Morgunblaðið - 26.05.1996, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1996 E 35
Til brúðkaupsveislu
í rútu með nóttföt, góða skó og föt til skiptanna
PASCALE og Raphael eru
hvorugt mjög trúrækin.
Hún er kaþólsk og hann
mótmælendatrúar. Þau
skoðuðu kirkjurnar í hverfinu hjá sér
þegar þau ákváðu að gifta sig eftir
þriggja ára sambúð og fengu lista
yfir presta. Þau völdu frekar litla en
vinalega mótmælendakirkju og báðu
prest sem starfar mikið í ungmenna-
starfí að pússa sig saman. Hann féllst
á það og hélt ágæta ræðu þótt hann
hefði aðeins hitt þau einu sinni fyrir
athöfnina.
Brúðhjón í Sviss verða að láta
gefa sig saman hjá borgardómara.
Formlega séð þá gera prestar ekki
annað en að blessa hjónabandið.
Margir láta athöfnina hjá borgar-
dómara nægja. Vinir og kunningjar
bíða þá gjarnan á planinu fyrir utan
skrifstofur borgardómara og hylla
brúðhjónin þegar þau koma út. .
Foreldrar Pascale og Raphaels,
systkini þeirra og svararmenn voru
þeir einu sem vissu af athöfninni hjá
borgardómara. Hún var daginn fyrir
kirkjuathöfnina, borgardómari talaði
svo hægt að Pascale gat ekki ein-
beitt sér að orðunum af undrun yfir
hægaganginum og svararmennirnir
vottuðu giftinguna. Á eftir borðuðu
þau saman hádegisverð á veitinga-
stað í nágrenninu.
Svararmennirnir veislustjórar
Svararmenn í Sviss eru yfirleitt á
svipuðum aldri og brúðhjónin, góðir
vinir eða ættingjar. Þeir eru viðstadd-
ir vígsluna hjá borgardómara og eru
síðan eins konar veislustjórar í brúð-
kaupsveislunni og sjá til þess að allt
gangi snurðulaust fyrir sig. Þeir
safna iðulega saman myndum og
upplýsingum um brúðhjónin frá unga
aldri og gefa það út í svo kölluðu
brúðkaupsblaði á brúðkaupsdaginn.
Brúðarkjóll Pascale er hvítur með
góðum slóða. Hún ætlar að reyna
að selja hann. Hann kostaði um 2.000
franka, 110.000 ísl. kr. Það hefði
kostað um helmingi minna að leigja
sér kjól en Pascale ákvað að kaupa
fyrst hún fann kjól sem henni lík-
aði. Raphael fékk líka ný föt, buxur
og jakka sem hann getur notað oftar
en einu sinni á ævinni.
Kjóllinn var geymdur heima hjá
foreldrum Pascale. Hún fór þangað
úr hárgreiðslu og var ekið í gegnum
Zúrich í svörtum Mercedes Benz.
Raphael sá um að allt væri tilbúið í
kirkjunni. Kirkjan var prýdd blómum
sem kirkjuvörðurinn pantaði en brúð-
hjónin borguðu. Þau höfðu sent stór-
um vina- og ættingjahóp tilkynningu
um giftinguna. Hann var velkominn
í kirkjuna og boðið upp á hressingu
eftir athöfnina. Smærri hóp var síðan
boðið í brúðkaupsveisluna sjálfa.
Klappað í kirkjunni
Hátt í hitndrað manns voru í kirkj-
unni. Pascale og Raphael gengu sam-
an inn kirkjugólfið og svararmenn-
irnir á eftir. Gospel-söngvari hafði
verið ráðinn til að syngja. Hann söng
fimm lög og gestirnir tóku undir í
tveimur þeirra. Það komst verulegt
ijör í mannskapinn þegar hann söng
Ámen undir lokin. Allir klöppuðu
með og dilluðu sér, ekki síst prestur-
inn og brúðhjónin. Þau höfðu skipst
á hringum og voru alsæl á svipinn.
