Morgunblaðið - 16.06.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996 B 25
ATVINNUA UGL YSINGAR
íþróttakennari -
æskulýðs- og íþróttafulltrúi
íþróttakennara vantar á Raufarhöfn.
Auk íþrótta- og sundkennslu þarf hann að sjá
um íþrótta- og æskulýðsstörf ásamt þjálfun
og umsjón með ungmennafélaginu Austra.
Góð laun.
Á staðnum er glæsilegt nýtt íþróttahús, 16 m innisundlaug, heilsurækt,
sauna og Ijósabekkir.
Kennarar
Kennara vantar við Grunnskólann á Raufar-
höfn. Almenn kennsla og listgreinar.
Góð hlunnindi.
Raufarhöfn er 400 manna þorp í 150 km fjarlægð frá Húsavík. Sérstæð,
villt og ósnortin náttúra. Mikið fuglalíf, einstök friðsæld, en einnig fjörugt
félagslíf, gott mannlíf og öll hugsanleg þjónusta.
Umsóknarfrestur er til 20. júní.
Upplýsingar gefur Líney Helgadóttir, skóla-
stjóri, í síma 465 1225 eða Hildur Harðar-
dóttir, formaður Austra og skólanefndar,
í síma 465 1339.
Skólaskrifstofa
Vesturlands
Skólaskrifstofa Vesturlands auglýsir eftir
starfsmönnum til sérfræðiþjónustu. Um er
að ræða tvö stöðugildi. Starfsmenn sérfræði-
þjónustunnar skulu vera kennarar með fram-
haldsmenntun, eða aðra sérfræðimenntun,
eða sálfræðingar. Aðsetur skrifstofunnar er
í Borgarnesi og starfssvæði er Vesturlands-
kjördæmi að Akranesi undanskildu.
Laun og önnur starfskjör verða samkvæmt
launasamningum starfsmanna sveitarfélaga.
Umsóknir sendist skrifstofu Samtaka sveitar-
félaga á Vesturlandi, Bjarnarbraut 8, 310
Borgarnesi, merkt: „Skólaskrifstofa."
Umsóknarfrestur framlengist til 24. júní nk.
Allar nánari upplýsingar veitir stjórnarfor-
maður í síma 436 6900 eða 436 1080.
Stjórn Skólaskrifstofu Vesturlands.
Snyrtivörudeild
Hagkaups
Kringlunni
Óskar þú eftir spennandi og fjölbreyttri
vinnu á stórum og líflegum vinnustað?
Hagkaup óskar eftir fólki með reynslu af
sölu á snyrtivörum eða snyrtifræðingi til
starfa.
Upplýsingar á staðnum.
Yfirverkfræðingur
Hitaveita Reykjavíkur
Hitaveita Reykjavíkur óskar eftir að ráða
yfirverkfræðing til starfa.
Við leitum að manni með reynslu af stjórnun-
arstörfum og menntun á sviði verkfræði.
Nánari upplýsingar veitir Gylfi Dalmann í
síma 581 3666.
Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til
Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar
„Yfirverkfræðingur 325“ fyrir 24. júní nk.
Rótgróið þjónustufyrirtæki á höfuðborgar-
svæðinu óskar eftir fólki í eftirtalin störf:
Rafvi rki/söl u maðu r
Starfið felst í þjónustu, sölumennsku, við-
haldi og viðgerðum á rafmagnstækjum o.fl.
Þarf að vera þjónustulundaður og tilbúinn til
að takast á við krefjandi verkefni. Þarf að
hafa bíl til umráða.
Bflstjóri/sölumaður
Starfið felst í tiltekt og útkeyrslu á vörum,
sölumennsku og öðru því tengdu. Umsækj-
andi þarf að hafa reynslu af akstri á höfuðborg-
arsvæðinu, vera lipur og samviskusamur.
Vinnutími kl. 9.00-18.00. Um framtíðarstörf
er að ræða. Reyklaus vinnustaður.
Umsækjendur skili inn eiginhandarumsókn
og sendi til afgreiðslu Mbl. merkta:
„B - 91“ fyrir 20. júní nk.
Öllum umsóknum verður svarað.
>||k bÍLASAlA RtyKJAVÍKUR
Bflasala Reykjavíkur, sem er traust og um-
svifamikil bílasala í Reykjavík, óskar eftir að
ráða sölumann sem allra fyrst, vegna mikilla
anna.
