Morgunblaðið - 16.06.1996, Síða 32
32 B SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ
er alls ekki svo að málflutningurinn
„bergmáli" nokkurn tíma opinbera
utanríkisstefnu Stalíns.
Breska hernámið
Sósíalistaflokkurinn tók afstöðu
gegn hernámi Breta og hvatti mjög
til árvekni gegn hernámsáhrifun-
um. En sú afstaða byggðist varla
á þjónkun við Þjóðvetja, heldur á
greiningunni á „heimsvaldastríði".
Haustið 1940 skrifar Einar Olgeirs-
son í Rétt:
Þjóðfrelsisbarátta íslendinga
mun í hinni nýju mynd sinni óhjá-
kvæmilega tengjast bræðrabönd-
um við frelsisöfl í öðrum löndum,
sem beina baráttu sinni gegn sama
drottni og hún ... frelsisbaráttu
Indverja, Egypta, Búa og breska
förkalýðsins ... Væru Islendingar
undir oki þýzka nazistíska auð-
valdsins, væri frelsisbarátta vor
fyrst og fremst tengd frelsisstríði
Norðmanna, Dana, Hollendinga,
Belgíubúa, Frakka, Austurríkis-
manna, Tékka, Slóvaka, Pólveija
og hinnar þýzku alþýðu (25. árg.
bls. 151).
Það er vert að benda á að grein-
ing íslenskra kommúnista á Bretum
sem helsta andstæðingi meðal
heimsvaldasinna var ekki ný. Jafn-
vel á 7. þingi Komintern í Moskvu
1935, þar sem samfylking gegn
fasisma var gerð að aðalatriði, hélt
Brynjólfur Bjarnason ræðu um
^ „breska imperíalismann sem væri
aðalarðræningi og drottnari gagn-
vart íslenskri þjóð“ (sjá Einar 01-
geirsson: ísland í skugga heims-
valdastefnunnar, bls. 76).
Allt frá hernámi Breta fluttist
pólitíska þungamiðjan í baráttu sós-
íslista til, frá hreinni stéttapólitík
með vaxandi áherslu á „þjóðlega
baráttu". Haustið 1940 skrifaði
Einar Olgeirsson í Rétt að þótt
Sósíalistaflokkurinn telji sigur sós-
íalimans í heiminum vera skilyrði
fyrir fullkomnu þjóðfrelsi „þá vill
hann jafnt fyrir það vinna að þjóð-
frelsinu með öllum þeim, sem af
heilum hug vilja hönd á plóginn
leggja, hvaða lífsskoðun sem þeir
hafa“ (25. árg. bls. 153). Þetta
markaði ákveðin tímamót í baráttu
vinstri sósíalista. Segja má að þeir
hafi endanlega lagt á hilluna kjör-
orð Kommúnistaávarpsins „verka-
lýðurinn á ekkert föðurland" og
skipað sér í fylkingarbrjóst í „þjóð-
varnarbaráttunni".
Komintern og fasisminn
Jón Baldvin Hannibalsson skrif-
aði afar lofsamlega grein um bók
Þórs Whitehead í Helgarpóstinn 14.
. desember og taldi einna athygli-
' verðasta í henni „afhjúpun á eðli
hins nýstofnaða Sósíalistaflokks
sem fimmtu herdeildar Komintern
á íslandi." Fimmta herdeild þýðir
landráðamenn, menn sem hjálpa
innrásarliði. Hvað skyldi Jón Bald-
vin eiga hér við? Var þessi að sögn
Jóns „Moskvustýrði kommúnista-
flokkur", Sósíalistaflokkurinn, að
undirbúa sovéska innrás hér árið
1939? (kannski þýska innrás vegna
vináttu sinnar við Hitler?) Mér er
spurn: hvaða nýjar upplýsingar hef-
ur Þór Whitehead komið með sem
réttlæta nafngiftina „fimmta her-
deild“?
