Morgunblaðið - 27.06.1996, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ1996 51
FRÉTTIR
ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?
Magnaðar horfur
í Þistilfirði
HORFUR hljóta að teljast framúr-
skarandi góðar á norðausturhorn-
inu eftir þau tíðindi sem bárust í
vikunni frá opnun Sandár í Þistil-
firði. Fyrsti veiðihópurinn byijaði
20. júní, en engin á á þessum slóð-
um er opnuð jafn snemma og oftar
en ekki er lítið um að vera og jafn-
vel fátt sem bendir til sumarkomu.
Að þessu sinni veiddust 7 stórir
laxar, 10 til 13 punda.
Laxarnir í Sandá veiddust víða
á svæðinu og þær fregnir hafa
einnig borist að sést hafi mikið af
laxi á ferð í sjónum nærri árósurn
um í Þistilfirði að undanförnu. í
fyrra veiddust á þriðja hundrað
laxar í hverri af helstu ánum í
Þistilfirði og nær allt var það eins
árs fiskur úr sjó, 4 til 6 punda
hængar. Garðar H. Svavarsson
stangaveiðimaður sem þekkir
hveija þúfu á þessum slóðum sagði
í samtali við Morgunblaðið eftir
þá vertíð, að hann myndi eftir því
að aflinn hefði einu sinni áður ver-
ið svo afgerandi einlitur. Næsta
ár á eftir hefði verið mikið laxveið-
iár á svæðinu og 10 til 16 punda
hrygnur hefðu þá sett mjög svip
sinn á veiðina.
Helstu ár Þistilfjarðar eru, auk
Sandár, Svalbarðsá og Hafralónsá.
Búið er að opna Hafralónsá og
veiddist a.m.k. einn lax fyrsta dag-
inn. Svalbarðsá verður opnuð á
mánudag og sagði Jörundur Mar-
kússon leigutaki að hann biði
Morgunblaðið/HMÁ.
EINAR Oddur Sigurðsson
veiddi Maríulaxinn sinn í Ver-
skálahyl í Sandá á dögunum,
12 punda hrygnu á maðk. Hér
bítur hann veiðiuggann af lax-
inum og býst til að kyngja
honum.
spenntur, vatnsmagn væri gott í
ánni og skilyrði öll hin bestu.
Frábær byrjun í Leirvogsá
Veiði hófst í Leirvogsá á þriðju-
dagsmorgun og eftir fyrsta daginn
lágu tíu laxar í valnum. „Þetta var
mjög góð byijun, ein sú albesta
ef ekki sú besta sem hefur verið
í Leirvogsá," sagði Guðmundur
Magnússon formaður Veiðifélags
Morgunblaðið/Árni Helgason
ÞAU tóku þátt í að fegra bæinn með bros á vör: Ólafur Krist-
jánsson, Bjarni Lárusson, Einar Karlsson og Pálína
Þorvaldsdóttir.
Hreinsunarátak
í Stykkishólmi
Leirvogsár í samtali við Morgun-
blaðið í gærdag. Sagði Guðmundur
flesta laxana hafa veiðst neðarlega
og eitthvað upp undir miðja á, en
lítið hefði verið að sjá ofarlega í
ánni. Annars var þetta allt lúsugur
lax þannig að hann er á fleygiferð
fram ána,“ bætti Guðmundur við.
Stærstu laxarnir voru 13, 10 og 8
punda, en hinir voru frá 4 upp í 6,5
pund.
Lifnar yfir Stóru-Laxá
Lax er nú farinn að veiðast á
öllum svæðum Stóru-Laxár í
Hreppum. í gær voru komnir um
20 laxar á land af svæðum 1 og
2 og um helgina síðustu veiddust
fyrstu laxarnir á svæði 3, þrír 11
punda fiskar. Á sama tíma urðu
menn á efsta svæðinu varir við
talsverða laxgengd. Veiddu þeir
fjóra laxa, tvo 5 punda, einn 11
og einn 14 punda, misstu fleiri,
þar af einn sem var „vei yfir 20
pund í Hólmahyl“, eins og einn í
hópnum, Pétur Pétursson kaup-
maður, sagði í samtali við Morgun-
blaðið. Hann sagði veiðitúrinn hafa
farið fram úr björtustu vonum. „Ég
þekki þetta svæði ekki mjög vel,
en eftir að hafa verið þarna skil
ég ekkert í því hvers vegna það
gengur illa að selja þar veiðileyfi.
