Morgunblaðið - 24.07.1996, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1996 7
FRÉTTIR
Menning-
arnótt
haldin í
Reykjavík
HUGMYND að menningarnótt í
Reykjavík þann 18. ágúst næst-
komandi í tengslum við 210 ára
afmæli Reykjavíkurborgar, hefur
verið kynnt í borgarráði. Áætlaður
heildarkostnaður er 1,1 milljón
króna.
í erindi ferðamálafulltrúa
Reykjavíkurborgar til borgarráðs
kemur fram að tilgangurinn með
menningarnótt er að bjóða borg-
arbúum og erlendum ferðamönnum
upp á ýmiskonar menningarvið-
burði næturlangt eða frá miðnætti
fram til klukkan 5-6 að morgni.
Hugmyndin er að gallerí, söfn,
kaffihús, veitingastaðir, bókaversl-
anir og hugsanlega fleiri hafi opið
þessa nótt og standi fyrir mynd-
listarsýningum, tónleikum, upp-
lestri, leiklist og fleira. Skilyrði
þess að veitingastaðir fái að hafa
opið lengur en venjulega er að þeir
bjóði upp á dagskrá sem falli að
þessum hugmyndum.
Menning fyrir alla
fjölskylduna
Áhersla verður lögð á að ekki
verði alsherjar ölvun þessa nótt
heldur verði um að ræða menn-
ingarviðburð fyrir alla fjölskylduna.
Gert er ráð fyrir að mynduð verði
verkefnisstjórn en tekið er fram
að hlutverk borgaryfirvalda verði
fyrst og fremst að samræma að-
gerðir, auglýsa dagskrá og greiða
götur þeirra sem vilja taka þátt í
verkefninu. Borgin muni ekki
standa fyrir atburði í eigin nafni
en gert er ráð fyrir að menningar-
nóttin verði sett í Tjarnarsal Ráð-
hússins.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Eistar keppa við
ÍBV í Eyjum
Evrópumót í
brids hálfnað
Island í
6. sæti
ÍSLAND var í 6. sæti eftir
11 umferðir á Evrópumóti
bridsspilara 25 ára og yngri
en^mótið er nú hálfnað.
íslenska liðið vann Júgó-
slava 23-7 í fyrsta leik gær-
dagsins. í 10. umferð á mánu-
dagskvöld vann ísland Tékk-
land 21-9 en tapaði fyrir
Þjóðveijum í 9. umferð,
13-17.
Norðmenn efstir
Eftir 11 umferðir voru
Norðmenn efstir með 222
stig, Danir höfðu 219 stig í
2. sæti og Pólveijar 215 stig.
Þá komu ísraelsmenn með
214 stig, Rússar með 193
stig og Islendingar með 189
stig.
EISTNESK þota frá flugfélag-
inu Enimex lenti á flugvellinum
í Vestmannaeyjum í gærmorg-
un með knattspyrnuliðið Lant-
ana frá Tallin innanborðs.
Þotan er sú stærsta sem lent
hefur í Eyjum, að sögn Einars
Steingrímssonar, flugvallar-
stjóra, og tókst lendingin vel.
Liðið spilaði við ÍBV í Eist-
landi í liðinni viku og munu liðin
leika annan leik í Eyjum í dag.
Bágt atvinnuástand á Þingeyri
Margir íhuga að flytja brott
ísafirði. Morgunblaðið.
SVO virðist sem margir Þingeyr-
ingar íhugi alvarlega að flytjast
búferlum frá staðnum vegna bágs
atvinnuástands. Að minnsta kosti
sex fjölskyldur eru alvarlega að
hugsa sér til hreyfings og hafa
auglýst fasteignir sínar til sölu.
Frystihús Kaupfélags Dýrfirð-
inga hefur boðað sumarlokun frá
og með næstu mánaðamótum og
eru margir efins um að fyrirtækið
opni að nýju í þeirri mynd sem
verið hefur undanfarin ár. Því
verði atvinna ekki næg á staðnum
á komandi hausti og Þingeyringar
verði því að leita sér að vinnu í
nágrannabyggðarlögunum eða
flytjast á brott frá Vestfjörðum.