Athugum aðeins „Moskvustýr-
ihguna“. Alþjóðasmband kommún-
ista, Komintern, var annars vegar
hugsað, og virkaði líka, sem eins
konar skóli í byltingarsinnuðum
marxisma sem hélt á loft hinum
byltingarsinnuðu lærdómum. Sem
slíkt átti það mikinn þátt í út-
breiðslu og afli hins róttæka sósíal-
isma milii stríða. Að hinu leytinu
var það skipulagt sem miðstýrður
heimsflokkur, með höfuðstöðvar i
Moskvu. Þannig var miðstýringin
prinsipp en ekki merki um úrkynj-
un. Hins vegar er það ljóst að mið-
stýringin gat af sér þjónkun heims-
flokksins við sovésk sjónarmið. Hún
batt aðildarflokkana við sovéska
ríkishagsmuni og ól á ósjálfstæði
þeirra í hugsun og starfi, eins og
best kom í ljós 1939.
Lítum þá á stefnu Kominterns
gagnvart fasismanum. Stefnan var
alltaf tekin m.t.t. þróunarstefnu
kapítalismans og sóknarmöguleik-
um sósíalismans. Sókndjörf stefna
mótaði mjög „vinstri-tímabilið"
27-34. Hættan af fasismanum var
þá mjög vanmetin. Fasisminn var
greindur sem veikleikamerki kapít-
alismans, eins konar krampadrætt-
ir, dauðateygjur. Á 7. þingi Ko-
minterns 1935 var staðan hins
vegar greind sem meiri varnar-
staða verkalýðs og sósíalismans,
bæði gagnvart fasismanum í
stéttabaráttunni og gagnvart fas-
ísku ríkjunum á alþjóðavettvangi.
Þar lagði Komintern áherslu á að
greina milli auðvaldsríkja sem
sýndu árásarhneigð og hinna (jafn-
vel heimsvaldasinna) sem vildu
varðveita frið og status quo.
Kommúnistum bæri að hvetja rík-
isstjórnir til harðlínu gagnvart fas-
istaríkjunum. En staðan í Evrópu
var flókin og jafnvægisgangan erf-
ið. Það var t.d. mjög erfitt fyrir
vinstri sósíalista, sem höfðu barist
gegn hervél borgarastéttarinnar,
að fara skyndilega að styðja her
síns lands.
Sovétríkin og „sameiginlegt
öryggi“
Eftir valdatöku Hitlers reyndu
Sovétríkin mjög að rjúfa einangrun
sína í utanríkismálum og reyndu
að koma á skuldbindandi samning-
um um „sameiginlegt öryggi" í
Evrópu. Þau voru eina ríkið sem
beitti sér fyrir samstilltum og
harkalegum aðgerðum gegn yfir-
gangi fasistaherjanna, m.a. veittu
þau spænska lýðveldinu verulega
aðstoð gegn árás fasistanna 1936
og Kína gegn innrás Japana 1937.
Einkum reyndu Sovétmenn að
samfylkja með Bretum og Frökk-
um en þar var „friðkaupastefnan"
ráðandi og tilraunirnar báru lítinn
árangur. I Miinehen sömdu Vestur-
veldin um stóra hluta Tékkóslóvak-
íu til handa Hitler. Það jók ugg
Sovétmanna um að Vesturveldin
vildu gefa Hitler frjálsar hendur
til austurs. Sá uggur jókst enn
þegar Hitler án mótstöðu hertók
afganginn af Tékkóslóvakíu í mars
1939. Sovétmenn reyndu hvað þeir
gátu að fá Vesturveldin með sér
til samstilltra hernaðaraðgerða og
standa við varnarsamninginn við
Tékka, en án árangurs. Og strax
á eftir hóf Hitler hótanir á hendur
Pólveijum. Eftir þetta gátu Sovét-
menn komið á viðræðum við Breta
og Frakka um handfastar hernað-
arlegar skuldbindingar til varnar
Austur-Evrópuríkjum (Póllandi,
Rúmeníu, Eystrasaltslöndum)
gagnvart þýskri árás. En þær við-
ræður voru ósköp kraftlitlar af
hálfu Vesturveldanna (t.d. tóku
aðeins lágt settir embættismenn
þátt í þeim) og bentu ekki til við-
bragða sem að haldi kæmu ef Hitl-
er réðist lengra austur.
