Morgunblaðið - 21.05.1996, Qupperneq 26
MORGUNBLAÐIÐ
26 ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1996______________________
MENNTUN
Morgunblaðið/Þorkell
ÓIAFUR Ingi Gunnarsson og Elva Björg Gunnarsdóttir útbúa
hádegisverð ásamt matráðskonunni Nadege Kristjánsson.
JÓN KARLSSON skólastjóri ásamt nemendum fyrir framan
víkingaskip, sem gert var á þemaviku í skólanum.
„Sveitaskólinn“ í borginni
48 nemendur og
enginn í 9. bekk
í SUÐURHLÍÐASKÓLA í Reykja-
vík aðstoða tveir nemendur, viku
í senn, matráðskonuna við að
útbúa léttan hádegismat handa
hinum nemendunum. Þetta frávik
er aðeins hluti af því sem hægt
er að gera í svo fámennum skóla
sem Suðurhlíðaskóla, því í honum
eru aðeins 48 nemendur. Telst
hann minnsti grunnskóiinn í
Reykjavík. „Vegna þess hversu
fámennur hann er minnir hann
að mörgu leyti á sveitaskóla,“
sagði Jón Karlsson skólastjóri.
„Við erum til dæmis með sam-
kennslu hjá nemendum í 1.-3.
bekk, 4.-5. bekk, 6.-7. bekk og
8.-10. bekk, nema í þeim greinum
sem tekin eru samræmd próf.“
Svo sérkennilega vildi til síðast-
liðinn vetur að enginn nemandi
var í 9. bekk, því sá eini sem var
í 8. bekk árið á undan flutti úr
landi. Hins vegar eru 14 nemend-
urí8. oglO. bekk.
Jón segir að sérstaða skólans
felist í hversu fámennur hann er
og því sé nánara samband á milli
kennara og nemenda og innbyrðis
á milli nemenda. „Margir nem-
endur finna sig ekki í stórum
skólum og hafa fallið vel til hjá
okkur, því umhverfið er lítið og
heimilislegt. Börn eru einnig mis-
jafnlega fljót að taka út þroska
og af því nemendur eru á mismun-
andi aldri í hópum er jafnvel
hægt að láta nemanda vera aftur
í sama árgangi, ef það er ósk
foreldra. Það hefur komið fyrir í
yngri árgöngum og ekki reynst
nemendum erfitt," sagði Jón.
Hann tekur fram að kennslu-
hættir í fámennum skólum séu
einnig líklegir til að henta nem-
endum vel því auðveldara sé að
uppfylla þarfir hvers og eins með
tilliti til getumunar og þroska.
„Eg tel að einkaskólar eigi fuilan
rétt á sér sem valkostur fyrir þá
sem vilja. Það er mikill misskiln-
ingur að það séu einungis ríkir
foreldrar sem senda börn sín
þangað. Þetta er fólk af öllum
stigum. Við reynum að koma til
móts við fjölskyldur þannig að ef
systkini eru í skólanum fær annað
barn 30% afslátt af mánaðargjaldi
og þriðja barn 50% afslátt."
Kristileg fræðsla
Skólinn er rekinn af aðventist-
um en er öllum opinn. Að sögn
Jóns er lögð áhersla á kristilega
fræðslu, en tæplega helmingur
nemenda eru aðventistar. „Við
byrjum alltaf á morgunbæn og
höfum tvo kristnifræðitíma í
viku,“ sagði hann.
Nemendur í yngri deildum nota
klukkustund á dag eftir skólatíma
til heimanáms. Hins vegar geta
nemendur í 8.-10. bekk valið um
hvort þeir læra heima eða í skól-
anum.
Aðventistar hafa rekið skóla í
Reylg'avík meira og minna frá
árinu 1928. Fyrst var hann í safn-
aðarheimili kirkjunnar við Ing-
ólfsstræti, síðan í húsnæði safn-
aðarins í Skeijafirði og nú loks í
Suðurhlíðum í Reykjavík.
skólar/námskeið
handavinna
■ Ódýr saumanámskeið
Samvinna viö Burda. Spariö og saumiö
fötin sjálf. Mest 4 nemendur í hóp.
Faglærður kennari.
Sigríður Pétursd., s. 551 7356.
■ Leiklistarstúdíó Eddu Björgvins
og Gísla Rúnars
myndmennt
Örfá sæti laus á sumarnámskeiöiö.
Hringið strax í síma 588 2545,
581 2535, 551 9060.
■ Glerlistanámskeið
Jónas Bragi, glerlistamaöur, heldur nám-
skeið í steindu gleri og glerbræðslu.