Leitað er að áhugasömum og heiðarlegum
starfsmanni, sem vill takast á við krefjandi
og spennandi starf. Áhugi og þekking á bílum
mjög æskileg, svo og reynsla af sölustörfum.
Um er að ræða gott framtíðarstarf með
miklum tekjumöguleikum. Viðkomandi þarf
að geta hafið störf sem allra fyrst.
Umsóknarfrestur til og með 21. júní nk.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
eingöngu veittar á skrifstofu Liðsauka, sem
opin er frá kl. 9-14.
LiÓsauki
Skólavörðustíg 1a -101 Reykjavík - Sími: 562 1355
Fax: 562 1311 - Kt. 600182-0729
Organista-
og kórstjórastaða
í Mosfellsprestakalli í Árnessprófastsdæmi
er laus til umsóknar. Húsnæði í boði.
Umsóknarfrestur er til 30. júní.
Upplýsingar veitir Rúnar Þór Egilsson
í símum 486 4488 og 897 0488.
Barngóð kona
óskast frá 1. sept. til að gæta systkina
(1 árs og 3ja ára) og sinna léttum heimilis-
verkum á reyklausu heimili í Vesturbænum
(kl. 8.30-17.00). Meðmæli óskast.
Upplýsingar ísíma 561 2311 eftirkl. 17.00.
Kennarar
Kennara vantar við Barnaskóla Sauðárkróks
á komandi kennsluári til:
Almennrar bekkjarkennslu og sérkennslu.
Einnig vantar tónmenntakennara í hálft starf.
Umsóknarfrestur er til 30. júní.
Upplýsingarveita: Ásbjörn Karlsson, formað-
ur skólanefndar, vs. 453 6400, hs. 453 6632
og Björn Björnsson, skólastjóri, vs. 453 5178,
hs. 453 5254 og taka þeir einnig við umsókn-
um.
Lausartil umsóknar
við Miðskólann:
Staða skólastjóra
og
þrjár kennarastöður
Umsóknarfrestur er til 1. júlí.
Umsóknirskulu sendar formanni skólanefnd-
ar, Braga Jósepssyni, Laugavegi 76A, en
hann veitir allar nánari upplýsingar í síma
562 9222 eða 551 0222.
Skólinn flytur nú í haust úr Miðbæjarskólan-
um í nýtt húsnæði í Skógarhlíð 10.
Skólanefndin.
Laus staða
Laus er til umsóknar staða húsvarðar við
Tollhúsið í Reykjavík.
Leitað er að áreiðanlegum og reglusömum
manni. Æskilegt er að umsækjandi hafi bygg-
ingaiðnaðarmenntun eða sambærilega
starfsreynslu. Einnig þarf viðkomandi að
vera talnaglöggur, lipur í umgengni og geta
séð um mannaforráð.
Laun eru samkvæmt kjarasamningum opin-
berra starfsmanna.
Upplýsingar um starfið gefur starfsmanna-
stjóri.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf, sendist embætti ríkistollstjóra
eigi síðar en 1. júlí 1996.
Húsfélag Tollhússins.
Trésmiðir óskast
Traust fyrirtæki óskar að ráða trésmiði
í tímabundin verkefni.
Umsóknum skal skila til afgreiðslu Mbl.,
merktum: „T - 4290“, fyrir 21. júní.
Kennarar
Áhugasama kennara vantar að Grunnskólanum
Hellu fyrir næsta skólaár.
Um er að ræða almenna kennslu og umsjón
með tölvukennslu.
Upplýsingar veita: Sigurgeir Guðmundsson,
skólastjóri, í síma 487 5943 og Helga
Garðarsdóttir, aðstoðarskólastjóri,
í síma 487 5027.
Kennara vantar
að Grunnskólanum, Djúpavogi.
Meðal kennslugreina: Tungumál, tölvur og
kennsla yngri barna.
Flutningsstyrkur og niðurgreidd húsaleiga
í boði.
Nánari upplýsingar gefur Anna Bergsdóttir,
skólastjóri, í síma 478 8140 eða 478 8836.
Skólastjóra
og kennara
vantar við grunnskólann Finnbogastöðum,
Árneshreppi, næsta skólaár.
Umsóknarfrestur er til 26. júlí 1996.
Upplýsingar gefa: Gunnsteinn Gíslason í
síma451 4001 og451 003, Haraldur Óskars-
son í síma 451 4031 og Hjalti Guðmundsson
í síma 451 4012.
Hagvangurh f
Skeifunni 19 Reykjavík Sími 581 3666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir