Morgunblaðið - 26.05.1996, Side 4

Morgunblaðið - 26.05.1996, Side 4
4 E SUNNUÐAGUR 26. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ I Brúóarmeyjar eru þær bara í bíómyndum? ~W~ II mátt kyssa brúðina," f lsagði presturinn og það -^færðist angurvært bros yfir öll andlitin í kirkjunni - nema eitt. Og auðvitað þurfti eigandi þessa eina andlits, sem var allt annað en angurvært, að vera sessunautur minn. Hún hnippti í mig og kippti mér þannig niður af rósrauða rómantíska skýinu, hallaði sér að mér og fussaði upp í eyrað á mér; „Uss, þetta er nú alveg óþolandi amerískt bull“. Ég ákvað að láta sem ég hefði ekki heyrt þessa athugasemd en reyndi þess í _stað að klifra upp á skýið á ný. Ég er nefnilega afar hrifin af svona bleikum skýjum. Konan hristi höfuðið og það leyndi sér ekkert að henni fannst ég hálf-hal- lærisleg. Stuttu seinna steig fram einn af okkar ástsælustu dægur- lagasöngvurum og söng „lag brúð- hjónanna“ - lagið sem þau dönsuðu við nóttina sem þau kynntust. „Nei, hættið þið nú alveg“ hnuss- aði konan við hlið mér. „Eru eng- in takmörk fyrir því hvað fólk leyf- ir sér?“ spurði hún mig hneyksluð. Ég tók það að mér að útskýra fyrir henni hvaða þýðingu þetta lag hefði fyrir brúðhjónin - en ég hefði víst betur sleppt því. Konan lagðist á eyrað á mér og hélt heil- an fyrirlestur um brúðkaup fyrr og nú - muninn á ball-búllum og Guðshúsum, trú og tilgerð. Hún leiddi mig í allan sannleika um að sérhannaðir hringapúðar kæmu hjónabandi ekkert við, brúðar- meyjar og sveinar væru hjákátleg- ur útlendur siður og Jesú Kristur hefði aldrei hvatt fólk til að kyss- ast. Það er einungis ágætu upp- eldi mínu fyrir að þakka að ég skyldi ekki lenda í hávaðarifrildi þarna í miðri hjónavígslunni. Konan sem sat við hlið mér í kirkjunni hefur oft borist í tal þeg- ar minnst er á brúðkaup - og þrátt fyrir að hún hafi tekið held- ur djúpt í árinni er því ekki að neita að fjölmargir eru þeirrar skoðunar að íslensk brúðkaup minni mest á bandarískar bíó- myndir - trúarlegi þátturinn týnist í öllu tilstandinu. Erfitt að taka þátt í svona leiksýningum „Já, ég verð að viður- kenna að þessi þróun er mér lítt að skapi," sagði Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup þegar við inntum hann eft- ir hans áliti á hjónavígslum fyrr og nú. „Á síðustu tíu til fimmtán árum hafa orð- ið verulegar breytingar á brúðkaupssiðum okkar. Og því miður eru þær breyting- ar sem orðið hafa eru Iíka þess háttar að fyrir okkur prestana er það oft hálf- gerð raun að taka þátt í þeim leiksýningum sem hjónavígslumar eru að verða. Marga af þessum nýju siðum þekkjum við úr erlendum kvikmyndum og það er í rauninni hjákátlegt að sjá þetta framkvæmt í íslenskri kirkju því að at- ferli við brúðkaup í kvik- mynd er ekki endilega hluti af brúðkaupssiðum nok- kurrar þjóðar heldur er það samið af þeim sem gengur frá handritinu í samráði við leik- stjórann," sagði Sigurður. Hvað kostar hjónabandið? Sigurður kvað marga af þessum nýju brúðkaupssiðum í raun ósköp meinlausa að öðru leyti en því að þessar tilbúnu þarfir væru oft mjög dýrar. „Ég hef t.d. grun um að brúðarvendir hér á landi séu meðal dýrustu blómaskreytinga í heimi,“ sagði hann. „Hvað kostar að skreyta kirkjuna? Hvað kostar brúðarkjóllinn? Hvað kostar að leigja sérstaklega skreyttan bíl? Og hvað kostar svo salurinn og veislan, myndatakan og athöfnin sjálf?