Morgunblaðið - 21.05.1996, Page 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1996
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
‘
Nauta-
kjötsverð
skráð á ný
VERÐ á nautakjöti var skráð
á ný á mörkuðum í London í
gær í fyrsta sinn frá því í
mars er sala á nautgripaafurð-
um snarminnkaði í kjölfar til-
gátna vísindamanna um að
kúariða gæti borist í menn.
Eftirspurn hefur smám saman
aukist aftur en verð er enn
nokkuð lægra. Embættismenn
dýralækninga í Evrópusam-
bandsríkjum hófu aftur fundi
í gær til að ræða hvort aflétta
ætti banni á sölu á bresku
nautakjöti til annarra landa.
BOSNÍSKIR hermenn á
æfingu í Ankara.
Tyrkir þjálfa
Bosníuher
TYRKNESKI herlið í Ankara
hóf í gær að þjálfa um 200
múslima úr Bosníuher að
frumkvæði Bandaríkjamanna
sem leggja til hergögn og ann-
an búnað. Telja þeir nauðsyn-
legt að Bosníuher verði efldur
til að verða jafnöflugur og liðs-
afli Bosníu-Serba. Fulltrúar
ýmissa Evrópuríkja eru and-
vígir aðgerðunum, telja að þær
geti skaðað samstarf múslima
og Króata í sambandsríki
þeirra í Bosníu.
*
Uransmygl í
Litháen
LÖGREGLA í Litháen hefur
lagt hald á 13 kíló af geisla-
virku úrani og handtekið sex
manns sem reyndu að selja
efnið. Efnið fannst í tveim
gámum I hafnarborginni Kla-
ipeda. Yfírvöld segja að ekkert
sé vitað um uppruna úransins
eða kaupendur þess.
Herferð gegn
Dalai Lama
KÍNVERSK stjómvöld hafa
hert á banni við því að Tíbetar
megi eiga myndir af veraldleg-
um og trúarlegum leiðtoga
þjóðarinnar, Dalai Lama, sem
er i útlegð. Komið hefur til
átaka I klaustri þar sem munk-
ar neituðu að fjarlægja mynd-
imar sem hafa verið leyfðar
frá 1979. Kommúnistar saka
Dalai Lama um að grafa und-
an ríkinu með því að heimta
aukið sjálfræði fyrir Tíbeta.
Breytt hval-
veiðistefna?
SUÐUR-AFRÍKUMENN
íhuga að slaka á banni við
hvalveiðum, hætta fullri þátt-
töku í Alþjóðahvalveiðiráðinu
og sporna við öfgafullum
áróðri hvalfriðunarsinna, að
sögn Reuters. Segist frétta-
stofan hafa komist yfír trúnað-
arskjal þar sem segir að frá
næsta ári komi til greina að
landið verði aðeins áheymar-
aðili að ráðinu. Talsmaður
S-Afríkustjómar segir að ekki
sé búið að taka ákvörðun í
málinu.
Klofningur !
í Verka-
Lýðræðislega kjörinn forseti settur inn í embætti á Tævan
Lee býðst til að fara
í heimsókn til Kína
Taoyan, Peking. Reuter.
TALSMENN Kínastjórnar tjáðu
sig ekkert í gær um tilboð Lee
Teng-huis, forseta Tævans, sem
sagði í ávarpi er hann var settur
inn í embætti í gærmorgun að
hann væri reiðubúinn að fara í
heimsókn til Kína til að bæta sam-
skiptin. Sérfræðingur í málefnum
Tævans við Peking-háskóla, Li
Yihu, sagði að forsetinn hefði að
vísu sagt að hann myndi ekki beij-
ast fyrir fullu sjálfstæði Tævans
en hann hefði ekki sagt með ótví-
ræðum hætti að aðeins eitt ríki
væri í Kína.
Kínverskir embættismenn hafa
áður sagt að Lee mætti gjaman
koma í heimsókn sem formaður
stjómarflokksins á Tævan en ekki
sem forseti. Li taldi þó vafasamt
að rétti tíminn væri runninn upp
fyrir slíka heimsókn.
Lee Teng-hui bauðst í ræðu sinni
til að fara í „friðarferð" til Kína
og auka bein tengsl við leiðtoga
landsins en vísaði á bug kröfum
kommúnistastjómarinnar í Peking
um að hann drægi úr viðleitni sinni
til að auka veg og virðingu Tævans
á alþjóðavettvangi sem sjálfstæðs
ríkis.
