Morgunblaðið - 21.05.1996, Síða 31
30 ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ1996
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ1996 31
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
STEFNUMÖRKUN
ASÍ AÐALATRIÐIÐ
EITT BRÝNASTA verkefni þings Alþýðusambands íslands, sem
hófst í Kópavogi í gærmorgun, og þeirrar forystu sem þar
verður kjörin til þess að fara fyrir iaunþegahreyfingunni næstu fjög-
ur árin, verður að móta stefnu samtakanna til framtíðar, á ígrundað-
an og skynsamlegan hátt, þannig að launþegar landsins og forystu-
menn þeirra aðlagi sig breyttum þjóðfélagsháttum, vinnubrögðum
og stefnumiðum.
Það er rétt sem Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, segir hér í
Morgunblaðinu í fyrradag, að það er „aðalatriði að búa til stefnu-
mörkunina því hitt, að finna fólk til að framfylgja stefnu sem við
erum orðin einhuga um, getur ekki verið stórt vandamál. Stefnu-
mörkunin er aðalatriðið."
Með þessum orðum hittir forseti ASÍ naglann á höfuðið og því
mega þingfulltrúar ekki falla í þá gryfju að láta deilur um það
hveijir skuli skipa forystusveit samtakanna næstu fjögur árin villa
sér sýn og koma í veg fyrir að mótuð verði stefna sem taki mið
af gjörbreyttum aðstæðum og viðhorfum.
Markmið það, sem fram kemur í tillögum miðstjórnar ASÍ um
stefnu sambandsins í launamálum, að ná kaupmáttarstigi nágranna-
þjóðanna í skilgreindum áföngum á næstu fimm árum, er góðra
gjalda vert. En í þeim efnum er útilokað að horfa framhjá þeirri
staðreynd, að slíku markmiði verður ekki náð, nema hér verði um
framleiðniaukningu að ræða - slíku markmiði verður ekki náð,
nema hér ríki stöðugleiki - slíku markmiði verður ekki náð, nema
við búum við aukinn hagvöxt frá ári til árs. Raunveruleg aukning
kaupmáttar næst ekki, nema ofangreind skilyrði verði fyrir hendi
í efnahags- og atvinnulífi landsmanna.
Því þarf launþegahreyfingin að horfast í augu við eigin ábyrgð
í þessum efnum. Þessi markmið munu ekki nást, nema til komi
samstaða og samvinna fyrirtækja og launþega um að hveiju skuli
stefnt. Einhliða kröfugerð á hendur atvinnurekendum er gamaldags
baráttuaðferð, sem mun engu skila i vasa launþega.
Verkalýðshreyfingin hefur að undanförnu barizt hart gegn umbót-
um á vinnulöggjöf. Sú barátta er á misskilningi byggð og sýnir,
að forystusveit þessarar voldugu almannahreyfingar hefur ekki
skynjað þær víðtæku og djúpstæðu breytingar, sem orðið hafa á
viðhorfi fólks. í þeirri baráttu hafa ríkisstjórn og meirihluti Alþing-
is stuðning almennings en ekki verkalýðshreyfingin. Það út af fyr-
ir sig er umhugsunarefni fyrir þingfulltrúa á ASÍ-þingi.
UT ANRÍKISÞ J ÓNU ST AN
ENDURSKOÐUÐ
STJÓRNSÝSLUENDURSKOÐUN Ríkisendurskoðunar á utanrík-
isráðuneytinu er vonandi aðeins fyrsta úttektiri af þessu tagi
á mikilvægu ráðuneyti innan stjórnarráðsins. Það er mikilvægt að
Ríkisendurskoðun, sem er eitt bezta tæki Alþingis til að veita fram-
kvæmdavaldinu aðhald, taki þannig fyrir fleiri ráðuneyti og stofnan-
ir ríkisins.
í skýrslu Ríkisendurskoðunar um utanríkisráðuneytið er að finna
ýmsa gagnrýni á atriði, sem sennilega eru vandamál víðast hvar í
stjórnkerfinu. Þetta á til dæmis við um gagnrýni stofnunarinnar á
skort á skipulagi, festu og áætlanagerð innan ráðuneytisins. í
skýrslunni kemur þó fram að fyrrverandi utanríkisráðherra hafi
komið á ýmsum umbótum í starfsemi ráðuneytisins og að í tíð núver-
andi ráðherra hafi formfesta aukizt í stjórnsýslu ráðuneytisins.
