Morgunblaðið - 21.05.1996, Page 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
r
LANDIÐ
Skóli
greiði
bætur
HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt
Þelamerkurskóla og sveitarsjóði
nærliggjandi hreppa til að
greiða ungum pilti tæplega
1.200 þúsund krónur með vöxt-
um í skaðabætur vegna slyss
sem hann varð fyrir við skólann
fyrir nokkrum árum þegar hann
féll í 80° C heitt vatn og skað-
brenndist. Sýknaði rétturinn ís-
lenska ríkið jafnframt af skaða-
bótakröfum hans.
Skólanefnd Þelamerkurskóla
leigði húsnæðið út til hótelrekst-
urs utan skólatíma og féll piltur-
inn í brennandi heitt vatn á lóð-'
inni, þá sex ára. í dómnum seg-
ir að skólinn hafi borið ábyrgð
á viðhaldi og frágangi á heita-
vatnsleiðslum á lóðinni, en sjóð-
heitt vatn hafði lekið úr þeim
og myndað dý í grassverði.
Þá segir að samkvæmt lögum
um verkskiptingu ríkis og sveit-
arfélaga beri ríkinu einvörðungu
að sjá um hinn uppeldislega
þátt skólastarfsins en að sveit-
arfélögin standi straum af
kostnaði við -umgjörð skóla-
starfsins. Því beri ríkið ekki
skaðabótaábyrgð á slysinu.
■ MS. FAGRANES verður með
áætlunarferð á milli ísafjarðar og
Arngerðareyrar á föstudag. Þá
verða aukaferðir á miðvikudag,
fimmtudag og laugardag ef næg
þátttaka fæst. Föstudagskvöldið 24.
maí kl. 20 fer skipið í skemmtisigl-
ingu um ísafjarðardjúp. í boði
verða ýmsir smáréttir og
skemmtiatriði verða um borð.
Öruggara er að panta í þessar
ferðir.
Á annan í hvítasunnu fer skipið
í siglingar í Breiðafjörð fyrir ms.
Baldur og verður þar til 5. júní. Þá
hefst sumaráætlun Fagraness í ísa-
fjarðardjúp og á Hornstrandir.
Nýstárlegt námskeið haldið í Hveragerði i samstarfi við heilbrigðisráðuneytið
Hætt að reykja
á Heilsustofnun
Hveragerði - Á Heilsustofnun
NLFÍ í Hveragerði lauk nýverið
viku námskeiði til hjálpar þeim
sem vilja hætta að reykja. Nám-
skeiðið var haldið að beiðni heil-
brigðisráðuneytisins og er það
einn þáttur í stærra verkefni á
vegum ráðuneytisins til að
minnka reykingar meðal lands-
manna.
Ýmis námskeið hafa áður verið
haldin til aðstoðar fólki sem vill
hætta að reykja, en á þessu nám-
skeiði var bryddað upp á ýmsum
nýjungum. Ein sú stærsta er sú
að allir þátttakendur bjuggu á
Héilsustofnunini á meðan á nám-
skeiðinu stóð. Lögð var áhersla á
mikilvægi þess að breyta um lífs-
stíl. Þátttakendur stunduðu lík-
amsrækt í ýmsu formi, slökun,
hlýddu á fyrirlestra, tóku þátt í
umræðuhópum og ýmsu fleiru.
Fastir fundir voru tvisvar á daga
allan tímann.
Gott að komast úr
venjulegu umhverfi
Þátttakendum, sem voru tólf
talsins, bar saman um það að
námskeiðið hefði fyllilega staðið
fyrir sínu.
„Það var mjög gott að komast
úr sínu venjubundna umhverfi og
reyna að breyta um venjur. Við
sem öll vorum stórreykingafólk
höfum hætt og varla langað í síg-
arettu þennan tíma. Þetta er einn-
ig stórskemmtilegur hópur og við
höfum virkilega notið dvalarinnar
hér,“ sagði einn þátttakenda.
Umsjónarmenn námskeiðsins
voru Gunnhildur Valdimarsdóttir,
húkrunarforstjóri og Þorkell Guð-
brandsson lyf- og hjartalæknir í
HNLFÍ. Gunnhildur sagði að-
spurð að stór hluti af námskeiðinu
fælist í því að veita þátttakendum
andlegan og félagslegan stuðning
við það að hætta að reykja. Lík-
amsrækt og fræðsla um breyttan
lífsmáta væri mjög mikilvægur
liður í dagskránni.
„Þrátt fyrir að námskeiðinu sé
nú lokið hér innan dyra þá heldur
aðhaldið að þátttakendum samt
sem áður áfram. Fylgst verður
með fólkinu í ár og á þeim tíma
verður hist tvisvar til þrisvar sinn-
um og jafnframt boðið upp á sí-
matíma þeim til stuðnings. Loka-
mat á árangri þátttakenda fer
síðan fram að þeim tíma liðnum,“
segir Gunnhildur.
Hún sagði að nú yrði unnið úr
þeirri reynslu sem fengist hefði
af námskeiðinu og stefnt væri að
því að halda fleiri slík námskeið
sem allra fyrst.
Marhnútar
o g krabbar á
bryggjumóti
Ólafsvík - Stjóstangaveiðifélag
Snæfellsness hélt sitt árlega
bryggjumót í stangveiði fyrir
börn í Krossavík við Hellissand
á uppstigningardag.
