Morgunblaðið - 27.06.1996, Síða 36
36 FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Gallery Vermillion í London í eigu Helgu Láru Haraldsdóttur listakonu
Lítið „Unu-
hús“ í London
GALLERY Vermillion,
í eigu Helgu Láru Har-
aldsdóttur listakonu,
hefur nú verið rekið í
hálft annað ár. Á þeim
tíma hefur tylft ís-
lenskra listamanna
sýnt verk sín, en að
sögn Helgu Láru er
aðaláherslan lögð á að
kynna íslenska nútí-
malist í London. Helga
Lára hefur verið búsett
í Bretlandi síðasta ára-
tuginn við nám og
störf og þekkir því
listaheiminn vel þar
ytra.
Nú er nýlokið sýningu Ingu
Hlöðversdóttur í Gallery Vermilli-
on en hún tilheyrir þeim hópi lista-
manna sem á innangengt í „Unu-
húsi“ sem Helga Lára nefnir gall-
eríið sitt í gríni. „Þetta er eina
íslenska galleríið á þessum slóðum
og mitt starf felst aðallega í því
að koma á framfæri íslenskum
listamönnum og afurðum þeirra.
Þetta er að hluta til aðsetur ís-
lenskra listamanna og hingað
koma þeir með verk sín. Og fá
gistingu og pönnukökur ef með
þarf. Breskir listamenn hafa einn-
ig sýnt áhuga á að koma sínum
verkum að, en ég raða þeim aftar
á forgangslistann í Gallery Ver-
million." Meðal sýninga í galleríi
Helgu Láru má nefna „Átta ís-
lenskar konur í London" í fyrra,
en á þeirri sýningu voru sýnd verk
sjö íslenskra listakvenna auk
Helgu Láru sjálfrar. „Þarna voru
konur á ólíkum aldri, með ólíkan
bakgrunn í listsköpun sinni og það
tókust góð 'kynni með okkur.
Áhuginn fyrir nútímalistinni
tengdi okkur saman framar öðru,“
segir Helga Lára.
Sjálfstæður
rekstur
Það er ekkert
áhlaupaverk að opna
íslenskt gallerí í
London, en Helga
Lára býr að geysi-
mikilvægri reynslu og
þekkingu sem nauð-
synleg er þeim sem
hyggst koma sér
áfram á þessu sviði.
„Það er tímafrekt að
safna viðskiptavinum
og -samböndum en á
þeim tíma sem ég
starfaði að kynningu
á breskri list á vegum
British Council kom ég mér upp
samböndum sem hafa nýst mér.
Þrátt fyrir það er áhættan nokkur
og fram að þessu hefur galleríið
borið sig án utanaðkomandi
styrkja en nú er svo komið að mig
vantar fjármagn til að flytja gall-
eríið á betri stað þar sem vaxtar-
möguleikarnir eru betri,“ segir
Helga Lára. Helga Lára hefur
sótt í tvígang um styrk til ís-
lenskra yfirvalda en fengið neitun
í bæði skiptin. En hveiju ber að
launa galleríi sem státar af sjálf-
stæði en vill svo fá styrk þegar
allt fer í gjaldþrot? Er ekki um
að ræða misbrest í rekstri sem
ríkið á að borga? Helga Lára svar-
ar því til að hún myndi vel una
því að fá ekki styrki svo framar-
lega sem gott aðgengi væri að
rökstuðningi yfirvalda fyrir styrk-
synjunum og -veitingum til handa
íslenskum listamönnum erlendis. I
annan stað hefur galleríið fengið
það góðar undirtektir af hálfu ís-
lenskra listamanna og breskra
fjölmiðla að full ástæða er til að
hyggja á hærri brautir.
Menntamálaráðuneytið hefur
Helga Lára
Haraldsdóttir.
HELGA Lára í galleríi sínu við Tooting Road í London.
stungið upp á því við Helgu Láru
að hún starfaði í Skandinavíu eða
Þýskalandi þar sem akurinn er
betur plægður en hún lítur svo á
að hún sé að plægja akurinn í
London og áhuginn þar er nægi-
lega mikill að það er vel þess virði
að styrkja þá sem allar forsendur
hafa til að koma íslenskri nútíma-
list á framfæri. „Sýningar í gallerí-
inu mínu hafa fengið góða umfjöll-
un í mikilvægum blöðum eins og
Time out en það fer feiknalegur
tími í kynningarstarfið og nú leita
ég stuðnings hér heima til að halda
áfram kynningu á íslenskri nú-
tímalist í London,“ segir Helga
Lára að lokum.
