Morgunblaðið - 19.07.1996, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 19.07.1996, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU • • Morgunblaðið/Snorri Aðalsteinsson Oflugri Þórir Hornafirði - Þinganes ehf. bætti við sig þó nokkurri veiðigetu þegar það keypti á dögunum öflugt togskip. Skipið hét áður Helga II. og var gerð út á rækju síðustu árin og aflaði vel eða 1200-1400 tonna á ári. Skipið kom upphaflega til landsins ’58, eitt af þeim skipum sem byggð voru úr góðum efnum upphaf- lega og hefur verið teygt og togað í allar áttir síðan en frum- hlutinn stenst vel tímans tönn. Skipið heitir nú Þórir SF 77 og kemur í stað skips sem var með sama nafn og númer en fyrir- hugað er að selja það án veiði- heimilda. Allt endurnýjað hjá Hólanesi í ár ÁKVEÐIÐ hefur verið að endurnýja rækjuverksmiðju Hólaness hf. á Skagaströnd. Framkvæmdir eru hafnar og verður verksmiðjunni lok- að þær 5-6 vikur sem þær standa yfir. Endurnýjunin er svo mikil að talað er um nýja verksmiðju í gamla húsinu. Skagstrendingur hf. eignaðist nýlega meirihluta hlutafjár í Hóla- nesi hf. og á nú 85% hlutafjár. Búið er að sameina skrifstofuhald og félögin eru í raun samrekin. Stefnt er að formlegri sameiningu fyrir árslok. Lárus Ægir Guðmundsson, stjórnarformaður beggja félaganna, segir að fyrir nokkrum árum hafi Hólanes verið í fremstu röð rækju- verksmiðja í landinu. Fyrirtækið hafi dregist nokkuð aftur úr en nú hafi verið ákveðið að endurnýja verksmiðjuna. Breytingamar hafa verið undirbúnar undanfarnar vikur og mánuði. Vinnslu var hætt sl. föstudag og að 5-6 vikum liðnum byijar vinnsla aftur í svo til nýrri verksmiðju þó hún verði áfram í sama húsi. Markmiðið að framleiða úr 5.000 tonnum Settur verður upp nýr fiokkari, nýtt ísúðunartæki og nýr aðalfryst- ir, auk þess sem eftirfrystir bætist við. Þá verður bætt við einni pillun- arvél og verða þær þá orðnar fjór- ar. Verksmiðjan og allt umhverfi innan húss verður stokkað upp. „Þetta er eins og ný verksmiðja og við komumst aftur í fremstu röð,“ segir Lárus Ægir. Á síðasta ári vann Hólanes úr 2.800 tonnum af rækju og áætlað er að auka það í 3.500 tonn í ár. Markmiðið er að framleiða úr 5.000 tonnum af hráefni á næsta ári, þegar nýja verksmiðjan getur starf- að í heilt ár. Samrekstur hagkvæmur fyrir báða Lárus Ægir var áður fram- kvæmdastjóri Hólaness og segist hann binda miklar vonir við sam- rekstur fyrirtækjanna. „Það er lífs- nauðsynlegt í því kvótakerfí sem við búum við. Hólanes átti sjálft lítinn kvóta og það gengur ekki að reka vinnslu með því að kaupa kvóta á því verði sem nú er,“ segir hann. Með sameiningunni við Skag- strending tengist Hólanes kvóta- sterku fyrirtæki. „Ég tel að þetta sé hagkvæmt fyrir bæði fyrirtækin. Hægt er að breyta bolfiskkvóta í rækju þegar hún gefur meira en þorskurinn og leggja áherslu á þá vinnslu. Þegar svo harðnar á daln- um í rækjunni má breyta áhersl- unni í hina áttina. Þannig má jafna sveiflurnar og ná sem mestum verð- mætum út úr kvótanum," segir Lárus Ægir Guðmundsson. Engin veiði enn í Smugunni Rólegt hjá togurum á heimaslóðinni MJÖG rólegt er nú hjá flestum tog- urum á heimaslóðinni. Engin veiði er enn í Smugunni en 11 togarar eru farnir þangað. Útgerðir ann- arra, allt að 40 skipa til viðbótar, bíða átekta og kroppa í takmörkuð- um kvóta hér heima. Reyndar er töluvert eftir af ýsu og ufsa. Sæmilega fiskast af ýs- unni, en ufsinn gefur sig mjög lítið. Þá eru togararnir að reyna við grá- lúðuna og sumir eru að kroppa á karfa, en þar eru veiðihemildir nán- ast alveg búnar og eru men þá að taka millifærsluréttinn. Tæp 30 skip eru á Flæmska hattinum, en einhveijir eru lagðir af stað heim eða farnir að huga að heimferð. ERLEIMT Reuter Ólga í Búrundí ÞÚSUNDIR ungmenna af ætt- bálki tútsía í Búrundí efndu í gær til mótmæla í höfuðborg- inni Bujumbura gegn veru er- lendra hersveita í landinu en þeim er ætlað að koma í veg fyrir þjóðarmorð á hútúum í landinu. Afrískir og bandarísk- ir stjórnarerindrekar freistuðu þess á fundi í Tanzaníu í gær að koma friðaráætlun fyrir Búrúndí i framkvæmd. ------» » «---- Suu Kyi hvetur til refsiaðgerða Brussel, Jakörtu. Reuter. AUNG San Suu Kyi, leiðtogi lýðræð- issinna í Búrma, hvatti til alþjóð- legra refsiaðgerða gegn landinu í því skyni að knýja herstjórnina til efnahagslegra og pólitískra umbóta. Áskorun Suu Kyi kemur fram á myndbandi sem smyglað var úr landi og sýnt fulltrúum á Evrópuþinginu í gær. „Það sem við þurfum