Morgunblaðið - 21.05.1996, Side 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRIÐRIK
GÍSLASON
+ Friðrik Gíslason
fæddist i Hafn-
arfirði 5. nóvember
1964. Hann lést af
slysförum í Tælandi
26. apríl síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru hjónin sr. Gísli
Friðriksson frá
Akranesi, síðast
prestur í Lundi í
Svíþjóð (d. 23. júlí
1987) og Guðlaug
Sigurðardóttir i
Hafnarfirði. Hálf-
bróðir Friðriks af
móður er Sigurður
Sigurðsson, búsettur í Keflavík.
Hálfsystur af föður eru Jónína
og Ragnheiður, báðar búsettar
í Svíþjóð. Bróðir þeirra, Orri,
varð bráðkvaddur 26. júní 1988.
Öll jarðnesk reynsla jafnast senn.
í Jesú nafni drekkum enn
hinn nýja, beiska bikar.
Því undirgefni og auðmjúk lund
sé okkar mark á hverri stund,
svo lengi lífsæð kvikar.
(M. Joch.)
Enn er okkur beiskur bikar bor-
inn. Sonur minn, sonarsonur, dótt-
ursonur og auk þess eiginmaður,
allir kvaddir fyrirvaralaust til hinstu
ferðar á aðeins sex ára tímabili.
Og nú er elsti sonarsonurinn einnig
horfinn sömu leið af slysförum í
fjarlægu landi, aðeins 31 árs að
aldri.
Ég skil ekki öll þessi þungu högg,
sem dauðinn greiðir fjölskyldu
minni. En ég hef reynt og vil enn
reyna að fylgja heilræði skáldsins
og trúmannsins mikla, að mæta
hverri mótlætishröm, sem yfir dyn-
ur, „með undirgefni og auðmúkri
lund“ og segja í anda frelsarans,
Jesú Krists, með orðum annars
skálds.
En verði Guð þinn viiji
þó veg þinn ei ég skilji
ég fús hann fara vil.
Það er bjart yfir minningunum,
sem hugurinn geymir um hugljúfa
drenginn minn, sem alltaf mundi
eftir ömmu sinni á Akranesi og
sýndi það svo oft, bæði í orði og
verki, hvað honum þótt vænt um
mig. Við áttum saman sárar sorgar-
stundir, en gleðistundirnar, sem
hann gaf mér, bæði á meðan hann
var lítið barn og ekki síður eftir að
hann varð fullorðinn, voru þó miklu
fleiri. í hvert sinn sem hann heim-
sótti mig, kom hann alltaf með sól-
skin í bæinn. Mér fannst svo oft,
ekki síst seinustu árin, hann vera
Friðrik var
ókvæntur og barn-
laus.
Friðrik ólst upp
hjá móður sinni.
Hann lauk stúd-
entsprófi frá Flens-
borgarskóla vorið
1984. Eftir það
stundaði hann um
skeið nám við Há-
skóla Islands en
hvarf svo frá námi
og hóf störf á bæj-
arskrifstofu Hafn-
arfjarðar. Síðustu
árin stundaði hann
sölumennsku á eigin vegum.
Útför Friðriks fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
einn bjartasti ljósgeislinn í lífi mínu.
Þó að foreldrar hans bæru ekki
gæfu til að eiga samleið nema
fyrstu fimm æviárin hans, var sam-
band hans við mig og fjölskyldu
mína alltaf opið, órofið og traust.
í nokkur ár dvaldi Friðrik erlend-
is með móður sinni og stjúpföður.
Þá voru bréfín hans sannkallaðar
perlur á daganna festi. Fermingar-
vorið sitt kom hann svo aftur heim.
Þá áttum við ógleymanlega ham-
ingjustund með honum.
Hann stundaði nám í Flensborg-
arskóla og lauk stúdentsprófí þaðan
vorið 1984. Eftir það fór hann í
Háskólann og leitaði þar fyrir sér
á ýmsum sviðum, en fann þar ekki
þann grundvöll, sem honum fannst
fýsilegt að byggja framtíð sína á,
þó að námshæfíleika skorti hann
ekki. Hann hvarf því frá frekara
námi og fór að vinna. Um skeið
starfaði hann á bæjarskrifstofunni
í Hafnarfirði og nú síðast fékkst
hann við sölumennsku á eigin veg-
um.
