Morgunblaðið - 24.07.1996, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1996 5
FRÉTTIR
Equitana í
Bandaríkjunum
Islenski
hesturinn
vinsæll
ÍSLENSKI hesturinn tók þátt í öllum
„Top“ sýningum á Equitana í Banda-
ríkjunum í síðustu viku en þetta er
I fyrsta sinn sem slík sýning er hald-
in í Bandaríkjunum. Að sögn Sigur-
björns Bárðarsonar sem sá um skipu-
lagningu á sýningu íslensku hest-
anna ásamt Baldvin Ara Guðlaugs-
syni voru þeir alltaf síðasta atriði
hverrar kvöldsýningar sem þýðir að
íslenski hesturinn hefur verið hvað
vinsælastur.
Equitana sýningarnar hafa verið
haldnar í Þýskalandi annað hvert ár
í á annan áratug og njóta geysilegra
vinsælda þar. Sigurbjörn sagði að
íslenska hestinum hefði verið sýndur
mikill áhugi á sýningunni. Margir
hefðu haft á orði að þeir hefðu heyrt
talað um íslenska hestinn en aldrei
séð hann.
Meðal þeirra sem kom í íslands-
deildina var Bandaríkjameistari í reið
á Tennessy Walking hestum. Fór
hann fram á að fá að prófa einn af
hestunum sem þarna voru sýndir.
Sagði Sigurbjörn að illa hafi gengið
að fá hann af baki svo vel líkaði
honum. Sagðist meistarinn engin orð
eiga yfir það hversu góður honum
fannst hesturinn. Kvaðst Sigurbjörn
þess fullviss að ekki liði langur tími
þar til þessi maður fengi sér íslensk-
an hest. Þá komust íslensku hestarn-
ir einu sinni i fréttatíma einnar sjón-
varpsstöðvarinnar.
Afdrifaríkt spor
Sigurbjöm taldi að með þátttöku
íslendinga í þessari sýningu hefði
verið stigið afdrifaríkt skref í mark-
aðssetningu á íslenska hestinum í
Bandaríkjunum. Um fimmtíu þúsund
manns sóttu sýninguna sem er tals-
vert lakari aðsókn en í Þýskalandi en
þess ber að gæta að þetta er í fýrsta
skipti sem sýningin er haldin vestra.
----» ♦.4---
Matareitrunin
í Japan
Svipuð
eitrun
greinst hér
GREINST hafa þrjú matareitrunar-
tilfelli hér á landi á síðustu þremur
árum, sem líkjast jnatareitrunarfar-
aldrinum í Japan. Ólafur Steingríms-
son yfirlæknir á sýkladeild Landssp-
ítalans segir að um sé að ræða al-
genga þarmasýkla sem oft finnast í
hráu kjöti. Ákveðin undirgerð þarma-
bakteríunnar er nefnist E. Coli, getur
myndað ákveðið eiturefni sem veldur
þessum sjúkdómi. Ekki er algengt
að hún valdi þvílíkum faraldri eins
og í Japan.
Leitað er skipulega að bakteríunni
hjá þeim sem greinast með mata-
reitrun og hefur hún fundist þnsvar
hér á landi á þremur árum. Ólafur
segir að menn geti veikst heiftarlega
af bakteríunni sem geti leitt til
nýrnaskemmda og fleiri aukaverk-
ana. „Bakterían finnst alls staðar á
Vesturlöndum og olli hún faraldri,
t.d. í Bandaríkjunum, sem tengdist
hamborgurum, fyrir fáum árum.
Sjúklingar sem greinast með bakter-
íuna fá sýklalyfjameðferð, sem oftast
er áhrifarík en hún kemur ekki alltaf
í veg fyrir afleiðingarnar. Þessi þijú
tilfelli sem greinst hafa hér hafa
gengið að fullu til baka. Einnig höf-
um við fengið nokkra sjúklinga með
nýrnaskemmdir, sem bendir til þess
að fleiri hafi veikst. En það er ekki
neinn faraldur hér og það er engin
ástæða til að óttast," segir Ólafur
Steingrímsson.
foreldra
gegn fikniefnum
arnsins er i
3. SÝNDU ÁHUGA
Unglingur þarf athygli
foreldra, sérstaklega á
sumrin þegar skólinn
veitir ekki lengur
aðhald. Áhugi þinn á
„sumarfríi" barnsins
getur skipt sköpum
þegar fíkniefni eru
annars vegar.
I.HAFÐU SKOÐUN
Taktu þátt í lífi
unglingsins með það í
huga að hann þarfnast
enná hæfilegs aga og
aðhalds í stað
„afskiptaleysis“.
Hvenu hann og sýndu
áhuga á jákvæðum
viðfangsefnum.
EKKI KAUPA AFENGI
Unglingur þarfnast ekki
vímunnar. Sá sem
kaupir áfengi handa
barni sínu stuðlar að
tvennu: I.Gerir
vímuna eftirsóknar-
verða. 2. Gefur
barninu til kynna að
foreldrar séu sáttir við
neysluna.
4. VERTU VAKANDI
Ef unglingur er
byrjaður að neyta
áfengis á
grunnskólaaldri
verður foreldri að
beita festu og miklu
aðhaldi í uppeldi -
eigi skaðinn ekki að
verða óbætanlegur.
5. LEITAÐU RAÐA
Ef einhver minnsti
grunur er um
eiturlyfjaneyslu
unglings á foreldri án
tafar að leita
ráðgjafar hjá aðilum
sem sinna
vímuvörnum.
Líf barnsins er í húfi!
Yfir sumartímann
byrja margir unglingar
að neyta
ólöglegra fíkniefna
1 í skjóli útihátíða.
Enginn unglingur
vill verða fíkniefnum
Unglingar
en sölumenn dóps
svífast einskis fyrir ágóðahlut.
Einn unglingur í dópi er einum of mikið!
Tryggjum
Reyk jagarður hf
Holta-s
ihjúkliiTgurl
Eymundsson
EINN EINN TVEIR
þegarþér hentar!
(PRÓTTA- OG
tómstundarAo
REYKJAVlKUR
tlNAR |. SKÚLASON Hf
STRÆTISVAGNAR REYKJAVIKUR
OLIUVERZLUN
ÍSLANDS HF
SAUÐÁRKRÓKUR
Reiðhjólaverslunin
„a, rteionjoiaverstunin
orninnF*
Guómundur
jónasson
VESTMANNAEYJAR
FRŒOSLUMIDSTÖD
I FlKNIVÓRNUM