Sameining enn takmarkið
Lee sagði að enn sem fyrr væri
það takmark sitt að sameina Tævan
og Kína en lagði áherslu á að skil-
yrðið væri að lýðræði ríkti á megin-
landinu. Stjórnmálaskýrendur
sögðu að ekki hefðu verið kynntar
neinar markvissar aðgerðir til að
bæta sambúðina við kommúnista
Reuter
LEE Teng-hui, forseti Tæ-
vans (neðst fyrir miðju), og
fleiri leiðtogar Þjóðarflokks-
ins veifa til fólks sem hlýddi
á innsetningarræðu Lees í
Taoyuan, skammt frá höfuð-
borginni Tæpei.
sem reyndu árangurslaust að
þvinga Tævana til að falla frá öllum
sjálfstæðishugmyndum fyrir for-
setakosningarnar nýverið með
miklu orða- og vopnaskaki.
Til þess var tekið að Lee minnt-
ist ekki á að afnema bæri bann við
beinum og milliliðalausum viðskipt-
um og samgöngum við Kína. Tæ-
vönsk fyrirtæki hafa fjárfest 20-30
milljarða Bandaríkjadollara, 1.300-
2.000 milljarða króna, á meginland-
inu og nota þá fyrirtæki í öðrum
löndum sem milliliði.
„Ríki lýðræðis, hagsældar og
framfara“
Tævanforseti uppskar fagnaðar-
læti er hann hyllti lýðræði á Tævan
en hann er fyrsti lýðræðislega
kjömi þjóðarleiðtoginn í kínversku
ríki sem um getur í sögunni. „Kín-
veijar, sem Vesturlandabúar álitu
fyrir einni öld að væru einræðissinn-
aðir, byggju við lénsskipulag, væm
blásnauðir og fmmstæðir, hafa á
Tævan skapað nýtt ríki lýðræðis,
hagsældar og framfara," sagði
hann. Lee hvatti til þess að árangur-
inn á Tævan yrði fyrirmynd að
framtíðarþróun mála í öllu Kína.
Forsetinn gerði gys að andstöðu
Kína við sjálfstæðistilburði Tævans,
sagði að landið væri nú þegar sjálf-
stætt í reynd.
Tævanar eru rúmlega 21 milljón
og efnahagur þeirra stendur með
miklum blóma, útflutningur þeirra
er hinn tólfti mesti í heimi og gjald-
eyrisvarasjóður næststærstur, að-
eins Japanar eiga meira. Innsetning
Lees í embætti staðfestir með ótví-
ræðum hætti þróun Tævans til lýð-
ræðis frá einræði Kuomintang-
flokks þjóðernissinna sem hröktust
til eyjarinnar 1949 er herir komm-
únista sigruðu í borgarastríðinu á
meginlandinu.
A hinn bóginn var einangmn
Tævana á alþjóðavettvangi einnig
augljós. Þeir hafa aðeins stjórn-
málasamband við 31 ríki, flest ríki
heims hafa látið undan þeirri kröfu
kommúnista að ijúfa bera sam-
bandið við Tævan.
manna-
flokknum?
London. Reuter.
FULLYRT er að ágreiningur fari |
vaxandi í breska Verkamanna-
flokknum um ýmis mál og blaðið
Sunday Telegraph sagði að hópur
óánægðra vinstrisinna meðal þing-
manna flokksins hygðist stofna
nefnd sem starfa myndi án nokk-
urra afskipta formanns flokksins,
Tonys Blairs.
George Brown, sem fer með
fjármál í skuggaráðuneyti Verka-
mannaflokksins, gerði lítið úr deil-
unum í gær. Brown hefur vakið
hörð viðbrögð margra flokks-
manna með því að leggja til að
sumar barnabætur verði lagðar af.
Undir forystu Blairs hefur
flokkurinn haslað sér völl á miðju
stjómmálanna og fjarlægt gömul
ákvæði um þjóðnýtingu úr stefnu-
skránni. Undanfarna mánuði hef-
ur Verkamannaflokkurinn verið
með mun meira fylgi í könnunum
en íhaldsflokkur Johns Majors for-
sætisráðherra þar sem hart er tek-
ist á um Evrópumál. Margir hafa
á hinn bóginn gagnrýnt stefnu
Blairs og ekki síður stjómstíl hans,
segja hann ekkert tillit taka til
sjóparmiða annarra.
í könnun sem blaðið Sunday
Times gerði kom fram að 38%
kjósenda telja að pólitískur klofn-
ingur sé jafn mikill í Verkamanna-
flokknum og íhaldsflokknum. 60%
fyrrverandi kjósenda Ihaldsflokks-
ins, þeir em mikilvægur markhóp-
ur fyrir Blair og hans menn, álíta
að sundurlyndi sé mikið í Verka-
mannaflokknum.
Persson genr lítið
úr Evrópuandstöðu
París. Reuter.
GÖRAN Persson, forsætisráðherra
Svíþjóðar, gerði lítið úr Evrópuand-
stöðu Svía í viðtali við franska dag-
blaðið Le Monde i gær, en hann
hefur í dag opinbera heimsókn til
Frakklands.
