Morgunblaðið - 16.06.1996, Qupperneq 8
8 B SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Ljósm./Hreinn Hreinsson
MARÍA Kristjánsdóttir
skólanum í Hafnarfirði var mér innrætt ætt-
jarðarást og kennt að ganga í röð. Hver dagur
byijaði með því að bekkjunum í skólanum var
raðað upp i anddyrinu og við látin syngja
ættjarðarsöngva og hve afskaplega gaman það
væri að læra og vera í skóla. Við trúðum þessu
flest í mínum bekk og gengumst með gleði
undir það að læra menningararfínn utanbókar.
Flensborgarskólinn getur ekki hafa verið
góður skóli þvi þaðan man ég fátt nema hvað
auðvelt var að hleypa upp sumum kennurunum
og þó man ég Jónas Ámason. í Gagnfræðaskól-
anum í Vonarstræti var trú mín á skólarkerfið
endurreist, því þar voru kennarar góðir og
bæði taflfélag og málfundafélag og skemmti-
legir Heimdellingar eins og til dæmis Þór
Whitehead, sem gaman var að etja kappi við.
Ég settist í Menntaskólann í Reykjavík
haustið 1961 og það höfðu aldrei verið fleiri
í þriðja bekk en þetta haust, á þriðja hundrað
manns. í þeim skóla lærði ég að þéra og öll
orð og hugsanlegar endingar þar sem bókstaf-
urinn zeta kom fyrir. Á þessum tíma var skól-
inn, sem var eini menntaskólinn í Reykjavík,
að breytast úr embættismannaskóla yfír í skóla
alls þorra íslendinga og ýmislegt að bresta af
fomum hefðum svo sem þéringamar og ekki
ipjög langt í það að zetunni yrði líka sópað út
úr málinu. Mér og Ásdísi Skúladóttur leikstjóra
tókst að bijóta eina hefð, þegar við fengum
leyfí til að setjast í B-bekk máladeildar, sem
frá upphafi vega hafði verið strákabekkur."
Og ætli ég muni ekki þá tíma. Það
var ekki svo lítið sem gekk á. Eilíf
aukavinna hjá lögreglunni! Kröfu-
göngur og mótmælafundir svo til dag-
lega.
„Um haustið 1965 fór ég út til náms.
Ég fór til Leipzig í Austur- Þýska-
landi til að lesa bókmenntir og þar
fylgdi ég fjölskylduforskriftinni en föð-
urbróðir minn, Kristinn E., hafði ein-
mitt lesið bókmenntir í Leipzig fýrir
stríð. Ég var haldin hræðilegri heim-
þrá til að byija með, saknaði íjölskyldu
minnar og félaga og þoldi ekki forræð-
ishyggju Ijóðveijanna né það að sjá
hvergi bláan lit — ekki einu sinni hi-
minninn var blár! En svo kynntist ég
Brecht og Bach - og Cafe Hochhaus
þar sem erlendir stúdentar söfnuðust
gjaman saman og heimþráin hvarf. Á sama
tíma ákvað ég að hætta við að lesa bókmennt-
ir og innritaði mig í Leiklistarháskólann í Leipz-
ig. Og ástæðan var sú að ég gat ekki hugsað
mér að loka mig af einhversstaðar ein og fannst
ég verða að leggja eitthvað það fyrir mig sem
ég gæti unnið með öðru fólki. Andstætt bók-
menntum stóð leikhúsið líka með miklum blóma
í Austur-Þýskalandi.
Berthold Brecht og margir leikhúslistamenn
sem verið höfðu landflótta undan fasistum
höfðu sest að í Austur-Berlín eftir stríð og
haft geysimikil áhrif á þróun leiklistar í land-
inu. Virkasta gagnrýnin á stjómvöld fór líka
fram í leikhúsunum, þar var þróað merkilegt
táknmál til að koma gagnrýni á framfæri. Eg
Miðill
ímyndunar-
aflsins
Síðastliðin fjögur ár hefur María Kristjánsdóttir veríð
leiklistarstjóri Útvarpsleikhússins í Efstaleiti. Ríkisút-
varpið hefur starfrækt útvarpsleikhús frá því á fyrstu
dögum útvarpsins og kannanir sýna að fyrir utan frétt-
ir er einna mest hlustað á útvarpsleikritin og að vinsæld-
ir þeirra hafa síður en svo dalað með tilkomu nýrra
útvarpsstöðva. Olafur Ormsson ræddi við Maríu í Út-
varpsleikhúsinu um starfsemina og sitthvað fleira.
ÞAÐ var margt að gerast
í einu helsta vígi ís-
lenskrar menningar um
áratugaskeið, Ríkisút-
varpinu, föstudagsmorg-
un að áliðnum maímán-
uði. Hópur tæknifólks,
fréttamanna og þátta-
gerðarfólks var að huga
að ýmsu varðandi fjölbreytta dagskrá Rásar 1
og Rásar 2 . Það var verið að undirbúa og
leggja síðustu hönd á dagskrárliði.
