Morgunblaðið - 26.05.1996, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1996 E 9
Brúdurin
neitaði að fara í kirkjuna
V AÐ skipti engum togum að
W Bbrúðurin harðneitaði að
^láta aka sér að kirkjunni
og engu tauti varð við
hana komið. Sem betur fer varð
fljótt ljóst að hún var ekki með
bakþanka, henni fannst ekkert að
brúðgumanum en þurfti eitthvað
hjartastyrkjandi. „Ég fór því á bar
og fékk fyrir hana einn tvöfaldan
sem hún hvolfdi í sig og hélt svo
af stað upp kirkjutröppurnar,“
segir Hjalti Garðarsson sem
undanfarin tvö ár hefur verið
með fyrirtækið Eðalvagnar og
ekið með hundruð brúðhjóna um
bæinn.
„Bílstjó.ramir þurfa að vera
við ýmsu búnir í þessum akstri,
brúðkaupsdagurinn er ein
stærsta stundin í lífi þessa fólks
og okkar bílstjórar eru þjálfaðir
í að taka á þeim málum sem
upp koma. Það væri ekki verra
ef þeir væru sálfræðingar líka
því oft er þörf á slíkri þekkingu.
Bflstjórarnir þurfa auk þess að
aðstoða brúðina út úr bílnum,
lagfæra kjólinn, og vera henni
stoð og stytta."
Brúðhjónin eyddu ekki
saman nóttinni
Hjalti segist ekki muna eftir
þvi að brúðhjónin hafi byijað
að skammast í bíl hjá sér fyrr
en eftir veisluhöldin. „Ég man
sérstaklega eftir einni veislunni
þar sem drukkið hafði verið ótæpi-
lega og þegar hjónin komu í bílinn
endaði ferðin með hörkurifrildi og
þau sváfu hvort á sínum staðnum."
Hann tekur þó fram að þetta séu
algjörar undantekningar og í lang-
flestum tilfellum séu þetta virkilega
hátíðlegar og eftirminnilegar stund-
ir. „Yfirleitt er alveg frábært að fá
að taka þátt í þessum degi með
fólki.“
Neyðarpakki fyrir brúðina
Bílstjórarnir eru við öllu búnir
eins og áður sagði og þeir eru með
sérstaka neyðarpakka í bílunum hjá
sér fyrir brúðina.
„í neyðarpakkanum eru til að
mynda nælonsokkar ef það kemur
lykkjufall. Það getur hver og einn
ímyndað sér líðan brúðar ef slíkt
kemur fyrir. Það er líka í honum
varalitur, naglalakk og við erum
með dömubindi, innlegg í buxur,
verkjatöflur og töflur við bijóst-
sviða. Fyrir herrana erum við t.d.
með bindi.“
Þegar Hjalti er spurður hvernig
honum hafi dottið í hug að fara út
í þennan rekstur segir hann það
draum allra bíladellukarla að fá að
keyra alvöru bíla. „Ég gekk skref-
inu lengra og menntaði mig í aksti
á þessum bílum,“ segir hann. Þegar
hann er spurður hver sé munurinn
á því að aka venjulegum bíl og
þessum glæsikerrum sem hann ekur
um á, segir hann: „Næstum allir
kunna að elda en maður myndi
ekki treysta hveijum sem er í eld-
húsið ef gestirnir væru mikilvægir."
Hann segir til dæmis alls ekki sama
hvernig hurð sé opnuð fyrir farþega
eða henni lokað. „Ég dreif mig á
námskeið í New York þegar ég fór
þangað til að kaupa fyrsta bílinn
sem er Cadillac Brougham.
Námskeiðið skiptist í tvo hluta,
annarsvegar einkabílstjóranám og
hins vegar akstur með þjóðhöfð-
ingja Þá var farið í hvaða hættur
ber að varast í umferðinni, læra að
skipuleggja leiðir sem fara á með
þá og vera tilbúnir með varaleiðir.
Okkur voru kennd ýmis -brögð
s.s. að aka ekki fyrir aftan bíl sem
byrgir útsýni, læra hvaða bil á
að vera milli bíla, skipuleggja
bílalestir og svo framvegis."