Hann hafði eignast vini í Tæ-
landi og á þeirra fund var förinni
hinstu heitið. Hann dvaldi hjá mér
síðustu dagana áður en hann fór.
Hann var glaður og fullur tilhlökk-
unar eins og barn. Það var bjart
yfír kveðjustundinni, en bjartastir
voru þó gleðigeislamir, sem ljóm-
uðu í augum góða drengsins míns.
Þeir geislar ljóma enn í sál minni,
þó að ljósgjafínn sjálfur sé horfínn
á æðri leiðir.
Ég þakka honum allar stundirn-
ar, sem við áttum saman, fyrir þá
miklu umhyggju, hlýju og ástúð,
sem hann alltaf sýndi mér. Svo fel
ég hann góðum Guði og bið þess,
að bjartir englar hans megi ávallt
yfir honum vaka.
t
BJÖRGVIN MAGNÚSSON
frá Geirastöðum
í Hróarstungu,
lést þann 17. maí sl. Jarðarförin ákveðin síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Jóhanna Ingólfsdóttir,
Svali Hrannar Björgvinsson,
Zóphónías Hróar Björgvinsson,
Margrét Björgvinsdóttir.
t
Systir okkar,
HALLFRÍÐUR ÓLÖF
KRISTINSDÓTTIR APTIZ
frá Patreksfirði,
búsett i Bandaríkjunum,
lést 17. maí 1996.
Brynjólfur Kristinsson,
Kristrún Kristinsdóttir,
Valur Kristinsson,
Pétur Þór Kristinsson,
Gunnar Kristinsson.
MINNINGAR
Móður hans og systkinum sendi
ég mínar dýpstu og einlægustu
samúðarkveðjur. Öll erum við sam-
einuð í söknuði og sorg vegna hins
ótímabæra fráfalls ástvinar okkar.
En verði Guðs vilji.
Jónína amma á Akranesi.
Mig langar með örfáum orðum
að minnast elskulegs systursonar
míns, Friðriks Gíslasonar.
Friðrik lauk sinni barnaskóla-
göngu í Hafnarfirði. Hann fluttist
13 ára gamall til Kanada og settist
þar á skólabekk og þau þijú ár sem
hann bjó þar fékk hann margar
viðurkenningar og verðlaunapen-
inga fyrir góðan námsárangur,
enda greindur mjög og stærðfræð-
ingur mikill.
Árið 1981 hóf hann nám við
Flensborgarskóla og útskrifaðist
sem stúdent af náttúrufræðibraut
þrem árum síðar.
Friðrik var ekki opinn persónu-
leiki og flíkaði ekki tilfínningum
sínum, en hann var vinur vina sinna
og ræktaði þá. Einn traustan vin
átti hann öðrum fremur og var það
móðir hans. Var samband þeirra
ætíð mjög náið. Hann hafði einnig
mjög gott samband vi móðurömmu
sína meðan hennar naut við og föð-
+ Elín Jakobsdóttir fæddist í
Grímsey 24. október 1932.
Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 9. maí síðastliðinn og fór
útförin fram frá Kópavogs-
kirkju 17. maí.
Elín Jakobsdóttir, verkstjóri í
Bakaríi Friðriks Haraldssonar, er
látin. Ég var staddur erlendis er
mér barst þessi harmafregn. Dauða
hennar bar að með svo skjótum
hætti og var svo ótímabær, að erf-
itt reynist að sætta sig við. Elín,
eða Élla, eins og hún var ávallt
kölluð, var svo atorkusöm, svo ung
bæði til sálar og líkama, svo lífs-
glöð að ekki finnast margir líkar.
Ella hóf störf við Bakarí Friðriks
Haraldssonar fyrir 40 árum. í allan
þann tíma vann hún fyrirtækinu
af trúmennsku, alúð og ósérhlífni.
