Morgunblaðið - 27.06.1996, Síða 24

Morgunblaðið - 27.06.1996, Síða 24
MORGUNBLAÐIÐ 24 FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 1996 NUS OPIÐ I DAG FRA KL. 12.00 TIL 18.30. SS lambarif, eitt kíló 178 SS krydd lambaframpartur, pr. kg 399 EÍnnota útigrill með kolum +vírplötu 178 BÓNUS pitsur 12" - þrjár tegundir 179 Fjórir hamborgarar með brauði 199 Heílt kíló af nýju kjötfarsi 199 Tvö hamborgarabrauð í pakka 29 BÓNUS hamborgarasósa, 400ml 99 DALOON kínarúllupakki 299 BÓNUS ídýfa; þrjár tegundir 59 100% heilhveitibrauð 89 3 metrar af RP álpappír 65 :NETTE ísterta með vanillubragði 159 Gular melónur, hunangs pr. kg 59 ísberg salathöfuð, pr. stk. 49 Greipávöxtur hvítur, verð pr. kg 39 OLW snakkpoki, 300g 179 Þrír pakkar af LILAN kremkexi 179 VIOLA matarolía - 1,4 lítri 169 SÍRÍUS rjómasúkkulaði, 200g 149 Einn lítri af SVALA 45 BÓNUS appelsín, 2 lítrar 79 RP uppþvottalögur, einn lítri 39 Átta rúllur af WC pappír 139 Mr. PROPER hreinsiefni, tveir saman 169 Salatskál með salatáhöldum 199 KAABER kaffi á besta verðii Með tveimur 700g RÍÓ kaffipokum fylgir ömmu kaffistampur FRÍTT Opið á morgun, föstudag frá 12.00 tíl 19.30 NOA Fimm ferðatöskur, sett 7.900 Fimmtán lítra vatnsbrúsi 259 Melissa handryksuga í tjaldið 1.297 20" reiðhjól með sex gírum 11.900 Bakpoki með veiðistól 897 Svefnpoki, verð frá: 1.597 Ferkantað grill á hjólum 2.790 Barna sumarkjóll 897 Dömu sumarkjóll 1.197 Hitabrúsi, hálfs lítra 179 Melissa brauðrist 1.790 \elissa hraðsuðuketill 2.250 Melissa krullujárn 497 Sextán Libbey partíglös 497 HEIÐMERKURSETT FYRIR FJÓRA!!! Matar og kökudiskar, bitabox, hnífapör, kaffibollar og glös, verð aðeins 757 krónur!! Afgreiðslutími á laugardag er 10.00 til 16.00 til 17.00 í Holtagörðum. Á sunnudag er LOKAD Holtagörðum vegna vörutalnlngar NEYTEIMDUR Viðskiptavinir koma með skyrturnar Búið að strauja þúsund skyrtur „VIÐ erum búin að strauja um þús- und skyrtur á viku,“ segir Sævar Karl Ólason klæðskeri en hann sendi viðskiptavinum sínum nýlega bréf þar sem þeim var boðið að koma með skyrtur merktar Boss, Van Laack eða Hugo og fá þær til baka daginn eftir þvegnar og straujaðar. Einnig er séð um að festa tölur á skyrturnar og setja pinna í harða flibba vanti slíkt. Sá sem fram til þessa hefur kom- ið með flestar skyrturnar var með átján en síðan eru margir sem bara koma með eina skyrtu. Á undanförnum árum segist Sæv- ar Karl hafa selt um tuttugu og fimm þúsund skyrtur og telur því næsta öruggt að fleiri skyrtur eigi eftir að bætast í bunkann en tilboð- ið stendur fram til 1. júlí næstkom- andi. „Þegar ég býðst til að festa tölur veit ég að þær detta næstum aldrei af þessum skyrtum. Þær eru vand- aðar og dýrar og ef það kemur fyr- ir að þær detti af þá er frekar að þær brotni því á öllum þessum skyrt- um eru skeltölur. Ég hef viðað að mér miklum fjölda af skeltölum núna og er við öllu búinn. Það sama á við um pinna í harða flibba. Hef líka boðist til að hreinsa fötin - Hvaðan fékkstu þessa hug- mynd? „Ég hef engan hitt sem hefur gert þetta. Þegar ég talaði við fyrir- tæki sem ég kaupi af erlendis og var að panta pinna í flibba sagði ég frá þessu uppátæki. Ég veit hreinlega ekki hvort maðurinn hélt að mér væri alvara hann hló svo mikið. Ég hef hins vegar gert þetta af og til með öðrum hætti, boðist til að lagfæra föt, hreinsa þau og svo framvegis. - Hver straujar hjá þér núna fyr- ir viðskiptavinina? „Starfsmennimir sjá um það. Ég er búinn að kenna þeim sjálfur hand- bragðið við að strauja skyrtur eins og ég vil hafa þær.