Morgunblaðið - 16.06.1996, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996 B 35
og henni er ekki sóað í spillta emb-
ættismenn eða hún notuð til kaupa
á morðvopnum.
Namib eyðimörkin
Namibía dregur nafn af Namib
eyðimörkinni, sem er talin elsta
eyðimörk í heimi, um 70 milljón
ára gömul. Eyðimörkin liggur með-
fram endilangri strönd Namibíu og
nær frá ströndu 50 til 150 km inn
í landið. Hún teygir sig inn í Suður-
Afríku í suðri og Angóla í norðri.
Fjórir bæir eru í eyðimörkinni á
strönd Namibíu. Syðst við ósa ár-
innar Oranje, sem liggur á landa-
mærum Namibíu og Suður-Afríku,
er bærinn Oranjemund, sem er
miðstöð demantavinnslunnar. Bær-
inn er í eigu CDM (Consolidated
Diamond Mines) námufyrirtækisins
og þarf sérstaka heimild til þess
að fara til bæjarins. Eyðimörkin
milli Oranjemund og Lúderitz, um
250 þúsund ferkílómetrar, er lokað
landsvæði öllum óviðkomandi
vegna demantavinnslunnar
(Sperrgebiet - Diamond Area No.
1). Um 250 km norðar á ströndinni
er bærinn Lúderitz. Það er aðallega
fiskveiði- og ferðamannabær. Um
40-50 íslendingar munu vera bú-
settir í Lúderitz og starfa þeir við
útgerð og fiskvinnslu. Íbúar bæj-
arins eru um 8 þúsund og er bær-
inn kenndur við fyrsta landnemann
þýska, Franz Adolf Lúderitz, kaup-
mann frá Bremen, sem keypti vík-
ina þar sem nú er Lúderitz ásamt
töluverðu landsvæði í nágrenninu
af innfæddum árið 1883.
Um 400 km norðan við Lúderitz
er aðalhafnarbær
Namibíu, Walvis Bay
(Hvalfjörður). Þar búa
um 40 þúsund manns.
Walvis Bay var hluti
af Suður-Afríku frá
1884 til 1994 og til-
heyrði aldrei þýsku
nýlendunni Deutsch-
Súdwest-Afrika.
Samningarnir við Suð-
ur-Afríku um yfirtöku
Namibíu á Walvis Bay,
éru einstakir í Afríku
og til fyrirmyndar fyrir
alla heimsbyggðina
um hvernig leysa má
á friðsamlegan hátt
ágreining um land-
svæði milli landa. Um 30 km norð-
an við Walvis Bay er bærinn Swa-
kopmund sem Þjóðveijar reistu og
hugðust gera að hafnarbæ, þar sem
Walvis Bay tilheyrði Suður-Afríku.
Swakopmund er nú aðallega ferða-
mannabær með um 25 þúsund íbúa.
í Walvis Bay og Swakopmund búa
um 50 íslendingar og starfa þeir
við útgerð, rannsóknir á sjávarlífi
og fiskveiðum, kennslu, ráðgjöf og
þróunaraðstoð ýmiss konar. Flestir
eru á vegum Þróunarsamvinnu-
stofnunar (ICEIDA) og vinna mikið
og gott starf við að aðstoða Namib-
íumenn á hinn margvíslegasta hátt
er varðar vísindalega nýtingu sjáv-
ar, fiskveiðar, útgerð og siglingar.
Náttúra landsins
Náttúra Namibíu er alveg ein-
stök. Landið er þurrt og renna
engar ár í Namibíu sjálfri nema í
stuttan tíma (stundum bara nokkra
daga) um háregntímann og kemur
það íslendingum ókunnuglega fyrir
sjónir að aka á brúm yfir árfarvegi
þótt engar séu árnar. Á landamær-
um Namibíu og nágrannalandanna
eru hins vegar ár sem renna árið
um kring. Oranjeáin er á landa-
mærum Suður-Afríku, Kunene- og
Okavangoárnar á landamærum
Angóla, Zambesifljótið á landa-
mærum Zambíu og Linyanti/Chobe
árnar á landamærum Botswana.
