Morgunblaðið - 27.06.1996, Síða 28
28 FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Karadzic berst við að halda völdum
Setur skilyrði
fyrir afsögn
e. Reuter.
„FORSETI" Bosníu-Serba, Radovan
Karadzic, berst nú við að halda völd-
um og setti í gær skilyrði fyrir af-
sögn sinni sem útilokað er talið að
gengið verði að. Serbneska frétta-
stofan VIP sagði að Karadzie hefði
sagst myndu láta af völdum ef lýð-
veldi Bosníu-Serba yrði viðurkennt
á alþjóðavettvangi og að Bosníu-Ser-
bar fengju yfirráð yfir borginni
Brcko, sem er í norðurhluta Bosníu
og hart hefur verið deilt um.
Þing Bosníu-Serba í Pale hefur
ekki staðfest fréttir um þetta tilboð
Karadzic. Þá lýsti Carl Bildt, sem
stjórnar alþjóðlegu uppbyggingar-
starfi í Bosníu, því yfir í gær að
hann hefði engan áhuga á að ræða
við Karadzic um kröfur fyrir afsögn
þess síðarnefnda. „Eina skilyrðið af
okkar hálfu er að [Serbar] hlíti þeim
skilyrðum sem sett eru í friðarsam-
komulaginu," sagði Bildt.
„Eini forseti Bosníu-Serba“
Slobodan Milose.vic, forseti Serb-
íu, krafðist þess á þriðjudag að
Karadzic viki þegar í stað, vegna
hótana um að ella tækju viðskipta-
þvinganir Sameinuðu þjóðanna
gagnvart Serbíu gildi að nýju. Á
meðal þess sem Serbar hóta Bosníu-
Serbum, er að loka landamærum
Serbíu fyrir Bosníu-Serbum og taka
fyrir öll viðskipti og aðstoð.
Átakafundur var haldinn á þingi
Bosníu-Serba vegna málsins. Fullyrt
er að þar hafi einn þingfulltrúa beð-
ið Karadzic um að segja ekki af
sér, þar sem hann væri eini forseti
Bosníu-Serba.
Brcko stendur við ána Sava og
tengir austur- og vestursvæði Bos-
níu-Serba. Telja þeir öryggi sínu
ógnað svo lengi sem hann sé ekki á
valdi þeirra. Fyrir stríðið í Bosníu
voru flestir íbúanna múslimar og
Króatar en samkvæmt Dayton-frið-
arsamkomulaginu um skiptingu
Bosníu, á að úrskurða um örlög
bæjarins með gerðardómi.
Krafa Karadzic um viðurkenningu
á lýðveldi Bosníu-Serba þótti óljóst
orðuð en útilokað er talið að gengið
verði að henni, feli hún í sér að lýð-
veidið verði fullvalda.
Christopher í Mið-Austurlöndum
„Land fyrir frið“
aðeins viðmiðun
Kaíró. Reuter.
WARREN Christopher, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, sagði í
gær, að líta beri á það grundvallar-
atriði friðai-viðræðna í Mið-Austur-
löndum að ísraelar láti af hendi land
fyrir frið, sem viðmiðunarreglu sem
ef til vill þurfi að breyta.
Christopher er nú á ferð um Mið-
Austurlönd og átti í gær fund með
Hosni Mubarak, Egyftalandsforseta,
í Kaíró, og Yasser Arafat, forseta
sjálfstjórnarsvæða Palestínumanna.
Christopher kvaðst að fundunum
loknum hafa ráðlagt fulltrúum araba
í viðræðum við stjóm nýkjörins for-
sætisráðherra ísraeis, Benjamins
Netanyahus, að túlka þetta grund-
vallaratriði „í ljósi þess hvernig
málum er í raun og veru háttað."
Markmið ferðar Christophers er
að leita sameiginlegs_ grundvallar
fyrir arabalöndin og ísraela, eftir
að Netanyahu lét í ljósi efasemdir
um gildi þess að láta af hendi land
í skiptum fyrir frið, sem hefur verið
grandvöllur friðarviðræðna fyrir
botni Miðjarðarhafs undanfarin
fimm ár.
Flestir arabaleiðtogar eru_ fylgj-
andi því að viðræðum við ísraela
verði fram haldið, en sætta sig ekki
við að fyrrnefndum grundvelli verði
varpað fyrir róða.
ERLENT
Reuter
RÚSTIR fjölbýlishússins í bækistöð Bandaríkjahers í austurhluta Saudi-Arabíu eftir sprengjutilræðið.
Ellefu metra djúp-
ur gígnr myndaðist
Dubai, Kaíró, Washington. Reuter.
SPRENGJAN sem sprakk við fjöl-
býlishús í bækistöð Bandaríkjahers
í borginni Khobar í austurhluta
Saudi-Arabíu í fyrrinótt lagði fram-
hiið hússins, og öll herbergi sem
lágu að henni, í rúst.
Bandarískir embættismenn segja
að 23 hafi látist í sprengingunni og
105 séu alvarlega slasaðir, og Saudi-
Arabar segja að alls hafi 389 manns
slasast. Bill Clinton, forseti Banda-
ríkjanna, hyggst halda til Saudi-
Arabíu og heimsækja hina slösuðu.
Björgunarfólk hófst þegar handa,
sumt berhent, við að grafa í rústun-
um, þar sem rifnar rúmdýnur, brotin
sjónvarpstæki og húsgögn voru inn-
an um steinsteypubrot. Gluggapóst-
ar lágu á víð og dreif um nágrenn-
ið, og I sýndi saudi-arabíska sjón-
varpið nálægar byggingar sem höfðu
laskast við sprenginguna. Nokkrir
bílar í grenndinni brannu og aðrir
beygluðust.
