Morgunblaðið - 21.05.1996, Qupperneq 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1996
ERLEIMT
MORGUNBLAÐIÐ
ÚRVERINU
Ljjósmynd/Jóhann B. Jónsson
ARON ÞH-105 landaði fyrsta humarfarminum í Þorlákshöfn sl. laugardag, 1.200-1.400, en hér er
það skipstjórinn, Stefán Guðmundsson, sem sljórnar lönduninni.
Bjartsýni á að kvótinn náist ef tíð verður góð
Humarvertíðin
fer vel af stað
„ÞAÐ gekk nú alveg þokkalega,"
segir Þröstur Þorsteinsson, skipstjóri
á Snætindi ÁR-88, sem landaði sautj-
án til átján hundruð kílóum af humri
eftir fjóra sólarhringa. Þetta var
fyrsti túr Snætinds á humarvertíð-
inni. Þröstur segir að vertíðin leggist
vel í sig og að hann sé bjartsýnn á
að kvótinn náist ef tíð verði góð.
„Við fórum fyrst austur í Breiða-
merkurdýpi og vorum þar í tvo og
hálfan sólarhring," segir hann. „Svo
vorum við sólarhring við Surtinn og
fengum þar 500 kíló. Það var nú
bara vegna veðurs sem við fórum
vestur úr.“
Þröstur segir að ekki sé við því
að búast að veiði verði svona góð í
allt sumar þar sem hún sé alltaf
best til að byrja með. „Vertíðin leggst
vel í mig,“ segir hann. „Ég hef góða
trú á að hún verði betri en í fyrra.“
Þorlákshafnarbátar hafa farið vel
af stað og allir fengið einhvem afla,
að sögn Þrastar. Humarvertíðin hófst
16. maí og stendur til 15. ágúst.
Útgefmn kvóti er 1.500 tonn. í fyrra
var hann hinsvegar 2.200 tonn. Það
veiddist ekki nema um helmingur í
fyrra, en flytja má 20% af þeim kvóta
yfír á yfirstandandi humarvertíð.
Snætindur er með ellefu tonn og á
þijú tonn í geymslu frá því í fyrra.
Morgunblaðið/Jenný
JÓN H. Elíasson landar grásleppuhrognum á Drangsnesbryggju.
Grásleppan bregst
þnðja anð 1 roð
Leitað
verður
eftir
álitum
Mikilvægt að
reglur liggi
skýrar fyrir
ÞORSTEINN Pálsson, sjávarút-
vegsráðherra, segist gera ráð fyrir
því að leitað verði eftir umsögn
Félags úthafsútgerða sem og ann-
arra um nýtt frumvarp um úthafs-
veiðar þegar frumvarpið kemur til
umfjöllunar þingsins. Frumvarpið
hafí ekki verið sent til umsagnar
af hálfu nefndarinnar, sem það
hafi samið, heldur yrði kallað eftir
utanaðkomandi álitum þegar það
verður tekið til meðferðar á þingi.
Félag úthafsútgerða hefur
gagnrýnt það að hafa ekki fengið
frumvarpið til umsagnar og bendir
á að það sé einn helsti hagsmuna-
aðilinn er mál þetta snertir, en
stefnt er að því að leggja það fram
á næstunni. Sjávarútvegsráðherra
sagðist aftur á móti vita til þess
að forsvarsmenn félagsins hefðu
gert ráðuneytinu grein fyrir sínum
sjónarmiðum og átt fund með for-
manni úthafsveiðinefndar.
„Ég tel mjög mikilvægt að frum-
varpið fáist samþykkt nú fyrir
þinglok. Við erum í auknum mæli
að hasla okkur völl í úthafsveiðum
og því þurfa reglumar að liggja
skýrar fyrir. Sömuleiðis þurfa
lagaheimildir varðandi eftirlits-
kostnaðinn að fást til þess að það
ríki sömu reglur utan lögsögunnar
sem innan, að útgerðirnar borgi
kostnaðinn við veiðieftirlitið," segir
Þorsteinn.
Dranysnesi. Morg'unblaðið
GRASLEPPUVEIÐAR hafa lengi
verið stundaðar frá Drangsnesi.
Þrátt fyrir að alltaf hafi komið
töluverðar sveiflur í aflamagni
milli ára, gátu menn vænst þess
að hafa sæmilegar tekjur þennan
tíma, sem veiðamar stóðu. Grá-
sleppuveiðar hafa i gegnum tíðina
skipt miklu um afkomu fólks á
Drangsnesi. En nú hafa veiðarnar
brugðist þijár vertíðir i röð þrátt
fyrir mikla sókn með góðum bát-
um og netum ásamt mikilli þekk-
ingu sjómanna á veiðislóð.
Veiðitímabilið stendur frá 1.
april til 30. júni og fjórtán bátar
voru gerðir út á grásleppu frá
Drangsnesi í vor og eru einn til
þrír menn á hveijum bát, eða alls
um 25 menn, sem stunda þessa
atvinnu. Nú, þegar veiðin ætti að
vera i hámarki, hafa nokkrir bátar
dregið upp öll net og hætt grá-
sleppuveiðum og farið á línu.
Köldum sjó var kennt um
lélega vertíð á síðasta ári, en um
það er ekki að ræða í ár, því mjög
hagstæð skilyrði eru í sjónum
umhverfis landið. Mikil þorsk-
gengd hefur verið á þessu svæði
í vor og hafa menn fengið tölu-
vert af þorski i grásleppunetin.
Það er Ijóst að miklir hagsmunir
eru hér í húfi fyrir byggðarlagið
og fullkomin ástæða að huga
alvarlega að aðstæðum þess að
svo er komið fyrir grásleppu-
stofninum og einnig að leitað
verði leiða til að snúa þessari þró-
un við.
