Morgunblaðið - 27.06.1996, Síða 47

Morgunblaðið - 27.06.1996, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ1996 47 Alltaf var jafngaman að fá þig í mat á sunnudögum. Þú varst alltaf jafn glaðlyndur og jákvæður. Þó sárt væri að missa þig þá er gott að vita að þér líði vel hjá Guði og Ingu ömmu. Ég þakka þér fyrir að hugsa svona vel um mig og taka svona mikinn þátt í lífi mínu. Elsku afi, þótt ég eigi móður og föður og góða fjölskyldu, þá mun ég samt ávallt sakna þinnar nærveru. Kæri afí minn, ég vil kveðja þig með þessari bæn: Vertu nú yfir og allt um kring, með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring, sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Þín, Linda Rós. Þegar mér var sagt að hann Halli afi væri dáin varð ég hissa, því að ég hélt ekki að hann færi svona fljótt frá okkur, þó hann væri búinn að vera svona lasinn. Halli afi var alltaf góður við mig þó við hefðum ekki þekkst mjög lengi. Hann tók mér ailtaf sem einni af fjölskyldunni. Ef mamma fór að heimsækja Halla afa kom hún alltaf með eitthvað frá honum sem gladdi mig. Nú sit ég og horfi á myndina af þér og vona að þér líði vel hjá Ingu ömmu og Guði. Ég kveð þig með lítilli bæn. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. Katrín Ella. Minningar mínar um afa minn eru margar. Við fórum nánast allt- af saman niður í miðbæ og þar var veglega veitt. Við áttum okkar eftirlætisstað sem var Fógeta- garðurinn. Þar sat afi á bekknum en ég á tréstúf sem nú er búið að fjarlægja. Þarna var okkar ævin- týraheimur. Afi vildi efla sjálfs- traust mitt og lét mig gjarnan tak- ast á við hlutina sjálfan. Hann hugsaði alltaf vel um mig og leit á mig sem sinn félaga og jafningja. Mér finnst afi hafa verið einn af síðustu sönnu sjóurunum, alltaf mjög sjálfstæður og heiðarlegur. Það var ekkert sem hann gafst upp á þegar einhver mótbyr var heldur sagði: „Við gerum þetta bara sam- an.“ Hann var hógvær, hæglátur og nennti ekki að standa í rifrildi við neinn, hann vildi það allra besta fyrir alla. Mér þótti mjög vænt um afa. Hann fylgdist með okkur, lét vita ef gert var rangt, en brosti og sagðist vera hreykinn af okkur þegar vel gekk t.d. í skólanum. Hann sagði að við ættum að vera hreykin af því sem við höfðum. Hann stóð sig vel í veikindum sínum og kvartaði aldrei. Með eftirfarandi ljóði vil ég kveðja afa minn. Einn er maðurinn veikur en með öðrum sterkur. Einmana huga þrúgar þarflaus kvíði. Ef vinur í hjarta þitt horfir og heilræði gefur verður hugurinn heiður sem himinn bjartur og sorgar ský sópast burt. (J.G. Herder) Haraldur Ingi Birgisson. Fyrir stuttu þegar við mæðgurn- ar komum til Reykjavíkur fórum við í heimsókn til Halla afa. Hann var þá svo bjartsýnn að nú færi honum að batna. Hann var nýkom- inn úr uppskurði og leið betur. Heyndar sagði hann við mig að ég gæti treyst því að nú færi þetta bráðum að lagast. Eins og tónninn var í orðum hans og hvernig augnaráð hans var, þá gat ég ekki annað en hugsað hvort hann ætti við að nú fengi hann bráðum að hitta hana Ingu ömmu. Ég man þegar ég var lítil í heim- sókn hjá ömmu og afa í Gnoðar- voginum og amma leyfði mér að baka lummur eða skonsur eftir minni eigin uppskrift, sem var auðvitað engin. Én alltaf þegar afi kom heim úr vinnunni þá var hann tilbúinn að smakka á bakstrinum þó að stundum væri hann heldur saltur á bragðið og ólseigur. En svona var afi, alltaf svo þolinmóður við smáfólkið. Dætur mínar, Ólöf Karitas og Rakel Ósk, sóttu mjög í að vera með langafa sínum hve- nær sem þau hittust og oft sátu þær á hnjánum hans og skegg- ræddu um heima og geima. Sér- staklega var rætt um hesta og svo, nú eftir að við fluttum í sveit- ina, um sveitalífið. Hann skildi okkur svo vel að vilja fara úr Reykjavík. Fallegasta afmælisgjöf sem mér hefur verið gefin var frá Halla afa. Það var ljóð sem hann samdi til Ingu Ólafar ömmu þegar hún dó. Þetta ljóð er geymt á góðum stað bæði í húsinu og hjarta mínu. Ljóðið sýnir að þó að afi 'nafi stund- um sýnt fólki hrjúft yfirborð þá var undir því tilfinninganæmur maður sem saknaði konunnar sinnar sárt. Ég veit að amma hef- ur tekið á móti honum opnum faðmi og umvafið hann þeirri hlýju sem hún átti svo mikið af. Ég bið Guð að blessa minningu afa míns og bið hann að veita pabba, Dagþóri, Hafþóri og Birgi styrk í sorg þeirra. Inga Björk Gunnarsdóttir. Haraldur S. Sigurðsson fékk hægt andlát aðfaranótt 14. júní sl. Rúmri klukkustund seinna stóð ég við dánarbeð hans. Ef hann hefði getað mælt vissi ég, hvað hann hefði sagt. „Gunnar minn, hvað ert þú