Það var stöðugur straumur fólks um anddyr-
ið í Efstaleiti. I móttökunni var Dóra, kona
Heimis útvarpsstjóra, bauð góðan daginn og
brosti þegar ég gerði grein fyrir erindi mínu.
Hún ýtti á rofa, hurð opnaðist og við mér blöstu
stór þrívíddar-olíumálverk eftir Sigurð Örlygs-
son, verk er tengjast ljósvakanum og fjölmiðl-
un og manninum í þeim flókna heimi.
María var stödd á skrifstofu sinni þar sem
Útvarpsleikhúsið hefur aðsetur og var að tala
í síma. Hún var dökkklædd. Ólíkt hefði það
verið ánægjulegra að sjá hana klæðast ljósum
litum sem minna á sumarið en hver hefur sinn
smekk og einn litur á við í dag og annar á
morgun. Daginn eftir hefur María tekið fram
ljósu sumarfötin. Hún er sólskinsbam og fagn-
ar gróandanum í náttúrunni og mannlífínu.
Eg tengdi upptökutækið og bað Maríu um
að segja mér frá æskuárunum í Hafnarfirði:
Uppruni og æskuár
„Ég ólst upp í vesturbænum í Hafnarfírði,
nálægt höfninni. Foreldar mínir hétu Salbjörg
Magnúsdóttir og Kristján Andrésson.
Mamma var ættuð úr Dölunum að
mestu þar sem einu sinni voru skáld
á hverri þúfu. Hún vann lengi sem
verslunarstjóri bókabúðar Máls og
menningar í Hafnafirði og vann síðar
á skrifstofu Ríkisspítalanna. Pabbi
vann ýmis störf til sjós og lands en
lífsstarf hans var þó að vera bæjarfull-
trúi Sósíalistaflokksins og síðar Al-
þýðubandalagsins. Því fylgdí ýmiss
konar ábyrgð og skyldur.
Foreldrar mínir voru afskaplega lif-
andi og lífsglatt fólk og það var gam-
an að vera bam hjá þeim. Móðir mín
var fagurkeri sem gjarnan óð döggina
berfætt á Jónsmessunótt og ég var
varla talandi þegar hún fór að mata
mig á bókmenntum og hugmyndum
sem vom merkileg blanda af sósíal-
isma, anarkisma og efahyggju, Ég hef
aidrei beðið þess bætur! Faðir minn
var glaðlyndur og hlýr maður af ís-
lenskum karlmanni að vera. Hann er
kominn af svokallaðri Auðunsætt í
Hafnarfirði sem búið hefur þar frá því
um miðja nítjándu öld. Þetta voru
upphaflega þurrabúðarmenn sem tóku
þátt í að stofna Verkamannafélagið
Hlíf, Pöntunarfélag verkamanna, Frí-
kirkjuna í Hafnafírði og Góðtemplara-
regluna. Meðal annars var amma mín
og alnafna María einn af hvatamönn-
um að fyrsta kvennaverkfalli á Is-
landi. Félagslyndi og félagslegan
áhuga fékk hann því að erfðum. Og
hann og inamma reyndu að skila þess-
ari arfleifð til okkar barnanna með
því að taka okkur mjög snemma með
á pólitíska fundi, í undirbúning kosn-
inga, og í Keflavíkurgöngur. Það var
okkur því alveg eðlilegt frá blautu
bamsbeini að axla þá skyldu sem ég
tel að allir eigi að gera í lýðræðisríki,
að taka afstöðu til samfélagsmála og
reyna að vinna að framgangi skoðana
sinna.“
Ég var næstelst af sex systkinum.
Á milli bræðra minna Loga og Jóhann-
esar Bjama, þannig að ég lék mér
mest með strákum framan af ævinni.
Það var eins og Hafnarfjörður hefði
verið búinn til fyrir böm á þessum
tíma. Þar var frelsi, þar var landrými
og hraunið, bryggjumar og verbúðim-
ar sem við lögðum undir okkur á milli
vertíða. Þar var líka fullorðið fólk sem
hafði tíma fyrir böm. Félagsheimili
vesturbæjarins hét Kiddabúð, þar
lærði ég að masa að gaflarasið og
uppi á lofti hjá konunni hans Kidda,
Jóhönnu, átti ég víst skjól.