Ríkisendurskoðun bendir líka á að fara megi betur með fé hins
opinbera, bendir til dæmis á að embættisbústaðir íslenzka ríkisins
eriendis séu of stórir og dýrir og að risnuútgjöld sendiherra séu
að miklu leyti tilkomin vegna heimsókna íslenzkra stjórnmála- og
embættismanna hjá þeim. Eflaust á gagnrýni af þessu tagi við víðar
í ríkiskerfinu.
Það, sem skapar utanríkisráðuneytinu ákveðna sérstöðu í stjórn-
sýslunni, er hins vegar sú regla að embættismenn flytjist á milli
starfsstöðva með reglulegu millibili. Ríkisendurskoðun segir starfs-
mannaflutningana ekki ganga fyrir sig eins og skyldi. Hún bendir
í fyrsta lagi á að munur á kjörum embættismanna í ráðuneytinu í
Reykjavík og þeirra, sem starfi erlendis, sé svo mikill að það sé
ekki eftirsóknarvert fyrir menn að koma heim frá útstöðvum og
starfa að stefnumótun í höfuðstöðvum utanríkisþjónustunnar. Þetta
er alvarlegur vandi og ber að fagna því að Halldór Ásgrímsson
utanríkisráðherra hyggst skipa sérstaka nefnd til að athuga málið.
í öðru lagi segir Ríkisendurskoðun að sendiherrar hafi verið kall-
aðir heim án þess að fyrir lægi hvaða verkefni ætti að fá þeim og
að eðlilegt væri að þessir reynslumestu starfsmenn utanríkisþjón-
ustunnar stýrðu aðalskrifstofum ráðuneytisins. Þetta er réttmæt
gagnrýni ef menn gefa sér þá forsendu að allir sendiherrar hafi
þá flóknu sérþekkingu, sem þarf til að takast á við sívaxandi verk-
efni fagskrifstofa utanríkisráðuneytisins. Staðreyndin er hins vegar
sú að aðstæður í alþjóðamálum hafa breytzt ótrúlega hratt á undan-
förnum árum, sem hefur gert það að verkum að meiri þörf hefur
verið á að ráða menn með sérþekkingu eða ákveðna reynslu í utan-
ríkisþjónustuna. Slíkt kann að hafa ruglað hinn hefðbundna tröppu-
gang embættismannakerfisins í utanríkisþjónustunni eitthvað, en
ekki fer á milli mála að slíkar ráðstafanir hafa verið nauðsynlegar
til að utanríkisþjónustan næði markmiðum sínum á árum, sem hafa
verið einhver þau viðburðaríkustu í sögu íslenzkra utanríkismála.
|
ÞING ALÞÝÐUSAMBANDS fSLANDS
Morgunblaðið/Þorkell
TÆPLEGA 500 þingfulltrúar sækja þingið og eru þeir fulltrúar 203 verkalýðsfélaga og deilda innan Alþýðusambandsins.
Forysta ASI verður kosin á morgun, en þingið stendur fram á föstudag.
Hvatt til umræðu um sam-
einingu launþegasamtaka
Forseti ASÍ og formaður BSRB lögðu
áherslu á nánari samskipti stéttar-
félaga í setningarræðum sínum
BENEDIKT Davíðsson, for-
seti ASÍ, gagnrýndi ríkis-
stjórnina og stjórnar-
meirihlutann á Álþingi
harðlega vegna frumvarpa ríkis-
stjórnarinnar um breytingar á
vinnulöggjöfinni í setningarræðu
sinni á 38. þingi Alþýðusambands-
ins, sem hófst í Kópavogi í gær-
morgun. í ræðu sinni vakti Bene-
dikt einnig máls á því hvort nú
væri kominn tími til að samtök
launþega á íslandi tækju til um-
ræðu nánara samstarf eða samein-
ingu. Ögmundur Jónasson, formað-
ur BSRB, sem var meðal gesta á
þinginu, tók í sama streng í ávarpi
sínu.