Eins og áður sagði liggur Nami-
beyðimörkin eftir endilangri strönd
landsins, en inn til landsins rís
háslétta upp frá eyðimörkinni, um
1.200 til 1.700 metra há að jafn-
aði. Upp úr hásléttunni gnæfa
nokkur fjöll og er Brandberg hæst
2.580 m. Kalaharieyðimörkin þek-
ur svo austurhluta Namibíu og
mestan hluta Botswana. I suður-
hluta Namibíu gefur meðal annars
að líta Fishriver Canyon, sem eru
næstmestu gljúfur í heimi eftir
Grand Canyon í Bandaríkjunum.
í norðurhluta Namibíu er hinn
heimsfrægi Etoshaþjóðgarður, sem
er um 23 þúsund ferkílómetrar að
stærð, þar sem ganga villt flest
þekktustu dýr Afríku, svo sem ljón,
sebradýr, gíraffar, fílar, vísundar,
hlébarðar, strútar, nashyrningar
o.fl. o.fl. sem of langt yrði að telja
upp. Þjóðgarðurinn er kenndur við
Etosha Pan sem er saltbotn upp-
þornaðs víðáttumikils en grunns
stöðuvatns. Á rigningartímanum
safnast vatn saman í Etosha Pan
og myndar salt stöðuvatn í nokk-
urn tíma. Þá koma hundruð þús-
unda fugla, sem annars halda sig
við strönd Suður-Atlantshafsins,
svo sem flamingóar og pelikanar,
til Etosha að verpa. Mun óvíða í
heiminum vera fjölskrúðugra dýra-
líf en í Etosha þjóðgarðinum.
Samgöngur
Mjög gott vegakerfi er í Namib-
íu og mestur hluti aðal þjóðveganna
malbikaður og í góðu standi. Þar
að auki er þéttriðið net malarvega
sem gerðir eru úr fíngerðri möl eða
eyðimerkursandi. Þessir malarvegir
eru mjög góðir og færir öllum bíl-
um. Landleiðina er því greiðfært
um alla Namibíu og til nágranna-
landanna, einkum til Suður-Afríku,
en einnig til Botswana og Angóla.
Skipaferðir eru milli Evrópu og
Walvis Bay, og stefnir Walvis Bay
í að verða aðalhöfn fyrir hin
landluktu nágrannalönd Namibíu,
svo sem Botswana og Zambíu.
Flugsamgöngur við Namibíu eru
góðar. Aðalflugfélag landsins, Air
Namibia, flýgur þrisvar í viku með
Boeing 747 breiðþotu
frá Evrópu (London og
Frankfurt) til Windho-
ek, og flýgur auk þess
daglega til Jóhann-
esarborgar og Höfða-
borgar (Cape Town) í
Suður-Afríku. Áir
Namibia heldur einnig
uppi áætlunarferðum
innanlands og til An-
góla, Zambíu, Botsw-
ana og Zimbabwe. Tvö
þýsk flugfélög fljúga
til Windhoek, Luft-
hansa og LTU. Flugfé-
lög nágrannalanda
Namibíu, South Afric-
an Airways, Angola
Airlines og Air Botswana halda
einnig uppi áætlunarferðum til
Windhoek.
Namibía sótt heim
Meira en 100 íslendingar eru
búsettir í Namibíu og hefur það
orðið til þess að allmikill fjöldi ís-
lenskra ferðamanna kemur til
Namibíu árlega, til þess að heim-
sækja vini og kunningja, og til
þess að skoða undurfagurt og heill-
andi land. Mér er tjáð af ferðaskrif-
stofum heima á íslandi, að fargjald-
ið frá Reykjavík um London til
Windhoek, fram og til baka, með
Flugleiðum og Air Namibia kosti
um 95.000 krónur, sem ekki er há
upphæð með áætlunarflugi.