Félagar þeirra úr róðrarklúbbnum
þar sem þau höfðu kynnst biðu fyrir
utan kirkjuna og mynduðu göng með
árum þegar þau komu út. Pascale
hafði kviðið fyrir öllu kossaflóðinu
sem hún vissi að biði hennar eftir
athöfnina en hún hafði það af eins og
annað.
Friðardúfur og gamall bátur
Móðir Raphaels hafði pantað dúfúr
og þau létu tvær hvítar friðardúfur
fljúga lausar áður en allir skáluðu í
hvítvíni og gæddu sér á léttreyktum
kjötsneiðum og ostabitum. Róðrarfé-
lagarnir voru mættir með gamlan
bát, fylltan blómum og ávöxtum, og
þau voru látin saga hann í tvennt
en það er mjög algengt að brúðhjón
séu látin saga eitthvað eða gera eitt-
hvað annað sameiginlega strax eftir
athöfnina í Sviss. Vinur þeirra bað
Svissneskt brúðkaup
FAÐIR Pascale kom henni á
óvart með að panta svartan
Mercedes Benz til að aka með
hana í kirkjuna og biðja tvær,
ungar nágrannakonur að
halda uppi slóðanum á brúð-
arkjólnum.
um lykilinn að íbúðinni til að fara
þangað með blómin og ávextina.
Hjónakornin höfðu svarið að þau
ætluðu ekki að afhenda neinum lykil-
inn af því að það er algengt að eitt-
hvað óvænt (fiskur í baðkarinu eða
eitthvað álíka) bíði brúðhjóna þegar
þau snúa heim eftir giftinguna. En
það varð að ganga frá blómunum
og ávöxtunum og Pascale grátbað
um að ekkert ógeðslegt biði hennar
þegar hún kæmi heim.
Lausblaðagjafamappa
Rútubíll beið veislugesta og það
Þ
BRÚÐARTERTAN var borin fram í miðri brúðkaupsveislu. Hún
var létt kvarkterta, samansett úr nokkrum tertum sem urðu allt-
af minni eftir því sem nær dró brúðhjónunum sem gnæfðu efst.
Pascale og Raphael urðu auðvitað að skera fyrstu sneiðina.
var haldið út í sveit. Þeir höfðu ver-
ið beðnir um að koma með náttföt,
góða skó og föt til skiptanna í veisl-
una, meira vissu þeir ekki. Pascale
og Raphael höfðu pantað mat og
gistingu fyrir rúmlega 30 manns á
fjallahóteli fyrir sunnan Zúrich. Þar
beið súpa, salad, svínasteik, hljóm-
sveit og skemmtiatriði. Það voru
haldnar ræður, dansaður brúðarvals
og allir skemmtu sér konunglega
fram á nótt. Næsta morgun borðuðu
gestirnir saman morgunverð, fóru í
gönguferð og var skilað aftur til
Zúrich.
Heima í íbúð hafði hjarta verið
teikriað með tannkremi á baðspegil-
inn og með hrísgtjónum á rúmtepp-
ið. Svefnherbergishurðin skreytt með
klósettpappir en öðrum dyrum læst
og lyklarnir faldir. En þeir fundust
fljótt. íbúðin var auðvitað full af gjöf-
um og blómum. Það tíðkast í Sviss
að brúðhjón geri gjafalista og sendi
þeim sem vilja sjá hann. Pascale og
Raphael útbjuggu lausblaðamöppu
með einni gjöf á blaði með upplýsing-
um um verð og hvar hún fengist.
Þeir sem fundu gjöf í möppunni sem
þeir vildu gefa tóku það blað úr og
næsti fékk möppuna. Þannig fá brúð-
hjónin það sem þau langar í og vinir
og ættingjar vita að þeir eru að gefa
eitthvað sem ungu hjónin vantar.
Á er kom-
|ið að því!