Nánari upplýsingar í sfmum
562 1924 og 554 6001.
tölvur
tungumál
■ Enskunám í Englandi
í boði er enskunám allt árið við virtan
enskuskóla. Barna- og unglinganámskeiö
6-18 ára í sumar. Fararstjórn með
yngstu nemendum. Fjölskyldur velkomn-
ar. Fámennir hópar. Fæöi og húsnæði
hjá enskri fjölskyldu. Skoðunarferðir og
iþróttir í lok skóladags og um helgar.
Allar nánari upplýsingar gefur
Marteinn M. Jóhannsson eftir
kl. 18.00 i síma 581 1652.
ýmislegt
■ Nám í cranio sacral- jöfnun
1. hluti af þremur
22.-28. júní. Kennari:
Svarupo H. Pfaff, lög-
giltur „heilpraktikerin"
frá Þýskalandi.
Uppl. og skráning í
síma 564 1803.
■ Tölvunámskeið
Starfsmenntun:
- 64 klst tölvunám
- 84 klst. bókhaldstækni
Stutt námskeið:
- PC grunnnámskeið
- Windows 3.1 og Windows 95
- Word grunnur og framhald
- WordPerfect fyrir Windows
- Excel grunnur og framhald
- Access grunnur
- PowerPoint
- Paradox fyrir Windows
- PageMaker fyrir Windows
- Internet námskeið
- Tölvubókhald
- Novell námskeið fyrir netstjóra
- Barnanám
- Únglinganám í Windows
- Unglinganám í Visual Basic
- Windows forritun
Kennt er á nýjustu útgáfur og veglegar
kennslubækur fylgja öllum námskeiðum.
Upplýsingar og skráning
í síma 561 6699, netfang
tolskrvik@treknet.is,
veffang www.treknet.is/tr.
Flfr Tölvuskóli Reykiavíkur
Borgartúni 28, simi 561 6699.
Morgunblaðið/Kristinn
F.V. systkinin Guðmundur og Áslaug Hafsteinsbörn, Bryndís Bald-
ursdóttir hlaut 3. verðlaun, Kristjana Jóhannsdóttir, skólastjóri
Grandaskóla, Sigurborg Rögnvaldsdóttir og Björn Bjarnason
menntamálaráðherra, sem afhenti verðlaunin.
Hugmyndasamkeppni Grandaskóla
Fjöruflakkari hlaut
300.000 kr.
„ÞETTA er frumraun okkar á sviði
kennsluforrits, þó svo við höfum ver-
ið að bauka ýmislegt í gegnum tíðina
og höfum lært töluvert tengt forrit-
un,“ sagði Áslaug Hafsteinsdóttir,
sem er á lokaári í verkfræði. Hún
og bræður hennar, Guðmundur og
Hallgrímur Hafsteinssynir, hlutu
fyrstu verðlaun, 300 þúsund krónur,
fyrir náttúrufræðiforritið Fjöruflakk-
arann í hugmyndasamkeppni
Grandaskóla um kennsluforrit, sem
afhent var síðastliðinn laugardag.
Guðmundur er á fyrsta ári í verk-
fræði og Hailgrímur á fyrsta ári í
arkitektúr í Danmörku.
Önnur verðlaun hlutu Kristinn
Stefánsson og Sigurborg Rögnvalds-
dóttir fyrir náttúrufræðiforritið
Blómin okkar, þar sem 40 íslenskar
blómaplöntur eru notaðar sem grunn-
ur til kennslu. Þriðju verðlaun hlaut
Bryndís Baldursdóttir fyrir dönsku-
forritið Ole og er ætlað byijendum
og aðeins lengra komnum.
Hallgrímur Mávur
Forritið Fjöruflakkarinn er ætlað
nemendum 10-12 ára og fjallar um
Hallgrím Máv Þarason og ævintýri
hans. Hægt er að fara í ýmsa leið-
angra út á land, þar sem mismun-
andi hlutir eru skoðaðir. „í sýniútgáf-
unni er farið upp á Snæfellsnes, þar
sem bjargfuglar eru skoðaðir. Reynt
er að koma því inn í leiðinni hvar á
landinu einmitt það fyrirbrigði f n£tt-
úrunni, sem verið er að fjalla um, er
gott að skoða. Síðan er hugmyndin
að fara á aðra staði til að skoða til
dæmis sellátur eða eitthvað annað,“
sagði Áslaug.
