Morgunblaðið - 16.06.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.06.1996, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/Háskólabíó sýnir spennumyndina Primal Fear með Richard Gere í aðal- * hlutverki. I myndinni leikur hann metnaðarfullan lögmann sem tekur að sér að verja ungan mann, sem ákærður er fyrir að myrða erkibiskupinn í Chicago. hún mun heita A Reign in Hell. Leikstjóri myndarinnar er Gregory Hoblit, sem var einn af þeim sem stóðu að sjónvarpsþátt- unum Hill Street Blues, L.A. Law og NYPD Blue. Hann segist alla tíð hafa verið gagntekinn af lög- fræðilegum málum, og sértak- lega hafi höfðað til hans að kanna og fjalla um þá gerð bandarískra lögmanna sem hafa að minnsta kosti jafnmikinn áhuga á því að koma fram í kvöldfréttum sjón- varpsstöðvanna og málinu sjálfu sem þeir vinna að hveiju sinni. Við undirbúning myndarinnar unnu aðstandendur hennar tals- vert með raunverulegum lög- mönnum og hjálpaði það Richard Gere að skapa persónuna Martin Vail. „Þeir vilja vinna baráttuna og þeim stendur nokkurn veginn á sama um hver það er sem situr við hliðina á þeim við borðið í dómsalnum. Þetta er orrahríð og þar sem þeir þekkjst allir inn- byrðis þá er þetta orrusta milli vina.“ Laura Linney sem leikur Janet Venable saksóknara fór með sitt fyrsta aðalhlutverk í myndinni Congo sem náði nokkrum vin- Svikavefur MARTIN Vail (Richard Gere) er hrokafullur og snjall veijandi sakamanna og nýtur hann mikillar velgengni. Hans helsta yndi er að heyja harðvítuga baráttu í réttarsalnum og baða sig i ljósi fjölmiðlanna, og það er einmitt það sem hann ætlar sér að gera þegar hann af eigin hvöt- um tekur að sér að vetja fátækan og ráðvilltan ungan mann, Aaron Stampler (Edward Norton), sem ákærður er fyrir morð. Fórnar- lambið er einn af þekktustu og virtustu íbúum Chicago, sjálfur erkibiskupinn, og sekt hins ákærða virðist blasa við þar sem blóð úr hinum myrta fannst í rík- um mæli á fötum hans. En Vail er ekkert að velta fyrir sér spurn- ingum um sekt eða sakleysi, því það eina sem hann hugsar um er að skapa sína eigin útgáfu af sannleikanum með blekkingum sem eru sérgrein hans, keyra hana siðan í gegn og fara með sigur af hólmi. En eftir því sem samskipti hans við skjólstæðing- inn verða nánari verður hin tak- markalausa þörf Vails til að sigra, fjandskapur hans í garð fyrrum yfirmanns síns hjá saksóknara- embættinu, flókið samband hans við fyrrum ástkonu sína, Janet Venable (Laura Linney), sem er saksóknarinn í málinu, og óvænt- ar tilfinningar hans í garð skjól- stæðingsins til þess að hann verð- ur sleginn blindu og gengur í gildruna sem bíður hans. Og með öllu fylgjast fjölmiðlarnir og ráða- menn í æðstu stöðum af mikilli athygii, en þeir eiga mikilla hags- muna að gæta í málinu. Farið í smiðju til lögmanna Primal Fear er sambland af réttardrama, spennutrylli og sál- fræðikönnun. Myndin er gerð eft- ir metsölubók Williams Diehl og er bókin sú fyrsta af þrem um persónuna Martin Vail. Önnur hókin, Show of Evil, hefur verið á metsölulistum upp á síðkastið, og um þessar mundir er Diehl að leggja lokahönd á þriðju og síðustu bókina í þríleiknum, en MARTIN tekur að sér að verja Aaron Stampler (Edward Norton) sem er ákærður fyrir morð. DÓMARINN (Alfre Woodard), saksóknarinn (Laura Linney) og veijandinn (Richard Gere) bera saman bækur sínar. sældum á síðasta ári, en áður hafði hún farið með aukahlutverk í myndunum A Simple Twist of Fate, Dave, Searching for Bobby Fischer og Lorenzo’s Oii. Þegar hún var að undirbúa sig fyrir hlut- verkið í Primal Fear fylgdist hún með réttarhöldum í morðmálum og segir hún það hafa komið sér á óvart hve leikræn mörg réttar- haldanna hafi verið. Samband Janet Venable og Martins Vails er þungamiðjan í Piimal Fear, en Vail hafði verið lærifaðir Venable þegar hann var saksóknari og hún var að hefja feril sinn. Þá áttu þau í ástarsambandi, en í mynd- inni eru þau andstæðingar í magnþrunginni baráttu í réttar- salnum. Með hlutverk hins ákærða fer Edward Nor- ton og er þetta fyrsta hlutverk hans í kvik- mynd. Hann var valinn í hlutverkið eftir ákafa leit bæði í Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi. Norton er með próf í sögu frá Yale-háskóla og um þessar mundir er hann að leika í næstu mynd Woody Allen, en næsta verkefni hans verður í myndinni Larry Flint sem Milos Forman mun leik- stýra