Stalín kaupir tíma
Hinn 23. ágúst 1939 kom sjokk-
ið. Sovétmenn sneru skyndilega við
blaðinu og tóku að tryggja eigið
öryggi með skjótum aðgerðum.
Þeir sömdu við Hitler um „ekki-
árás“ og gagnkvæmt hlutleysi ef
til hernaðarátaka kæmi við þriðja
aðila. í framhaldi af því tóku Sovét-
menn sér bessaleyfi stórveldis til
að skipa málum í næsta nágrenni
að eigin þörfum (skv. leynilegum
hluta samningsins). Eftir ósigur
Póllands fyrir Hitler réðust þeir á
og innlimuðu austurhéruð Póllands,
tóku Moldavíu frá Rúmenum,
tryggðu sér herstöðvar í Eystrasalt-
slöndum og fóru litlu síðar fram á
landamærabreytingar við Finnland,
sem svo leiddi til Vetrarstríðsins
við Finna. Þeir horfðu nú aðgerðar-
lausir á hernað Hitlers og gættu
þess afar vandlega að halla ekki
orði gegn honum opinberlega. Eftir
skiptingu Póllands gáfu ríkin út
sameiginlega yfirlýsingu og lýstu
ábyrgð á hendur Vesturveldunum
ef þau ryfu nú „friðinn“.
En hvaða augum litu Sovétmenn
þennan samning og hvernig ber að
meta hann þegar horft er til baka?
Var það svo að „ráðstjórnin og
Komintern ... fylktu í raun liði með
nasistum og fasistum gegn „Banda-
mannaauðvaldinu“,“ eins og Þór
orðar það? Fátt bendir til að Stalín
hafi nokkurn tíma haft tálsýnir um
vinsemd Hitlers í sinn garð, hvað
þá litið á hann sem bandamann.
Hann var illa búinn til stríðs og var
að kaupa sér tíma. Iðnvæðingarher-
ferð Sovétmanna var bara rúmra
tíu ára og hervæðingin raunar enn
skemmra komin. Eftir valdatöku
Hitlers breyttu Rússar þeirri 5 ára
áætlun sem þá var nýsamþykkt
(númer tvö). M.a. var skotið á frest
vélvæðingu landbúnaðarins. Nýju
dráttarvélaverksmiðjunum var
breytt í skriðdrekaverksmiðjur. Af
heildarmagni járns og stáls sem fór
í sovéska vélaiðnaðinn árið 1932
runnu 46 prósent til hergagnafram-
leiðslu, var komið í heil 94 prósent
árið 1938. Og 1940 var tekin upp
7 daga vinnuvika í vopnaverksmiðj-
unum. Það bendir ekki til að Mólot-
off hafi vænt sér neins góðs af
Ribbentropp þótt þeir föðmuðust
fallega eftir undirritun.
Hvaða línu lagði Komintern að-
ildarflokkum sínum og vensla-
mönnum? Þór Whitehead skrifar
að Komintern hafi að skipun Stal-
íns verið „virkjað gegn Banda-
mönnum", en „á sama tíma höfðu
kommúnistar á yfirráðasvæði Hitl-
ers sig hæga“. Stalín lagði vissu-
lega ofuráherslu á að halda strang-
lega samning sinn við Hitler, t.d.
með því að endursenda til Þýska-
lands fjölda pólitískra flóttamanna.
Utanríkishagsmunir Sovétmanna
hafa öðru fremur ráðið því að Ko-
mintern tók út á við líka diplóma-
tíska afstöðu og þeir gagnvart
stríðinu. En gaf Alþjóðasambandið
einhverjar aðrar bendingar á laun?
