Morgunblaðið - 26.05.1996, Page 34
34 E SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Hveitibraudsdagar
sem ferðaskrif stofurnar keppast um að gera eftirmínnilega
FÍÐ eyddum hveitibrauðs-
dögunum í yndislegu
veðri uppi í óbyggðum,"
sögðu hjónin, útitekin og
alsæl með brúðkaupsferðina úti í
íslenskri náttúru. Þau tjölduðu í
Skaftafelli, fóru á jökulinn og
snæddu þar málverð, fóru á hest-
bak, í langa göngutúra og veiddu
nokkra fiska. Þetta var þeirra
draumaferð.
Njóta íslenskrar náttúru
Margir staðir hér á landi eru til-
valdir til að eyða þessum fyrstu
dögum í hjónabandinu. Að sögn
starfsfólks á ferðaskrifstofum kem-
ur fyrir að hjón komi og leiti ráða
með staði innaniands, en oft eiga
brúðhjónin líka sína uppáhalds-
staði, sumarbústað eða sinn
sælureit. „Við bendum á
ýmsa möguleika ef til
okkar er leitað," segir
Unnur Helgadóttir hjá
Samvinnuferðum
Landsýn. „Mörgum
hefur þótt
ógleymanlegt að
fara til Hafnar í
Hornafirði og fara
á jökulinn í kalt hlað-
borð. Hótel Búðir á
Snæfellsnesi og Hótel Örk
er þónokkuð spurt um af
brúðhjónum, þau fara oft í
Þórsmörk og jafnvel upp í
óbyggðir.
Brasilía og Marbell
Það skiptir líklega ekki öllu
máli hvert haldið er svo fremi
sem ástin blómstri og dafni.
En ef gera á hveitibrauðsdag-
ana ógleymanlega og buddan
leyfir finnst mörgum gaman að
halda á vit rómantískra og oft fjar-
lægra staða. Þá eru möguleikamir
líka margir.
„Við verðum vör við að brúðhjón
kjósi að fara á heillandi og fram-
andi staði og á okkar vegum hafa
hjón farið til Brasilíu og þá aðallega
til Salvatore og Ríó de Janeró,"
segir Andri Már Ingólfsson hjá
Heimsferðum.
„Einn áfangastaður á Spáni er
öðram fremur hentugri til brúð-
kaupsferða og það er Marbella.
Hann er öðravísi en aðrir áfanga-
staðir á Spáni, þetta er tískustaður
núna, þar er ein frægasta snekkju-
bátahöfn í Evrópu og í kringum
hana hefur byggst upp skemmtilegt
mannlíf. Veitingastaðirnir era mjög
skemmtilegir og hótelin í háum
gæðaflokki. Marbella er mjög róm-
antískur staður," segir Andri.
Hann segir að það sé nokkuð
algengt að fólk vilji láta skipu-
leggja fyrir sig brúðkaupsferðina.
„Stundum kýs fólk að fara í hefð-
bundnar borgarferðir eða sólar-
landaferðir og þá leyfir það sér
kannski að vera á góðum gististað.
Við höfum hinsvegar orðið vör við
að fólk er tilbúið í ævintýraferðir."
Hann segir að ættingjar komi síðan
gjarnan og biðjium einhverja þjón-
Við verðum vör
við að brúðhjón
kjósi oð fara ó
heillandi og
framandi staði
ustu sem eigi að koma brúðhjónun-
um á óvart. Þá láta hótelin oft í té
kampavín og ávexti og stundum er
hægt að fá svítu fyrir hjónin.
Margarita í Karíbahafinu
„Við höfum bent verðandi brúð-
hjónum á Parísarferðirnar en síðan
er eyjan Margarita í Karíbahafi
afar vinsæl svo og Barcelona," seg-
ir Jón Kári Hilmarsson starfsmaður
hjá markaðsdeild Flugleiða.
„Margarita er ódýr staður til að
vera á og verðið hagstætt þangað.
