Morgunblaðið - 16.06.1996, Page 7

Morgunblaðið - 16.06.1996, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996 B 7 gleymst. Annar þeirra vakti alla nóttina að skrifa útsetningu handa hljómsveitinni. Það tókst að flytja þjóð- sönginn og allt féll í ljúfa löð. Söngkonan íslenska komst að þeirri niður- stöðu að líklega hefði átt að flytja eitthvað „þjóðlegt". Anna Mjöll á hrós fyrir að draga réttar ályktanir af reynslu sinni og á tví- mælalaust eftir að vegna vel á framtíðar- braut. Hollt væri ís- lenskum listamönnum, sem vilja láta að sér kveða á erlendum vett- vangi, að kynna sér orð Gríms Thomsens er hann birti í ritgerð sinni um sérkenni íslenskra bókmennta: „Stórþjóð- irnar fyrirlíta þýlyndis- lega eftiröpun smærri þjóða, en virða hinsvegar hið sér- kennilega, frumlega, það sem af eðli þjóðanna er runnið og einmitt á síðustu árum vaknar um allan hinn menntaða heim æ sterkari þörf fyrir að finna sjálfan sig og kröfurnar um það verða sífellt há- værari. Hið furðulega töfravald hins þjóðlega verður mönnum æ ljósara. Það er hlustað með athygli á söngv- arann, sem syngur alþýðulög sinnar þjóðar, það er klappað fyrir dans- meynni, sem dansar einfalda dansa lands síns, og gömul þjóðkvæði eru þýdd. Það sem frá hjartanu kemur, nær til hjartans, og það er einmitt á grundvelli ólíkra þjóðernisein- kenna, að unnt yrði að stofna til almennra heimsbókmennta. Fyrir- litningin á eftirlíkingum, virðing fyrir því, sem er í sannleika frum- legt og sérkennilegt, hlýtur að skera úr.“ Væntanlega verður leitað ann- arra úrræða fyrir framtíðarþátt- töku íslendinga en þeirrar stefnu sem Björn magister Bjarnason lýsti með orðum sínum um frammistöðu ungs söngvara á hljómleikum, að hann virtist ekki hafa átt annað erindi en „simply to make noise“, (að valda hávaða). Víkjum þá að einkennismerki og auglýsingum. Hvar kemur afrískur sebrahestur við sögu íslenskrar list- ar? Ef einhver ætlar að spretta úr spori á Listahátíð væri þá ekki þjóð- legra að leggja beisli við eitthvert íslenskt hross, sem komið hefir við þjóðarsögu, t.d. Rauðku, Löngu- mýrarskjónu, Nasa frá Skarði eða sjálfan Sleipni hinn áttfætta? Annars kemur í hugann táknræn Ijósmynd, sem vel er við hæfi að tengja Listahátíð. Þar er átt við Önnu Thomsen, dóttur Jes Thoms- en verslunarstjóra í Godthaab í Vestmannaeyjum. Hún var ná- frænka Sveinbjarnar tónskálds Sveinbjörnssonar og Emils Thor- oddsen píanóleikara og tónskálds. Hún ólst upp í Vestmannaeyjum. Anna eignaðist snemma fiðlu og byijaði að spila, einnig á harmoniku. Frá henni sagði í Víði, tímariti Einars Sigurðssonar útgerðar- manns í Vestmannaeyjum: „Snemma var hún mjög listgefin, spilaði t.d. Gamla Nóa 4 ára göm- ul. Þegar hún var 12 ára, byijaði hún að spila í veizlum og á dans- skemmtunum í Kumbaldanum og suðurhúsinu á Tanganum. Eitthvað lærði hún í músik utan Eyjanna. Hún spilaði á fiðlú, bjó sjálf til nót- ur, samdi tilbrigði við lög og skrif- aði þau á nótur. Þegar hún var að æfa sig vestur á loftinu í Godthaab og glugginn stóð opinn, staðnæmd- ist margur maðurinn þar fyrir utan til þess að hlusta á hana. Hún átti vinkonu á Tanganum. Þegar Anna fór að heimsækja hana, hafði hún með sér harmonikkuna og spilaði þá á hana báðar leiðir milli Godt- haab og Tangans, og var þá ekki um að villast, hver var á ferðinni." Listamenn og listunnendur láta nú mjög að sér kveða og kreijast hljómlistarhallar. Má ekki íslensk alþýða vænta þess að afkáraskap- ur verði lagður á hilluna þegar almenningur er hvattur til þess að sækja samkomur, sem efnt er til á vegum íslenskrar listahátíðar? Svo ekki sé talað um að Ríkisút- varpið leiti sér lækninga við „ensku sýkinni", sem hijáir báðar rásir þess auk Ríkissjónvarpsins. Þegar horfið er frá íslenskri dagskrárgerð og íslenskum söngv- um og hlutdeild innlendrar hljóm- listar aukin er ástæða til þess að draga þjóðfánann að hún í Efsta- leiti. Annars á það að vera „Union Jack“ eða stjörnufáninn, nema hvorttveggja sé. Höfundur er þulur. INNLAU SNARD AGURINN NÁLGAST Hvað kýst þú: Nýtt spariskírteini eda ávöxtun snidna fyrir þig? Gerðu samanburð: Hér í töflunni til vinstri getur þú borið saman fjóra kosti til fjárfestinga, - spariskírteini ríkissjóðs og þrjá verðbréfa- sjóði hjá VÍB: Sjóð 2, Sjóð 5 og Sjóð 8. Sjóður 2 hentar þeim sem vilja hafa reglulegar tekjur af sparífénu, Sjóður 5 er fyrír þá sem vilja njóta 100% ábyrgðar ríkissjóðs og eignarskattsfrelsis og Sjóður 8 er hugsaður fyrír þá sem vilja taka virkan þátt i fjárfestingunni og eiga möguleika á mjög hárrí ávöxtun. Raun- ávöxtun Sjóður 5 Sjóður 2 sl. 1 ár 6,4% 6,1% sl. 2 ár 3,1% 5,0% sl. 3 ár 7,2% 7,7% sl. 4 ár 7,5% 7,7% sl. 5 ár 7,5% 7,6% Sjóður 8 var stofnaður 1. febrúar 1996 og hefur raunávöxtun hans veríð 20,3% á ársgrundvelli sl. 3 mánuði. Átta góðar ástœður til að fjárfesta t Sjóði 5; 1. Alltaf innleysanleg - enginn fastur gjalddagi. 2. 100% ábyrgð ríkissjóðs á verðbréfaeign. 3. Eignarskattsfrjáls 4. Sérfræðingar sjá um ávöxtun. 5. Hægt að kaupa fyrir hvaða fjárhæð sem er. 6. Auðvelt að fylgjast með verðmæti bréfanna. 7. Standa alltaf til boða - án útboða. 8. 7,5% raunávöxtun síðastliðin 5 ár. öxtunS)óðs5 I SJÓÐUR 5 HJÁ VÍB C. 2%, ,D. 5% B. 13% A. 80% A. Spariskírteini ríkissjóðs + B. Húsbréf C. Húsnæðisbréf D. Rikisbréf Sjóður 5 hjá VÍB* *Eignasamsetning 01.06.1996 Hafðu samband við: • ráðgjafa okkar á Kirkjusandi • Verðbréfafulltrúa VÍB í útibúum íslandsbanka - i Reykjavik: xnð Lœkjargötu, Háaleitisbraut og Suðurlandsbraut, í Kringlunni, og á Kirkjusandi • utan Reykjavikur: i Keflavik, Vestmannaeyjum, Haftuirfirði, á Akureyri og Selfossi • eða þjónustufulltrúa i öðrum úti- búum íslandsbanka um land allt. Þú getur komið með sparískirteinin þin til okkar núna. Við aðstoðum þig við fjár- festingu í nýjum spariskirteinum með skipti- kjörum, eða við að endurfjárfesta sparifé þitt á annan hátt. Leggðu inn gamla spariskirteinið ...og fáðu margþcettan kaupbceti FORYSTA í FJÁRMÁLUM! VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. • Aðití að Verðbréfaþingi Islands • Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími 560-8900. Myndsendir: 560-8910.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.