Hún sagði að nokkuð erfitt hafi
verið að stilla sig inn á rétt þroska-
stig, þ.e. að hafa forritið hvorki of
flókið né of bamalegt miðað við þann
aldur sem höfða átti til. „Við veltum
þessu fyrir okkur fram og aftur og
reyndum að fara milliveginn. Við
fengum einnig bækur hjá Granda-
skóla, sem sýndu hvað skólinn er að
kenna í 12 ára bekk, en vegna ná-
lægðar hans við fjöruna er lögð mik-
il áhersla á fjöru í kennslu. Við reynd-
um líka að hafa í huga hvað við hefð-
um viljað sjá sjálf á þessum aldri,"
sagði hún.
Áslaug kvaðst reikna með að þau
systkinin reyndu að ljúka við gerð
forritsins fyrir verðlaunaféð. „Það var
mjög gaman að vinna að þessu verk-
efni. Eg vona að við getum lokið við
það og best væri auðvitað að það
kæmiíjt í notkun,“ sagði hún.
Ráðstefna um
starfsmenntun
Ekki minni
kröfur í
fiskiðn en
kjötiðn
Á RÁÐSTEFNU sem fram fór á
ísafirði sl. laugardag og fjallaði um
hvað framhaldsskólinn gæti gert
fyrir atvinnulífið kom fram áhugi
hjá frammámönnum í sjávarútvegi
og verslun um að flytja m.a.
grunnnám á þessu sviði inn í skóla-
kerfíð. Einnig var rætt um að bjóða
þyrfti kvöldnámskeið á vegum Far-
skóla Vestfjarða í fiskvinnslu og
að breyta áherslum á viðskipta-
fræðibraut þannig að kennd verði
hagnýtari fræði eins og framkoma
og sölumennska. Ráðstefnugestir
voru um 40 og heldur færri en
búist hafði verið við, að sögn Bjöms
Teitssonar, skólameistara Fram-
haldsskóla Vestfjarða á ísafírði.
Eins og oftar á slíkum ráðstefn-
um ræddu menn hvers vegna nem-
endur taka bóknám í mikum meiri-
hluta fram yflr iðnnám eða starfs-
nám. Menn voru sammála um að
tískusveiflur ættu þar m.a. hlut að
máli og Gerður G. Óskarsdóttir,
kennslustjóri HÍ, benti á að kort-
leggja þyrfti þau störf þar sem
engin starfsmenntun er fyrir.
Björn Bjarnason menntamála-
ráðherra benti á að mikilvægt væri
að nemendur í efstu bekkjum
grunnskóla fái skipulagða fræðslu
um atvinnulífið í heimabyggð.
„Helst á auðvitað að búa þannig
um hnútana, að framhaldsskólar
bjóði síðan námsbrautir sem endur-
spegla áherslu í atvinnulífi heima-
byggðanna," sagði hann.
Aukið námsframboð
Gunnar Örn Kristjánsson ræddi
um mikilvægi menntunar á sviði
sjávarútvegs og tengdum greinum.
Hann taldi að gefa þyrfti nemend-
um kost á að ljúka 2. og 3. stigi
skipstjómamáms í héraði og auka
þyrfti fræðslu um matvælaþátt
fisks og starfsmannahald vegna
frystitogaranna. Leggja þyrfti
áherslu á fiskeldisbraut og athuga
hvort taka mætti upp vélstjórn-
arnám á 3. stigi. Þá vildi hann koma
á fót námi á ísafirði sem svipaði
til náms í Fiskvinnsluskólanum í
Hafnarfirði og á Dalvík.
Ennfremur nefndi hann leiðir til
úrbóta og sagði: „Ætli sjávarútveg-
ur Islendinga að vera samkeppnis-
fær við ríkisstyrktan sjávarútveg
nágrannalanda þarf að koma til
hugarfarsbreyting. Ekki á að gera
minni kröfur vegna stárfa við fisk-
iðn en við kjötiðn eða bakaraiðn."
-----»■ ♦ ♦----
Stefnt að
Menntaþingi
fyrir öll skóla-
stig í haust
MENNTAMÁLARÁÐHERRÁ
stefnir að því að efna til Mennta-
þings laugardaginn 5. október nk.,
þar sem rætt verður og kynnt íjöl-
margt af því sem er að gerast á
öllum skólastigum, hvort heldur er
á vettvangi menntamálaráðuneytis,
sveitarfélaga eða skóla.
Að því er fram kemur í frétt frá
menntamálaráðuneyti er tilgangur
Menntaþins að leiða þá saman sem
áhuga hafa á menntun og skóla-
starfl, auk þess sem skólum og
þjónustustofnunum þeirra gefst
tækifæri til að kynna starfsemi
sína. „Menntaþing á þannig að vera
vettvangur þar sem nemendur, for-
eldrar, sveitarfélög, fjölmiðlar. og
aðrir aðilar fá að kynnst metnaðar-
fullu skólastarfi," segir þar.