Morgunblaðið - 26.05.1996, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1996 E 21
og pinnamatur og út að borða á eftir
W AÐ eru rúmlega tuttugu
m Jár síðan Þorvarður Ósk-
m -^arsson matreiðslumeistari
kvongaðist Hildi Marís-
dóttur leikskólakennara og þá eld-
aði hann sjálfur fyrir gestina. „Það
var með naumindum að ég næði í
kirkjuna. Þegar ég var búinn að
elda var konan farin að klæða sig
annars staðar og hafði tekið allt
með sér úr baðherberginu sem ég
þurfti á að halda, tannkremið,
greiðuna og svo framvegis. Ég var
því í hinu mesta basli að gera mig
kláran fyrir kirkjuathöfnina, en
marði það.“
„Við giftum okkur í Dómkirkjunni
og vorum heppin með veður. I minn-
ingunni stendur það uppúr þegar
við stóðum úti á veröndinni í góða
veðrinu skáluðum í kampavíni og
horfðum yfir Elliðaárdalinn, en veisl-
an var haldin í Rafveitusalnum."
Þorvarður segir að þau hjónin
hafi verið ung þegar þau giftu sig.
„Við bjuggum eiginlega hjá ömmu
og það má segja að hún hafi eytt
hálfri brúðkaupsnóttinni með okkur
að taka upp pakkana,“ segir hann
og skellir uppúr við tilhugsunina.
Þorvarður bauð gestum sínum
upp á kalt borð. „Eg myndi ekki
hafa veisluna mikið öðruvísi, en
aðeins rólegri undirbúning. Til
dæmis myndi ég ekki elda sjálfur
og mæta útsofinn beint í kirkjuna.“
- Hvað ráðleggur hann verðandi
hjónum að bjóða gestum sínum upp
á í veislunni?
„Möguleikamir em margir.
Ákjósanlegast fínnst mér að mæla
með pinnamat fyrir gesti og kampa-
víni, en fara síðar um daginn með
sínum nánustu út að borða í góðum
sal.“
Þorvarður gefur hér uppskrift að
matseðli ef hjón og fjölskyldur
þeirra ætla að útbúa mat í brúð-
kaupsveislu.
Kjúklingalifrarmús
ó léttu salati
_______300 g lifur_____
_______250 g smjör_____
_________1 egg_________
_________10 g salt_____
_______10 q koníok_____
10 g madeira
_______10 g púrtvín____
timian, maiorna og pipar
„Ef ég fengi að ráða veitingunum í brúökaup-
sveislu myndi ég mæla með pinnamat og kampa-
víni. Þá væri til dæmis hægt að bjóða brauð-
snittur með rækjumús, litlar pizzur, djúpsteiktar
júmbórækjur, villibráðarpaté, brauöskálar með
mismunandi fyllingum, djúpsteiktan kinnfisk og
brauö með parmaskinku. Með þessu væri hægt
að hafa kransakökutoppa eða konfekt.
Um kvöldið færi síðan nánasta f jölskyldan með
brúðhjónunum út að borða.
Morgunblaðið/Þorkell
LAMBAFILLE með kryddjurtasósu og ristuðu grænmeti.
►ÞORVARÐUR Óskarsson
útskrifaðist árið 1976 frá
Hótel og veitingaskóla fs-
lands. Hann iærði á Hótel
Sögu en vann síðan í mötu-
neytinu á Rockville á Kefla-
víkurflugvelli. Hann starfaði
í Osló um tíma og einnig í
Sarpsborg í Noregi. Þor-
varður var matreiðslumaður
í nokkur ár á Naustinu, á
Gauki á Stöng til ársins 1988
en þá fór hann til starfa á
Hótel Sögu. Þá var Þorvarð-
ur um tíma á sjó en hefur
verið á Hótel Loftleiðum frá
því Guðvarður Gíslason tók
við veitingarekstri þar. Þor-
varður er í landsliði ís-
lenskra matreiðslumeistara.