Metþátttaka var og um 200
börn og foreldrar voru saman
komin til að taka þátt í þessari
vinsælu keppni en veður var
eins og best verður á kosið en
veiði var fremur dræm en ekki
spillti það fyrir gleði yngstu
keppendanna. Þó veiddust
nokkrir marhnútar og sá
stærsti vó 396 grömm og einnig
veiddust nokkrir krabbar, eitt
sandsíli og einn keppendanna
dró skósóla upp.
Að keppni lokinni var boðið
upp á kók og grillaðar pylsur í
boði Fiskmarkaðar Breiðafjarð-
ar sem einnig gaf öllum kepp-
endum derhúfur.
Morgunblaðið/Alfons
ÞESSIR ungu hressu veiðimenn tóku hraustlega til matar síns að keppni lokinni og voru þeir
greinilega ánægðir með að fá kók og pylsu enda erfiðri keppni lokið.
Vorátak fyrir heilsuna og útlitið
Jj j u
ifjif iiiBijiy i jhií
Sumar hjá jsb
Nýtt í sumar!
Aðhaldsflokkar
5 sinnum í viku, 4 vikur í senn.
Lokaðir flokkar.
Vigtun, mæling, mataræði.
Sumarkort
Frjáls mæting.
30% afsláttur af 4ra vikna
kortum til 17. júlí.
Aðhaldsnámskeið
29. maí
Innritun hafin
Barnapössun alla daga frá kl. 9-13.
INNRITUN HAFIN í S(MA 581 3730.
LÁGMÚLA 9
LÍKAMSRÆKT
Vædderen í
vináttuferð
Seyðisfirði - Undanfarna daga hef-
ur danska eftirlitsskipið Vædderen
verið í vináttuheimsókn á Austur-
landi og verið í höfn í Seyðisfirði.
Á föstudaginn var almenningi
boðið að koma um borð og skoða
skipið og á laugardaginn var fólki
úr ýmsum geirum þjóðlífsins sér-
staklega boðið í siglingu. Farið var
með fólkið í fjögurra tíma ferð til
þess að kynna skipið og sýna notk-
unarmöguleika þess. Þyrla Land-
helgisgæslunnar tók einnig þátt í
sýningunni.
Boðið var upp á ýmislegt til
skemmtunnar og fróðleiks á meðan
skipstjórinn, Kai Rasch Larsen sigldi
skipi sínu um Seyðisfjörð. Á leið út
fjörðinn var sýnt hvernig farið er
að því að taka við hraðskreiðum
gúmmibáti og ná honum fullmönn-
uðum um borð i skipið sem var þó
á siglingu. Um borð í Vædderen er
staðsett Lynx-þyrla og sýndu flug-
menn hennar að hvaða gagni hún
mætti koma við björgun á sjó.
Núverandi Vædderen ber sama
nafn og eldra skip sem nú hefur
verið lagt og var íslendingum vel
þekkt eftir að það kom með handrit-
in á áttunda áratugnum. Vedderen
er af „Thetis“ gerð, sem er það nýj-
asta í flota Dana og smíðað hjá
Svendborg í Danmörku. Skipið til-
heyrir 1. flotadeild danska sjóhersins
sem samanstendur af fimm svoköll-
uðum eftirlitsskipum. Fjögur þeirra
eru af „Thetis" gerð og hafa verið
smíðuð á undanförnum sex árum,
en eitt skipanna er eldra.
Yfirmaður þessarar deildar er
Axel Fiedler og var hann staddur
um borð til þess að kynna gestum
starfsemina. Höfuðverkefni þessara
skipa eru ýmiss konar eftirlitsstörf
og björgunarstörf, ekki ólík þeim
störfum sem skip íslensku Landhelg-
isgæslunnar sinna. Þau voru hönnuð
sérstaklega til notkunar við fisk-
veiðieftirlit, landhelgisgæslu, vernd-
un fullveldis, sjó- og flugbjörgun,
umhverfisvernd, ískönnun og til að
aðstoða yfirvöld og íbúa hinna ýmsu
byggðalaga.
„Thetis" skipin eru sérstaklega
hönnuð til notkunar á norðlægum
úthöfum og hafa reynst í alla staði
vel. Þau eru um 3.500'tonn að stærð,
120 metrar á lengd og 16 metra
breið, og geta siglt 8.300 sjómílur
án viðkomu. Um borð er 60 manna
áhöfn og pláss fyrir 11 farþega. Að
öllu jöfnu eru skipin úbúin með vist-
ir til 4 mánaða úthalds. Þau eru
búin kafbátarleitartækjum og geta
sinnt olíuleitarverkefnum einnig.
Vopnabúnaður er ein stór fallbyssa
sem getur skotið 120 skotum á mín-
útu og djúpsprengjur. Um borð er
ein þyrla af Lynx-gerð. Hámarks-
hraði skipanna er 20 hnútar. Þau
eru sérstaklega útbúin til siglingar
í ís og geta haldið allt að 12 hnúta
hraða í ís sem er allt að 60-80 senti-
metra þykkur.
i
l
t
i
|
L
I
I
I
t
I
I
í
t
I