í ræðu sinni vék Benedikt að
stöðu verkalýðshreyfingarinnar og
sagði: „Aðför stjórnvalda að verka-
lýðshreyfingunni síðustu mánuði
hefur orðið til að endurvekja sam-
starf milli þessara samtaka, sem
að öðru leyti hefur verið lítið síð-
ustu misseri. Við hljótum að spyrja
okkur að því í framhaldinu hvort
ekki sé nauðsynlegt að þessi sam-
tök taki upp opinskáa umræðu um
áherslur sínar og framtíðarsýn með
það að markmiði að þau móti sér
sameiginlega stefnu og treysti
samstarf sitt á ýmsum sviðum eins
og kostur er eða jafnvel samein-
ist,“ sagði Benedikt.
Ögmundur Jónasson tók undir
orð Benedikts í ávarpi sínu um
mögulega sameiningu og sagði að
nú væri runnin upp sú stund að
verkalýðshreyfingin léti af sundur-
lyndi innan sinna raða. „Ef Alþýðu-
samband íslands kæmist að þeirri
niðurstöðu að rétt væri að hefja
viðræður um nánari samvinnu og
jafnvel sameiningu samtaka þegar
fram líða stundir, eins og Benedikt
Davíðsson, forseti Alþýðusam-
bandsins, vék að í sínu máli, þá
lýsi ég þeim vilja að stuðla að slíkri
umræðu, og æskilegast væri að
mínum dómi að öll samtök á launa-
markaði kæmu að slíkum samræð-
um og það fyrr en síðar,“ sagði
Ögmundur.
Hörð gagnrýni á ríkisstjórnina
í ræðu sinni skoraði Benedikt á
þingið að árétta andstöðu verka-
lýðshreyfingarinnar við stéttarfé-
lagsfrumvarp ríkisstjórnarinnar
með sérstakri samþykkt sem af-
hent verði forsetum Alþingis. „Það
er ekki nóg með það í þessu máli,
að tillögur til breytinga á sam-
skiptareglum á vinnumarkaði
gangi þvert á það sem samtök okk-
ar hafa gert tillögur um gagnvart
stjórnvöldum og gagnaðilum, held-
ur hefur málflutningur andstæð-
inga okkar í þessu máli yerið ótrú-
lega ósvífinn. Sjálfur félagsmála-
ráðherrann hefur til dæmis misst
út úr sér að það séu einungis tvær
til þrjár persónur innan samtak-
anna sem hafi eitthvað við frum-
varp hans að athuga. Við höfum
einnig verið vænd um það að vilja
engar breytingar á samskiptaregl-
um á vinnumarkaði, þrátt fyrir að
á borðinu liggi tillögur frá for-
mönnum landssambanda um nauð-
synlegar breytingar. Margt vitlaust
hefur verið sagt af talsmönnum
stjórnarinnar um þetta mál og af
lítilli þekkingu. Gott dæmi um það
er þegar varaformaður félagsmála-
nefndar Alþingis sagði að í þessu
máli hafi verið haft gott samstarf
við forystu ASÍ, en að það hafi
verið landssamböndin sem stóðu í
veginum. Hvað meinar konan eig-
inlega, það voru einmitt formenn
landssambandanna innan ASI, sem
gerðu tillögur að bættum sam-
skiptareglum á vinnumarkaði og
voru í viðræðum við gagnaðila um
þær þegar félagsmálaráðherrann
ruddist fram á sviðið með laga-
frumvarpið, sem sleit þeim viðræð-
um. Hvers er að vænta þegar vara-
formaður félagsmálanefndar talar
á þennan hátt, veit hún ekki að
formenn landssambanda ASÍ eru
líka forysta ASÍ?“ sagði Benedikt.
