Morgunblaðið - 16.06.1996, Page 1
Miðill ímynd
unaraflsins
8
Kraftakonur í
kjamaskóla
18
SUNNUDAGUR
SUNHUQAGUR
16. JUNI 1996
fMfrtftwiWtoftift mAI> B
HORFST í AUGU
VIÐ DAUÐANN
I síðasta hefti Hjúkrunar, tímariti Hjúkrun- hlynningarstarfa við sjúklinga. Hún hefur
arfélagsins, er grein eftir hjúkrunarfræðing- einnig óvenjulegar skoðanir á því hvernig á
inn Si^rúnu Ástu Pétursdóttur, þar sem hún að sinna deyjandi fólki. í samtali við Guð-
gagnrýnir sitthvað sem lýtur að störfum rúnu Guðlauffsdóttur kemur Sigrún að
hjúkrunarfræðinga nútímans, ekki síst þessu máli á tvo vegu, annars ve^ar sem
finnst henni umfang skrifræðis hjúkrunar- starfsins hafa vaxið óeðlilega á kostnað að- hjúkrunarfræðingur og hins vegar sem dauð- vona siúklingur vegna krabbameins.
ÞEGAR ÉG hringdi til Sig-
rúnar tii þess að ræða við
hana um fyrirhugað sam-
tal okkar spurði ég hana
meðal annars hvort taka mætti af
henni mynd til að birta með viðtal-
inu. Hún svaraði ekki beint heldur
sagði hlæjandi: „Ég hef hlaupið -
ég er orðin miklu mjóslegnari en
ég var.“ Og víst var hún grönn,
konan sem opnaði fyrir mér dyrnar
á herbergi 153 á Heilsuhælinu í
Hveragerði. Dökkt og þverklippt
hárið myndaði ramma utan um
andlit sem virtist rýrt í hlutfalli við
brosmildan munninn og stór brún
augun. En þótt sjúkdómurinn hefði
augljóslega náð að merkja þannig
útlit Sigrúnar Ástu hefur honum
ekki tekst að hrekja úr tilliti hennar
barnslegan ákafa og bjartsýni. Svo
kraftmikil er þessi kona þrátt fyrir
þungbær veikindi að undrun sætir.
Henni var mikið niðri fyrir.
„Mig langar svo til þess að koma
á framfæri skoðunum mínum á
þeim breytingum sem orðið hafa á
störfum hjúkrunarfræðinga og því
hvernig umhverfið mætir þeim sem
heyja sitt dauðastríð að ég veit
varla hvar ég á að byija," sagði
hún um leið og hún bauð mér sæti
í öðrum af tveimur stólum sem
stóðu við borð í herberginu. Sjálf
settist hún í hinn stólinn. Svo ýtti
hún til mín súkkulaðirúsínum og
bijóstsykri og hóf að því búnu mál
sitt vafningalaust. „Ég vil kalla mig
hjúkrunarkonu, ekki hjúkrunar-
fræðing," sagði hún. „Það eru for-
réttindi að fá að hjúkra fólki, það
gefur manni tækifæri til þess að
nálgast aðra á miklu nánari hátt
en ella væri hægt. Og það gefur
tækifæri til þess að eignast sálufé-
laga og vini. Þetta hefur orðið mér
sem hjúkrunarkonu ekki minna
virði en sjúklingunum sem ég hef
sinnt. Ég er ósátt við hvernig ýmis-
legt hefur þróast í störfum hjúkrun-
arfræðinga, til dæmis er ég ósátt
við hve mikið er skrifað um sjúkl-
inga á sjúkrahúsum án þeirra sam-
þykkis. Mér finnst að sjúklingur
eigi rétt á því að vera alltaf með í
ráðum þegar verið er að meta og
rita um þarfir hans og vandamál.
Sömuleiðis þegar verið að setja
fram markmið sem eiga að bæta
úr þeim vandamálum sem sett eru
á blað. Þess í stað liggur sjúklingur-
inn í rúmi sínu og hefur ekki hug-
mynd um hvað verið er að setja
saman um hann. Hjúkrunarfólk á
ekki að dæma veika manneskju og
hennar málefni án þess að hafa
full samráð við hana.
Sjálf vildi ég til dæmis ekki láta
standa í skýrslum um mig: Vanda-
mál - dauðahræðsla, kvíði, ótti um
framtíðina. - Og svo kæmu einhver
markmið svo sem að tala við prest
og fleira. Sjálf lægi ég í rúminu og
hefði ekki hugmynd um þetta. Þeg-
ar ég væri svo útskrifuð og farin
stæði þetta á blaði en væri þó ekki
mitt vandamál í raun, heldur hjúkr-
unarkonunnar sem skrifaði þetta
niður. Það er erfitt að gera hlut-
laust mat á manneskju án þess að
hafa samráð við hana og heyra
SJÁ NÆSTU SÍÐU