að gera hér um miðja nótt? Þú þarft ekki að hafa áhyggj- ur af mér og svo er vinnudagur framundan." Þetta var lífstrú manns, sem hafði kynnst atvinnu- leysi kreppuáranna. Manns sem hafði orðið að beijast áfram og vildi láta hafa eins lítið fyrir sér og hægt var. Oft voru sporin þung heim og hugurinn bitur, þegar enga vinnu var að fá. Dagur án vinnu var tapaður dagur. En þetta mótaði manninn og stældi kjark. Á árunum kringum 1950 var hann frá vinnu að mestu leyti í tvö ár. Þrátt fyrir ómegð þáði hann engar bætur. í veikindum sínum sl. tvö ár kom fyrir, að hann sárþjáður tók strætisvagn upp á Landspítala í stað þess að kalla á sjúkrabíl eða ónáða okkur bræðurna. Þetta að gefast aldrei upp, heldur alltaf að þrauka var það veganesti, sem ég fékk og hefur reynst mér vel. Pabbi kenndi mér einnig, að meta mann- gildið ofar ölllu. Titlar, stöður og próf skiptu þar ekki öllu, heldur það sem undir bjó. Þetta manngildi fann pabbi einkum hjá börnum, enda var hann barngóður með af- brigðum. Hjá börnum var þetta gagnkvæmt og hændust þau mjög að honum. Að lokum, pabbi, takk fyrir allt. Gunnar Orn Haraldsson. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓNAALLA AXELSDÓTTIR, Eiðistorgi 5, Seltjarnarnesi, andaðist á heimili sínu þriðjudaginn 25. júní. Jarðarförin fer fram frá Seltjarnarnes- kirkju mánudaginn 1. júlí kl. 15. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á MND-félag íslands. Axel Gústafsson, Kristin Halldórsdóttir, Halldór Axel Axelsson, íris Gústafsdóttir, Alexandra Hermannsdóttir, Jón Einars. Gústafsson, Einar Þór Gústafsson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJÖRN GUÐMUNDSSON forstjóri, Lálandi 1, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 28. júní kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkað- ir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á að láta líknarstofnanir njóta þess. Ólafía Ásbjarnardóttir, Ásbjörn Björnsson, Helga Einarsdóttir, Ásta Friðrika Björnsdóttir, Guðmundur Karl Björnsson, Gunnlaugur Rafn Björnsson, Ólafur Björn Björnsson, Linda Björk Ingadóttir og barnabörn. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar end- urgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akur- eyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi í númer 5691181. Framvegis verður við það miðað, að um Iátinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd en lengd annarra greina um sama einstakling er miðuð við 2.200 tölvuslög eða um 25 dálksenti- metra í blaðinu. Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þijú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tví- verknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. t Ástkær sonur okkar, bróðir, unnusti og barnabarn, ARNÓR BJÖRNSSON, Ljósheimum 7, varð bráðkvaddur þann 25. júní. Álfheiður Steinþórsdóttir, Vilhjálmur Rafnsson, Björn Arnórsson, Kristín Guðbjörnsdóttir, Andri Steinþór Björnsson, Sara Jónsdóttir, Sólborg Sigurðardóttir, Pálína Eggertsdóttir. t Þökkum öllum þeim fjölmörgu, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR BRANDSSONAR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki St. Franciskusspítalans í Stykkishólmi fyrir frábæra umönnun, einstaka góð- vild og hlýju. Margrét H. Magnúsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, afa, langafa og langalangafa, GUÐMUNDAR JÓHANNESSONAR fyrrum bónda í Króki, Grafningi, Ljósheimum 4, Reykjavik. Egill Guðmundsson, Margrét Emilsdóttir, Áslaug Guðmundsdóttir, Jóhannes Þ. Guðmundsson, Sæunn Guðmundsdóttir, Sigurður Mar, Jóhanna Guðmundsdóttir, Ólafur Sveinbjörnsson, Elfa Guðmundsdóttir, Gylfi Guðjónsson, Erlingur Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, VALDIMAR FRIÐBJÖRNSSON, Vogatungu 55, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstudaginn 28. júní kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð, Kópa- vogi. Sigurlaug Barðadóttir, Björg Valdimarsdóttir, Helga Valdimarsdóttir, Björg Valdimarsdóttir, Magnús Guðmundsson, Barði Valdimarsson, Guðrún M. Valdimarsdóttir, Hilmar Þórarinsson, barnabörn og systkini. t Við þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför móður minnar, tengdamóð- ur, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR JÓNSDÓTTUR. Jarðarförin fór fram í Fossvogskapellu 26. júní í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þórdís Hilmarsdóttir, Sigríður Kjartansdóttir Thors, Margrét Gunnarsdóttir, Ágústa Stefánsdóttir, Margrét Stefánsdóttir, Inga Stefánsdóttir, og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.