Sýningu
Rögnu að
ljúka
SÝNINGU Rögnu Róbertsdótt-
ur í Ingólfsstræti 8 lýkur nú á
sunnudag.
Verkin á sýningunni eru unn-
in úr vikri og rauðamöl, sóttum
að rótum Heklu og út á Reykja-
nesskaga. Þau eru sérstaklega
unnin í rými Ingólfsstrætis 8
og að aflokinni sýningu verða
þau skafin af veggjunum og
verða eftir það aðeins til á ljós-
myndum og í hugum þeirra sem
þau sáu.
Arni Rúnar
í Galleríi
Horninu
ÁRNI Rúnar Sverrisson opnar
sýningu á nýjum olíuvekum í
Galleríi Horninu í Hafnarstræti
15 laugardaginn 29. júní kl. 17
og ber sýningin yfirskriftina
Eyja hugans.
Árni Rúnar lauk sveinsprófi
í húsasmíði 1977 og stundaði
eftir það nám við Myndlista-
og handíðaskóla Islands. Hann
hefur haldið þijár einkasýning-
ar og tekið þátt í samsýningu.
Sýning Árna Rúnars Sverris-
sonar stendur til 17. júlí.
Lágmyndir
unnar í
steypu
ÍRIS Elfa Friðriksdóttir opnar
sýningu í Galleríi Sævars Karls,
föstudaginn 28. júní. Sýningin
samanstendur af lágmyndum
unnum í steypu.
íris stundaði nám við Mynd-
lista- og handíðaskóla íslands
frá 1980-1984 en hóf þá nám
í Jan Van Eyck Akademie í
Maastricht til ársins 1986.
Hún hefur tekið þátt í fjölda
samsýninga og er þetta fimmta
einkasýning hennar.
Hundruð kvikmyndahátíða á þessu ári
Enginn hátíðarbragur,
heldur hátíðarslagur
SAMKEPPNI á meðal kvikmynda-
hátíða víða um heim er orðin svo
mikil að ýmsum þykir nóg um. Um
400 hátíðir verða settar á árinu,
en svo virðist sem borgir og bæir
telji það vísa leið inn á menningar-
kort heimsins að hafa kvikmynda-
hátíð.
Flestar hátíðirnar hafa náð að
festa sig í sessi, sérstaklega þær
sem bjóða eingöngu upp á afmark-
aða efnisflokka eins og barnamynd-
ir, hryllingsmyndir, stuttmyndir
o.s.frv.
Kvikmyndahátíðir þar sem sýnd-
ar eru myndir almenns efnis þurfa
samt töluvert fyrir því að hafa að
ná athygli íjölmiðla og slagurinn
er mikill, því hátíðir almenns efnis
eru á annað hundrað talsins í heim-
inum. í sérflokki eru þó kvikmynda-
hátíðarnar í Cannes, Berlín og Fen-
eyjum, en þær bera höfuð og herð-
ar yfir allar aðrar hátíðir í heimin-
um, hvort sem um ræðir bam-
myndahátíð eða almenna kvik-
myndahátíð. Þessar þijár frægustu
hátíðir vinna myndunum, sem taka
þátt, mikið brautargengi og á veg-
um hverrar hátíðar fyrir sig er
starfræktur viðskiptamarkaður fyr-
ir sýningar- og höfundarrétt.
A undanförnum árum hafa kvik-
myndahátíðirnar í Cannes og Beriín
reitt sig mikið á framleiðslu frá
Hollywood en því fylgir mikill
ávinningur ef það tekst að laða að
sem flestar stjörnur úr kvikmynda-
heiminum. Reyndar er svo komið
að sumar kvikmyndir eru fram-
leiddar sérstaklega með „hátíðar-
markaðssetningu" í huga. Myndir
Kieslowskis, Blár, Hvítur og Rauð-
ur, eru dæmi um þetta en einnig
má nefna myndir Bertolucci og
Lars von Trier sem hverra útgáfa
miðast við setningu hátíðarinnar í
Cannes í maí.
