Morgunblaðið - 27.06.1996, Síða 16
16 FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Opinber heimsókn samgöngu-
ráðherra Namibíu til íslands
Vaxandi
samskipti
landanna
*
Islendingur mun aðstoða við upp-
byggingu siglingamálastofnunar
Morgunblaðið/Golli
OSKAR Valentin Plichtaog Halldór Blöndal fylgjast með miðnætursólinni við heimskautsbaug.
OSKAR Valentin Plichta, sam-
gönguráðherra Namibíu, segir ís-
lendinga eiga margvíslega mögu-
leika á viðskiptum í landinu. Hann
hefur verið í opinberri heimsókn
hér á landi frá því á sunnudag,
en heldur heim á leið á morgun,
föstudag. Halldór Blöndal sam-
gönguráðherra segir að samstarf
landanna, íslands og Namibíu hafa
farið vaxandi á liðnum árum og
snúist nú í æ meiri mæli um sam-
göngumál.
Uppbygging
siglingamálastofnunar
Ráðherrarnir hafa undirritað
samkomulag um að Helgi Jóhann-
esson, lögfræðingur í samgöngu-
ráðuneytinu, taki til starfa í sam-
gönguráðuneyti Namibíu 1. októ-
ber næstkomandi, en hann mun
vinna ásamt heimamönnum að
uppbyggingu eins konar siglinga-
málastofnunar í landinu sem yrði
með svipuðum hætti og hér á landi.
Helgi mun starfa í Namibíu í að
minnsta kosti 15 mánuði.
Þá mun Þorgeir Pálsson flug-
málastjóri heimsækja Namibíu til
að aðstoða við uppbyggingu flug-
stöðvarmiðstöðvar þar í landi.
Grétar Óskarsson flugumferðar-
stjóri hefur gegnt starfi flugum-
ferðarstjóra Namibíu um eins og
hálfs árs skeið.
Halldór Blöndal sagði á blaða-
Morgunblaðið/Golli
RÁÐHERRARNIR reyndu fyrir sér með sjóstöng við Grímsey
og hér fagnar samgönguráðherra Namibíu sínum fyrsta fiski.
mannafundi á Akureyri í gær, að
mikil uppbygging væri í Namibíu
og hann vænti þess að þjóðirnar
gætu í framtíðinni unnið nánar
saman, en íslensk fyrirtæki ættu
þar mikla möguleika á viðskipta-
sviðinu.
Undir þau orð tók samgöngu-
ráðherra Namibíu, Oskar Valentin
Plichta, en hann kvaðst afar
ánægður með þau samskipti sem
þegar væru fyrir hendi milli land-
anna. Á annað hundrað Islendinga
starfa í Namibíu um þessar mund-
ir á vegum ýmissa fyrirtæka og
stofnana.
Samstarfið hefði verið afar ár-
angursríkt og ætti hann von á að
það myndi aukast er fram líða
stundir. Hann sagði Afríkubúa
horfa mjög til Namibíu og þeirrar
uppbyggingar sem þar hefði átt
sér stað á liðnum árum og væri
gott að geta bent á þá aðstoð sem
Islendingar hafa veitt.
Heillaðist af Grímsey
Ráðherrarnir ásamt fylgdarliði
Morgunblaðið/Kristján
BIRGIR Össurarson, framleiðslustjóri Strýtu á Akureyri,
gefur samgönguráðherrunum að smakka á rækju.
skoðuðu fyrirtæki í Ólafsfirði,
Dalvík og Ákureyri í gærdag, en
fara til Mývatns og Húsavíkur í
dag, fimmtudag. Áður hafa þeir
komið við í nokkrum fyrirtækjum
í Reykjavík. Plichta kvaðst heillað-
ur af Grímsey, en þangað fór hóp-
urinn á þriðjudagskvöld. Meðal
annars var siglt umhverfís eyjuna
og ráðherrarnir reyndu fyrir sér
með sjóstöng með góðum árangri.
Miðnætursólin við heimskauts-
baug var sjón sem hinir erlendu
gestir sögðust aldrei gleyma.
Samgönguráðherra Namibíu
hefur boðið Halldór Blöndal í opin-
bera heimsókn til Namibíu á næsta
ári. „Ég hlakka mjög til, gagn-
kvæmar heimsóknir af þessu tagi
eru nauðsynlegar til að miðla
þekkingu og reynslu," sagði Hall-
dór. Plichta sagði heimsókn sína
til íslands afar gagnlega og hann
væri sannfærður um að samstarf
þjóðanna ykist bæði í kjölfar henn-
ar sem og væntanlegrar heimsókn-
ar íslenska samgönguráðherrans
til síns heimalands.
Fóru með pabba sínum að sækja fisk til Kóngsfjarðar
Morgunblaðið/Kriatján
SYSTKININ Jana Rut og Andri Þór nýkomin í land.