“ spurði hann og þegar fátt varð um svör hjá okkur bætti hann við: „Um þetta heyrir maður ótrú- legar frásagnir þeirra, sem í þessu standa. Og því miður munu þess dæmi að fólk komist í verulegan fjárhagsvanda út af brúðkaupinu - nú eða fresti því öllu saman af ótta við að ráða ekki við það. Ótt- inn kemur til af öllum þessum til- búnu þörfum, sem virðast mega kosta hvað sem er,“ sagði hann og áhyggjur hans leyndu sér ekki. En hvað kostar hjónavígslan - ein og sér? „Já, fólk spyr mig oft hvað kosti að gifta sig og þá svara ég því til hvaða þóknun presturinn eigi að fá, sem er um 4 þúsund krónur. Síðan myndi organisti eiga að fá ríflega það ef fólk óskar eftir honum og ef það vill hafa söngfólk getur svo farið að athöfn- in kosti milli tíu og fimmtán þús- und krónur“ upplýsti Sigurður og bætti við; „Þarna er ég að tala um einfalt og virðulegt kirkjubrúð- kaup.“ Benda fólki á Fógetann? Brúðarkjólarnir hafa breyst - og við hafa bæst brúðarmeyjar, sveinar, blóm og bíll . . . en hvað með tónlistina? „Jú, hún hefur breyst geysilega," sagði Sigurður. „Það er ákveðin tíska í því hvers konar tónlist eigi að flytja við brúðkaup og satt best að segja eni brúðkaupin að breytast í eins konar óska- lagaþætti. Óskalögin eru þá gjarnan mjög ókirkjuleg og hafa oftar en ekki ekk- ert trúarlegt innihald,“ bætti hann við. „Þetta eru yfirleitt prýðileg lög sem sóma sér vel í móttökunni á eftir - en í hinu kirkju- lega samhengi eru þau al- veg út í hött,“ fullyrti hann. „í stuttu máli má segja að hjónavígsluathöfnin sé að verða æ veraldlegri svo að kirkjunnar menn hljóta að spyija sig hvort ekki eigi einfaldlega að benda fólki á að fara bara með allt úthaldið til fógetans og gifta sig þar.“ Óskilgreind smekkleysa En ef við gefum okkur að fólk vilji gifta sig í kirkju - hvað þarf þá að breytast að þínu mati? „Vandi kirkjubrúð- kaupsins hjá okkur virðist mér vera þríþættur,“ svaraði Sigurður. „í fyrsta lagi er hin kirkjulega athöfn að verða minna og minna trúarleg. í öðru lagi kostar hún of mikið; þ.e.a.s. umgjörðin öll. í þriðja lagi stefnir þetta nú í ein- hveija óskilgreinda smekkleysu þar sem fólki er talin trú um að hægt sé að kaupa glæsilegan virðuleik með því áð hrúga í kring- um þetta allt einhveiju glingri sem hvorki hefur hagnýta þýðingu né táknræna merkingu,“ sagði hann. „í þessu efni þarf þjóðin að staldra við því þrátt fyrir að prestarnir leggi sig flestir fram um að leið- beina fólki er erfitt fyrir þá að taka sífellt fram fyrir hendurnar á mönnum - og enn erfiðara að ætla einn að synda á móti straumi tískunnar. Á þessu þarf kirkjan í heild sinni að taka,“ sagði Sigurð- ur Sigurðarson, vígslubiskup, með áherslu. Það á að vera gaman í brúðkaupum „Ó, þú" er vinsælt í brú kaupum - en mér finn textinn svolítió sérkeunucy- ur. „Ó, þú - þaö eina sem égelskanú" . . . Mér finnst þetta vafa- samt veganesti inn í hjóna- bandiö „Nei, nei, - alls ekki,“ sagði séra Vigfús Þór Árnason, sóknar- prestur í Grafarvogskirkju, þegar við inntum hann eftir því hvort hann hefði einhverjar áhyggjur af þróun brúðkaupssiða hér á landi. „Af hveiju ætti ég helst að hafa áhyggjur," spurði hann svo ósköp góðlátlega. Við vitnuðum í konuna sem togaði mig niður af skýinu og nefndum dægurlög, hringap- úða, brúðarmeyjar, bílinn og blóm- in . . . en lengra komumst við ekki. Vigfús Þór stöðvaði okkur og sagði: „Nei, þetta er svo skemmtilegt.