Morgunblaðið - 16.06.1996, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ
SKOÐUN
SUNNUDAGUR 16.JÚNÍ 1996 B 33
hernað Hitlers. Miklu frekar er
hann sambærilegur við hernám
Breta á íslandi, þó reyndar mun
einhlítari varnaraðgerðir. Að að-
ferðirnar voru grófari skýrist e.t.v.
eitthvað af stalínískri aðferðafræði
en þó ekki síður af því að Stalín
átti ekki pólitískum bandamönnum
að mæta meðal stjórnvalda eins og
Bretar á íslandi.
Á íslandi urðu viðbrögðin við
Finnlandsstríðinu margfalt harðari
en við innrás Hitlers í Pólland. Rétt
eins og stjórnvöld Vesturveldanna
voru menn hér slegnir blindu á það
hvaðan raunverulega hættan kom.
í Bretlandi var það bara Loyd Ge-
orge sem benti á að aðgerðir Stal-
íns í Finnlandi, Eystrasaltslöndum
og víðar beindust auðvitað fyrst og
fremst gegn Þjóðveijum, og Þjóð-
viljinn vitnaði talsvert í viðhorf
hans.
Þór daðrar við „orðróm" haustið
1939 um að Hitler og Stalín hefðu
í sáttmálanum skipt með sér Norð-
urlöndum, án þess hann leggi nokk-
urn dóm á þetta. Það ásamt tali
um áðurnefndan „dulinn tilgang"
Stalíns með griðasáttmálanum virk-
ar til að sveipa sögusviðið þoku
fremur en skýra það. Tal um so-
vésk áform um landvinningastríð
til vesturs held ég að sé tal gegn
betri vitund. Sem sósíalísk eyja í
veröldinni áttu Sovétmenn allt und-
ir því að forðast átök við granna
sína. Enda höfðu þeir alls ekki uppi
neinar landakröfur, ekki einu sinni
um svæðin innan Póllands sem áður
tilheyrðu keisaradæminu en „töpuð-
ust“ eftir byltingu.
Það er ekki aðalatriði hvort
griðasáttmáli eða Finnlandsstríð
Stalíns var illa þokkað á íslandi.
Sagnfræðingurinn verður að leggja
á atburðina sögulegt mat. Ef það
dæmist rétt í ljósi sögunnar að Stal-
ín hafi með griðasáttmálanum
keypt þann tíma sem dugði til að
veijast Hitler (og losa Evrópu við
hann um leið) þá er það atriði sem
skiptir höfuðmáli.
Á dögum Finnlandsstíðsins má
sjá að afstaða íslenskra kommún-
ista til Sovétríkjanna var bláeyg og
bernsk. En ég leyfi mér að halda
fram að aðgerðir Rússa í Póllandi,
krafa þeirra um herstöðvar í Eyst-
rasaltslöndum, krafan um herstöð
og breytt landamæri í Finnlandi,
allt átti þetta sér býsna vel grund-
aða réttlætingu og var alls ekki
óveijandi. Innlimun pólsku hérað-
anna (morðin í Katynskógi og til-
heyrandi) og Eystrasaltsríkjanna til
frambúðar í Sovét að þjóðunum
forspurðum er hins vegar alls ekki
veijandi. Að þetta var upphaf að
stórrússneskri útþenslu og seinna
rússneskri heimsvaldastefnu gátu
kommúnistar á Islandi ekki vitað.
Um hitt má svo endalaust deila að
hve miklu haldi þessar öryggisráð-
stafanir Stalíns urðu.
Lærdómar
Fyrir og eftir tíma griðasáttmál-
ans voru kommúnistar manna skel-
eggastir í baráttu við fasismann.
Eftir 23. ágúst 1939 kom hlé í
baráttunni, sem þó var hvorki svo
langt né einhlítt sem ríkjandi sagn-
fræði hefur sagt.
Það er naumast rétt hjá Þór
Whitehead að „dulinn tilgangur"
Stalíns með griðasáttmálanum hafi
verið stórkostleg skriðdrekasókn
heimsbyltingarinnar eftir að auð-
valdsríkin hefðu lamað hvert annað.