Þetta svæði er með því magnað-
asta sem ég hef séð,“ sagði Pétur.
Norðurá á kunnug-
legum slóðum
Norðurá í Borgarfirði er á kunn-
uglegum slóðum í efsta sæti. Þar
eru nú komnir nærri 300 laxar á
land og hafa verið^ líflegar göngur
að undanförnu. Á miðvikudags-
morgun mátti lesa af teljara í Lax-
fossi að 1140 laxar hefðu skráðst
þar og í teljara í Glanna 480 lax-
ar. Kunnugir segja að við þau
vatnsskilyrði sem verið hafa allan
júní gangi lax hiklaust upp fossana
tvo og noti ekki endilega stigana
og þar með teljarana. Því geti allt
eins verið að mun fleiri fiskar hafi
farið á efri svæðin en teljarar segi
til um. Að nefna tölur væru aldrei
annað en getgátur.
ÞÓ mörgum ferðamönnum finnist
snyrtilegt í Stykkishólmi vita bæj-
arbúar að það má gera betur. Um
daginn stóðu Lionsklúbbur Stykk-
ishólms og Rotarýklúbbur Stykkis-
hólms fyrir hreinsunarátaki í bæn-
um.
Eftir veturinn hafði safnast
ýmislegt lauslegt drasl víða og
Lánshæfiseinkunnir
snérust við
í frétt á viðskiptasíðu í gær
snérust við lánshæfiseinkunnir
sem Moody’s veitir langtímaskuld-
bindingum ríkissjóðs. Þar kom
fram að einkunn ríkissjóðs hefði
hækkað úr A1 í A2, en hið rétta
er að hún hækkar úr A2 í Al.
Beðist er velvirðingar á þessum
mistökum.
Rangt nafn eiginkonu
í Árnað heilla í gær var farið rangt
með nafn eiginkonu Ágústar Vals
vildu klúbbarnir efla samkennd
bæjarbúa fyrir snyrtilegu um-
hverfi og hreinum bæ. Bænum var
skipt í 5 hverfi og var bæjarbúum
ætlað að tina rusl innan síns svæð-
is. Góð þátttaka var hjá bæjarbú-
um í verkefninu og tóku hátt í 100
manns þátt í að snyrta bæinn og
afraksturinn var allmikill.
Guðmundssonar sem varð 70 ára
í gær. Var eiginkona hans nefnd
Svana Berg en hið rétta er að hún
heitir Svava Berg. Eru hlutaðeig-
andi beðnir velvirðingar.
Gjaldþrep
tryggingagjalds
I frétt í blaðinu í gær komu
ekki fram réttar upplýsingar um
núverandi gjaldþrep trygginga-
gjalds. Hið rétta er að eftir laga-
breytingu sl. vetur er lægra þrepið
3,63% og hærra gjaldþrepið 6,93%.
Beðist er velvirðingar á þessu.
LEIÐRÉTT
Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir
DRÍFA Hjartardóttir, (f.v.) formaður sljórnar Dvalarheimilis-
ins Lundar, tekur hér við gjöf til framkvæmda við sólpallinn
úr hendi Raguheiðar Skúladóttur, formanns Minningarsjóðs
Ólafs Björnssonar. Með þeim á myndinni eru aðrar stjórnar-
konur minningarsjóðsins, f.v. Sigríður Th. Sæmundsdóttir,
Guðríður Bjarnadóttir, Margrét Bjarnadóttir, Sigrún Þor-
steinsdóttir og Hólmfríður Hjartardóttir.
Dvalarheimilið Lundur á Hellu
Fékk sólpall að gjöf
Orkuhlaup í
Elliðaárdal
HALDIÐ verður Orkuhlaup Raf-
magnsveitunnar í dag, fimmtudag-
inn 27. júní, og hefst það kl. 19.
Orkuhlaupið er víðavangshlaup
sem haldið er í samstarfi við íþrótt-
ir fyrir alla. Verða hlaupnar tvær
vegalengdir, 10 km fyrir þá sem
eyða vilja meiri orku, en 3 km fyrir
hina. Þátttaka í hlaupinu er öllum
heimil.
Lagt verður af stað við gömlu
rafstöðina en skráning í hlaupið fer
þar fram og hefst kl. 17 en hitað
verður upp við rafstöðina með tón-
list frá kl. 18.30.
Allir þátttakendur í hlaupinu fá
viðurkenningu, bol og verðlauna-
pening.