- Þetta er
dagurinn
sem þú hefur beðið
eftir allt þitt líf. Þú
munt líða í gegnum
hann eins og í
leiðslu og eftir á muntu ekki muna
nokkurn skapaðan hlut sem gerðist
þennan dag. Til að koma í veg fyr-
ir hjartsláttartruflanir, magakveisu
og andateppu verða sumir sér úti
um fáeinar róandi töflur; farðu bara
varlega í kampavínið á eftir; þetta
tvennt hefur tilhneigingu til að
slökkva á fólki fyrirvaralaust. - Já
og ekki gleyma að taka verðmiðann
undan nýju brúðarskónum; þeir
munu annars blasa við þegar þú
krýpur upp við altarið.
Brúðir: Ekki fá taugaáfall þegar
þið lítið í spegilinn að morgni mikil-
vægasta dags lífs ykkar; að öllum
líkindum eruð þið skemmtilega
fjólubláar í framan, píreygðar af
stressi og með bauga niður á bringu
af svefnleysi. Þetta er bara merki
um að allt sé eins og það á að vera;
svona líta brúðir venjulega út fyrir
förðun. Alveg satt.
Brúðgumar: Munið að líta í
kringum ykkur og brosa blítt þegar
brúður ykkar gengur inn kirkjugólf-
ið. Hún mun reyndar eiga fullt í
Stóri
dagurinn
fangi að passa upp
á blómvöndinn og
einbeita sér að
stíga ekki í kjólinn
svo hún man ekkert
hvort þú brosir eða
ullar á hana; brosið
er til að sannfæra
kirkjugestina um
að þér finnist hún fallegasta fjólu-
bláa konan sem þú hefur nokkurn
tíman augum litið. Enn vandasam-
ara er nú að ganga út úr kirkjunni
- þú munt ekkert vita hvert þú átt
að horfa og þitt geislandi bros get-
ur hæglega verið túlkað sem frosinn
skelfingarsvipur ef þú gætir þín
ekki á að hreyfa andlitsvöðvana af
og til. Ef þú ert hinsvegar alvarleg-
ur á svip mun fólk umsvifalaust
ákveða að þú sjáir strax eftir öllu
saman svo trúlega er best að þú
æfir upp einhvers konar leyndar-
dómsfullt glott og pírir augun lítið
eitt til að fá gleði í augun líka.
Þetta gefst venjulega vel. Farið þið
vel yfir textana í sálmum og söngv-
um; það er nefnilega ótrúlegt hvað
hægt er að snúa út úr og lesa milli
línanna í annars virðulegum text-
um. Það er fátt sem setur brúðhjón
eins úr jafnvægi og þegar kirkju-
gestir fara skyndilega að flissa eins
og fífl.
Þýtt og staðfært úr bókinni How
to stay married. iaa
(SkrmMrýdýmislpt teiyjt
merkisdeginum,s.s. bmkortin,
jjestabókina ajjleircu£)
tBenylind, s. 565-^3 53
Pascale og Raphael báru mest all-
an kostnað af giftingunni sjálf. For-
eldrar þeirra borguðu sumt og þá
var litið á það sem hluta af brúðarg-
jöf en ekki sjálfsagðan hlut. Brúð-
kaupsferðin var þegar yfirstaðin þeg-
ar þau gengu í það heilaga, þau fóru
í nokkurra vikna ferð til Alaska og
ferðuðust þar um fótgangandi.
Anna Bjarnadóttir
EIGJUM SKRE YTINGAR
Á BÍLINN OG í KIRKJUNA
Brúðarvendir
Puðar undir hringa
Brúðarstyttur á tertuna
Faxafeni 5, Reykjavík,
sími 553 9130
]Amdaóar
fjrtu í giftingarhugleiðingumP
l<$rnntu þér málin
T{omdu og skoðaðu
'Persónuleg þjónusta
Ljósmyndastofa Sigríðar Bachman
Garðastræti 17 • Sími 562 3131