Morgunblaðið - 26.05.1996, Qupperneq 6
6 E SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Kringlan, sími 568-9511
Fjölskyldan
tók sig samcm og só um veisluna
V ~W~ÚN svaf hjá mömmu
M... M og pabba daginn fyrir
M M brúðkaupið og brúð-
guminn fékk ekki að líta
kjólinn augum fyrr en í kirkjunni.
Anna Eyjólfsdóttir og Magnús Þor-
steinsson voru búin að ákveða að
giftast fyrir löngu en það var á trú-
lofunardaginn 1. september síðast-
liðinn sem dagsetningin var endan-
lega ákveðin. Þau sögðu að kirkjan
á Lágafelli hefði orðið fyrir valinu
því hún væri lítil og falleg og sr.
Vigfús Þór hafði gert athafnir í fjöl-
skyldu hennar svo hann var beðinn
um að sinna þessu líka. Sigurður
Skagfjörð söng við athöfnina og
Anna leigði sér kjól eftir að hafa
leitað á nokkrum stöðum. Vinir
stráðu hrísgijónum yfir þau á leið-
inni út og þar beið bílstjórinn þeirra.
200 blöðrur
í svefnherberginu
Morgunblaðið/Halldór
ANNA og Magnús á brúðkaupsdegi sínum þann 4. maí sl.
Skrifaá
meá li
Ljosi
Brúáarmynáir varðveita
eina af dýrmætustu
stundum í lífi kjóna.
Samspil ljóss og
skugga ásamt þeirri
áferð sem ljósmynd-
arinn skapar, er undir-
staáa |iess að ljósmynd
geti staðið sem sjálfstætt
listaver k. Til tess að
andrúmsloftið við mynda-
tökuna verði afslappað og jrægi-
legt er mikilvægt að krú ðk aups-
dagurinn sé vei skipulagður og allt í föstum skorðum.
Myndataka kjá Nærmynd tekur ákveðinn tíma (35 - 45
mín.) og setur jiví ekki aðra tímasetningu dagsins úr
skorðum. Því er mikilvægt að vanda undirkúninginn og
kuga að tímapöntun með nægum fyrirvara.
Við kjóðum viðskiptavinum okkar upp á fjölkreytilegan
frágang og myndastærðir eftir
jrörfum kvers og eins.
Góá mynd er eldíi dýr,
kún er ómetardegf.
Laugfave^i 178, sími 568 9220
„Við vildum hafa brúðkaupið lát-
laust en fallegt og þegar við lítum
til baka erum við mjög ánægð með
allan daginn," segja þau.
Að lokinni athöfn var haldið í
kaffi til foreldra Önnu, fjölskyldan
hafði tekið höndum saman og séð
um allan undirbúning, bakað meira
að segja marsípanköku og kransa-
kökuna og gert allt annað sem þurfti
fyrir veisluna. „Þegar veislan var
búin fórum við heim og þar biðu
okkar í svefnherberginu 200 blöðrur
sem systkini og vinir höfðu blásið
upp okkur til ánægju ogyndisauka."
- Fenguð þið fræðslu fyrir hj'óna-
bandið?
„Nei það var ekkert svoleiðis,
prestinum hefur líklega litist svona
vel á okkur.“
- Hvað stendur nú uppúr eftir
daginn?
„Eiginlega allt, athöfnin var fal-
leg, veislan notaleg en síðan eru
ýmsir smáatburðir sem sitja eftir.
Þegar við vorum á ieið til ljósmynd-
ara sem er á Laugavegi var langur
laugardagur og mikið af fólki. Það
veifaði eins og við værum í opin-
berri heimsókn og lét jafnvel hróp
og köll fjúka og þetta er líklega
næst því sem við komumst nokkurn-
tíma með að finnast við vera þjóð-
höfðingjar."
Magnús segir líka að þegar hann
hafi verið búinn að að kyssa brúðina
hafi langur slóðinn blasað við honum
og hann verið að velta fyrir sér
hvernig hann ætti að koma honum
með brúðinni frá altarinu. „Það
hafðist en þá sá ég mér til skelfing-
ar að hann var vitlausu megin. Eg
stökk til og náði að bjarga þessu.
Svona smáatriði sitja líka eftir.“
FJÖLSKYLDURNAR tóku sig saman og bökuðu fyrir veisluna,
meira að segja marsípan- og kransakökuna líka.
Við vildum hafa brúókaupiö
látlaust en fallegt og þegar
við lítum til baka erum við
mjög ánægð með allan daginn
grg