Morgunblaðið - 27.06.1996, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREINAR
FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ1996 41
1 Lagnafélag
Islands tíu ára
VEGNA þessara
tímamóta hjá félaginu
langar mig fyrst að líta
aðeins um farinn veg
og íhuga hvernig fé-
laginu hafi tekist til á
þessum tíu árum sem
það hefur starfað.
Starf Lagnafélags
Islands
Eins og eðlilegt er
1 fóru fyrstu árin í að
i móta einhverja fasta
. stefnu hjá félaginu.
I Starfið einkenndist
fyrst og fremst af
fræðslufundum og
ráðstefnum um marg-
vísleg tæknileg mál-
efni. Smám saman hefur þróunin
síðan orðið í þá átt að vinna mark-
visst að því að skapa skilyrði fyrir
t því að lagnaverk verði unnin þann-
< ig að við lagnamenn getum kinn-
; roðalaust kannast við eigin verk.
| í nokkur undanfarin ár hefur
LAFÍ veitt sérstakar viðurkenning-
ar fyrir vel unnin lagnaverk eins
og kunnugt er. Viðurkenningar af
því tagi er hvatning til okkar um
að gera eins vel og við getum. Að
mínu mati eru þær ekki síður já-
kvæðar fyrir það að vera mótandi
fyrir starf félagsins sjálfs. Vinnan
I við að meta þau verk sem tilnefnd
I
Lagnafélag Islands er
á réttri braut, segir
* *
Olafur Arnason, og
starfsmetnaður félag-
anna er mikill
eru, mismunandi áherslumat í verk-
um, skoðun handbóka og úttektar-
skýrslna o.fl. vekur upp spurning-
ar, sem svarað er með innra starfi
í félaginu.
Með tilstuðlan LAFÍ hefur verið
komið á fót sérstakri lagnadeild
hjá Rannsóknastofnun bygginga-
iðnaðarins. Lagnadeildin vinnur í
nánu samráði og oft í samvinnu
við félagið. Þar má meðal annars
nefna vinnu við rannsóknir á leka-
vandamálum frá tærðum eða
skemmdum leiðslum í byggingum.
I framhaldi af þeirri vinnu er nú í
gangi átak sem LAFÍ stendur fyrir
til þess að stemma stigu við að
sama sagan endurtaki sig í framtíð-
inni. Einn liður í því átaki eru rör
í rör námskeið fyrir lagnamenn.
Lagnadeild Rb hefur með höndum
vottun á lagnaefni, sem með tíman-
um útilokar sölu á efni sem ekki á
að sjást í lagnakerfum.
í síðasta fréttabréfi LAFÍ birtist
pistill eftir Sæbjörn Kristjánsson,
sem var fyrst fluttur sem fram-
söguerindi á ráðstefnu Lagnafélags
Islands og Samtaka iðnaðarins,
fimmtudaginn 9. nóvember 1995.
Þetta erindi, „Hver er tilgangur
úttekta, lýsir vel og skilmerkilega
hvað það er sem brennur öðru
fremur á félagsmönnum í dag. Auk
þess er framsetningin lýsándi fyrir
starfsemi félagsins. Þegar málefni
er í brennidepli stofnar félagið til
fundar eða ráðstefnu, eitt sér eða
með öðrum félagasamtökum. Ræð-
ur sem haldnar eru á fundinum eða
ráðstefnunni eru síðan birtar í
Lagnafréttum. Sérstaklega áhuga-
verð erindi eru þar að auki birt í
fréttabréfi Lagnafélags íslands.
Ég ætla ekki að tíunda orð Sæ-
björns hér en legg að nokkru leyti
út af þeim í framhaldinu.
Eins og segir í erindinu er gerð
lagnakerfa hópvinna frá upphafi
til enda. Þar þurfa allir að leggjast
á eitt til þess að árang-
urinn verði ásættan-
legur, hönnuðir, iðn-
meistarar og ekki síst
verkkaupi. Það gleym-
ist oft í umræðunni
hvað verkkaupi er
mikilvægur hlekkur í
keðjunni. Hann er að
sjálfsögðu sá sem
verður að borga brús-
ann og á því að eiga
valið um Bens eða
Skóda.
Þegar verið er að
tala um gæði verka
verður að taka mið af
þessu. Verkið sem
lagnamenn skila til
verkkaupa á að upp-
fylla kröfur hans um það verð og
þau gæði sem hann óskar eftir í
upphafi. Gæðastjórnun snýst um
að hópvinnan verði þannig að verk-
kaupi fái afhent verk í samræmi
við væntingar hans, hvort sem það
á að vera einfalt og ódýrt eða flók-
ið og dýrt. Lagnamenn geta að
sjálfsögðu haft áhrif á kröfur verk-
kaupa ef þeim gefst tækifæri til
þess í upphafi verka.