“ Síðan hélt hann áfram eins og til útskýringar: „Brúðkaup er gleðihátíð, virkilegt fagnaðarefni - og það á að vera gaman í kirkjunni í brúðkaupum. Þetta er dagur brúðhjónanna og þau eiga að fá að hafa hann eins og þau vilja helst - þó innan ákveðinna marka,“ sagði hann. Guð er í ástinni „Þegar fólk fór að óska eftir því að fá dægurlög flutt í brúð- kaupum óttuðust margir að trúar- legi þátturinn yrði út undan — hjónavígslurnar yrðu veraldlegri og Guð jafnvel gleymdist. Þessi ótti er að mínu mati með öllu ástæðulaus. í kirkjubrúðkaupum er ákveðið „ritúal“ og samkvæmt því hefst athöfnin á sálmi. Þetta hef ég alltaf haldið mig við. Síðan flytur presturinn hugvekju og þótt hún snúist að einhveiju leyti um hið daglega líf þá tengist hún jafn- an boðskap Jesú Krists um fyrir- gefninguna og sáttagjörðina - mikilvægi þess að við hlustum hvert á annað; svo þar er Guðs orð vissulega predikað. Þar á eftir er lesinn texti um hjónabandið; það sem Jesús Kristur segir um hjónabandið og samfélag læri- sveina sinna. Nú, svo flyt ég alltaf Óðinn um kærleikann eftir Pál postula og að sjálfsögðu förum við með bænir við svona athafnir. Ég get því ekki fallist á að trúarlegi þátturinn sé fótum troðinn í brúð- kaupum,“ sagði Vigfús Þór. „Svo eru þau dægurlög sem gjarnan eru flutt við hjónavígsluathafnir nær undantekningalaust gullfalleg lög með mjög vönduðum og fallegum textum þar sem yrkisefnið er ást- in, lífið og tilveran - og Guð er jú í öllu þessu; það er nokkuð ljóst,“ bætti hann við og brosti. Nota dægurlagatexta í prédikanir Er þetta orðin regla frekar en undantekning að fólk vilji hafa dægurlög í brúðkaupi sínu? „Já, langflestir vilja eitt eða tvö ástar- ljóð,“ fullyrti Vigfús Þór, „en auð- vitað eru sumir sem vilja bara sálma og ekkert nema gott eitt um það að segja. Annars höldum við alltaf smá-fund um tónlistina, brúðhjónin, organistinn og ég og undantekningarlaust komast menn að samkomulagi; fólk velur yfirleitt mjög vönduð lög. Svo má ekki gleyma því að séra Sigurður Helgi Guðmundsson í Víðistaða- kirkju gerði geysifallegan texta við lagið „Amazing Grace“, sem á íslensku heitir „Á brúðkaupsdegi“ og það er mjög oft sungið við hjónavígslur," upplýsti hann. „Annars nota ég dægurlagatexta mikið við messur“ bætti hann við, „því oft eru textarnir hreinar hug- vekjur um lífíð og tilveruna. Þá tek ég kannski eitt erindi og pred- ika út frá því. Þetta hefur mælst mjög vel fyrir.“ Konur til vinstri - karlar til hægri Víðast hvar erlendis sitja konur og karlar hlið við hlið við hjóna- vígslur - fjölskylda brúðarinnar gjarnan öðrum megin og fjöl- skylda brúðgumans hinum megin. En hér á landi sitja konur vinstra megin í kirkjunni; karlar hægra megin. Af hveiju? „Ja, það er nú það,“ svaraði Vigfús Þór blátt áfram. „Við vor- um að ræða þetta nokkrir prestar um daginn og niðurstaða okkar var sú að þama væri um táknræna athöfn að ræða. Hjón eru sundur skilin meðan athöfnin fer fram en sameinast svo, líkt og brúðhjónin sjálf, að athöfn lokinni. Þessi skýr- ing fannst okkur falleg og viðeig- andi“ sagði hann; „en það má vel vera að eitthvað meira liggi að baki þessum sið. Það var bara ekki minnst á þetta í Guðfræðinni í gamla daga,“ sagði hann ogyppti öxlum. Misskildar merkjasendingar „Þú mátt kyssa brúðina," er setning sem við þekkjum flest úr bíómyndum . . . og sumir eru þeirrar skoðunar að einungis þar eigi þessi setning heima; í banda- rískum bíómyndum. Vigfús Þór skellihló þegar við minntumst á þetta atriði. „Jú, það finnst mörg- um þetta æði amerískt," viður- kenndi hann, „en ég nota þetta . . . og það er ástæða fyrir því,“ sagði hann og forvitni okkar var vakin. „Þegar fólk stendur frammi fyrir altarinu í eigin brúð- kaupi þá er það oft svo spennt að það gleymir hvað það á að gera næst. Nú, eitt sinn var ég að gefa saman ung hjón og þegar kom að í 1 I I l ! i i i Í l I s i í

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.