Persson sagðist sannfærður um
að meirihluta Svía myndi samþykkja
Evrópusambandsaðild á ný ef haldin
yrði önnur þjóðaratkvæðagreiðsla
um málið. „Við verðum að vara
okkur á skoðanakönnunum þar sem
óánægja út af hinu og þessu kemur
fram,“ sagði Persson þegar hann
var spurður um kannanir er bentu
til að tveir af hveijum þremur Svíum
sæu eftir því að hafa samþykkt
aðild. Margir Svíar kenndu ESB um
þann mikla niðurskurð er nauðsyn-
legt hefði verið að gera á ríkisfjár-
málum.
Óvissa um EMU
Persson sagðist hins vegar efast
um að sænska þingið myndi sam-
þykkja aðild að Myntbandalagi Evr-
ópu eins og mál standa þessa stund-
ina. Þingið mun taka afstöðu til
EMU síðari hluta næsta árs og sagði
Persson að þá kynni afstaða þing-
manna vel að hafa breyst.
Hann var einnig spurður um and-
stöðu Svía við kjarnorkutilraunir
Frakka og sagði að sá kafli í sam-
skiptasögu ríkjanna væri nú á enda.
Frakkar og Svíar væru samstíga í
samningaviðræðum í Genf um að
banna allar kjarnorkutilraunir.
Jacques Chirac Frakklandsforseti
aflýsti opinberri heimsókn Ingvars
Carlssons, forvera Perssons, í sept-
ember á síðasta ári vegna harðrar
andstöðu hans við kjarnorkutilraun-
ir.
Túlkaskortur hjá ESB
• STOFNUNUM Evrópusam-
bandsins hefur enn ekki tekizt að
fínna nógu marga hæfa túlka til
þess að hægt sé að fylgja reglum
um að túlkað sé af öllum opinberum
tungumálum sambandsins á fund-
um. Þetta kemur verst niður á nýju
aðildarríkjunum, Finnlandi og Sví-
þjóð. Að sögn European Voice eru
hins vegar bæði Finnar og Svíar í
Brussel miklir málamenn, þannig
að þetta kemur ekki svo mjög að
sök. Erkki Liikanen, framkvæmda-
stjómarmaðurinn frá Finnlandi, læt-
ur sig til dæmis ekki muna um að
svara spumingum á blaðamanna-
fundum jafnt á ensku og frönsku,
þótt ýmsir aðrir framkvæmdastjóm-
armenn vilji eingöngu tala eigið
tungumál. Fyrir stuttu spurði finnsk
blaðakona Liikanen hins vegar
spumingar á sameiginlegu móður-
máli þeirra. Tugir blaðamanna fálm-
uðu eftir heymartólum sínum, en
þar ríkti þögnin ein þar sem glerbúr
fínnska túlksins var tómt. Danskir
blaðamenn minntust þess að túlkun
af dönsku var ekki tryggð fyrr en
fimm árum eftir að Danmörk gekk
í Evrópusambandið.
Reuter
JÓHANNES Páll II páfí blessar slóvensk börn.
Páfi segir Evrópu
í kreppu
Maribor, Slóveníu. Reuter.
JÓHANNES Páll II páfi segir að
Evrópa sé heimsálfa í kreppu og
íbúar hennar, báðum megin
gamla járntjaldsins, séu rótlausir
í andlegum málum og eigi á hættu
að glata menningarlegri sjálfsvit-
und sinni.
„Þetta er stund sannleikans í
Evrópu,“ sagði páfi í ræðu, sem
hann hélt yfir mennta- og lista-
mönnum í Slóveníu við lok þriggja
daga heimsóknar sinnar til lands-
ins. „Múrarnir eru hrundir, járn-
tjöldin eru horfin en mennirnir
eiga í huga sínum og samvizku
erfiðara en nokkru sinni fyrr með
að skilja tilgang lífsins og gildi
frelsisins."
Páfí sagði að Evrópa þyrfti á
því að halda að kristin trú og lífs-
gildi styrktust. Hann sagði and-
rúmsloft angistar og „djúpstæða
menningarlega kreppu“ ríkja í álf-
unni.
Hann sagði að endalok hug-
myndafræðilegra átaka hefðu skil-
ið eftir sig tómarúm, en jafnframt
hefðu þau endurvakið minningar
um forna frægð og menningarleg-
ar rætur.
Þjóðmenningin mikilvæg
Boðskapur Jóhannesar Páls til
Slóvena var þessi: „Eingöngu fijó-
söm og lifandi þjóðmenning getur
vemdað ykkur fyrir hættunni á
ringulreið og að hverfa nánast í
heimi, sem er'ógnað af grárri eins-
leitni ... Hún mun líka hjálpa ykk-
ur að ganga inn í nýja Evrópu og
standa þar fullkomlega jafnfætis
öðrum löndum.“