eru aðgerðir sem gefa ótvírætt til kynna að efnahagsumbætur geti ekki átt sér stað án pólitískra umbóta," seg- ir hún á bandinu. Hún vísaði því á bug að refsiaðgerðir myndu bitna á almenningi, sagði að þær myndu fyrst og fremst koma við kaunin á forréttindastéttunum. Ajit Singh, frámkvæmdastjóri Samtaka ríkja Suðaustur-Asíu (ASEAN), sagði í gær að ekki yrði fjallað um ástandið í Búrma á árleg- um utanríkisráðherrafundi samtak- anna, sem fram fer í Indónesíu um helgina. „Vesturveldin og fjölmiðlar stunda galdraofsóknir á hendur stjórnvöldum í Búrma,“ sagði hann. Á fundinum verður Búrma boðin áheyrnaraðild að samtökunum sem venjulega er undanfari fulirar aðild- ar. Rithöfundurinn George Orwell átti samstarf við bresk stjórnvöld Veitti upplýsingar um laumukomma London. The Daily Telegraph. NÝBIRTAR upplýs- ingar um rithöfund- inn George Orwell, hafa komið mörgum á óvart. Komið hefur í ljós að Orwell, ein af hetjum sósíalis- mans á þessari öld, átti á laun samstarf við breska utanríkis- ráðuneytið í áróðurs- stríðinu gegn kom- múnisma. Samkvæmt gögn- um, sem gerð voru opinber fyrir skömmu, bauðst Orwell árið 1949 til þess að láta upplýsingadeild breska utanríkisráðuneytisins hafa lista yfir rithöfunda og blaða- menn, sem hann taldi laumu- kommúnista eða meðreiðarsveina þeirra. Áhöld um Orwell Vinstri menn hafa verið klofnir í afstöðunni til Orwells og hann hefur valdið þeim ýmsum vanda. Ættu vinstri menn að dýrka hann fyrir snjöll skrif um sósíalisma, eða veitast að honum fyrir harða afstöðu gegn kommúnisma Stal- íns, sem á hans efri árum kom til dæmis fram í bókinni „Dýrabæ" („Animal Farm“)? Þessar fréttir komu vinstri mönnum mismikið á óvart. Sumir sögðu að þetta væri líkt því og Winston Smith hefðu af fúsum og fijálsum vilja starfað með hugs- analögreglunni í bókinni „1984“. Michael Foot, fyrrverandi for- maður Verkamannaflokksins, var vinur Orwells á fjórða og fimmta áratugnum og sagði hann að þess- ar upplýsingar kæmu sér í opna skjöldu. Richard Gott, sem var menningar- fréttastjóri dag- blaðsins Guardian, en neyddist til að segja af sér 1994 þegar hann varð að viðurkenna að hafa þegið ferðafé frá KGB Sovétmanna, sagði að þetta kæmi sér nokkuð á óvart. Bernard Crick, ævisöguritari Orw- ells, kvaðst hins veg- ar ekki vera hissa. Minnisbók Orwells með nöfnum 86 manna, sem hann hefði talið hlynnta kommúnisma, hefðu legið meðal skjala um Orwell í að minnsta kosti 20 ár. Crick sagði að sum nöfnin væru rituð með hendi rithöfund- arins Arthurs Koestlers, sem einnig vann fyrir upplýsingadeild- ina. Ævisöguritari ver Orwell Crick varði þá ákvörðun Orw- ells að bjóða upplýsingadeildinni aðstoð sína en Verkamannaflokk- urinn var um þessar mundir við stjórnvölinn í Bretlandi. „Hann gerði þetta vegna þess að hann taldi að Kommúnista- flokkurinn væri alræðisógn. Hann var ekki að fordæma þetta fólk fyrir að vera undirróðursmenn. Hann var að fordæma það fyrir að vera óhæft til að taka þátt í gagnnjósnum." Crick sagði að menn yrðu að hafa hugfast að á þessum árum hefðu vinir og kunningjar Orwells verið að snúa til Austur-Evrópu og margir hefðu átt vísan dauða fyrir hendi kommúnistastjórna. George Orwell Dæmd fyrir að misþyrma ófæddu barni sínu New York. The Daily Telegraph. HÆSTIRÉTTUR í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að sækja megi konu, sem neytti eit- urlyíja á meðgöngutíma, til saka fyrir að misþyrma ófæddu barninu. Staðfesti rétturinn átta ára fang- elsisdóm yfir konu, sem eignaðist son, er reyndist vera með kókaín í blóðinu þegar hann fæddist. I úr- skurðinum segir að lífvænlegt fóstur teljist persóna að lögum og að telja beri lyfjaneyslu móðurinnar vera misþyrmingu á syni hennar, sem nú er átta ára gamall, heilbrigður og býr hjá móður sinni. Dómsmálaráðherra Suður-Karól- ínu sagði úrskurðinn vera mikilvæg- an áfanga til verndar börnum, og sagðist myndu leggja fyrir félags- ráðgjafa og saksóknara að leita uppi barnshafandi lyfjafíkla. Varað hefur verið við því, að úr- skurðurinn geti stefnt heilsu barns- hafandi kvenna og barna þeirra í hættu með því að letja veikar konur til þess að leita sér lækninga. „Þessi úrskurður hefur veitt ríkinu rétt til þess að hafa vakandi auga með barnsburði hverrar einustu konu,“ sagði fulltrúi samtaka sem beijast fyrir réttindum kvenna. Konan hyggst áfrýja dómnum. Nýtur hún stuðnings fjölda sam- taka, m.a. bandarísku læknasam- takanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.