Morgunblaðið - 27.06.1996, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 27.06.1996, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ1996 31 Reuter Mótmæla verðlækkun afurða GRÆNMETISBÆNDUR á á götur og torg borga og bæja. í Bretaníuskaga í Frakklandi mót- bænum Quimper stungu þeir þó mæltu lækkandi afurðaverði í einnig körfukáli í innkaupatöskur gær með því að sturta grænmeti kvenna sem komu á vettvang. V angaveltur um afsögn Gro Harlem Brundtland Ósló. Reuter. GRO HARLEM Brundtland, forsæt- isráðherra Noregs, gaf í gær loðin svör við orðrómi um að hún hygðist segja af sér á næstunni til að gefa Torbjorn Jagland, leiðtoga Verka- mannaflokksins, tækifæri til þess að sitja í embætti áður en gengið verður til þingkosninga í september á næsta ári. Þá hefur hún einnig verið orðuð við embætti framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Á blaðamanna- fundi, sem forsætisráðherrann held- ur á hálfs árs fresti og boðað var til í gær, mátti túlka flest svör hennar um mögulega afsögn á tvo vegu. í síðustu viku birti Arbeiderbladet sem hefur góð tengsl við Verka- mannaflokkinn, vangaveltur um mögulega afsögn Brundtland en hún Forsætisráðherr- ann gefur óljós svör neitaði að svara öllum spurningum um málið þar til í gær. Eina skýra svarið sem hún gaf á blaðamanna- fundinum varðandi málið var að hún hefði ekki enn tekið ákvörðun, aðra en þá að bjóða sig fram til til setu á Stórþinginu næsta kjörtímabil, að því er fram kemur í Aftenposten. Brundtland sagðist hinsvegar telja nauðsynlegt að tilkynna hver yrði forsætisráðherraefni flokksins all- nokkru áður en gengið yrði til kosn- inga. Sagði hún nægja að ákvörðun lægi fyrir næsta sumar. Stjórnmálaskýrendur hafa sagt umræðuna um afsögn vera rökrétta. Kjósendur þurfi tíma til að kynnast Jagland sem nýjum leiðtoga en Brundtiand segir það gefið að hann verði eftirmaður sinn. í Aftenposten segir að reynslan sýni að fyrrverandi forsætisráðherrar hafí átt erfitt með að finna sér starfs- vettvang á þingi. Hins vegar er full- yrt að staða framkvæmdastjóra SÞ freisti Brundtland. Ekki verði tekin ákvörðun um hver hljóti 'nana fyrr en eftir bandarísku forsetakosning- arnar í nóvember. Sækist Brundland eftir embættinu, muni hún sitja áfram um sinn enda sé sitjandi for- sætisráðherra mun vænlegri kostur en óbreyttur þingmaður. HíJptlíi a míklu hungri Lissabon. Reuter. HÆTT er við gífurlegu hungri milljóna Afríkubúa taki bændur, stjórnmálamenn og hjálparstofnan- ir ekki saman höndum um að stöðva gróðureyðingu. Þessu er haldið fram í skýrslu sem lögð var fyrir sérfræðingaráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um gróðureyðingu, sem nú stendur yfir í Portúgal. í skýrslu SÞ segir, að á næstu áratugum muni a.m.k. 150 milljónir manna neyðast til að flýja heim- kynni sín sakir vatnsskorts og gróð- ureyðingu. Eyðimerkur breiðist út í Afríku og stafi eyðingin af ofbeit og óheppilegum ræktunar- og nýt- ingaraðferðum í landbúnaði. Að óbreyttu stefni í miklar hörmungar í álfunni EvmnuoE UTANBORÐSMÓTORAR ...og þú ert fær í flestan sjó! ÞOR HF REYKJAVÍK - AKUREYRI Reykjavík: Ármúla 11, s: 568-1500 Akureyri: Lónsbakka, s: 461-1070 Blað allra landsmanna! - kjarni niálsins! • • BJORGUM BESSASTÖDUM Til þeirra kjósenda sem ætla að láta úrslit skoðanakannana ráða vali sínu á forsetaframbjóðanda: Nýjustu skoðanakannanir sýna mun á öðru oq þriðja sæti. Til að nýta samtakamátt okkar leqqjum við til að kjósa þann frambjóðanda sem hefur næstmest fylqi í könnun Gallups sem kirt verður í daq fimmtudaqinn 27. júní." Stðndum saman! SAMTOKIN: "IGUÐS BÆNUM EKKI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.