Morgunblaðið - 24.07.1996, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 24.07.1996, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1996 9 FRÉTTIR Morgunblaðið/Ámi Sæberg BIRGIR Guðmundsson afhendir Þorgerði Ingólfsdóttur peningagjöf frá Japansförum 1984. Hamrahlíðarkórinn í söngför til Japans HAMRAHLÍÐARKÓRINN heldur í dag í 12 daga ævintýraferð til Jap- ans. Kórinn mun halda tónleika á þremur stöðum í Japan meðan á dvölinni þar stendur. Kórfélagar eru 54 og stjórnandi er Þorgerður Ing- ólfsdóttir. Hamrahlíðarkórinn hefur áður farið í söngför til Japans, árið 1984. Þeir sem tóku þátt í þeirri ferð ákváðu að styrkja núverandi kórfé- laga til fararinnar. Afhentu þeir kórnum peningagjöf sl. föstudag. Að sögn Hrafns Sveinbjarnarsonar, eins kórfélaga, kostar ferðin alls 6 milljónir króna. Margir hafa styrkt för kórsins myndarlega, bæði stofn- anir og fyrirtæki. Þá hefur að sögn Hrafns verið í gangi umfangsmikil fjáröflun á vegum kórfélaga og hefur hún gengið vonum framar. Kynnir íslensk þjóðlög Fyrir tveimur árum var leitað til Hamrahlíðarkórsins og honum boð- ið til Alþjóðlegrar hátíðar æsku- kóra, sem haldið er í tilefni 85 ára afmælis Hamamatsu-borgar. Þekktist kórinn boðið og hefur und- irbúningur staðið yfir síðan. Sjö aðrir erlendir kórar munu syngja á hátíðinni auk japanskra kóra. Rúm- lega hálf milljón manna býr í Hama- matsu, en þess má geta að Yamaha- hljóðfæraverksmiðjurnar eru starf- ræktar í borginni. Auk þess að koma fram á hátíðinni mun kórinn halda tónleika á tveimur öðrum stöðum, borgunum Ogasa og Urawa í Saitama-héraði. Kórinn mun m.a. kynna íslensk þjóðlög á tónleikum sínum. Tónleikaferðinni til Japari's lýkur sunnudaginn 4. ágúst. Binni á traktomum Vaðbrekku. Jökuldal. JÖRÐIN Eiði á Langanesi er mikil rekajörð og nota eig- endur jarðarinnar þetta furðufarartæki til að bjarga . reka úr fjörunni og til ann- arra snúninga heimavið. Brynjar Júlíusson á Seyðis- firði gat ekki stillt sig um að fá sér smá salíbunu á tækinu. Við nánari skoðun kom í ljós að þetta var gamall traktor af Ford County gerð en tvö- faldaður hefur verið á honum dekkjagangurinn að aftan. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Velúrgallarnir vinsælu nýkomnir Stuttermabolir og sundbolir í miklu úrvali. Sendum í póstkröfu. Snyrtivöruverslunin Gullbrá Nóatúni 17, sími 562 4217 Nýir litir Brjóstahaldari úr hreinni bómull. Kræktur að framan. Gefur góðan stuðning við bak. Stærðir frá 34-105 B, C,D,DD. Póstsendum. ; t/~j /rs/t'SfsrrswrJ/st Laugavegi 4, sími 55 I 4473 Snyrti- og nuddstofan r PAPADtö Laugarnesvegi 82, simi 553 1330. Kynning í dag milli kl. 14 -18. 10% afsláttur af NO NAME ' COSMETICS .— T öfraundirpils Viltu sýnast númeri grennri? Aðeins í Tess. Verð kr. 2.900. Opið virka daga kl. 9-18, jnhaga, sími 562 2230 kl. 10-14. ÚTSALA - ÚTSALA Vegna breytínga 10 - 60% afsláttur 24.- 26. júlí. Vorum að fá ódýran barnafatnað, boli, leggings o.fl. r IlaÍAInnl leikföng og gjafavara, ICIUIIIIII Glæsibæ.sími 553 3305. TKSSy- • • Orugg ávöxtun sparifjár Spariskírteini ríkissjóds með mismunandi gjalddaga Við bjóðum eldri flokka spariskírteina ríkissjóðs með gjalddaga eftir 'h ár, Vh ár, 2'h ár, 3'h ár og 4'h ár. Þú getur raðað saman mismunandi flokkum spariskírteina þannig að þú sért alltaf með laust fé þegar þú þarft á því að halda. Spariskírteini eru tæki til að skapa þann hreyfanleika sem þú þarfnast. Helstu flokkar spariskírteina: 1992 1D5 Gjalddagi 1/2 1997 1993 1D5 Gjalddagi 10/4 1998 1994 1D5 Gjalddagi 10/2 1999 1995 1D5 Gjalddagi 1/2 2000 1990 2D10 Gjalddagi 1/2 2001 Hafðu samband við ráðgjafa Þjónustumiðstöðvar ríkisverðbréfa og fáðu nánari upplýsingar. Sími 562 6040. Fjölmargir aörir flokkar spariskírteina eru einnig til sölu. Hafa skal ( huga aö spariskírteini ríkissjóös eru markaösveröbróf sem eru skráð á Verðbrófaþingi Islands, og eru því auöseljanleg á lánstímanum. Kynntu þér möguleika spariskírteina ríkissjóðs. ÞJONUSTUMIÐSTOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6,2. hæð (neðsta húsið við Hverfisgötu) sími 562 6040, fax 562 6068.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.