íslendingar eru vel kynntir í
Namibíu og vel er tekið á móti
ferðamönnum frá íslandi. Ekki
þarf vegabréfsáritun til Namibíu
og né heldur sérstakar bólusetning-
ar. Ef fyrirhugaðar eru ferðir til
norður- og austurhluta Namibíu að
sumarlagi (frá október til apríl) er
rétt að kaupa í næsta apóteki í
Windhoek malaríutöflur og taka í
öryggisskyni, en annars er ekki
hættara við sjúkdómum í Namibíu
en í löndum Suður-Evrópu.
Lítið er til um Namibíu á prenti
á íslensku. Vilji menn kynna sér
landið betur og/eða hafa hug á að
heimsækja það, þá er sennilega
bestu upplýsingarnar að fá í ferða-
mannabæklingum sem fást í mörg-
um bókaverslunum í Reykjavík,
einkum enskum, dönskum (Politi-
ken) og þýskum. Einnig eru grein-
argóðar upplýsingar um Namibíu
að finna í Encyclopedia Britannica,
og sjálfsagt öðrum uppsláttarritum
líka. Ekki má heldur gleyma verald-
arvefnum en þar er ýmsan fróðleik
að finna um Namibíu.
Höfundur er flugmálasijóri
Namibíu
Grétar H. Óskarsson
flugwélaverkfræðingur
Þjóðleg ferm-
ing í Einars-
staðakirkju
Morgunblaðið. Laxamýri.
MARGT var um manninn í Ein-
arsstaðarkirkju í Reykjadal fyrir
nokkru en þá voru fermd sjö
börn. Messan var sérstök að því
leyti að öll fermingarbörnin
klæddust þjóðlegum búningum
auk þess sem margar konur voru
í íslenskum búningum í kirkj-
unni.
Kór Einarsstaðakirkju söng en
sr. Sigurður Ægisson flutti ræðu
og varaði unga fólkið við ýmsu
sem gæti orðið á vegi þess á lífs-
leiðinni. Þá var altarisganga og
að athöfn lokinni var farið út i
garð þar sem börnin tóku við
heillaóskum ættingja og vina.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
SERA Sigurður Ægisson ásamt fermingarbörnum sínum.
. í
j
-» MC
uj A DQNALDS
< ^
x Hjörtur Nielsen
fhtur i Bláu Húsin
vio Faxafen (Suðurlandsbraut 52)
Við opnum nýja búð 18. júní
með glæsilegri tilboðsviku
Mokkabollar
12 litir
nú Kr. 1.000
Hvíta stellið skál m/loki nú Kr. 995 -35% N
Súpubolli nú Kr. 1.225 -35%
Menuett súkkulaðibolli nú Kr. 995 -35%
Laukmunstur sósukanna nú Kr. 2.920 -35%
Mattarósin diskur á fæti nú Kr. 3.420 -50%
Skál nú Kr. 4.380 -50%
Tíglavasi nú Kr. 3.360 -50%
Oll koníaksglös -20%
járn/Messing kertastjakar nú Kr. 1.000 -65%
Litríkar skálar stórar .K*-fc4ó0“ nú Kr. 1.840 -25%
Litríkar skálar litlar xmœr- nú Kr. 690 -25%
Litríkir kertastjakar stórir nú Kr. 990 -25%
Litríkir kertastjakar litlir JKrrW50* nú Kr. 750 -25%
WMF hnífaparakassar 68 stk nú Kr. 20.880 -30%
WMF hnífaparakassar 24 stk. XrrfcWr nú Kr. 5.895 -30%
Wedgwood matar- og kaffistell -10% til -20%
Villeroy og Boch matar- og kaffistell -10% til -20% v
WEÐGWOOD
V
G ALLO DESIGN
Villeroy & Bocli Group
Wt
10\
iei
Við Faxafen — Suðurlandsbraut 52
Sími 553 6622