PMvivr *
Ó.Í4r*Mn
Lifrin er hökkuð og marin í gegnum
sigti. Smjörið er brætt og því bland-
að varlega saman við lifrina ásamt
salti og víni. Eggið er slegið út og
bætt út í maukið. Kryddið eftir
smekk. Þessi blanda er látin standa
í 4-12 klukkustundir í kæli. Þá er
þetta sett í smurt form og bakað í
110°C heitum ofni í vatnsbaði í um
það bil 20-30 mínútur. Kælt. Borið
fram með salati og rifsberjaediki.
Rifsberjaedik
___________2 dl ólífuolía
_______'Adl edik (kompavíns)
_______‘Aloukur, smátt saxaður
___________1 -2 tsk. sinnep
___________30 fersk rifsber
Blandið öllu saman.
Kampavínssorbet
_____2QO g sykur
______2 dl vatn___
3 dl kampavín
safi úr einni sítrónu
Vatn og sykur er soðið og kælt.
Þá er kampavíni og sítrónusafa
bætt út í. Fryst. Kampavíni hellt
yfir þegar þetta er framreitt.
Lambafille meö krydd-
jurtasósu og ristuóu
grænmeti
________800 g lambafille_____
_________salt og pipar_______
4 stórar kartöflur
Lambafille eru brúnuð, krydduð
með salti og pipar og bökuð við
180°C í 8-12 mínútur.
Kartöflurnar eru skomar til,
brúnaðar á pönnu, kryddaðar með
salti og pipar og bakaðar í ofni við
180°C í 20-30 mínútur.
Grænmeti:
'Árófa
_____________2 gulrætur____________
__________2 sellerístönglar________
'/tkórbítur
____________1 rauðlaukur__________
____________2 hvítlauksrif________
25-50 g sólþurrkaðir tómatgr
__________100 g furuhnetur________
____________steinselja____________
ferskt basil
salt og pipgr
Grænmetið er skorið í litla ten-
inga, ristað á pönnu og kryddað.
_______________Sósa:______________
V2I lambasoð
V2I hvítvín
____________1 -2 laukqr___________
______________timiqn______________
_____________rósmarín_____________
____________salt og pipar_________
maísenamjöl
Laukurinn er svitaður í potti,
livítvíninu og kryddinu bætt út í
og soðið niður um tvo þriðju. Þá
er soði bætt út í og það soðið aftur
niður um tvo þriðju. Sigtið soðið
og þykkið með maísenamjöli og
kryddið ef með þarf. ■
veisluþjónusta
• Ráðgjöf fyrir allar almennar
veislur - stærri sem smærri
• Umsjón með veislum fyrir
heimili og fyrirtæki
• Borðskreytingar og námskeið
Marentza Poulsen * Sími 55 f 7305
Sérstök
Qjafcivara,
gluggQtjQldaefni
og áklæði
og nú gjafakort
fyrir óskolisto
•Toft-húsinu, Skólavörðustíg 25«
• Sími 552-2980. Fax 552-2981
sl raunholt erfyrirtœki sem fiest við veitinga-
rekstur og var stofiiað í október 1992.
K?*að býður upp á stórgkesilegan veislusal í
Dalsbrauni 15 í Hafnarfiirði. Salurinn hentar
fyrir minni sem stœrri bófi(2 - 200 manna).
fi/iyrir minni hófer salurinn minnkaður á mjög
smekklegan hátt. Salurinn er mjög vel hannaður,
dökkur viður á gólju?n og auðvelt er að stœkka eða
minnka dansgólf eftirþöifum. Salurinn hejur
einnig að geyma fidlkomið hljóð- og myndbands-
kerfi meðfimm sjónvarpsskjám ogfidlkomnu
karaoke sónvkerfi.
Hmunhott
tyrS-i /fsjó/f'/v ff-á /ff
Dalshrauni 15* 220
f