Morgunblaðið - 26.05.1996, Qupperneq 12
12 E SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
eru að verða persónulegri
Spakmœli
Hamingja er að vera gift
besta vini sínum.
Barbara Weeks
Hjónaband er svo sem ágætt
- það má bara ekki verða
að vana.
Somerset Maugham
Ástin er eins og kvikasilfur
sem iiggur kyrrt i lófanum,
nema maður reyni að gripa
fast um það - þá smýgur það
út á miíli fingranna.
Dorothy Parker
Ástin er það eina sem stækk-
ar deili maður þvi með Bðr-
um.
Ókunnur höfundur
Sami vindblær og slekkur
ljósið getur giætt eldinn.
Comte de Bussy-Rabutin
Að eiska er að hætta að gera
samanburð.
Ókunnur höfundur
Konan ein getur eiskað og
gagnrýnt i sömu andrá.
Ókunnur hðfundur
Deilur elskenda eru endur-
fæðing ástarinnar.
Terents
Að elska er að gera sáttmála
við sársaukann.
Ókunnur höfundur
Ellin ver mann ekki gegn
ástinni en að vissu leytí er
ástin vörn gegn ellinni.
Jeanne Moreau
Ég er ekki giftur en get vel
hlýtt skipunum ef þvi er að
sldpta.
ókunnur höfundur
í talnafræði ástarinnar er
einn plús einn sama sem ailt
Tveir minus einn sama sem
ekkert
Ninon de l’Enclos
Án þín væri enginn til að
bjóða ekki góða nótt með
kossi eftír að við höfuni rif-
ist.
Adrian Henri
Konan min hefur engan
áhuga á því sero ég segi,
nema ég segi það við aðrar
konur.
ókunnur höfundur
VQjir þú að konan þin hlustí
á það sem þú segir, skaitu
segja það upp úr svefni.
Ókunnur höfundur
Ameríkanar staðhæfa að
þeir hafi fundið upp véi sem
getur séð hvort maður lýgur.
Eg er giftur einni slíkri.
London Opinion
Hjónabandið er eina lífstíð-
arrefsingin sem ekki fæst
stytt, þrátt fyrir góða hegð-
un.
ókunnur höfundur
Að baki sérhvers manns, sem
átt hefur gengi að fagna i
lífinu, stendur kona, sem
ekki hefur átt minkapeis.
Leonard Lyons
Hamingja í hjónabandi er
ekki undir þvi komin að fínna
hinn/hina eina/einu
rétta/réttu. Hún felst í að
vera sá/sú eini/eina
réttí/rétta.
Ókunnur höfundur
Hamingjusamt hjónaband
felst í því að maður verði
ástfanginn hvað eftir annað
- og alltaf af þeim sama.
Mignon McLaughlin
Hamingjusamt þjónaband er
samband tveggja, sem kunna
að fyrirgefa.
Robert Quillen
OLL höfum við heyrt
menn hallmæla henni;
furða sig á vinsældum
hennar og valdi. Við höf-
um flest gert óspart grín
að henni og fylgjendum hennar;
afneitað henni - um leið og við
höldum í humátt á eftir henni. Hún
er með öllu óútreiknanleg þótt sum-
ir segi reyndar að hún gangi í
hringi. Hún er tískan, sem togar
okkur ýmist til hægri eða vinstri,
hækkar og lækkar pilsfalda og
hæla, allt eftir því hvernig á henni
liggur hveiju sinni. Hún lætur til
sín taka á flestum sviðum mannlífs-
ins; treður sér inn í fataskápa,
matseldina, húsgögnin og jafnvel
heilagt hjónabandið.
Amma giftist í síðum, beinum,
látlausum kjól - mamma í stuttum
kjól með stórt og mikið slör. Örfáum
árum síðar kom kynslóðin sem
kærði sig kollótta um hvað öllum
öðrum fannst; kynslóðin sem rak
tunguna framan í tískuna og gifti
sig í lopapeysum - eins og hún
lagði sig. Þannig hefndi tískan sín;
hún hafði betur, eins og svo oft
áður; áherslurnar höfðu bara breyst
- lopapeysan var skyndilega „topp-
tíska“.
Það er alltaf gaman að fylgjast
með hvað er 'að gerast í heimi tísk-
unnar - og hápunktur flestra tísku-
sýninga er brúðarkjóllinn. En hvað
er í tísku frammi fyrir altarinu í
ár? Við leituðum upplýsinga hjá
nokkrum sem á hveijum degi að-
stoða brúðir við að velja sér kjól,
slör, skó og nærföt; svo fátt eitt
sé nefnt. Niðurstaðan kann að koma
á óvart; því flestir voru þeirrar skoð-
unar að tískan væri að missa völd-
in; brúðkaupin væru að verða per-
sónulegri.
ENGAR ALMENNILEGAR
HEFÐIR HÉRLENDIS
„Ég á föt á brúðina, brúðgum-
ann, mömmumar, ömmumar, böm-
in - og jafnvel gestina, ef út í það
er farið,“ sagði Dóra í Brúðarkjóla-
leigu Dóru, þegar við spurðum hana
hvað hún hefði á boðstólum fýrir
brúðkaupið. „Gestina?" hváðum við,
„leigja gestimir sér kjóla og föt
fyrir veislumar?" Dóra brosti út í
annað. „Nei, það er nú ekki mikið
um það hérlendis... enn sem kom-
ið er,“ svaraði hún. „Þetta er aftur
á móti mjög algengt víða erlendis.