„Ég minni á að fyrir um 40 árum
þegar svipað stóð á, beitti Alþýðu-
sambandið sér fyrir mjög víðtæku
félagspólitísku samstarfi sem skil-
aði góðum árangri. Ég hef tekið
eftir því að hin eindræga allsheijar-
samstaða allrar verkalýðshreyfing-
arinnar nú, gegn þessum frumvörp-
um, hefur leitt til þess að stjórnar-
andstaðan á Alþingi hefur talað þar
einu máli, það er okkar máli, og
fyrir það þökkum við. Við getum
þess vegna spurt okkur. Er nú aftur
að renna upp slíkt tímabil að verka-
lýðshreyfingin í heild geti, eða eigi
að beita sér sem frumkvæðisaðili
fyrir svo víðtæku samstarfi sem
þá?“ sagði Benedikt.
„Við gerðum öll mistök“
Benedikt rakti í ræðu sinni að-
dragandann að ákvörðun meirihluta
launanefndar í nóvember að segja
ekki upp kjarasamningum. Sagði
hann að alvarlegri brestir hefðu
komið upp innan verkalýðshreyfing-
arinnar og launanefndin hefði klofn-
að. „Sá lærdómur sem ég vil leyfa
mér að draga af þessu ferli öllu og
þeirri deilu sem upp kom, er að við
gerðum öll mistök, mistök sem við
verðum að læra af til þess að kom-
ast hjá svona félagslega erfiðum
ágreiningi í framtíðinni. Við verðum
að sýna hvert öðru það umburðar-
lyndi og þolinmæði að við getum
eflt samstöðu okkar og styrk þó að
ágreiningur sé um málsmeðferð.
Það var trúlega rangt að hafa ekki
farið í víðtækari fundaherferð um
miðjan nóvember með mótaðan
ramma til þess að kynna stjórnum
aðildarfélaganna, þannig að hægt
væri með þeim að leggja mat á
hvaða kostir væru í stöðunni, leita
eftir áliti þeirra um framhaldið og
ná víðtækari samstöðu um niður-
stöðuna,“ sagði hann.
Kaupmáttur aldrei vaxið jafn
mikið við lága verðbólgu
í ræðu sinni sagði Benedikt að
kaupmáttur dagvinnulauna hefði
farið vaxandi frá í febrúar 1995 og
væri nú orðinn hærri en hann var
í ársbyijun 1990. Þessi árangur
væri hins vegar ekki í sviðsljósinu.
Staðreyndin er hins vegar sú að
kaupmáttur launa hefur aldrei vax-
ið jafn mikið við eins lágt verðbólgu-
stig og þessir kjarasamningar
tryggðu. Gera má ráð fyrir að kaup:
máttur dagvinnulauna innan ASÍ
vaxi að jafnaði um tæplega 6% á
árunum 1995 og 1996 á sama tíma
og verðbólga er nokkuð innan við
2%. Þessu til viðbótar eykst kaup-
máttur vegna afnáms tvísköttunar
lífeyrisiðgjalda og lægri verðtrygg-
ingar lána vegna breyttrar samsetn-
ingar lánskjaravísitölunnar," sagði
Bendikt. Sagði hann að hlutur
launafólks af þjóðarkökunni hefði
aukist og gert væri ráð fyrir frek-
ari hækkun á þessu ári bæði með
kaupmáttaraukningu og vegna mik-
illar fjölgunar starfa.
„Ljóst er að mikil og erfið verk-
efni bíða í samskiptunum við stjórn-
völd og atvinnurekendur á næstu
misserum. Mótun launastefnu sem
markvisst treysti kjör þeirra hópa
í samfélaginu sem hafa lægstu tekj-
urnar og minnsta starfsöryggið er
sameiginlegt verkefni allrar launa-
mannahreyfingarinnar. Þá er mikil-
vægt að samtök launafólks komi í
veg fyrir að þróun á vinnumarkaði
og breytingar á rekstrarformi fyrir-
tækja leiði til innbyrðis átaka og
sundurlyndis sem veikir stöðu okk-
ar,“ sagði Benedikt.