Það var örugglega ekki auðvelt að
leyna því fyrir þýsku leyniþjón-
ustunni ef Komintern ræki aðra
stefnu innávið til aðildarflokka
sinna en útávið. Og Stalín var i
bili hættur pólitískri liðssöfnun en
tekinn að spila póker á taflborði
heimsveldanna. Og þá gildir að
láta sem minnst uppi. Óneitanlega
voru það einmitt aðildarflokkar
Kominterns sem helst voru fórn-
arlömb pókersins. Nú urðu þeir
óvænt að bregðast við þeim vanda
að móta stefnu óháð því sem virt-
ist vera stefnan í Moskvu. Flokk-
arnir reyndust misvel vandanum
vaxnir. Og þarna kom berlega í
ljós akkillesarhæll Kominterns sem
miðstýrðs flokks. En hvað segja
heimildirnar?
Fréttir úr skjalasafni
Kominterns
Skjalasafn Kominterns í Moskvu
hefur nú verið opnað. Þar mun
fátt að finna um skipanir til ís-
lenskra kommúnista 1939-40 enda
Sósíalistaflokkurinn ekki aðildar-
flokkur. Ég hef ekki komist í það
skjalasafn en mér finnst margt
benda til að línan frá Komintern
(í Moskvu) í orðsendingum til
kommúnistaflokka Evrópu á fyrstu
vikum og mánuðum stríðsins hafi
verið óskýr og fálmkennd. Griða-
sáttmálinn og Finnlandsstríðið
klufu forystu Sósíalistaflokksins. í
æviminningum sínum gerir Einar
Olgeirsson þó ekki mikið úr því
hugarvíli og ringulreið sem sátt-
málinn hafi valdið sér og sálufélög-
um sínum í hópi íslenskra komm-
únista. En það sem ég áður hef
rakið af skrifum Þjóðviljans og
Réttar bendir til mikilla erfiðleika
við stefnumörkunina. Og það er
kunnugt frá öðrum löndum að
samningurinn drap víða á dreif
öflugri baráttu kommúnista gegn
nasistum og olli oft innri kreppu.
Mér finnst líka margt benda til
að í Moskvu hafi menn raunveru-
lega greint stríðið fyrstu mánuði
þess, sem „klassískt" heimsvelda-
stríð, hliðstætt fyrri heimsstyijöld-
inni, þótt þeir sjálfir óttuðust auð-
vitað fyrst og fremst Þjóðveija.
Alþýðan ætti því alls ekki að styðja
stríðsrekstur Vesturveldanna neitt
fremur en Þjóðveija. Það lítur út
fyrir að flokksforystan í Moskvu,
eftir að hafa gefist upp við að
mynda samfylkingu gegn fasista-
ríkjunum, þar sem hún taldi sig
mæta höfnun, hafi endurskoðað
mat sitt á Bretlandi sem „frið-
sömu“ heimsvaldaríki. Sú afstaða
styrktist líklega af brölti Breta og
Frakka í Finnlandsstríðinu þegar
þeir undirbjuggu hernaðaraðerðir
til hjálpar Finnum gegnum Noreg
og Svíþjóð. Og diplómatískar þarf-
ir réðu því svo að málflutningurinn
varð meira andbreskur en and-
þýskur.
Þetta á í grófum dráttum við
fyrsta ár griðasáttmálans. En hvað
um seinna árið? Teije Halvorsen er
norskur sagnfræðingur sem ritar
grein í Jahrbuch fur Historische
Kommunismusforschung (Mann-
heim 1995). Hann hefur rannsakað
málgögn Kominterns á tíma griða-
sáttmálans og sömuleiðis farið
gegnum skjalasafn Kominterns í
Moskvu. Hann segir um blaðið Die
Welt, hálfopinbert Málgagn Ko-
minterns, gefið út í Svíþjóð (eina
beinlínis opinbera málgagn fram-
kvæmdanefndar Komintern kom út
í Moskvu og sveigði sig að diplóma-
tískum þörfum þar á bæ), að ósigur
Frakka í júní 1940 hafl breytt mjög
tóninum í blaðinu: „...yfírgnæfandi
andbreskur málflutningur varð
fyrst blandaður andþýskum mál-
flutningi og vék svo smám saman
fyrir honum.“
Komintern gagnrýnir
„aðlögunarstefnu“
Það hefur lengi verið kunnugt
að ýmsir kommúnistaflokkar á
hernámssvæði nasista, t.d. sá aust-
urríski, tékkneski og hollenski,
háðu allt frá hernámi landa sinna-
1940 harða þjóðfrelsisbaráttu, en
hingað til hefur það oft verið skil-
greint sem frávik frá reglunni. En
ýmsir aðrir kommúnistaflokkar
ráku einhveija tegund af „aðlögun-
arstefnu". Þar hafa oft verið nefnd-
ir til sá norski og sá franski. Eftir
hernámið 9. apríl tók norski flokk-
urinn þá stefnu að hvetja ekki til
vopnaðrar andstöðu. Raunar var í
norsku verkalýðshreyfingunni sem
heild tekin upp stefna eftir her-
námið sem byggðist á aðlögun að
„löglegum“ baráttuaðferðum.
