Morgunblaðið - 23.06.1996, Side 17

Morgunblaðið - 23.06.1996, Side 17
Morgunblaðið/Sverrir En hvað er það sem ger- ir tónleikana svona skemmtilega? „Við sáum Pál Óskar!“ sagði Ilarpa og skcllti upp úr. „Neeei,“ andmældi Steinunn Maria, „það besta er að sjá goðið, það að sjá Björk á tónleikum.“ „Já, hún er svo æðisleg," sam- sinnti Dísa. Af hveiju? „Vegna þess að hún þorir að vera hún sjálf,“ svaraði Dísa ákveðin. „Já, ein- mitt,“ tók Marta Rós und- ir, sú yngsta í hópnum, „hún er svolítið skrýtin en hún þorir samt að vera hún sjálf, hún er ekki að reyna að vera nein önnur en hún er.“ Með barnabömum á tónleikunum Eftir að Björk var búin að spila og áður en Goldie byijaði virtist Gunnlaugur Þórðarson lögfræð- ingur á lejðinni út. „Ég hef alltaf dáðst að Björk,“ segir hann. „Hún er skemmtilegur og skapandi listamaður. Þetta var stór- kostleg skemmtun með góðri tækni og ljósadýrð. Hún hefur mikla hæfileika og það er mikils að vænta af henni,“ segir Gunnlaug- ur og upplýsir að hann sé á tónleikunum með yngstu dóttur sinni, sex barna- börnum og vinum þeirra. Stoltir Síðasta lag Bjarkar var Its oh so Quiet og áheyrendur lýstu ánægju sinni. Berti og Bertel sögðu endinn frábæran. „Þetta var dálít- ið stutt hjá henni en endaði vel,“ sagði Berti ánægður á svip. Bertel var sömuleið- is hrærður. „Mér fannst myndast ákveðin tengsl þarna inni, á milli Bjarkar og okkar úti á gólfinu; þetta voru nyög persónu- legir og innilegir tónleikar hjá henni. Maður fann fyr- ir stoltinu yfir því að við skulum eiga hana.“ „Já, það er rétt,“ bætti Berti við, „maður er stoltur af henni Björk.“ Goldie frábær Fyrir utan höllina eftir að Goldie hafði kvatt stóð Helga Óskarsdóttir i fjöld- anum. „Meirihátt- ar,“ sagði hún, „það var ótrú- lega gaman að heyra í henni á ís- lensku.“ En hvernig fannst þér Goldie? „Goldie var frábær,“ svaraði hún, „og söngkon- an í bandinu var göldrótt.“ I \

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.