Morgunblaðið - 16.06.1996, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 16.06.1996, Qupperneq 26
26 SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/Háskólabíó sýnir spennumyndina Primal Fear með Richard Gere í aðal- * hlutverki. I myndinni leikur hann metnaðarfullan lögmann sem tekur að sér að verja ungan mann, sem ákærður er fyrir að myrða erkibiskupinn í Chicago. hún mun heita A Reign in Hell. Leikstjóri myndarinnar er Gregory Hoblit, sem var einn af þeim sem stóðu að sjónvarpsþátt- unum Hill Street Blues, L.A. Law og NYPD Blue. Hann segist alla tíð hafa verið gagntekinn af lög- fræðilegum málum, og sértak- lega hafi höfðað til hans að kanna og fjalla um þá gerð bandarískra lögmanna sem hafa að minnsta kosti jafnmikinn áhuga á því að koma fram í kvöldfréttum sjón- varpsstöðvanna og málinu sjálfu sem þeir vinna að hveiju sinni. Við undirbúning myndarinnar unnu aðstandendur hennar tals- vert með raunverulegum lög- mönnum og hjálpaði það Richard Gere að skapa persónuna Martin Vail. „Þeir vilja vinna baráttuna og þeim stendur nokkurn veginn á sama um hver það er sem situr við hliðina á þeim við borðið í dómsalnum. Þetta er orrahríð og þar sem þeir þekkjst allir inn- byrðis þá er þetta orrusta milli vina.“ Laura Linney sem leikur Janet Venable saksóknara fór með sitt fyrsta aðalhlutverk í myndinni Congo sem náði nokkrum vin- Svikavefur MARTIN Vail (Richard Gere) er hrokafullur og snjall veijandi sakamanna og nýtur hann mikillar velgengni. Hans helsta yndi er að heyja harðvítuga baráttu í réttarsalnum og baða sig i ljósi fjölmiðlanna, og það er einmitt það sem hann ætlar sér að gera þegar hann af eigin hvöt- um tekur að sér að vetja fátækan og ráðvilltan ungan mann, Aaron Stampler (Edward Norton), sem ákærður er fyrir morð. Fórnar- lambið er einn af þekktustu og virtustu íbúum Chicago, sjálfur erkibiskupinn, og sekt hins ákærða virðist blasa við þar sem blóð úr hinum myrta fannst í rík- um mæli á fötum hans. En Vail er ekkert að velta fyrir sér spurn- ingum um sekt eða sakleysi, því það eina sem hann hugsar um er að skapa sína eigin útgáfu af sannleikanum með blekkingum sem eru sérgrein hans, keyra hana siðan í gegn og fara með sigur af hólmi. En eftir því sem samskipti hans við skjólstæðing- inn verða nánari verður hin tak- markalausa þörf Vails til að sigra, fjandskapur hans í garð fyrrum yfirmanns síns hjá saksóknara- embættinu, flókið samband hans við fyrrum ástkonu sína, Janet Venable (Laura Linney), sem er saksóknarinn í málinu, og óvænt- ar tilfinningar hans í garð skjól- stæðingsins til þess að hann verð- ur sleginn blindu og gengur í gildruna sem bíður hans. Og með öllu fylgjast fjölmiðlarnir og ráða- menn í æðstu stöðum af mikilli athygii, en þeir eiga mikilla hags- muna að gæta í málinu. Farið í smiðju til lögmanna Primal Fear er sambland af réttardrama, spennutrylli og sál- fræðikönnun. Myndin er gerð eft- ir metsölubók Williams Diehl og er bókin sú fyrsta af þrem um persónuna Martin Vail. Önnur hókin, Show of Evil, hefur verið á metsölulistum upp á síðkastið, og um þessar mundir er Diehl að leggja lokahönd á þriðju og síðustu bókina í þríleiknum, en MARTIN tekur að sér að verja Aaron Stampler (Edward Norton) sem er ákærður fyrir morð. DÓMARINN (Alfre Woodard), saksóknarinn (Laura Linney) og veijandinn (Richard Gere) bera saman bækur sínar. sældum á síðasta ári, en áður hafði hún farið með aukahlutverk í myndunum A Simple Twist of Fate, Dave, Searching for Bobby Fischer og Lorenzo’s Oii. Þegar hún var að undirbúa sig fyrir hlut- verkið í Primal Fear fylgdist hún með réttarhöldum í morðmálum og segir hún það hafa komið sér á óvart hve leikræn mörg réttar- haldanna hafi verið. Samband Janet Venable og Martins Vails er þungamiðjan í Piimal Fear, en Vail hafði verið lærifaðir Venable þegar hann var saksóknari og hún var að hefja feril sinn. Þá áttu þau í ástarsambandi, en í mynd- inni eru þau andstæðingar í magnþrunginni baráttu í réttar- salnum. Með hlutverk hins ákærða fer Edward Nor- ton og er þetta fyrsta hlutverk hans í kvik- mynd. Hann var valinn í hlutverkið eftir ákafa leit bæði í Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi. Norton er með próf í sögu frá Yale-háskóla og um þessar mundir er hann að leika í næstu mynd Woody Allen, en næsta verkefni hans verður í myndinni Larry Flint sem Milos Forman mun leik- stýra og leikur hann á móti Woody Harrelson í henni. HELSTA yndi lögmannsins Martins Vails (Richard Gere) er að baða sig í Ijósi fjölmiðlanna. Þekkt andlit úr sjónvarpi og kvikmyndum Með önnur hlutverk í Primal Fear fara ýmsir þekktir leikarar úr kvikmyndum og sjónvarpi. Meðal þeirra eru John Mahoney sem fer með hlutverk ríkissak- sóknarans, en hann er þekktur fyrir hiutverk sitt í sjónvarps- þáttunum Frasier. Hann hefur leikið í fjölda kvikmynda og með- al þeirra eru Ameri-scan presid- ent, In the Line of Fire, Reality Bites, The Hudsucker Proxy, Barton Fink og Moonstruck. Með hlutverk dómarans fer Alfre Woodard, en hún var á sínum tíma tilnefnd til Óskarverðlauna fyrir hlutverk sitt í myndinni Cross Creek, en meðal annarra mynda sem hún hefur leikið í eru Crooklyn, Passion Fish og How to Make an American Quilt. Sækir á toppinn á ný PRIMAL Fear er enn ein tilraunin hjá Richard Gere til að ná á ný þeim vin- sældum sem hann átti að fagna fyrir nokkrum árum og rétta við á nýjan leik feril sinn sem heldur hefur legið niður á við síðan hann lék á móti Juliu Roberts í smellinum Pretty Woman árið 1990. Gere hefur reyndar haft heldur hægt um sig undanfarið og aðeins leikið í einni mynd á ári síðastl- iðin tvö ár. I fyrra lék hann á móti Sean Connery í First Knight sem átti að endurreisa hann sem kvikmynda- sljörnu en það mistókst og nú er bara að sjá hvort, betur tekst til með með Primal Fear. Richard Gere fæddist 31. ágúst 1949 í borginni Syracuse í New York-fylki, en þar starfaði faðir hans sem trygg- ingasali. Hann byrjaði feril sinn í skemmtanabransanum saem hljóð- færaleikari og í menntaskóla spilaði hann á fjölmörg hljóðfæri og samdi tónlist fyrir skólasýningar. Hann hóf afskipti af leiklist í háskólanum í Massachussetts þar sem hann lagði stund á nám í heimspeki. Eftir að hafa leikið með ýmsum smærri leikfé- Iögum komst Gere á svið í New York, og var ferill hans tryggður með frammistöðu hans í rokkóperunni Soon á Broadway. Þá gat hann sér einnig gott orð fyrir hlutverk sitt í Grease bæði á Broadway og í upp- færslu söngleiksins í London. Fyrsta kvikmyndahlutverkið fékk Gere svo árið 1978, en það var í myndinni Days of Heaven, og í kjölfarið fylgdu svo myndirnar Looking for Mr. Goodbar, Bloodbrothers, Yanks og American Gigolo. Hann sneri síðan aftur til þess að leika á Broadway í Bent, en fyrir túlkun sína í því leikriti á samkyn- hneigðum fanga í Dachau-fangabúð- unum hlaut hann bæði verðlaun og geysigóða gagnrýni. Árið 1982 lék Gere svo í kvikmyndunum An Officer and a Gentleman og Breathless, og þar með hafði hann tryggt sér stöðu sem einn af vinsælustu leikurum sam- tímans. En þá fór að síga á ógæfuhliðina og léleg kvikmyndahandrit ásamt röngum ákvörðunum ieikarans varðandi val á kvikmyndum urðu til þess að frægðar- sól hans hneig og úr þeim sfjörnuljóma sem farinn var að umlykja hann dró verulega. Það var svo sterkur Ieikur hans í spennumyndinni Internal Affa- irs sem skaut nafni hans á ný upp á stjörnuhimininn og hann virtist svo hafa tryggt sér endurkomu í úrvals- deildina í Hollywood þegar hann lék í hinni geysivinsælu mynd Pretty Wo- man, sem skilað hefur um 455 milljón- um dala í tekjur. það reyndist hins vegar ekki allskostar rétt því síðan hefur heldur hallað undan fæti hjá leik- aranum og myndirnar sem hann hefur leikið í hafa hlotið misjafna dóma og heldur dræma aðsókn. Það eru mynd- irnar Rhapsody In August (1991), Final Analysis (1992), And the Band Played On (1993), Mr. Jones (1993), Som- mersby (1993), Intersection (1994) og First Knight (1995). Richard Gere er Búddatrúar og mik- ið á ferðinni um fjarlægar slóðir vegna trúariðkunar sinnar, og hefur umboðs- maður hans kvartað yfir þvi að vont sé að ná til leikarans til að koma til hans skilaboðum um hlutverk sem hon- um standi til boða. Hann sé sífellt á ferðalögum, og þannig hafi umboðs- maðurinn t.d. eftir margvíslegum krókaleiðum getað haft upp á Gere í Nýju-Delí og fátækrahverfum Kalk- útta. Eitt sinn hafi hann óttast veru- lega um leikarann, en það var þegar hann var á ferðalagi í Nýju-Gíneu fyr- ir nokkrum árum og týndist þar langt inni í frumskógi, en það var vegna þess að lítil flugvél sem hann var á varð bensínlaus og þurfti hann að hreiðra um sig undir flugvélarvæng í tvo sólarhringa þar til aðstoð barst.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.