Skjölin sýna að þetta var nánast
strax gagnrýnt harkalega af Ko-
mintern og gagnrýni þessi varð
harðari þegar leið á árið 1940 og
í ársbyijun 1941. Þær uppálögðu
flokknum að vinna að því að „gera
verkalýsstéttina að leiðandi afli í
hinni þjóðlegu frelsisbaráttu",
koma þyrfti á fót „ólöglegum og
hálflöglegum baráttusamtökum"
og samfylkja þyrfti með „öllum
öðrum öflum andstöðunnar". Þó
var áfram varað við að styðja þau
öfl sem þjónuðu Bretum.
Þróun mála í hinum öfluga
Kommúnistaflokki Frakklands fékk
eðlilega stærra pláss og athygli hjá
Komintern. Þar gerðist það eftir
ósigur Frakka að fulltrúar flokksins
reyndu að semja við harnámsöflin
um löglega starfsemi flokksins og
einkum löglega útkomu málgagns.
Ýmsir sagnfræðingar hafa talið
þetta vera að frumkvæði Komint-
erns. En könnun Halvorsens sýnir
annað. Samband frá Moskvu til
Parísar var stopult en í bréfum frá
Komintern í júlí og ágúst 1940 er
farið fram á að viðræðum um lög-
legt málgagn verði srax hætt. Með-
al annars stendur þar: „Að okkar
áliti er það algjör grundvallarregla
að endurreisn atvinnuvega og þjóð-
lífs í þessum löndum geti aldrei ris-
ið af samvinnu, málamiðlunum eða
samstöðu með hernámsöflunum."
Sagt er að flokkurinn skuli fyrst
um sinn hlýðnast reglum herstjórn-
arinnar út á við en samtímis skara
eld að óánægjunni „til að vekja upp
óvirka óánægju fjöldans í öllum
myndum hennar gegn hinum
óboðnu gestum". Þar er mönnum
m.a.s. í fyrsta sinn ráðið gegn því
að reka mikinn áróður gegn Bretum
og de Gaulle því það þjóni fyrst og
fremst þýsku hernámsöflunum og
leppum þeirra. Afstaðan til Breta
hélt þó áfram að vera tvíbent og
nokkuð á reiki. En flokkurinn fór
að hinum nýju bendingum frá
Moskvu. Skjöl frá Gestapó í desem-
ber 1940 segja: „...í taktík komm-
únista er nú aftur upp tekin sú af-
staða sem kommúnistar höfðu fyrir
undirritun þýsk-rússneska sáttmál-
ans.“
Það sem blasir við í skjölum
Kominterns eftir sigra Þjóðveija á
Vesturvígstöðvunum er að menn
horfast í augu við staðreyndir.
Stríðið er ekki „klassískt“ heims-
veldastríð. Þýskaland er sýnilega
miklu hættulegra heimsvaldaríki en
önnur og er í stórkostlegri sókn.
Stefnubreyting Kominterns í innra
starfi sínu er viðurkenning á þessu.
Opinber utanríkisstefna Sovét var
þó óbreytt að mestu. Fyrstu merki
um breytingu á henni var að Sovét-
stjórnin tók afstöðu gegn þýsku
innrásunum í Júgóslavíu og Grikk-
land í apríl 1941.
Bandamenn eða banamenn
Hitlers?