Eyjan sjálf er hluti af Suður-Amer-
íku og andrúmsloftið alveg sér-
stakt. I boði era síðan ferðir inn á
meginlandið og þar gefst ferða-
mönnum kostur á að skoða marga
mjög fallega og einstaka staði.“
Hann bendir ennfremur á að
Barcelona sé skemmtileg borg til
að heimsækja fyrir ungt og ástfang-
ið fólk. „Borgin er ekki ósvipuð
París en á sumrin er stutt á strönd-
ina og jafnvel ódýrara að dvelja þar
en í París.“
Jón Kári segir að starfsfólk setji
gjaman saman ferðir fyrir brúðhjón
og ráðleggi með staði. „Við reynum
síðan að gera okkar ítrasta til að
ferðin verði sem eftirminnilegust."
Með seglskútum um
Karíbahafið
„Við eram með dálítið skemmti-
lega nýjung sem við höldum að
hljóti m.a. að höfða til brúðhjóna,“
segir Goði Sveinsson hjá Urvali-
Útsýn. „Um er að ræða siglingu á
stóram farþegaseglskútum um
Karíbahaf. „Allt er fijálslegra um
borð í skútunum en á skemmti-
ferðaskipum og þær taka 65-128
farþega og sigla mismunandi leiðir.
Skipin era með 30-35 manna áhafn-
ir. Yfirleitt er um viku siglingu að
ræða og við eram yfirleitt að bjóða
brottfarir frá eyjunum Antigua og
St. Martin. Þetta ætti að geta verið
ógleymanleg ferð fyrir hjón. Komið
er að nýrri eyju að morgni og þá
er fjallað um eyjuna hveiju sinni.
Yfírleitt eru það litlar frumstæðar
eyjur sem verið er að skoða hveiju
sinni. Farið er í land og skoðað,
grillað á ströndinni, spiluð tónlist
og dansað," segir Goði. Mikið er
lagt upp úr matseld og á kvöldin
sækir áhöfnin svokallaðar „olíut-
unnuhljómsveitir" til að spila. Þá
segir Goði Aruba vinsælan stað
fyrir brúðhjón og ýmist er þá um
að ræða venjulega pakka eða sér-
staka brúðhjónapakka. Þá era inni-
faldar skoðunarferðir, kampavín og
blóm á svítunni, kvöld í spilavíti og
svo framvegis.
Þá segir hann skemmtisiglingar
alltaf vinsælar og eftirsótt þykir að
fara með Austurlandahraðlestin,
London-Feneyjar Goði segir að öll
brúðhjón sem bóki pakkaferðir hjá
þeim fái kampavínsflösku eftir flug-
tak í Keflavík og þeim er boðið í
eina rómantíska skoðunarferð þeg-
ar komið er á áfangastað.
Sigling og sólarströnd
Unnur Helgadóttir hjá Sam-
vinnuferðum-Landsýn segir að vin-
sælasta ferðin sé skemmtisigling.
„Brúðhjónum stendur til dæmis til
boða vikusigling þar sem endað er
á sólarströnd í Dóminíska lýðveld-
inu. Þá eru borgarferðir líka vinsæl-
ar og við eram með sérstakar ferð-
ir fram í júní, þar sem við pöntum
brúðarsvítur, kampavín, kavíar og
blóm fyrir brúðhjónin," segir hún.
Svo virðist á starfsfólki ferða-
skrifstofa að Karíbahafíð og sólar-
strendur séu vinsælasti áfangastað-
ur brúðhjóna, en það er þó allur
gangur á. Auðvitað fer ferðalagið
líka eftir þyngd pyngjunnar og mörg
pör eiga sér þegar uppáhaldsstað
sem þau vilja heimsækja þegar þessi
stund rennur upp, það gæti allt eins
verið Öskjuhlíðin eða Hafravatn.
STg
A
SÍÐASTA ári sendi Morg-
unblaðið nýbökuð hjón
út í heim til að njóta
hveitibrauðsdaganna.
Brúðhjón ársins 1995 fóra til Barc-
elona á Spáni. „Það kom nú til af
því að við giftum okkur ekki fyrr
en undir haust; nánar tiltekið þann
26. ágúst og þá var ekki lengur
flogið til Parísar," sagði brúð-
guminn Örn Guðmundsson, er við
slógum á þráðinn til hans og konu
hans, Bjargar Hilmarsdóttur til að
forvitnast um ferðalagið. „Við vor-
um þama í viku og höfðum sko
meira en nóg að gera,“ upplýsti
hann. „Barcelona er falleg og hrein-
leg borg; stútfull af menningu og
glæsilegum byggingum; svo glæsi-
legum að maður kemst eiginlega
ekki hjá því að verða alveg sérstak-
ur áhugamaður um byggingalist
þegar maður skoðar þessi meistara-
verk,“ sagði hann og hló. „Þama
er til að mynda gullfalleg kirkja sem
verið hefur í byggingu í ein hund-
rað ár ... og það sem meira er; hún
á eftir að vera í byggingu næstu
hundrað ár líka,“ bætti hann við.
„Svo þú sérð að Hallgrímskirkja var
bara á fínu róli.“
Engin mynd til af
brúðhjónunum í Barcelona
En varla hefur brúðkaupsferðin
bara farið í að skoða byggingar í
Barcelona? „Nei, nei,“ svaraði Örn,
„við borðuðum einhver býsn af salt-
físki sem var algert hnossgæti,
Örn Guðmundsson Björg Hilmarsdóttir
Skoöuðum
byggingar og borðuðum saltfisk
skoðuðum Miro-safnið og lítið Pic-
asso-safn þarna, kíktum í búðir og
svo framvegis. Þetta er mjög róm-
antísk borg,“ sagði hann. En hvað
með ströndina - fer nokkur maður
til Spánar án þess að flatmaga svo-
lítið í sólinni og flagna á nefínu?
„Við eyddum nákvæmlega hálfum
degi á ströndinni," sagði Öm, „það
var bara svo margt annað sem heill-
aði. Við komum heim aðeins ijóðari
í framan en það var ekki mikið
meira en það,“ viðurkenndi hann.
Þegar við báðum um mynd af þeim
því til staðfestingar komu vöflur á
Órn. „Ég er að uppgötva það núna
þegar þú nefnir það að það er ekki
til nein mynd af okkur Björgu sam-
an í Barcelona," sagði hann og hló.
„Ég tók myndir af henni og hún
tók myndir af mér - en það var
enginn til að taka myndir af okkur
saman. Og einhvem veginn veigrar
maður sér við að rétta einhveijum
bláókunnugum manni myndavélina
og biðja hann um að smella af ...
maður veit ekki nema maður sjái
þá hvorki manninn né myndavélina
meir,“ útskýrði hann.
Brúðkaupsafmælið
í kóngsins Köbenhavn
Björg Hilmarsdóttir og Örn Guð-
mundsson voru bæði í námi þegar
þau gengu í hjónaband og því var
vikudvölin kærkomin tilbreyting;
„maður gat safnað kröftum fyrir
lokasprettinn", sagði Örn en hann
er nú að útskrifast úr viðskipta-
fræðinni og Björg að útskrifast úr
kennslufræðinni við Háskóla ís-
lands; en hún tók það nám til viðbót-
ar B.A. prófí í dönsku. En hvernig
ætla ungu hjónin svo að halda upp
á eins árs brúðkaupsafmæli sitt í
sumar? „Ætli við höldum ekki upp
á það í Kaupmannahöfn," svaraði
Öm. „Þangað liggur leiðin í haust;
við stefnum bæði á framhaldsnám
þar ... svo það verður trúlega
borðað eitthvað af „smörrebröd“ og
haldið upp á daginn að hætti
danskra, ég á ekki von á öðru.“
ian
!
4
i
4
í
4
<
<
(
(
(
j
I