Morgunblaðið - 24.07.1996, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Félagsmálaráðherra og borgarstjóri gera samstarfssamning um stofnun Vinnuklúbbs
Aðgerðir gegn lang-
tíma atvinnuleysi
SAMSTARFSSAMNINGUR um að hjálpa atvinnulausum að fá
vinnu var undirritaður í gær. F.v.: Kristín Árnadóttir, aðstoðar-
kona borgarstjóra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri,
Páll Pétursson, félagsmálaráðherra.
NÝ ÚRRÆÐI í atvinnumálum er
heitið á tilraunaverkefni sem fé-
lagsmálaráðuneytið og Reykjavík-
urborg hafa hleypt af stokkunum.
Markmiðið er „að hjálpa fólki sem
lent hefur í vítahring langtímaat-
vinnuleysis til þess að komast út
á vinnumarkaðinn að nýju,“ eins
og segir í samstarfssamningi sem
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri og Páll Pétursson fé-
lagsmálaráðherra undirrituðu í
gær.
Verkefnið hefst 1. ágúst næst-
komandi og á að standa í eitt ár.
Að loknum þriggja mánaða undir-
búningstíma er hugmyndin að
koma á fót svonefndum Vinnu-
klúbbi fyrir fólk í atvinnuleit. Á
þriggja vikna fresti verður myndað-
ur 15 manna hópur atvinnulausra
sem leitar skipulega í þijár vikur
að vinnu með aðferðum Vinnu-
klúbbsins. Þessi aðferð er að er-
lendri fyrirmynd og hefur víða gef-
ið góða raun. Þar hafa 62-95%
þátttakenda fengið atvinnu.
Langtímaatvinnulausum
fjölgar
Undanfama 12 mánuði hefur
tæplega þriðjungur fólks á at-
vinnuleysisskrá verið samfellt á
skrá í 26 vikur eða lengur. Lang-
tímaatvinnulausir eru því 900-
1.000 einstaklingar í Reykjavík.
Þeim fjölgar sífellt sem verið hafa
atvinnulausir í heilt ár eða lengur.
í febrúar í fyrra voru það 240 ein-
staklingar, eða_ 7% skráðra at-
vinnuleysingja. í lok febrúar í ár
var þetta hlutfall komið í 13%, þá
höfðu 480 einstaklingar verið án
atvinnu í ár eða lengur.
Heildarkostnaður við þetta
verkefni er áætlaður 14,9 milljónir
og verður framlag Reykjavíkur-
borgar 5,4 milljónir á verkefnis-
tímanum. Félagsmálaráðuneytið
leggur 5 milljónir til verkefnisins
í ár og mun beita sér fyrir áfram-
haldandi fjárveitingum til þess á
næsta ári.
Gæti sparað 70 milljónir á ári
Miðað við að 60% þátttakenda
hér fái vinnu á 9 mánuðum eru
það 110 einstaklingar. Væru þeir
allir með fullan bótarétt spöruðust
70 milljónir króna í atvinnuleysis-
bætur á ársgrundvelli.
Myndaður var vinnuhópur um
stofnun og starfrækslu Vinnu-
klúbbsins. í honum sitja Áslaug
Friðrksdóttir vinnusálfræðingur
og Árni Gunnarsson, aðstoðar-
maður félagsmálaráðherra, fyrir
hönd félagsmálaráðuneytis og
Oddrún Kristjánsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Vinnumiðlunar og
Róbert Jónsson, framkvæmda-
stjóri Atvinnu- og ferðamálastofu,
fyrir hönd Reykjavíkurborgar.
ísafoldarprentsmiðja
Kassagerðin
kaupir 35% hlut
KASSAGERÐ Reykjavíkur hf. hefur
keypt 35% hlut í ísafoldarprent-
smiðju af Fijálsri fjölmiðlun hf.
Fijáls fjölmiðlun átti 100% hlutáfjár
í prentsmiðjunni og verður því eftir
sem áður meirihlutaeigandi hennar
með 65% hlutafjár.
ísafoldarprentsmiðja var stofnuð
í núverandi mynd árið 1994 við sam-
einingu Prentsmiðjunnar ísafoldar,
Prentsmiðju Fijálsrar fjþlmiðlunar
og Prentsmiðju Hilmis. í frétt frá
Fijálsri fjölmiðlun og Kassagerðinni
segir að ísafoldarprentsmiðja hafí
náð því að verða næst stærsta prent-
smiðja landsins í hefðbundnu prent-
verki á þeim 20 mánuðum, sem liðn-
ir eru frá stofnun hennar í núver-
andi mynd. Eigendur prentsmiðjunn-
ar stefni að því að veija þennan
sess og skila gæðaverki á samkeppn-
ishæfu verði.
„Síauknar kröfur um verð og
gæði hafa valdið því að margar
prentsmiðjur hafa lagt upp laupana.
Mikilvægt er að spoma við því að
það skapist óæskilegar markaðsað-
stæður í greininni og ekki síður að
hægt verði að veijast sívaxandi sam-
keppni á íslenskum prentmarkaði
erlendis frá,“ segir í fréttinni.