I reynd markar samningurinn tíma-
mót í þveröfuga átt. Með samningn-
um gerði Sovétforystan evrópskum
kommúnistum mjög erfitt fyrir og
fórnaði hagsmunum þeirra fyrir
hagsmuni stórveldisins. Samning-
urinn markar í raun þau tímamót
að Sovétforystan hættir að líta á
Florídii
Lamara Motel St. Pete Beach.
Mikið endurnýjaðar, góðar ibúðir.
Heit sundlaug.
Dagsdvöl 40$ - vikudvöl 225$
SimiOOl 813 360 7521, fux. 00 1 813 363 0193.
Ath. nýr elgandi.
!
byltingu sína sem hlekk í evrópskri
byltingu, að hún hættir að reyna
að hafa áhrif á evrópsk stjórnmál
með pólitískri liðssöfnun. Komint-
ern var lagt niður 1943. Um þetta
leyti voru Sovétmenn að kveðja hinn
byltingarsinnaða sósíalisma.
Með griðasáttmálanum tóku Sov-
étmenn upp einangrunarstefnu, þá
stefnu að bjarga sér af eigin ramm-
leik, en um leið stórveldisstefnu,
að „dansa með úlfunum“ í keppn-
inni um áhrifasvæði og byggja sér
vígi. í styijöldinni unnu þeir mikla
landsigra og færðu út vígi sín, en
efnahagskerfi þeirra var í rúst, og
hinn „hreini rauði“ arfur byltingar-
innar lét mjög á sjá.
Fyrir íslenska sósíalista er margt
að læra af tímabilinu 1939-41. Það
er réttmæt gagnrýni að íslenskir
sósíalistar og „sósíalistar" hafi lítið
„gert upp við fortíðina" til að læra
af henni. En þeir ættu ekki að láta
Þór Whitehead um að tilreiða
kennsluefnið.
Höfundur erjárnsmiður á
Akureyri og sagnfræðingur í
frístundum.
Fylgstu meb í
Kaupmannahöfn
Morgunblabib
fæst á Kastrupflugvelli
og Rábhústorginu
fttorguttMitliife
-kjami málsins!
Lcitid upplýsinga
Þ.ÞORGRÍMSSON & CO
ÁRMÚLI 29 108 RVK SÍMAR: 553-8640 & 568-6100
CanexeL inttifelur eftiifarandi ábyrgdir:
15 4ra óbyrgÖ ájfrborðsbúð.
25 ára ábyrgð á kdaðningu.
CanexeL kemur / starðinni:
300 y 3tS$0 * 9mm
CanexeL
utanbússklíTÓ ningin
erframleidd af
Jk
ABTCO
i Kanada.
UTANHÚSSKLAÐNNG
V‘gna þess aÖ þetta erþitt heimili.
Og þínirþeningar.
Canexel utanhússklceöningunni
fceröu þetta náttúrulega viðarútlit
...án viðhaldskostnaðar ekta viðs.
Og við áhyrgjumstþað!
er oóru visi. Pu mal
tvær umferðir og þ
innan I
þriggia tí
Langvarandj
vörn gegn ryc
InnbyggSur
grunnur
Sléti eoa hömruð aferó
v°ru- og mólninga^ö'
Gœði, úrval og gott verð!
• Níðsterkir, mótaðir úr framtíðarefninu akrýii,
sem er hita- og efnaþolið og auðvelt að þrífa.
# Fást með loki eða öryggishlíf.
& Fáanlcgir með vatns- og loftnuddkerfum.
• Margir litir, 6 staerðir sem rúma 4—12 manns.
# Veitum ráðgjöf um niðursetningu og frágang.
Verð frá aðeins
Framleiðum einnig horttbaðkör og sturiubotna tír akryli.
Komið og skoðið baðkörin og pottana uppsetta í syningarsal
okkar eða hrittgið ogfáið sendan litprentaðan bœkling og
verðlista.
TREFJAR hf.,
HjaUahrattni 2, sftni 555 1027.