Þó að mikil samkeppni sé á milli
A-hátíðanna þriggja um að fá til
sín myndir eftirlætisframleiðend-
anna stendur Feneyjarhátíðin nokk-
uð utan við slag Berlínarhátíðarinn-
ar og Canneshátíðarinnar. í því til-
liti skiptir tímasetningin máli, þar
sem aðeins tveir og hálfur mánuður
líður á milii Cannes í maí og Berlín-
ar í febrúar en Feneyjarhátíðin fer
fram í september ár hvert.
Slagurinn getur verið með ýmsu
móti. Canneshátíðin neitar t.d. að
taka við mynd sem sýnd hefur verið
á samkeppnishátíð á þeim forsend-
um að myndin muni ekki vekja eins
mikla eftirvæntingu og ný mynd.
En slík einstrengingsleg samkeppn-
isstefna getur haft óheppilegar af-
leiðingar í för með sér. Gott dæmi
er The Crying Game sem Canneshá-
tíðin varpaði frá sér af þeim sökum.
Myndin hlaut svo sex Óskarst.ilnefn-
ingar og máttu þá Cannesmenn
naga sig í handarbökin.
En hvað kostar að keppa í kvik-
myndum? Gera má ráð fyrir að
kostnaður við eina mynd á Á-hátíð-
irnar geti farið upp í 10 milljónir.
I þeirri upphæð felst öll hugsanleg
kynning auk uppihalds og launa
fjölmiðlafulltrúa og þeirra sem
fylgja myndinni alla leið. Og enn
sem komið er hafa raddir ekki
heyrst, sem efast um gildi slíkrar
fjárfestingar.
Styrkur A-hátíðanna getur líka
lamað aðrar kvikmyndahátíðir eins
og eftirfarandi dæmi sýnir. Á al-
þjóðlegu kvikmyndahátíðinni í
Tókýó í október fékk enginn leikari
verðlaun fyrir bestan leik vegna
þess að keppendur fullnægðu ekki
lágmarkskröfum dómnefndar.
Ástæðuna kvað einn aðstandenda
vera þá að ekki væri nógu langt
um liðið frá Feneyjarhátiðinni. „Við
virðumst einfaldlega sitja uppi með
afgangana," sagði einn af aðstand-
endum hátíðarinnar.
Byggt ú Eonomist.
ÓLAFUR Árni Bjarnason. Morgunblaðið/Kristinn
Olafi Arna hrósað fyrir
söng í „La Traviata“
ÓLAFUR Árni Bjarnason óperu-
söngvari fær lofsamlega umfjöllun
fyrir söng sinn í uppfærslu óper-
unnar í Stamford í Connecticut á
„La Traviata" eftir Giuseppi Verdi
og er sagður meiri fengur að hon-
um en ýmsum stórsöngvurum, sem
rekið hefði á fjörur Bandaríkja-
manna og meira hefði verið látið
með.
Sýning Connecticut Grand Op-
era & Orchestra á „La Traviata“
má teljast söguleg að því ieyti að
þar var fyrsta sinni verið að flytja
upprunalegu útgáfu Verdis að
óperunni, sem skrifuð var 1853.
Jerome R. Sehulster, gagnrýn-
andi blaðsins The Advocate, gefur
uppfærslunni í heild góða dóma
og hæiir ekki síst Ólafi i hlutverki
Alfredos.
Hann skrifar að söngur Ólafs
hafi verið áhrifamikill þegar hann
heyrði hann fyrst halda tónleika á
sama stað, í Hallarleikhúsinu í
Stamford, í janúar árið 1995 og
bætir við: „Olafur staðfesti það
sem kom fram [þegar ég sá hann]
í fyrsta skipti: Þetta var ein besta
alhliða frammistaða tenórs, sem
ég hef heyrt í Höllinni um langt
skeið.“ Gagnrýnandinn heldur
áfram og sparar ekki hrósyrðin:
„Rödd hans hefur indælan og hlýj-
an bjarma og tækni hans er traust-
ari en hjá mörgum þeim sem koma
hingað til lands og sýnu meira er
látið með í fjölmiðlum. Ólafur er
myndarlegur og býður af sér Ijós-
an þokka; yfirlýsing Alfredos á
ást sinni til Violettu var eins ein-
læg og hægt er að fara fram á.“