Morgunblaðið - 21.05.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ1996 21
LISTIR
Ámótum
sögnnnar
Morgunblaðið/Kristinn
150 í prufur
vegna Stone Free
TONLIST
Háskólabíó
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT
ÍSLANDS
Verkefni eftir Haydn, Þorkel, Sibel-
ius. Stjórnandi Petri Sakari. Einleik-
ari Manela Wiesler. Föstudaginn 17.
maí 1996.
SINFÓNÍA nr. 22 í Es-dúr er
ekki ein þeirra sinfónía höfundar
sem maður oftast heyrir og þótt
ein af fyrstu sinfóníum hans sé,
sannar hún einnig auðuga
sköpunargáfu Haydns.
Nær því óskiljanleg er af-
kastageta Haydns, 104
sinfóníur í vínarklassísku
sinfóníuformi, aldrei klisj-
ur, en barmafullar af
skáldskap og endalaust
nýjum hugmyndum, og
þótt Haydn hafi lifað
óvenju langa ævi hlýtur
maður að standa agndofa
frammi fyrir öllum þessum sköp-
unarmætti og í viðbót við þessar
104 sinfóníur, ótölulegur fjöldi
verka í stórum formum.
Auk óvenjulegs hljóðfæravals í
Es-dúr, sem út af fyrir sig gefur
sinfóníunni sérkennilegan lit, var
jafnvægið í strengjahópnum
óvenjulegt, en tíu fyrstu fiðlur
móti fjórum sellóum skapa sér-
stakan blæ og veit undirritaður
ekki hvort Haydn hefur fyrirskip-
að svo eða er ákvörðun stjórnand-
ans. Petri Sakari tókst að laða
fram sérkenni þessarar sinfóníu
og strengirnir sýndu sitt ágæti
þótt síðasti þátturinn væri á efri
mörkum hraða og Menuett-þáttur-
inn of sætlega spilaður, að mati
undirritaðs.
íslenska verk kvöldsins var
„Euridice-konsert fyrir
Manuelu og hljómsveit“
eftir Þorkel Sigurbjörns-
son. Að loknum furðuleg-
um effektum sem frá
djúpum blásturhljóðfær-
um hljómsveitarinnar,
hljóðum sem hefðu getað
verið ættuð úr undirheim-
um ekki síður en annars
staðar, birtist Manuela út
úr myrkrinu með flautuna
sína, klædd hvítum eða silfruðum
kjól (litir eru mér stundum vanda-
mál) eins og Euridice í Hades eða
engill frá himnum og leikur henn-
ar við ljósamunstur Rarik-fram-
leiðslunnar hófst. Manuela er þeim
kostum búin að geta fengið flaut-
una sína til að bregða sér í hin
ýmsu líki og í kvöld söng flautan
hennar mýkra og fallegar en und-
irritaður hefur áður heyrt og féll
þannig vel að verki Þorkels. Þessi
Euridice-konsert Þorkels gerir sig
mjög vel, sérlega fallegar stemmn-
ingar svífa fyrir augu og eyru, því
ljósaspil ljósameistarans fellur vel
að því sem skrifað er milli takt-
strikanna. Hvað langt einleikarinn
getur leyft sér að ganga í lát-
bragðsleik á sviðinu er viðkvæmur
hlutur og stundum betra að láta
vera en að eiga á hættu að ofgera
og fannst mér Manuela þar vera
á hættumörkum, en verki Þorkels
spái ég langlífi.
Öll Lemminkainen-svítan var á
dagskrá eftir hlé. Þetta er mikil
sinfónískur bálkur þar sem fyrsti
þátturinn, um Lemminkainen og
stúlkurnar frá Saari, er langinni-
haldsríkastur af músik og vinnu-
brögðum, þar sýndi hljómsveitin
einnig frábæran leik, og strengirn-
ir sýndu framúrskarandi samhæf-
ingu í sveiflukenndum styrkleika-
breytingum þáttarins, undir spili
hljómsveitarinnar. í þessum kafla
saknaði maður ekki hljómleysis
konsertsalarins, en það sannar enn
frekar að tími er kominn fyrir þjóð-
ina að láta eitthvað víkja fyrir við-
unandi tónlistarhúsi, hljómsveitin
á það líka skilið. Petri Sakari leiddi
hljómsveitina farsællega í gegn
um krefjandi efnisskrá og virðist
Sakari vera vaxandi stjórnandi,
þó fer ég ekki ofan af því að með
örlítið sparsamari hreyfingum
fengi hann ennþá meira út úr
hljómsveitinni.
Ragnar Björnsson
150 MANNS komu til viðtals
vegna aukahlutverka í nýjasta
leikverki breska leikskáldsins
Jims Cartwright, Stone Freé,
sem heimsfrumsýning verður á
í Borgarleikhúsinu 12. júlí. Á
myndinni sjást þeir Breki
Karlsson, framkvæmdastjóri
sýningarinnar, og Magnús Geir
Þórðarson, leikstjóri, ræða við
umsækjanda en einnig var verið
að ráða til starfa ljósamenn og
aðra tæknimenn.
í samtali við Morgunblaðið
sagði Magnús Geir að mikill
hugur væri í aðstandendum
sýningarinnar en æfingar væru
hafnar. „Fólk er almennt mjög
spennt yfir verkinu en það er
enn að taka breytingum; við
erum í góðu sambandi
við Cartwright úti sem vill
fylgjast náið með því sem
við erum að gera enda er hér
um heimsfrumsýningu að
ræða.“
Manuela Wiesler
dDvandaour
Sportaqe 10001 á ótrúiegu \|
B B Kia Sportage 5 dyra h
á otrulegu verði!
Kia Sportage 3 dvra handskiptur
1.998.000
Kia Sportage 5 dvra sjálfskiptur:
2.141.000
Hátt og lágt drif Rafmagnsruður Samlæsmgar
Útvarp með segulbandi Rafstýröir átispeglar
Aflstvri Veltistýri Litaö gler
HEKLA