Grétar Þorsteinsson ílmgar
framboð til forseta ASI
GRÉTAR Þorsteinsson, for-
maður Samiðnar, segist
muni skoða alvarlega að
bjóða sjg fram til emb-
ættis forseta ASÍ ef ríkur vilji sé
til þess meðal fulltrúa á þingi ASÍ
að hann geri það. Óvissan um kjör
forseta og forystu Alþýðusam-
bandsins yfirskyggði önnur mál á
fyrsta degi ASI-þingsins í gær og
þurfti að ganga til leynilegrar at-
kvæðagreiðslu á þinginu um tillögu
um skipan kjörnefndar, sem sam-
komulag hafði náðst um á sunnu-
dag.
„Ég sækist ekki eftir því að verða
forseti Alþýðusambandsins. Ef það á
hins vegar eftir að koma í ljós að
það er ríkur vilji að ég skoði það þá
mun ég gera það. Það er jafnframt
jafnljóst að ef núverandi forseti gefur
kost á sér þá styð ég hann,“ sagði
Grétar þegar hann var spurður hvort
hann sæktist eftir embætti forseta
ASÍ.
Grétar sagðist leggja mikla
áherslu á að forseti ASÍ nyti víðtæks
stuðnings og að góð samstaða skap-
aðist milli þeirra sem mynda forystu-
sveitina.
Ekki er búist við að Benedikt
Davíðsson, forseti ASÍ, gefi nein svör
um það hvort hann gefur kost á sér
til endurkjörs fyrr en kjörnefnd
þingsins hefur komist að niðurstöðu
um uppstillingu forseta og varafor-
seta Álþýðusambandsins. Er ekki
reiknað með að þau mál skýrist fyrr
en á miðvikudag, en þá á kjör for-
seta að fara fram skv, dagskrá þings-
ins.
Samkomulag náðist í nefndanefnd
sl. sunnudagskvöld eftir langvinnar
tilraunir til málamiðlunar um tillögu
til þingsins um skipan 9 manna kjör-
nefndar en hún á að gera tillögu um
uppstillingu til forystu ASÍ á þing-
Kjörnefndin að störfum.
Morgunblaðið/Asdís
inu. Skv. heimildum
Morgunblaðsins tókst
nefndanefnd að ná sam-
komulagi um fulltrúa í
nefndina í samræmi við
þá venju að þrír fulltrúar
væru Alþýðubandalags-
menn, tveir Alþýðu-
flokksmenn, tveir sjálf-
stæðismenn og tveir
framsóknarmenn.
Óánægja vegna
pólitískrar skipunar
kjörnefndar
Nokkurrar óánægju
gætti með tillögu
nefndanefndar þegar
hún var lögð fram á
þinginu í gær og komu fram tillögur til
Grétar
Þorsteinsson
að
úr sal um tvo fulltrúa
til viðbótar, Kristján
Gunnarsson, formann
Verkalýðs- og sjó-
mannafélags Keflavík-
ur, og Birgi H. Björg-
vinsson, Sjómannafélagi
Reykjavíkur.
Eiríkur Stefánsson,
Verkalýðs- og sjó-
mannafélagi Fáskrúðs-
fjarðar, kvaddi sér hljóðs
og gagnrýndi harðlega
að gerð væri tillaga um
kjörnefnd eftir pólitísk-
um línum. Fullyrti hann
að þetta væri í andstöðu
við vilja almennra fé-
lagsmanna. Lagði hann
þingið gerði með sérstakri
ályktun kröfu til þess að kjörnefndin
starfaði á faglegum grunni en ekki
eftir pólitískum flokkadráttum, eins
og verið hefði á undanförnum áratug-
um.
Gengið var til skriflegrar atkvæða-
greiðslu meðal þingfulltrúa um skip-
an kjörnefndar og náðu allir fulltrú-
ar, sem nefndanefnd hafði gert til-
lögu um, kosningu. Úrslitin urðu þau **'
að Guðrún Kr. Óladóttir, Starfs-
mannafélaginu Sókn, fékk flest at-
kvæði eða 409, Sigurður Ingvarsson,
Árvakri, fékk 400 atkv., Konráð Al-
freðsson, Sjómannafélagi Eyjafjarð-
ar, 397, Ragna Bergmann, Verka-
kvennafélaginu Framsókn, 392, Sól-
veig Haraldsdóttir, Verslunarmanna-
félagi Hafnarfjarðar, 391, Haraldur
H. Jónsson, Félagi ísl. rafvirkja, 388,
Guðmundur Hilmarsson Bíliðnafé-
laginu, 338, Þórður Ólafsson, Verka-
lýðs- og sjómannafélaginu Boðanum,
335, og Magnús L. Sveinsson, Verzl-
unarmannafélagi Reykjavíkur, 300
atkvæði.