Hún hóf störf rúmlega tvítug, þeg-
ar bakaríið var í frumbernsku, í
kjallara íbúðarhúss foreldra minna,
fylgdi því er það sleit barnsskónum
í viðbyggingu við bílskúrinn og tók
þátt í þroskaferli og framgangi í
nýrri byggingu þar sem bakaríið
hefur starfað í rúmlega 20 ár, og
þá sem verkstjóri.
Þau eru ófá ungmennin í Kópa-
vogi sem fengið hafa sína fyrstu
tilsögn í vinnubrögðum hjá Ellu.
Hún kenndi þeim til verka, sýndi
þeim alúð, hlýju og nauðsynlegan
aga. Hún var framúrskarandi
skipulögð, vandvirk og vinnusöm
og einstaklega bóngóð, sama hvað
hún var beðin um, alltaf leysti hún
verk sín jafnvel af hendi. Hún mót-
aði starfíð og það góða orð sem fer
LAUGARNES
APÓTEK
Kírkjuteigi 21
ÁRBÆJAR
APÓTEK
Hraunbæ 102 b
eru opin til kl. 22
Næturafgreiðslu
eftir kl. 22 annast
Laugarnesapótek
urömmu sína á Akranesi og bar
sterkar taugar þangað. Hann fór
ekki varhluta af sorginni, missti
föður sinn 1987 og bróður ári
seinna.
Friðrik var ætíð aufúsugestur á
heimili mínu og mátu börnin mín
það mikils við hann hvað hann var
alltaf boðinn og búinn að aðstoða
þau við námið.
Mörg undanfarin ár hafa Friðrik
og móðir hans dvalið á heimili und-
irritaðrar á aðfangadagskvöld og
víst er að hans verður sárt saknað
á næstu jólum.
Elsku systir, Jóna, Siggi og fjöl-
skylda. Megi góður Guð styrkja
ykkur á þessari sorgarstund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekká þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Móðursystir.
af bakaríinu, ekki síst hvað varðar
hreinlæti.
Ella var líka hrókur alls fagnað-
ar, söngelsk og léttlynd og var aðal-
hvatamaður að árshátíðum starfs-
manna. Þar mætti hún með gítarinn
og ófá eru þau skiptin sem hún og
stöllur hennar í bakaríinu hafa
sungið okkur til ánægju og þá oft
frumsamið efni um lífið og tilveruna
innan veggja. En Ella hafði líka
skoðanir á mönnum og málefnum,
ekki síst bakarísins, og lét þær ós-
part í ljós. í öllu hennar starfi sat
heill fyrirtækisins fyrir.
Ég vil þakka Elínu Jakobsdóttur
fyrir allar stundir í blíðu og stríðu,
þakka allar hugmyndir hennar,
skipulagningu og vönduðu vinnu-
brögð. Við munum sakna hennar
sárt eftir gott samstarf í 40 ár.
Starf hennar við fyrirtækið var
ómetanlegt, við munum halda merki
hennar á lofti, með því að starfa
áfram eftir þeim línum sem hún
lagði, með fagmennsku og vand-
virkni að leiðarljósi.
Við sendum Oddi, börnum og
bambömum okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Haraldur Friðriksson
bakarameistari.
Margar voru ferðirnar yfir Borg-
arholtsbrautina til minna góðu vina
og nágranna Odds og Elínar meðan
ég og mín fjölskylda bjuggum í
Kópavogi. Alltaf var tími til að
spjalla og oft glatt á hjalla, sungið,
spilað og hlegið dátt. Greiðviknari
vinir voru vandfundnir. Alltaf var
það ég sem var þiggjandinn.
Elín var á margan hátt sérstök
kona. Því betur sem ég kynntist
henni þeim mun betur mat ég kosti
hennar. Hún lá aldrei á skoðunum
sínum, kom til dyranna eins og hún
Líf kviknar, veröldin er yndisleg
og móðirin brosir, fagnar sólargeisl-
anum sínum. Lítil maður vex úr
grasi, skóli lífsins tekur við og fer
um hann höndum, blíðum og hijúf-
um. Samverustundir sem aldrei
gleymast í gleði og sorg. Tíminn
líður hratt og fyrr en varir er lífið
slokknað.