Ellefu metra djúpur og 28 metra
víður gígur myndaðist við húsið þar
sem sprengjan sprakk. Þetta er í
annað sinn á einu ári sem hermdar-
verkum er beint gegn bandarískum
hermönnum í Saudi-Arabíu.
Nieolas Burns, talsmaður banda-
ríska utanríksiráðuneytisins, tjáði
fréttamönnum í Kaíró að ekki væri
vitað til þess að nein samtök eða
hópur hefði 'lýst sig ábyrgan fyrir
tilræðinu.
Bandarískar sjúkraflugvélar flugu
frá Þýskalandi, þar sem gerðar voru
neyðarráðstafanir á stærsta her-
sjúkrahúsi Bandaríkjamanna, til að
sækja slasaða í gær.
Clinton átti í gær fundi með nán-
ustu ráðgjöfum sínum í Hvíta húsinu
þar sem „rætt var alvarlega" um
að forsetinn færi til Saudi-Arabíu,
að sögn embættismanna. Hefði for-
setinn áhuga á að heimsækja banda-
rísku hermennina eftir að forsetinn
hefur setið leiðtogafund helstu iðn-
ríkja heims, sem haldinn er í Lyon
í Frakklandi í dag og á morgun.
Fahd, konungur Saudi-Arabíu,
vottaði Clinton samúð sína í gær.
Hafa yfirvöld í'báðum ríkjum heitið
því að þeim, sem bera ábyrgð á
sprengjutilræðinu, verði refsað.
Tilræðið var fordæmt um ailan
heim í gær. John Major, forsætisráð-
herra Bretlands, sagði það hafa ver-
ið „hreinræktað illskuverk."
Bob Dole gagnrýnir ákaft utanríkisstefnu Clintons
Sakar Rússa um undir-
róður í grannríkjum
Inltin
Philadelphia. Reuter.
BOB Dole, væntanlegt forsetaefni
repúblikana í Bandaríkjunum, sakar
Biil Clinton forseta um „óákveðni,
vingulshátt og veiklyndi" í samskipt-
um við Evrópuþjóðimar og telur að
hagsmunir Bandaríkjanna og heims-
friðurinn geti verið í hættu vegna
þessa. Dole sagði I ræðu á þriðjudag
að hann vonaði að Borís Jeltsín Rúss-
landsforseti sigraði í síðari umferð
forsetakosninganna en réðst harka-
lega á stefnu Rússa gagnvart fyrr-
verandi sovétlýðveldum.
A1 Gore varaforseti sagði í gær
að Dole virtist „sjá eftir kalda stríð-
inu“ en taldi Dole öðru leyti vera í
stóram dráttum sammála stefnu
Clintons í deilum um stækkun NATO
og gagnvart Rússlandi.
Dole, er sjálfur samþykkti í þing-
mannstíð sinni með semingi að
bandarískir hermenn færa til Bosníu,
sagði að Clinton hefði nú enga hug-
mynd um það hvemig fara ætti að
því að kalla herinn heim á ný eða
hvernig leysa bæri þann vanda sem
friðargæsluliðið átti að kijást við.
Forsetinn hefði stöðugt látið und-
an bandamönnunum I Evrópu og
Rússum og látið bandaríska hags-
muni víkja fyrir meira eða minna
vafasamri eða haldlítilli samstöðu.
„Þetta er ekki forysta og þetta hefur
skaðað hagsmuni okkar allra - jafnt
Rússa, Evrópumanna sem Banda-
ríkjamanna".
Frambjóðandinn hvatti til þess að
NATO yrði stækkað og sagðist vera
ar.dvígur hvers konar neitunarvaldi
af hálfu Rússa í þeim efnum. Segja
bæri Rússum að NATO væri vamar-
bandalag sem ætti ekkert skylt við
þá mynd sem dregin hefði verið upp
af því í áróðri kommúnista á sovét-
skeiðinu, sú mynd væri jafn röng nú.
Dole sakaði Rússa um að stunda
„herferð undirróðurs, ógnana og
efnahagslegra þvingana gegn öðram
sjálfstæðum ríkjum Sovétríkjanna
sem voru“.
„Óheppileg rómantík“
Dole sagði að „óheppileg róman-
tík“ í viðhorfum Clintons til Rúss-
lands hefði valdið því að forsetinn
hefði reynt að grípa inn í og stjórna
í smáatriðum valdataflinu í rúss-
neskum innanlandsmálum í staðinn
fyrir að bregðast við vaxandi þjóð-
ernisstefnu í utanríkisstefnu Rússa.
Frambjóðandinn hét því að vinna
að því að treysta nýfengið sjálfstæði
gömlu sovétlýðveldanna ef hann
yrði forseti. Dole og Clinton ræddu
í vikunni við forseta Eystrasaltsríkj-
ana þriggja í Washington og lýsti
Dole eindregnum stuðningi við óskir
Eystrasaltsþjóðanna um að fá aðild
að NATO.
„Járntjaldinu hefur verið lyft en
tómarúm í öryggismálum er eftir í
Evrópu - frá ströndum hins lýðræð-
islega Pólands til stranda hinnar
frjálsu Slóveníu," sagði Dole. Minnti
orðalagið mjög á fræga ræðu er
Winston Churchill, forsætisráðherra
Bretlands á stríðsárunum, flutti í
Bandaríkjunum árið 1946 er hann
hvatti til þess að útþensla Sovét-
manna í Evrópu yrði stöðvuð.
Sextán manns
slösuðust í hraðlest
SEXTÁN manns slösuðust er
hraðlest fór út af sporinu í
Gero í Japan í gær.
Urhellisrigning er talin hafa
átt sinn þátt í slysinu því grjót
hafði hrunið á teinana. Voru
150 farþegar með hraðlest-
inni.