Kristján Gunnarsson fékk 224 at- ^
kvæði og Birgir Björgvinsson 152
og náðu þeir ekki kjöri.
Talið ósennilegt að kjörnefnd
verði einliuga um uppstillingu
Kjörnefnd mun nú undirbúa til-
lögugerð sína til þingsins um uppstill-
ingu forystu ASI, en skv. heimildum
Morgunblaðsins eru litlar líkur taldar
á því að nefndin verði einhuga um
niðurstöðuna. Kjör forseta getur
einnig ráðist af því hveijir verða í
framboði til fyrsta og annars varafor-
seta. Hervar Gunnarsson, annar
varaforseti ASÍ, hefur einn gefið
kost á sér til forseta en skv. upplýs-
ingum blaðsins er talið næsta víst
að til kosninga muni koma á milli
frambjóðenda hver svo sem niður-
staðan verður í kjörnefndinni.
Harðar umræður um skattamál ASI á þingi Alþýðusambandsins í Kópavogi
Sjómenn íhuga
endurskoðun
aðildar að ASI
FÉLÖG innan Rafiðnaðar-
sambands íslands og Sjó-
mannasambands Islands
ætla að endurskoða aðild
sína að ASÍ verði skattgreiðslum
sambandanna til ASÍ breytt. For-
maður Rafíðnaðarsambandsins
gagnrýndi forystu ASÍ á þingi þess
í gær og sagði að hún hefði ekki
gert neinar breytingar á rekstri sam-
bandsins þrátt fyrir að tekin hefði
verið ákvörðun um að lækka framlög
landssambandanna til ASÍ.
Miðstjórn ASÍ hefur lagt fram til-
lögu á þipginu um að aðildarsam-
bönd ASÍ greiði hlutfallsskatt til
ASÍ, en í dag greiða samböndin nef-
skatt til ASI. Mikil óánægja er með-
al aðildarfélaga VMSI, Verslun-
armanna og iðnverkamanna með
þetta fyrirkomulag. Ástæðan er sú
að félög, sem eru með mikið af fé-
lagsmönnum með lágar tekjur,
greiða hlutfallslega meira til ÁSÍ,
en félög iðnaðarmanna og sjómanna,
þar sem félagar eru almennt með
háar tekjur.
Sjómenn og rafiðnaðarmenn
mjög óánægðir
Guðmundur Þ. Jónsson, formaður
Iðju, sagði að Iðja hefði greitt um
24% af tekjum sínum í skatttekjur.
Hann sagði að það yki enn meira á
óréttlætið að greiða verður fullan
nefskatt til ASÍ af launamönnum
sem eru í hálfu starfi, en það kemur
verr við félög verslunarmanna og
verkamanna, en félög sjómanna.
Björn Snæbjörnsson, formaður
Einingar, tók undir þetta og sagði
að Eining greiddi 8,7% af tekjum
sínum til VMSÍ og 15% til ASÍ.
Hann sagði þessa miklu skattheimtu
standa félagsstarfi í Einingu fyrir
þrifum.
Sævar Gunnarsson, formaður
Sjómannasambandsins, lýsti yfir
harðri andstöðu við þessa breytingu.
Hún hefði í för með sér að skatt-
greiðslur Sjómannasambandsins til
ASÍ ykjust um 50%. Hann benti á
að áhrif félaganna innan ASÍ
breyttust ekki við þessa skattkerfis-
breytingu. Sævar sagði að mikil
andstaða væri við þessa breytingu
meðal félaga Sjómanna-
sambandsins og að sum
þeirra hefðu samþykkt að
taka aðild sína að ASÍ til
endurskoðunar ef tillagan
yrði samþykkt.