Það er í rauninni skylda hönnuða
að setjast niður með verkkaupa og
meta kosti og galla mismunandi
lagnakerfa sem til greina koma,
þar á meðal stofnkostnað, viðhalds-
kostnað og rekstrarkostnað. Á
grundvelli þeirra viðræðna á fram-
haldið að byggjast. Þá er mikilvægt
að skrá niður það ferli sem aðilar
verða sammála um að farið verður
til þess að ná settu marki og kostn-
aður metinn fyrir nauðsynlegar
aðgerðir eins og innra eftirlit og
samræmingu milli aðila hópsins.
Lagnafélag íslands er að vinna
að því að koma því á að það verði
skylda iðnmeistara að stilla lagna-
kerfi áður en þeim verði skilað til
verkkaupa og að með verkum fylgi
leiðbeiningar um rekstur og við-
hald. Það er ekki bein krafa um
þetta í íslenskum reglugerðum í
dag, enda gera byggingayfirvöld
ekki útekt á þessum þáttum lagna-
verka. Það er því undir hælinn lagt
hvort af þessu verður. Oft vill
brenna við að verkkaupa finnist
nóg komið þegar lögn kerfís er lok-
ið og útekt byggingafulltrúa hefur
farið fram. Það er að hans mati
óþarfi að eyða peningum í dýra
handbók og stillingar, ef kerfið er
með Danfoss-stýringu og hitar upp
húsið eins og því var ætlað.
Starf fagráða félagsins
Á síðasta starfsári unnu fagráð
Lagnafélags íslands saman að
tveimur málefnum. Annars vegar
var unnið áfram við samræmingu
á litamerkingum fyrir lagnir og
hins vegar var hafin vinna við sam-
ræmingu á því hvaða leiðbeiningar
eigi að vera á teikningum. Fagráð
pípulagna var leiðandi í fyrrnefnda
málefninu og verður því eingöngu
íjallað um það hér.
í samráði við Rannsóknastofnun
byggingaiðnaðarins, Iðntækni-
stofnun o.fl. hafa fagráðin komist
að þeirri niðurstöðu að skynsamleg-
ast verði að byrja á því að gefa
út Rb-blað með leiðbeiningum um
litamerkingar lagna. Ákveðið er að
nota litamerkingar í samræmi við
danskan staðal, DS 134. Ástæðan
fyrir því að sá staðall varð fyrir
valinu er að Flo Code-litamerking
hefur nokkuð verið notuð hér á
landi, en það kerfi byggist á danska
staðlinum.
Reiknað er með að Rb-blaðið
verði gefið út á komandi hausti.
Einar Þorsteinsson, deildarstjóri
lagnadeildar Rb, hefur lofað að
stjórna útgáfu blaðsins. Eftir tvö
til þijú á er ætlunin að meta það
hvaða árangur verður af leiðbein-
Ólafur
Árnason
ingunum og hvort þá verði tíma-
bært að gefa út íslenskan staðal
fyrir litamerkingar lagna.
Lokaorð
Eins og komið hefur fram hafa
fagráðin unnið að samræmingu á
litamerkingum og leiðbeiningum á
teikningum. Fyrir nokkrum árum
var einnig unnið að samræmingu
á útboðsgögnum. Sú vinna strand-
aði á ósamkomulagi og að nokkru
leyti á áhugaleysi. Ef til vill tók-
umst við þá á við of mikið í einu.
Ég tel að þá vinnu eigi að taka upp
aftur á öðrum grunni og í smærri
skömmtum. Það er hægt að sam-
ræma marga þætti verklýsinga og
gefa út sem leiðbeiningablöð, eða
jafnvel staðla. Þar er hægt að nefna
smíðakröfur fyrir loftstokka, frá-
gang gata í veggjum og plötum,
útskolun á pípum, stillingar hita-
kerfa o.fl. Samræmd vinnubrögð
hljóta að leiða til sparnaðar í kostn-
aði og koma í veg fyrir misskilning
á milli hönnuða og iðnaðarmanna.
Lagnafélag íslands er að mínu
mati á réttri braut í starfí sínu við
að koma á meira og betra sam-
starfí lagnamanna og við eflingu
starfsmetnaðar okkar. Flestir vilj-
um við að þróunin verði í rétta átt
þótt sjálfsagt heyrist lengi ennþá
viðkvæðið „við höfum alltaf gert
þetta svona“.
Höfundur er verkfræðingur á
Almennu verkfræðistofunni og
stjómandi Fagráðs pípulagna.
PANELL, PLÖTUR OG
UPPHENGJUR
FYRIR VERSLANIR
Fagleg ráðgjöf, hagstætt verð, leitið tilboða.
Isold ehf.
Umboðs-& heildverslun
Faxafen 10-108 Reykjavík
Sími 581 1091 -Fax 553 0170
FULLKOMNAR