Þjóðaratkvæði
til stuðnings
Karadzic?
Belgrad. Reuter.
YFIRVÖLD í lýðveldi Bosníu-Serba
íhuga nú möguleikann á þjóðarat-
kvæði til að sýna fram á stuðning
íbúa við Radovan Karadzic, leiðtoga
þeirra. Hafði fréttastofa Bosníu-
Serba, SKNA eftir ónafngreindum
heimildarmönnum að slík atkvæða-
greiðsla myndi „sýna og sanna vilja
fólksins" og myndi verða ósigur
fyrir öll þau lönd sem hafa reynt
að koma Karadzic frá. Þá hafa yfir-
völd vísað fréttum þess efnis að
Karadzic hygðist segja af sér, á
bug.
Umræðan um þjóðaratkvæði
kemur í kjölfar brottreksturs Rajko
Kasagic forsætisráðherra, sem
Karadzic vék úr embætti í síðustu
viku. Ástæðan var sú að Kasagic
hafði sýnt vilja til þess að halda í
heiðri friðarsamkomulagið um Bos-
níu, sem undirritað var í Dayton
en það var meira en harðlínumaður-
inn Karadzic gat þolað.
í kjölfar friðarsamninganna hafa
Vesturlönd krafist þess að Karadzic
víki úr embætti „forseta" enda er
hann eftirlýstur af stríðsglæpadóm-
stóli Sameinuðu þjóðanna í Haag.
Það hefur því verið erfiður biti að
kyngja að hálfu ári eftir samningur-
inn var undirritaður skuli Karadzic
enn vera við völd.
Stuðningsmenn Karadzic telja að
með atkvæðagreiðslu geti Bosníu-
Serbar tjáð sig um það hver þeir
vilji að sé talsmaður þeirra, en ekki
aðrar þjóðir. Carl Bildt, fulltrúi
Evrópusambandsins í Bosníu, efast
hins vegar um lagalegt gildi slíkrar
atkvæðagreiðslu. „Vilji íbúar lýð-
veldis Bosníu-Serba setja lítið merki
við það að þeim finnst Dr. Karadzic
yndislegur maður, er það þeirra
mál. Lagalegt gildi þess er hins
vegar annað mál.“
Samþykkja eftirmann Kasagic
Um helgina samþykkti þing Bos-
níu-Serba nær samhljóða skipan
harðlínumannsins Gojko Klickovic,
sem eftirmanns Kasagic í embætti
forsætisráðherra. Þrátt fyrir það
kvaðst Bildt vona að vilji Kasagics
til þess að halda Dayton-samkomu-
lagið í heiðri, hafi verið upphafið
að endinum á stjórnmálaferli
Karadzic.
Sá orðrómur komst á kreik á
sunnudag að Karadzic hygðist segja
af sér eftir að aðstoðarmenn Bildts
fullyrtu að Momcilo Krajisnik, for-
seti þings Bosníu-Serba, hefði lofað
því að Karadzic myndi „hvorki heyr-
ast né sjást“ í framtíðinni og að
hann myndi afsala sér hluta valds
síns til varaforsetans, Biljana
Plavsic. í Serbíu var þetta túlkað
sem afsögn, þrátt fyrir að Karadzic
segði að hlutverk Plavsic yrði ein-
göngu að vera staðgengil hans í
alþjóðasamskiptum. Vísuðu Bosníu-
Serbar fréttum um afsögn Karadzic
á bug í gær.
Reuter
RADOVAN Karadzic afsalaði hluta af völdum sínum til varafor-
setans, Biljana Plavsic um helgina en það varð til þess að koma
af stað orðrómi um að hann hygðist segja af sér.
Byrd flaug ekki
yfir norðurpólinn
BANDARÍSKI sjóliðsforinginn
og flugmaðurinn Richard Byrd
varð ekki fyrstur manna til að
fljúga yfír norðurpólinn fyrir 70
árum eins og hann hélt fram, að
mati bandaríska stjarn- og sagn-
fræðingsins Dennis Rawlins.
Fræðimaðurinn telur að Byrd
hafí snúið við tæpum 250 km frá
norðurpólnum vegna bilunar í
hreyfli.
Byrd hélt frá Svalbarða á
þriggja hreyfla Fokker-flugvél
og lenti henni á eyjunni sextán
tímum síðar. Hann kvaðst hafa
flogið yfír norðurpólinn og þegar
hann sneri aftur til Bandaríkj-
anna var honum tekið sem þjóð-
hetju og forsetinn sæmdi hann
heiðursmerkjum.
Nokkrir létu þó í ljós efasemd-
ir um að Byrd hefði komist á
leiðarenda og bentu til að mynda
á að hann hefði ekki varpað
hundruðum fána á norðurpólinn
eins og hann hafði lofað.
Dagbók Byrds og fleiri gögn
fundust í skjalasafni Heim-
skautarannsóknastofnunar
Byrds við Ohio State University
í febrúar. Rawlins var fenginn
til að rannsaka þessi gögn og
komst að þeirri niðurstöðu að
Byrd hefði verið tæpum 250 km
frá norðurpólnum þegar hann
hefði neyðst til að snúa við vegna
eldsneytisleka í hreyfli. Rawlins
vill ekki tjá sig um hvort Byrd
hafí vitað að hann hafi ekki flog-
ið yfir norðurpólinn en segir að
flugmaðurinn hafi tekið rétta
ákvörðun. „Að halda áfram hefði
verið bijálæði, ekki hetjuskap-
ur.“ Áður hafði Rawlins komist
að þeirri niðurstöðu að Robert
Peary hefði ekki komist á norður-
pólinn fyrstur manna árið 1909
eins og talið var, því 195 km
hefði vantað upp á að hann kæm-
ist á leiðarenda.