Það voru fleiri sem ólu okkur upp
en foreldar okkar og fólkið í vestur-
bænum. Amma mín, Jóhanna Bjamadóttir,
frelsaði móður mína oft undan okkur um helg-
ar og í sumarfríum. Seinni maður hennar var
Jón Bjamason fréttastjóri á Þjóðviljanum. Þau
voru miklir náttúruunnendur og ferðuðust með
okkur systkinin um landið og kenndu okkur
að renna fyrir silung og þekkja blóm og fjöll
með nafni. Afí átti jörð vestur í Dölum og þar
vorum við löngum, en einnig hjá ömmubróður
mínum í Ásgarði, Ásgeiri Bjamasyni."
Menntun og skólaganga
Þar kemur að því að María fer úr tryggu
umhverfí vesturbæjarins í Hafnarfirði inní
skólakerfíð og hefst þá nýr kapítuli í lífí hennar.
„Skólaganga mín var hefðbundin. í Bama-
Og þar hafa auðvitað verið drengir sem síð-
ar urðu stórmenni?
„í mínum bekk, eins og flestum bekkjum
MR, voru ýmsir ágætir menn sem komist hafa
til ýmissa valda og sitja í æðstu embættum
þjóðarinnar. Sagan mun í tímans rás skera
úr því hvort í bekknum hafí verið einhver stór-
menni. Mér fínnst það þó harla ólíklegt. Stór
hópur minnar kynslóðar krafðist með látum
betri heims þar sem maðurinn væri í öndvegi,
núna lifum við í þjóðfélagi þar sem óréttlæti,
snauð snyrtimennska og tilbeiðsla á Mammon
eru allsráðandi. Það segir heilmikið um okkur.“
Blaðamennska
Þegar María lýkur stúdentsprófí er hún ráð-
in blaðamaður á tjóðviljanum. Það er á tímum
kalda stríðsins, svokallaðar línur eru skýrar í
pólitíkinni og Magnús Kjartansson ritstjóri. Á
blaðinu störfuðu ýmsir minnisstæðir menn.
María á góðar minningar um þá tíma.
„Þegar ég lauk menntaskóla fór ég að vinna
á Þjóðviljanum sem blaðamaður. Eg var að
bíða eftir að komast til náms erlendis og man
ekki lengur hvemig ég fékk þá flugu í höfuð-
ið. Ef til vill var það þessi draumur minn að
verða skáld, sem margir af minni kynslóð voru
haldnir af, sem réð því. Engin formleg blaða-
mannamenntun var til í landinu og ég held
að það hafí verið sjaldgæft að fólk hafí farið
á blaðamannaskóla erlendis og því voru náms-
menn teknir inn á blöðin og þeim kennt fagið.
Svavar Gestsson byijaði þama til dæmis um
leið og ég.
Þetta vom umbrotatímar í Alþýðubandalag-
inu og í aðsigi vom miklar breytingar og kyn-
slóðaskipti á Þjóðviljanum. Það var til
siðs að setja byijendur í smásnatt,
þýðingar á myndasögum, hringja í lög-
regluna og þvíumlíkt en svo vom þeir
settir í innlendar fréttir. Þetta gekk
að sjálfsögðu brösuglega hjá mér í
byijun en Ivar H. Jónsson, þáverandi
fréttastjóri blaðsins, sýndi mér mikla
þolinmæði og smátt og smátt lærði
maður alla einföldustu hluti. Prentar-
arnir á blaðinu, sem þá var ennþá blý-
sett, vom líka einstakir menn, mjög
vel að sér í íslensku og einnig í málefn-
um líðandi stundar og hleyptu engri
vitleysu í gegn. tjóðviljinn státaði allt-
af af mjög hæfum blaðamönnum. Á
blaðið var líka stöðugur straumur af
fólki og ýmsir komu þar sem vom á
undan sinni samtíð og vildu fá inni
með ýmislegt í blaðinu. Eins og til
dæmis Hallfreður Öm Eiríksson sem
ítrekað kom upp á blað til þess að fá
okkur til að reka áróður fyrir því að
flokksmenn ætu gróft brauð. En þeir
átu eins og aðrir íslendingar frans-
brauð og þegar best lét rúgbrauð.
Hallfreður Óm hafði búið í útlöndum
og þekkti vel hollustu grófra brauða
fyrir meltinguna. Það sýnir kannski
hvað vinstrimenn era opnir fyrir nýjum
hugmyndum að mig minnir að við
höfum tekið honum mjög fálega og
það hafi verið einhveijir aðrir sem inn-
leiddu gróft brauð á íslandi.
I gegnum staifíð á tjóðviljanum
kynntist ég Súmuranum og fleiri and-
ans mönnum þessa tíma og sat löngum
á Mokka með spekisvip. Þess á milli
var ég í því að frelsa heiminn með félög-
um mínum í Fylkingunni eins og Loga,
Ragnari Stefánssyni, Vemharði Linnet,
Guðmundi Jósefssyni, Margréti og
Haraldi Blöndal og þér, Ólafur!"
í nám erlendis
/