Ekið til og frá vinnu
Að minnsta kosti sex starfs-
menn frystihússins hafa ráðið sig
í vinnu hjá Kambi hf. á Flateyri
frá og með mánaðamótunum og
mun fyrirtækið Allrahanda hf. sjá
um að aka fólkinu til og frá vinnu
og greiðir Kambur farið niður.
Nokkrar fjölskyldur hafa þeg-
ar flutt frá Þingeyri á þessu ári
og gæti íbúum staðarins því
fækkað um nokkra tugi áður en
árið líður ef svo heldur fram sem
horfir.
Korpúlfsstaðir
Breytt fyrir
39 milljónir
BORGARRÁÐ hefur samþykkt til-
lögu að breytingum á austurálmu
Korpúlfsstaða og súrheysturnum.
Áætlaður heildarkostnaður er 39
milljónir króna.
í tillögunni er gert ráð fyrir að
súrheysturnar verði látnir standa
áfram í fullri hæð og að millibygging
við þá verði lagfærð þannig að nota
megi þak hennar sem útsýnissvalir
frá annarri hæð.
Fram kemur að framkvæmdir
hefjist á þessu ári en í fjárhagsáætl-
un ársins 1996 er gert ráð fyrir að
veija 15 millj. tii endurbóta á aust-
urálmu. Bent er á að framkvæmdum
megi skipta á þijú ár eða fram til
ársins 1998.
-----» » 4-----
Grjót hrundi
á verkamann
í Hvalfjarð-
argöngum
VERKAMAÐUR í Hvalfjarðar-
göngunum slasaðist lítilsháttar þeg-
ar gijót hrundi á hann í göngunum
í gærdag. Maðurinn var að losa laust
gijót í lofti ganganna með járnverk-
færi eftir sprengingu þegar u.þ.b.
600 kg hnullungur lenti á mjöðm
hans og fótum.
Maðurinn var fluttur með sjúkra-
bíl á slysadeild Sjúkrahúss Reykja-
víkur þar sem hann gekkst undir
rannsókn. Hann reyndist óbrotinn
en marinn og fékk að fara heim af
sjúkrahúsinu skömmu síðar.
Jóhann Kröyer, öryggisvörður
Fossvirkis í Hvalfjarðargöngum,
sagði að svokölluð „skrotun", þegar
laust grjót er losað úr berginu eftir
sprengingu, sé eitt hættulegasta
starfið í jarðgöngunum.
STÓRKOSTLEG VERÐLÆKKUHI
Á n/iFTnni # i ífppahim in/t-
/l iwMaZ M mmMrnJmmtm./i.mmZM t smiwlLJIwMm
SVITARA
3d. JLX - nú aðnins 1.675.000,- hr.
5d. JLX - nú aðeins 1.340.000,- hr.
5d. VE - nú aðnins S.33Q.OOO,- kr.
SUZUKIBÍLAR HF
Skeifunni 17, 108 Reykjavík.
Sími 568 51 00.
HELSTISTAÐALBÚNAÐUR SUZUKIVITARA:
Drifbúnaður: Hátt og lágt drif, framdrifslokur. Öryggi:
Öryggisloftpúðar fyrir ökumann og framsætisfarþega •
Styrktarbitar í hurðum • Barnalæsingar • Stillanleg aðalljós úr
ökumannssæti. Þægindi: Vökvastýri • Samlæsingar á hurðum
• Rafstýrðir útispeglar • Upphituð framsæti • Bensínlúga
opnanleg úr ökumannssæti • Þrívirk inniljós og kortaljós
• Tvískipt fellanlegt aftursætisbak • Útvarp með segulbandi.
Styrkur: Vitara er með sterkbyggða sjálfstæða grind, sem
auk gormafjöðrunar á öllum hjólum gerir auðvelt að
hækka bilinn upp.