og leikur hann á móti Woody Harrelson í henni. HELSTA yndi lögmannsins Martins Vails (Richard Gere) er að baða sig í Ijósi fjölmiðlanna. Þekkt andlit úr sjónvarpi og kvikmyndum Með önnur hlutverk í Primal Fear fara ýmsir þekktir leikarar úr kvikmyndum og sjónvarpi. Meðal þeirra eru John Mahoney sem fer með hlutverk ríkissak- sóknarans, en hann er þekktur fyrir hiutverk sitt í sjónvarps- þáttunum Frasier. Hann hefur leikið í fjölda kvikmynda og með- al þeirra eru Ameri-scan presid- ent, In the Line of Fire, Reality Bites, The Hudsucker Proxy, Barton Fink og Moonstruck. Með hlutverk dómarans fer Alfre Woodard, en hún var á sínum tíma tilnefnd til Óskarverðlauna fyrir hlutverk sitt í myndinni Cross Creek, en meðal annarra mynda sem hún hefur leikið í eru Crooklyn, Passion Fish og How to Make an American Quilt. Sækir á toppinn á ný PRIMAL Fear er enn ein tilraunin hjá Richard Gere til að ná á ný þeim vin- sældum sem hann átti að fagna fyrir nokkrum árum og rétta við á nýjan leik feril sinn sem heldur hefur legið niður á við síðan hann lék á móti Juliu Roberts í smellinum Pretty Woman árið 1990. Gere hefur reyndar haft heldur hægt um sig undanfarið og aðeins leikið í einni mynd á ári síðastl- iðin tvö ár. I fyrra lék hann á móti Sean Connery í First Knight sem átti að endurreisa hann sem kvikmynda- sljörnu en það mistókst og nú er bara að sjá hvort, betur tekst til með með Primal Fear. Richard Gere fæddist 31. ágúst 1949 í borginni Syracuse í New York-fylki, en þar starfaði faðir hans sem trygg- ingasali. Hann byrjaði feril sinn í skemmtanabransanum saem hljóð- færaleikari og í menntaskóla spilaði hann á fjölmörg hljóðfæri og samdi tónlist fyrir skólasýningar. Hann hóf afskipti af leiklist í háskólanum í Massachussetts þar sem hann lagði stund á nám í heimspeki. Eftir að hafa leikið með ýmsum smærri leikfé- Iögum komst Gere á svið í New York, og var ferill hans tryggður með frammistöðu hans í rokkóperunni Soon á Broadway. Þá gat hann sér einnig gott orð fyrir hlutverk sitt í Grease bæði á Broadway og í upp- færslu söngleiksins í London. Fyrsta kvikmyndahlutverkið fékk Gere svo árið 1978, en það var í myndinni Days of Heaven, og í kjölfarið fylgdu svo myndirnar Looking for Mr. Goodbar, Bloodbrothers, Yanks og American Gigolo. Hann sneri síðan aftur til þess að leika á Broadway í Bent, en fyrir túlkun sína í því leikriti á samkyn- hneigðum fanga í Dachau-fangabúð- unum hlaut hann bæði verðlaun og geysigóða gagnrýni. Árið 1982 lék Gere svo í kvikmyndunum An Officer and a Gentleman og Breathless, og þar með hafði hann tryggt sér stöðu sem einn af vinsælustu leikurum sam- tímans. En þá fór að síga á ógæfuhliðina og léleg kvikmyndahandrit ásamt röngum ákvörðunum ieikarans varðandi val á kvikmyndum urðu til þess að frægðar- sól hans hneig og úr þeim sfjörnuljóma sem farinn var að umlykja hann dró verulega. Það var svo sterkur Ieikur hans í spennumyndinni Internal Affa- irs sem skaut nafni hans á ný upp á stjörnuhimininn og hann virtist svo hafa tryggt sér endurkomu í úrvals- deildina í Hollywood þegar hann lék í hinni geysivinsælu mynd Pretty Wo- man, sem skilað hefur um 455 milljón- um dala í tekjur. það reyndist hins vegar ekki allskostar rétt því síðan hefur heldur hallað undan fæti hjá leik- aranum og myndirnar sem hann hefur leikið í hafa hlotið misjafna dóma og heldur dræma aðsókn. Það eru mynd- irnar Rhapsody In August (1991), Final Analysis (1992), And the Band Played On (1993), Mr. Jones (1993), Som- mersby (1993), Intersection (1994) og First Knight (1995). Richard Gere er Búddatrúar og mik- ið á ferðinni um fjarlægar slóðir vegna trúariðkunar sinnar, og hefur umboðs- maður hans kvartað yfir þvi að vont sé að ná til leikarans til að koma til hans skilaboðum um hlutverk sem hon- um standi til boða. Hann sé sífellt á ferðalögum, og þannig hafi umboðs- maðurinn t.d. eftir margvíslegum krókaleiðum getað haft upp á Gere í Nýju-Delí og fátækrahverfum Kalk- útta. Eitt sinn hafi hann óttast veru- lega um leikarann, en það var þegar hann var á ferðalagi í Nýju-Gíneu fyr- ir nokkrum árum og týndist þar langt inni í frumskógi, en það var vegna þess að lítil flugvél sem hann var á varð bensínlaus og þurfti hann að hreiðra um sig undir flugvélarvæng í tvo sólarhringa þar til aðstoð barst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.