Reksturinn hefur undið upp
á sig síðan og nú er Hjalti kom-
inn með 36 bíla á skrá allt í
allt. Bílstjórarnir sem starfa hjá
honum eru einkennisklæddir og
búnir að fá tilsögn í einka-
akstri. Það eru ýmsir sem not-
færa sér þjónustu sem þessa,
þjóðhöfðingjar, útlendir gestir,
brúðhjón og jafnvel fólk sem
er að halda á eftirminnilegan
hátt upp á afmæli eða annað.
Klukkustundin frá þijú
þúsund krónum
- Hvað kostar að fá bíl með
einkabílstjóra?
„Það fer eftir bílaflokkum en
við erum með þijá slíka. Efstur
er Rolls Royce þar sem klukku-
stundin kostar 10.000 krónur
og lágmarksleiga er þijár
klukkustundir. Svokallaður li-
mosínu-flokkur er númer tvö
og klukkustundin er seld á 6.000
krónur og lágmarksleiga er klukku-
stund. Að síðustu erum við með
bíla í sedan-flokki en það eru venju-
legir fólksbílar með opnu farþega-
rými og klukkustundin kostar 3.000
krónur.
Hjalti segir að á sumrin komi það
stundum fyrir að færri komist að
en vilja. „Brúðhjón eru til dæmis
farin að líta á aksturinn sem nauð-
synlegan hluta af brúðkaupsdegin-
um og þeim er ekki sama hvernig
hann er framkvæmdur frekar en
hver sér um matseldina í veislunni."
grg
AMERÍSK BÓMULLARTEPPI
(Throws) 120 x 170 cm frá Rug Barn
Skemmtileg hönnun.
Vandaður vefhaður
Margir litir og þekkt
munstur.
Værðarvoðir sem
hægt er að nota á
101 máta.
Marco
HÚSGAGNAVERSLUN
LANGHOLTSVEGI 111
SÍMl 533 3500.
Verð á hringum á mynd kr. 30.900.
3,5 mm, 14 k gull, dömuhringur m/demanti.
Eitt landsins mesta úrval affallegnm giftingarhringum
Fráhart verð frá kr. 17.900.
Visa- og Euro- raðgreiðslur í allt að 24 mán.
cuin
Laugavegi 49, sími 561 7740.
MEÚRVALÚTSÝN
liegar ástin er með í för
Lágmúla 4: stmi 569 9300,
Hafnarfirði: simi 565 2366, Keflavik: sími 421 1353,
Selfossi: sími 482 1666, Akureyri: sími 462 5000
• og bjá uHiboðsmönnum um land allt.
BRUÐKAUPSFERÐ MEÐ URVALI-UTSYN
þegar flugfreyjan býður brúðhjónunum
næstu dagar líða eins og í ástarsögu
- og þau lifa hamingjusöm til æviloka.
ROMANTIK A „ROYALNOTUM"
í þessari sæluferð til Mallorca er dvalið á
Royal Cristina sem er eitt besta íbúðar-
hótel eyjunnar. Þetta er rómantísk ferð
fyrir brúðhjón sem vilja aðeins það besta.
2ja vikna brúðkaupssæla
verð frá: 82.400 kr.
Verð á mann m.v. hjón í stúdíó á Royal Cristina.
FERÐA-GJAFABREF
Brúðkaupsgestir. Óskiðtil hamingju á brúð-
kaupsdaginn með Ferða-gjafabréfi. Hjá Urvali-
Útsýn fást upplýsingar um hvert brúðhjónin
ætla að fara. Þið leggið saman í ógleymanlega
hveitibrauðsdaga fyrir hann og hana.
ARUBA - DRAUMAEYJA ELSKENDA
Sólríkir dagar og heitar nætur á þessari
perlu Karíbahafsins.
8 ástríkir dagar
verðfrá: 99.780 kr.
Verð á mann m.v. hjón í stúdíó á La Cabana.
Gisting í eina nótt í New York er innifalin.
WINDJAMMER - SKÚTUSIGLING
Stórkostleg ævintýrasigling um Karíbahaf
á vel búnum farþegaskútum sem taka
65-128 farþega. Full þjónusta og áhöfn um
borð. Ferð fyrir ævintýraþyrst brúðhjón.
Vikusigling
verð frá: 136.360 kr.
Verð á mann m.v. hjón í tveggja manna klefa.
Gisting í eina nótt í New York er innifalin.