríkisþjón- ustunnar milli starfsstöðva. „Stað- reyndin er sú að þegar ég kom í ráðuneytið 1,988 var ekkert skipurit fyrir hendi, engar starfsreglur um starfsmannastjórn og flutnings- skyldu og ekkert stefnumarkandi skjal um forgangsröðun mála. Það var mitt fyrsta verk að ráða bót á þessu og það var gert 14. apríl 1989, með nýju skipuriti, með fastmótuðum reglum um flutningsskylduna og stefnumarkandi yfirlýsingu. Þá vora í fyrsta sinn settar reglur um að embættismenn yrðu ekki lengur á pósti erlendis en fjögur ár í senn, að hámarki átta ár, þeir kæmu með reglulegum hætti til endurhæfingar í aðalstöðvar, nýráðnir fengju nægan undirbúningstíma í ráðuneyti og flutningar yrðu tilkynntir með þriggja mánaða fyrirvara. Það, sem Ríkisendurskoðun leggur nú til að verði fært inn í fyrirmælabók ráðu- neytisins, var ég löngu búinn að gera og þessu var fylgt í framkvæmd á mínum tíma,“ segir Jón Baldvin. Hann bendir á að í ráðherratíð sinni hafi orðið gerbreyting á eðli og verksviði ráðuneytisins. Utanríki- sviðskiptamál hafí flutzt þangað og stórverkefni á borð við EES- og GATT-samninga hafi bætzt á ráðu- neytið. Vegna breytinga í alþjóða- málum hafi einnig þurft að leggja aukna áherzlu á öryggis- og varnar- mál. Þá hafi vægi hafréttarmála aukizt á nýjan leik. „Þrátt fyrir þessi stórauknu verkefni var óveraleg fjölgun starfskrafta og ráðuneytið hélt sig innan fjárheimilda. Árangur í fjölþjóðlegum viðskiptasamningum við mesta viðskiptastórveldi heims- ins, sem voru EES- og GATT-samn- ingarnir, er hinn eiginlegi prófsteinn á getu ráðuneytisins. Þessi vinna mæddi aðallega á innan við tíu mönn- um, á meðan bandalagsþjóðir okkar í EFTA höfðu mörg hundrað. Þetta sýnir að ráðuneytið hefur á að skipa nokkram framúrskarandi mönnum, sem jafnast á við þá beztu erlendis," segir Jón Baldvin. Hann segist sömuleiðis hafa beitt sér fyrir breyttum kröfum við nýr- áðningar. „Áður var þetta mikið lög- fræðingaveldi, en ég beitti mér fyrir því að menn með alþjóðlega mennt- un, á sviði viðskipta, markaðsmála, Evrópuréttar og alþjóðastjórnmála, yrðu ráðnir í auknum mæli, sem ég tel að hafi verið ráðuneytinu mjög til góðs.“ Jón Baldvin segir gagnlegastar tillögur Ríkisendurskoðunar um að jafna starfskjör embættismanna, sem starfí erlendis, og þeirra, sem starfí heima í ráðuneytinu. Hins veg- ar séu tillögur Ríkisendurskoðunar í þessu efni óburðugar. Sama sé að segja um spamaðartillögur stofnun- arinnar. Jón Baldvin segir það einnig galla að hvergi í skýrslu Ríkisendur- skoðunar sé rætt um fjárhagsvanda Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.