Djassað á
Egilsstöðum
JASSARINN Árni ísleifs stendur
fyrir Jasshátíð Egilsstaða í Hótel
Valaskjálf, Egilsstöðum í 9. sinn
nú í sumar. Dagskráin verður fjöl-
breytt að vanda og verður hátíðin
sett í dag með því að Djasssmiðja
Austurlands kemur fram undir
stjórn Einars Braga Bragasonar
ásamt söngkonunni Aðalheiði Borg-
þórsdóttur.
Dagskrá hátíðarinnar stendur til
30. júní og aðrir sem fram koma
eru Vinir Dóra og Andrea Gylfa-
dóttir, Guðgeir Björnsson, Kvartett
Eyþórs Gunnarssonar og Ellen
Kristjánsdóttir, Arnís Latinband,
Unglingalúðrasveit, Dixielandband
og Léttsveit. Á kosningadaginn 29.
júní verður jamsession og kosninga-
sjónvarp í liliðarsal.
Hellu - Fyrir stuttu var tekinn
myndarlegur sólpallur í notk-
un við Dvalarheimilið Lund á
Hellu, en það var Minningar-
sjóður Ólafs Björnssonar, fyrr-
um héraðslæknis á Hellu, sem
færði dvalarheimilinu þrjú-
hundruðþúsund krónur til
verkefnisins.
Að sögn Jóhönnu Friðriks-
dóttur hefur félagsstarf
blómstrað meðal heimilis-
manna og starfsfólks á Lundi.
Velheppnað heimboð til skyld-
menna og vina heimilisfólks
sem nýlega var haldið i fyrsta
sinn, tókst frábærlega en gest-
ir voru um 130 en heimilis-
menn eru 34. Starfsfólkið bak-
aði tertur heima í sínum frí-
mtima en fyrirhugað er að í
næsta heimboði komi aðstand-
endur með kökur með kaffinu.
Þá vildi Jóhanna geta þess að
starfsfólk dvalarheimilisins
hafi tekið sig til og fært heimil-
inu baðstól og bætt þar með
úr brýnni þörf.
Námskeið
fyrir sumar-
bústaða-
eigendur
BJÖRGUNARSKÓLI Lands-
bjargar og Slysavarnafélags ís-
lands efndi um síðustu helgi í
samvinnu við Björgunarsveitina
Brák í Borgarnesi til námskeiðs
fyrir sumarbústaðaeigendur í
Skorradal í Borgarfirði.
Markmiðið með námskeiðinu
var að kenna sumarbústaðaeig-
endum að bregðast rétt við ef
slys ber að höndum eða þeir
þurfa af einhverjum ástæðum
að leita aðstoðar björgunaraðila.
Á námskeiðinu, sem byggðist á
fyrirléstri og verklegum æfing-
um, var fjallað um ýmis atriði
sem tengjast öryggi sumarbú-
staðaeigenda s.s. endurlífgun,
meðferð og flutning slasaðra,
notkun og meðferð sjúkrakassa
og hvernig á að leita eftir aðstoð
björgunaraðila ef þörf krefur.
SIGURJÓN Elíasson, yfir-
kennari Björgunarskólans,
kenndi áhugasömum sumar-
bústaðaeigendum réttu
handtökin í endurlífgun.
Alls tóku 25 sumarbústaða-
eigendur í Skorradal þátt í nám-
skeiðinu.
Fræðslufundur
um Alviðru
UMHVERFISFRÆÐSLU SETRIÐ
á Alviðru í Ölfusi efnir til fræðslu-
fundar föstudaginn 28. júní kl. 20.
Sigurbjörg Sæmundsdóttir, deild-
arstjóri í hollustuhátta- og mengun-
arvarnadeild umhverfísráðuneytis-
ins, fjallar um sorp og endurvinnslu
með áherslu á hvað fólk getur sjálft
gert í þeim efnum.
■ HIN árlega ferð aldraðra á
Vestfjörðum á vegum Rauða
kross íslands verður farin dagana
20.-26. ágúst nk. Dvalið verður
á Hótel Eddu, Þelamörk. Ferðast
verður um Norðurland þessa daga
og eins og alltaf fenginn heima-
maður sem leiðsögumaður í allar
ferðir. Sigrún Gísladótti á Flat-
eyri og Helga Jónasdóttir,
Tálknafirði, taka á móti pöntun-
um í ferðina daglega milli kl. 19
og 20.