Þegar haldnar eru veglegar veislur
leigja konur sér „gala-kjóla“ og
jafnvel skó og skart,“ fullyrti hún.
Bleikt og blátt fyrir
mömmurnar
„í Bretlandi er það líka siður að
mamma brúðarinnar klæðist bleiku
en mamma brúðgumans bláu. Hér
kaupa mæðumar sér hinsvegar eitt-
hvað hagnýtt; kjól eða dragt sem
þær „geta notað“, eins og sagt er.
Samt er ég ekki frá því að þetta
sé aðeins að breytast," sagði hún.
„Einhverra hluta vegna eru engar
almennilegar hefðir hér í kringum
hjónavígslumar. Við tökum eitt
héðan - annað þaðan - og úr þessu
öllu saman verður til svolítið sér-
kennileg blanda. Sem dæmi má
nefna að víðast er það talinn arg-
asti dónaskapur að mæta í svörtu
eða hvítu í brúðkaup. Hér hikar
fólk hinsvegar ekkert við það.“
Hvað klæðir
hverja og eina
En ef ég ætlaði nú að gifta mig
í sumar og væri annt um að tolla
í tískunni; hvaða lit ætti ég þá að
vetja; snjóhvítan, drapplitan eða
beinhvítan? „Beinhvítt hefur verið
mjög vinsælt að undanfömu en nú
virðist hvíti liturinn vera að sækja
á,“ upplýsti Dóra. „Annars er þetta
bara smekksatriði," bætti hún við.
Aðspurð kvað Dóra barneignir
breyta litlu í litavali brúðanna; „Ef
brúðimar eru ungar og bamlausar
vilja mömmumar og ömmumar
reyndar helst að þær gifti sig í
hvítu," sagði hún, „en eldri brúðir
velja ýmist hvítt eða beinhvítt. Þær
kjósa þó venjulega einfaldari kjóla
en hinar yngri,“ bætti hún við eftir
andartaks umhugsun. „Enn er
mesta eftirspumin eftir þessum
stóm, amerísku kjólum - en nú em
konur samt meira famar að taka
tillit til þess hvað klæðir hveija og
eina.“
Smóking, kjólföt
og „sjacket“
Það eru ekki síður tímamót í lífi
karla en kvenna að ganga í hjóna-
band; segja skilið við hið margróm-
aða piparsveinalíf sem svo mjög
hefur verið lofsungið í gegnum tíð-
ina. En hvernig klæðast þeir á þess-
um merkisdegi? „Það er eiginlega
þrennt sem kemur til greina," sagði
Dóra. „Bandarískir brúðgumar
klæðast nær undantekningarlaust
kjólfötum og þau em að verða nokk-
uð vinsæl hér. Smóking vilja marg-
ir umfram kjólfötin og nú er kom-
inn hingað til lands búningur sem
kallast „sjacket". Þetta er algengur
hátíðaklæðnaður karla í Bretlandi
og þá nota menn gráan jakka að
degi til en svartan að kvöldi. Þessi
fatnaður virðist ætla að slá í gegn
hérlendis líka,“ sagði Dóra að lokum.
Einfaldir kremaðir kjólar
Þeir sem rölt hafa eftir Skóla-
vörðustígnum hafa vafalítið rekið
augun í búðina „Djásn og grænir
skógar". í glugganum getur að líta
brúðarkjóla, silkiskó, slör og skart
auk þess sem þar er að fínna alls
konar gjafir sem tengjast ástinni á
einn eða annan hátt. „Uti í heimi
virðast einföldu kjólarnir vera að
komast í tísku,“ fullyrti hún „en
þess í stað em fylgihlutirnir að
verða íburðarmeiri; einfaldur kjóll
en skrautlegt skart - það er tískan
í dag, sýnist mér,“ sagði Svala Ól-
afsdóttir.
„Hér sem og annars staðar hefur
átt sér stað alger bylting í litavali
brúðanna að undanförnu. Það er
tiltölulega stutt síðan hvíti kjóllinn
var allsráðandi en nú hefur hlutfali-
ið snúist alveg við; 70% brúða vilja
„kremaða" kjóla, 20% hvíta og 10%
einhveija aðra liti; bleika, bláa,
gyllta eða bronslita," upplýsti hún.
Allt í stö; vöndur,
varalitur.. .
Kjóllinn er kremaður en ekki
hvítur; einfaldur en ekki íburðar-
mikill segir Svala - en hefur eitt-
hvað fleira breyst í brúðkaupsmál-
um landans? „Ég hef náttúrlega
engar niðurstöður rannsókna að
styðjast við,“ svaraði Svala, „en
mér finnst brúðkaupin vera að
verða einfaldari í sniðum; rétt eins
og kjólarnir. í fyrra fannst mér
meira um íburðarmikil og fjölmenn
brúðkaup; þau virðast hinsvegar
minni að umfangi þetta árið,“
bætti hún við. „Aftur á móti hefur
það færst mjög í vöxt að fólk velti
litasamsetningum fyrir sér og það
er dálítið gaman að því. Vöndur-
inn, varaliturinn, servíetturnar og
kertin; þetta er helst allt í sama
lit.“
Bónorð fyrir utan
búðargluggann
Einhver sagði okkur að fyrir-
hyggja væri fmmskilyrði þegar
brúðkaup væm annars vegar. Það
þyrfti að panta kjólinn með margra
mánaða fyrirvara, salinn árinu áður
og það sama gilti um prestinn, kór-