Náttúrvernd á norðurslóðum
Aætlun um vemd
stuttnefju og langvíu
Sjóveikin
verri en
gubbupest
„MÉR FANNST mjög gaman,
það var alltaf eitthvað skemmti-
legt að gerast,“ sagði Andri Þór
Friðriksson, tíu ára strákur á
Akureyri sem ásamt systur sinni,
Jönu Rut, tólf ára, fékk að fara
með pabba sínum, Friðrik J. Frið-
rikssyni vélsljóra að sækja fisk
fyrir Útgerðarfélag Akur-
eyringa til Norður-Noregs. Þau
sigldu á Hríseynni, sem notuð
hefur verið til fiskflutninganna
en þetta var síðasta ferð skips-
ins. Hriseyjan kom með um 140
tonn af þorski til Akureyrar um
miðnætti aðfaranótt miðviku-
dags og hafði ferðin þátekið
fimmtán daga.
Jana Rut sagðist mest hafa
spilað og líka horft svolítið á
myndbönd á siglingunni. „Svo
þegar við nálguðumst Noreg
náðum við norska sjónvarpinu
og gátum horft á fótboltann,"
sagði hún. Andra þótti afskap-
lega gaman að hjálpa pabba sín-
um í vélinni, hann lensaði og
skaut úr ski)vindunni og þótti
mikið til koma. Þau smíðuðu líka
smáhluti og léku sér með steina-
safnið sitt. Andri var á ferðinni
um allt skipið, enda kölluðu skip-
veijar hann aldrei annað en
Flandra.
„Við sáum tvo hvali og dálítið
marga höfrunga,“ sagði Andri
og Jana bætti við að þau hefði
líka séð hóp af hreindýrurn þegar
til Noregs var komið og elg.
Vegna þess hve stoppið í Kóngs-
firði var langt skelltu þau sér í
svolítið ferðalag um svæðið.
Alltaf góður matur
Andri hældi kokknum á hvert
reipi, „það var frábær matur á
hveijum degi, hangikjöt og
kjúklingar og ís í eftirmat, það
var eiginlega alltaf eitthvað gott
að borða,“ sagði hann en systir
hans var fremur lystarlaus.
„Einu sinni borðaði hún bara tíu
franskar kartöflur - ég taldi þær
- og smá seríos í fjóra daga.“
A leiðinni heim, norðaustan við
landið lentu þau í stinningskalda
og þá sagði sjóveikin heldur bet-
ur til sín. „Ég gubbaði öllu sem
ég borðaði og var rosalega slapp-
ur, þetta var miklu verra en að
vera með gubbupest,“ sagði
Andri. Jana sagði ferðina mikla
ævintýraför, en ein slík dygði
henni. Bróðir hennar getur hins
vegar hugsað sér að fara aftur
í svona langa siglingu, „ef pabbi
fer aftur, þá fer ég líka.“
SKRIFSTOFA samvinnuverkefnis
um náttúruvemd á norðurslóðum
(Conservation of Arctic Flora anda
Éauna, CAFF) hefur formlega tek-
ið til starfa á Akureyri. Snorri
Baldursson líffræðingur hefur verið
ráðinn verkefnisstjóri til eins árs,
en skrifstofan er til húsa í Hafnar-
stræti 97. Skrifstofa CAFF starfaði
í Ottawa í Kanada í um tvö ár
áður en hún var flutt til Akur-
eyrar, þar sem hún verður staðsett
um sinn að minnsta kosti.
CAFF er samvinnuverkefni átta
þjóða; Bandaríkjanna, Kanada,
Rússlands og Norðurlandanna
fimm, en það er hluti víðtækara
samstarfs þjóðanna um umhverfis-
vernd á norðurslóðum. Samþykkt
var á fundi í Inuvik í Kandada í
mars síðastliðnum að setja sam-
starfíð í formlegra horf með stofn-
un sérstaks Norðurskautsráðs.
Ráðherrarnir ákváðu þar einnig
forgangsverkefni fyrir CAFF, sem
verða m.a. framkvæmd áætlunar
um vernd stuttnefju og langvíu og
gerð áætlunar um hvemig ákvæð-
um sáttmála Sameinuðu þjóðanna
um líffræðilega fjölbreytni verður
fylgt eftir á norðurslóðum.
Dr. Snorri Baldursson er fæddur
á Ytri-Tjörnum í Eyjafirði, hann
er stúdent frá Menntaskólanum á
Akureyri og lauk B.Sc.-prófi í líf-
fræði og prófi í kennslu- og uppeld-
isfræði frá Háskóla íslands 1979
og MA-gráðu í líffræði frá Univers-
ity of Colorado í Bandaríkjunum.
Árið 1993 hlaut hann doktorsgráðu
í plöntuerfðafræði frá Landbún-
aðarháskólanum í Kaupmanna-
höfn. Snorri hefur starfað sem sér-
fræðingur hjá Rannsóknarstöð
Skógræktar ríkisins á Mógilsá síð-
ustu þrjú ár.
-----» ♦ ♦----
Vinir Dóra
í Deiglunni
TÚBORGDJASS Café Karólínu og
Listasumars verður að venju í Deigl-
unni í kvöld, fimmtudagskvöld. Að
þessu sinni leikur hljómsveitin Vinir
Dóra, en hún hefur verið starfrækt
í á annan tug ára og fyrir löngu
skipað sér fastan sess í tónlistarlífi
landsins. Á tónleikunum spilar
hljómsveitin sérstaka efnisskrá sem
hún hefur unnið að undanfarið.
Tónleikarnir hefjast kl. 21.30 og er
aðgangur ókeyþis.