Elsku Lulla, missir þinn er mik-
ill, en eitt verður ekki frá þér tek-
ið, minningin um góðan son.
Hljótt er inni, úti kyrrð og friður,
aðeins regnið dijýpur niður,
yfir þurran, þyrstan svörð.
Nóttin heyrir bænir alls, sem biður
við bijóst þín, móðir jörð.
Allir hlutu einn og sama dóminn.
Alla þyrstir, líkt og blómin,
hveija skepnu, hveija sál.
Um allar byggðir blikar daggarljóminn,
bláma slær á sund og ál.
Öllum sorgum sínum hjartað gleymir.
Svalinn ljúfi um það streymir,
eins og regn um sviðinn svörð.
Blómin sofna, bömin litlu dreymir
við bijóst þín, móðir jörð.
(Davíð Stefánsson)
Hugur okkar er hjá þér á þessum
erfíða tíma. Samúðarkveðjur.
Hulda Karen og Steinhildur.
var klædd, hafði ríka réttlætiskennd
og var einarður málsvari lítilmagn-
ans. Hún hafði stórt og viðkvæmt
hjarta, var fórnfús og óeigingjörn
og hugsaði fyrst og fremst um ann-
arra hag. í gegnum allt atið og
erilinn skein umhyggjan fyrir börn-
unum og barnabörnunum - þeirra
hamingja var hennar hamingja.
Vinnusamari konu hef ég vart
kynnst. Samviskusemi og einstök
snyrtimennska einkenndu öll henn-
ar störf og bar heimilið þess fagurt
vitni, bæði utan húss og innan. Var
samvinna þeirra hjóna mikil og góð.
Vinnudagurinn var langur þar
sem vinna Elínar utan heimilis hófst
oft fyrir allar aldir. Undraðist ég
oft þrek hennar. Gífurlegur gesta-
gangur var á heimilinu og nætur-
gestir tíðir, bæði til lengri og
skemmri tíma. Sannaðist þar að:
„Þar sem er hjartarúm þar er líka
húsrúm.“
Elín sá gjarna spaugilegu hlið-
arnar á hlutunum, hafði gaman af
að segja frá og gat hlegið öðrum
hjartanlegar. Stundum hringdum
við hvor í aðra, ef við höfðum heyrt
eða séð eitthvað skemmtilegt, til
að geta hlegið saman. Hún var
söngelsk, hafði gott tóneyra og
kunni ótrúlegan fjölda ljóða og laga.
Oft var tekið lagið hér áður fyrr á
góðum kvöldum.
Eftir að ég fluttist úr Kópavogi
fækkaði okkar fundum, enda hafði
hún þá bætt á sig nýju verkefni -
og ekki litlu - þar sem þau hjónin
höfðu tekið í fóstur litlu nöfnu henn-
ar, sonardótturina Elínu. Það var
mikil ábyrgð sem þau tókust á
hendur, þetta fullorðið fólk sem
þegar hafði komið upp fimm börn-
um, að taka að sér lítið bam. Það
hlutverk sem önnur var leyst af
hendi með einstakri umhyggju og
alúð og er missir litlu telpunnar
mikill.
Ég bið Guð að blessa minningu
Elínar Jakobsdóttur og sendi Oddi
og litlu Elínu og íjölskyldunni allri
mínar innilegustu samúðarkveðjur.
Vilhelmína Þorvaldsdóttir.
Islenskur efniviður
íslenskar steintegundir henta margar
afar vel í legsteina og hverskonar
minnismerki. Eigum jafnan til fyrir-
liggjandi margskonar íslenskt efni:
Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró.
Áralöng reynsla.
S S. HELGAS0N HF
STEINSMIÐJA
SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 557 6677
Leitið
upplýsinga.
ifi
ELÍN
JAKOBSDÓTTIR