Stríðið milli Breta og Þjóðveija
eftir ósigur Frakka var ósköp tak-
markað stríð, og hafði í sér sterka
þætti „klassísks“ heimsveldastríðs.
Það fór aðallega fram á höfunum,
og í Afríku. Með innrásinni í Sovét
í júní 1941 gjörbreyttist stríðið að
umfangi og allri gerð. Mætti halda
fram að önnur heimsstyijöldin hafi
þá fyrst hafist. Þá fyrst varð hún
verulega blóðug. Og landhernaður-
inn fór nær allur fram á austurvíg-
stöðvunum. Frá ársbyijun 1941 og
fram að innrásinni í Normandí í
júní 1944 batt allur herstyrkur
breska samveldisins frá tveimur til
átta af herfylkjum Þjóðveija. En
þessi þijú ár, frá júní 1941 til júní
1944, börðust Sovétmenn við að
meðaltali hundrað og áttatíu þýsk
herfylki. Og þegar loksins hin lang-
þráða „önnur víglína“ kom til voru
Sovétmenn langt komnir með að
bijóta þýsku vígvélina niður. Þeir
höfðu notað vel frestinn sem þeir
keyptu af Hitler.
Koma Sovétríkjanna inn í styij-
öldina olli líka straumhvörfum á
hernámssvæðum Öxulveldanna.
Þjóðveijar voru sýnilega ekki ósigr-
andi. Andspyrnuhreyfingar tóku þá
fyrst að láta verulega á sér kræla.
Þar munaði mest um að kommúnist-
ar tóku hraustlega við sér og höfðu
forgöngu að því að skipuleggja
stóra hópa meðal alþýðu. Stríðið
varð að raunverulegu þjóðfrelsisst-
ríði en um leið var þetta orðin
spurning um átök sósíalismans og
illvígustu fulltrúa auðvalds, heims-
valdastefnu og afturhalds. Fasism-
inn hafði vaxið fram sem andsvar
við róttækri verkalýðshreyfingu.
Auðstéttin notaði hann sem verk-
færi fyrir sig, einkum ef önnur
meðöl dugðu ekki. Verkalýðsstéttin
var hins vegar sú stétt sem sýndi
sig ónæmasta fyrir fasískum áhrif-
um.
Fyrir kommúnista var samhengi
hlutanna aftur orðið „eðilegt" frá
júní 1941 og þeir sýndu mikla hæfni
til að leiða baráttuna gegn fasism-
anum. Þar við bættist vaxandi orst-
ír Sovétríkjanna. Rétt eins og
kommúnistar á 4. áratugnum fengu
víðtæka samúð og stuðning fyrir
að vera skeleggastir í baráttu við
fasismann margfölduðust nú áhrif
kommúnista og eftir stríðið stóðu
þeir víða uppi með mikla fjölda-
flokka. í Júgóslavíu, Tékkóslóvakíu,
Albaníu, Ítalíu, Frakklandi voru það
langstærstu flokkarnir.
Þess vegna er það svo að sú
mynd sem Þór bregður upp af
kommúnistum, sem hálfgerðum
sálufélögum nasista sem gerðust
bandamenn þeirra ef svo bar undir,
er mynd sem byggist á mikilli hag-
ræðingu sannleikans.
Réttmætt stríð Rússa í
Finnlandi?
Þór fjallar mjög um Finnlands-
stríðið og þá stemmningu sem það
skóp hér á landi. Hann leggur sig
fram um að lýsa hernaði Þjóðverja
og Sovétmanna þessa mánuði eins
og um hliðstæður væri að ræða:
„Nú horfðu þeir [Islendingar] á það
álengdar, að Hitler og Stalín brytu
þessi Iönd undir sig með þeim að-
ferðum sem þeir dáðu hvor annan
fyrir og dregið höfðu þá saman að
lokum.“ Er þetta „sagnfræði eins
og hún gerist best“, eins og einn
ritdómurinn hljóðaði? Nei, þetta er
forheijnskandi sagnfræði (því miður
fyrir Islensku bókmenntaverðlaun-
in). Hernaði Stalíns í Póllandi og
Finnlandi 1939 ber ekki að líkja við