“ - Ertu að mæta samkeppninni með þessum hætti? „Já, það eina sem ég get gert er að auka þjónustuna, því ekki get get ég lækkað verðið.“ Tekur sjö mínútur að strauja skyrtu Sævar Karl hefur stundum haldið sýnikennslu fyrir viðskiptavini sína hvernig strauja eigi skyrtur. „Marg- ir karlmenn virðast halda að konur eigi bara að strauja en það er mik- ill misskilningur. í heildina vinna þær oft meira en karlmennirnir og þeir eiga því að sjá um þessa vinnu Morgunblaðið/Ásdís sjálfir. Það þarf líka ekki að taka meira en sjö mínútur að strauja eina skyrtu.“ Þegar Sævar Karl er spurður hver sé galdurinn við að strauja skyrtu á svo skömmum tíma segir hann: „Galdurinn er fólginn í að byija rétt og enda rétt.“ Hann segir að byrja eigi á flibbanum, svo strauja mansétturnar og ermar, síðan boð- unginn þar sem tölurnar eru. Þá er það hinn boðungurinn og straujað hringinn. Endað er á öxlum. „Skyrt- una þarf því bara að hreyfa sjö sinn- um á strauborðinu. Lykilatriði er að straujárnið sé heitt og skyrtan rök. Síðan fer straujámið auðvitað fljótt yfir svo skyrtan brenni ekki.“ - Straujarðu alltaf skyrturnar þípar sjálfur? „Árum saman gerði ég það en ein- mitt þessa dagana hefur starfsfólkið verið í þjálfun hjá mér og því séð um að strauja af mér í leiðinni. Kínversk matargerð er hans sérgrein NÝLEGA hóf Ho Fei Cheung mat- reiðslumeistari störf á veitinga- staðnum Sjanghæ. Hann kemur frá Hong Kong og sérgrein hans er kantónsk matargerð en hún þykir með því besta í kínverskri matar- gerð. Ho hefur undanfarin tuttugu ár unnið á ýmsum þekktum veitinga- húsum í Amsterdam og hefur þegar tekið til hendinni í eldhúsinu á Sjanghæ. Meðal rétta sem Ho ætlar að bjóða gestum sínum á næstunni em kantónsk önd, Monsjú Pok, pönnusteikt lambakjöt með sesam, Morgunblaðið/Þorkell léttsteikt tofú með grænmeti og fiskur með chili-sósu. Ho gefur hér lesendum uppskrift að kinverskum svínakjötsrétti. Kínverskur svmakjötsréttur Fyrir fjóra 500 g beinlaus svínahryggur ___________eóa kambur____________ 1 tsk þriðja kryddið ________1 tsk fimmtg kryddið_____ ____________2 tsk sykur__________ __________2 tsk mataolíg_________ ___________2 tsk hunang 3 tsk hoi-sin sósa Blandið saman kryddi og sykri og marínerið svínakjötið í kryddinu í að minnsta kosti 45 mínútur eða yfir nótt. Penslið olíu, hoi-sin sósu og hun- angi á kjötið og bakið það síðan í ofni í 35-40 mínútur við 190°C. Sneiðið kjötið rétt áður en það er borið fram. Sósu má gera úr marín- eringu, soði af svínakjöti og vatni. Berið fram meðjasmin-gijónum. ■ Amerísku Fléttumotturnar komnar aftur .JVIRKA ■ Mörkin 3. Sími 568 7477 Lokað á laugdaginn frá 1. júní - 1. september. HO Fei Cheung mat- reiðslumeistari sem nú er kominn til starfa hjá veit- ingastaðnum Sjanghæ. Glcesileg kristallsglös í miklu úrvali SILFURBUÐIN Kringlunni 8-12* Sími 568 9066 - Þar fcerÖu gjöfina - i i í I (•' i t f. L L i r I tí ‘ i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.