Guðmundur Gunnars-
son, formaður Rafiðnaðarsambands-
ins, sagði að tvö stærstu félögin inn-
an Rafiðnaðarsambandsins hefðu
samþykkt að endurskoða aðild að
ASÍ, verði tillaga miðstjórnar sam-
þykkt.
Tap á rekstri ASÍ
Gert er ráð fyrir yfir fjögurra
milljóna króna halla á rekstri ASÍ á
þessu ári í fjárhagsáætlun sem lögð
hefur verið fyrir þing ASL Áætlunin
gengur út frá þeim forsendum sem
ASI starfar eftir í dag, þ.e. óbreytt-
um nefskatti. ASÍ hefur verið rekið
með halla tvö síðustu ár.
Guðmundur Gunnarsson gagn-
rýndi forystu ASÍ fyrir að reka sam-
bandið með halla og gera engar
ráðstafanir til að bregðast við sam-
þykkt síðasta ASÍ-þings um
óbreyttar skatttekjur. Með því að
láta tekjur ASÍ ekki fylgja verðlags-
þróun hefði þing ASÍ ætlast til þess
að útgjöld yrðu skorin nið-
ur. Guðmundur lagði fram
tillögu á þinginu sem ger-
ir ráð fyrir að nefskattur
til ASÍ lækki um 5% ár-
lega næstu fjögur árin og
að þriggja manna nefmi
verði falið að skoða rekstur ASÍ.
Öllum hugmyndum um breytingar
á skattkerfi ÁSl verði skotið á frest
þangað til nefndin hafi skilað áliti.
Ari Skúlason, framkvæmdastjóri
ASÍ, sagði að stjórnendur ASÍ hefðu
gætt aðhalds í fjármálum sam-
bandsins. ASÍ þyrfti hins vegar oft
að bregðast við óvæntum aðstæð-
um. Barátta og fundaherferð verka-
lýðshreyfingarinnar gegn vinnu-
markaðsfrumvörpum ríkisstjórnar-
innar kostaði t.d. talsverða fjár-
muni.
Mjólkurfræðingar á leið úr ASÍ?
Tillögur miðstjórnar ASÍ um að
öll aðildarfélög sambandsins verði að
ganga í landssamband og bein aðild
verkalýðsfélaga að ASÍ verði óheimil
var gagnrýnd af minni félögunum.
Geir Jónsson, formaður Mjólkurfræð-
ingafélagsins, sem á beina aðild að
ASÍ, sagði að með þessari tillögu
væri ASI að losa sig við þessi félög.
Mjólkurfræðingum dytti ekki í hug
að ganga í landssamband. Þeir
myndu bjarga sér án ASÍ yrði þeim
gert ókleift að starfa innan þess.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, for-
maður Sóknar, tók í sama streng
og sagði að tillaga miðstjórnar jafn-
gilti brottrekstri úr ASÍ. Sókn á
beina aðild að ASÍ, en er ekki aðili
að landssambandi.
Reglugerð um sjúkrasjóðina
gagnrýnd >i
Tillaga miðstjórnar um lágmarks-
reglur um sjúkrasjóði stéttarfélag-
anna innan ÁSÍ var harðlega gagn-
rýnd af mörgum þingfulltrúum.
Magnús L. Sveinsson, formaður VR,
sagði að þing ASÍ hefði ekkert um-
boð til að setja reglur um starfsemi
sjúkrasjóðanna. Það gæti hins vegar
sett leiðbeinandi reglur um sjóðina
og hvatti til að það yrði gert. Magn-
ús sagði að samkvæmt reglunum
gætu vinnuveitendur fengið aðild að
sjúkrasjóðunum og náð þar ítökum.
Reglugerðin bæri vott um að þeir
sem sömdu hana þekktu ekki til
starfsemi sjúkrasjóðanna.
Guðmundur Gunnarsson sagði að
samkvæmt reglugerðinni gæti
launamaður verði aðili að sjúkrasjóði
án þess að vera félagsmaður í verka-
lýðsfélagi. Þetta væri hættulegt
ákvæði og ynni gegn félögunum.
Tillaga um að
skattgreiðsl-
urtilASÍ
lækki