Kristján Jóhann Agnarsson, fram-
kvæmdastjóri Kassagerðarinnar,
segir að með kaupunum vilji fyrir-
tækið auka framleiðslugetu sína á
sviði prentunar en það hefur hingað
til aðaliega sinnt framleiðslu og
prentun á pappírsumbúðir.
FASTEIGNA
MARKAÐURINN ehf
ÓÐINSGÖTU 4. SlMAR 551-1540. 552-1700. FAX 5620540
%
Ljósaland
Vandað 137 fm endaraðhús á einni hæð, ásamt 24 fm bílskúr.
Saml. stofur. Arinn, 36 fm timburverönd, 3-4 svefnherb.
Bílastæði við inngang. Hitalagnir við innkeyslu. Góð eign
FASTEIGNAMARKAÐURINN ehf ;
ÓÐINSGÖTU 4. SÍMAR 551-1540, 552-1700, FAX 562-0540-
Nýkomnar á skrá - til sýnis og sölu:
Suðuríbúð - útsýni - úrvalsstaður
Skammt frá Ármúlaskóla glæsileg 2ja herb. íbúð á 2. hæð um 60 fm.
Stór stofa. Sólsvalir. Sérhiti. Parket. Ágæt sameign. Stór lóð. Verð
aðeins kr. 5,7 millj.
Fyrir smið eða laghentan
Sólrík 3ja herb. íbúð á 2. haeð tæpir 80 fm. Nýlegir gluggar og gler.
Gömul snyrtileg innrétting. Góð sameign. Gott verð. Tilboð óskast.
Sérhæð - Hólmgarður - lækkað verð
Mjög góð og sólrík 3ja herb. efri hæð um 80 fm í tvíb. Allt sér. Út-
sýni. Gott geymslu- og föndurris fylgir. Vinsæll staður.
Nokkrar 2ja og 3ja herb. ódýrar íbúðir
Meðal annars við: Barðavog - Meistaravelli - Hjallaveg - Barónsstíg
- Njálsgötu og Hraunbæ. Nokkrar með góðum lánum. Vinsamlegast
leitið nánari upplýsinga.
ALMENNA
Fjársterkir kaupendur óska
eftir sérhæðum og íbúðum _____________________
miðsvæðis í borginni. UU6aVE6l18S. 55Z 1150-552 1370
FASTEIGNASALAN
Vatnsleysi háir veiðiskap
MENN hafa verið að fá’ann og þá
væna í Svalbarðsá. Örn Helgason er
til vitnis um það með boltana sína tvo,
16 og 17 punda.
ENN fer vatn þverrandi í laxveiði-
ám Suðvestur- og Vesturlands og
sáriega vantar vatn og smálaxa-
göngur í ár fyrir norðan. Smálax-
inn er mættur á sunnan- og vest-
anverðu landinu og þar hefur veiði
víða verið ágæt, en ytri skilyrði
oftar en ekki erfið.
Aldrei fisklaust
„Það verður að segjast eins og
er, að það hefur verið sveiflótt í
sumar, byrjaði vel og dofnaði svo
eins og búast mátti við. Síðan
þegar við máttum fara að búast
við nýjum göngum komu þessir
langvarandi þurrkar og sól sem
stóðu veiðum fyrir þrifum. I síð-
ustu viku kom svo ofsaflóð og
veiddist auðvitað vel í kjölfarið á
því. Nú má segja að áin sé fín og
það er eitthvað að ganga af fiski,
mest smálax sem er óvenjusmár
að þessu sinni, mest um 4 pund.
Alls eru komnir 82 laxar á land
sem er aðeins meira en á sama
tíma í fyrra. Sem betur fer hefur
þó aldrei verið alveg fisklaust hjá
okkur,“ sagði Stefán Valdemars-
son, staðarhaldari við Straum-
fjarðará, í gærdag.
Stefán bætti við að sér virtist
vera minna af laxi í ánni en í fyrra,
en það gæti þó truflað að foss í
ofanverðri ánni hefur verið fisk-
gengur í sumar vegna lægri vatns-
hæðar en í fyrra, er enginn lax
komst upp fyrir. Þar fyrir ofan
„týndist" laxinn gjarnan.
Hítará komin í gang
Vel veiðist í Hítará um þessar
mundir og í gærdag var hópur
kominn með 27 laxa á land eftir
tvo daga og átti einn dag eftir.
Voru menn hæstánægðir.
Fylgdi sögunni að fiskur
gengi af krafti upp fyrir
Brúarfoss og veiddist víða
á svæðinu þar fyrir ofan.
Bleikjuveiði er og enn hin
ágætasta.
Álftá veiðisæl
Milli 90 og 100 laxar
eru komnir á land úr Álftá
á Mýrum og nálægt því
annað eins af vænum og
fallegum sjóbirtingi. Er
þetta með ólíkindum góð
útkoma, því stóran hluta
veiðitímans hefur áin verið
vatnslítil og það svo mjög
að vönum mönnum hefur
blöskrað. Um helgina voru
menn með báðar stangim-
ar í tvo daga og fengu 32
fiska. Um helmingur var
lax og helmingur birtingur.
Rólegt í Breiðdalsá
Lítið hefur gengið enn
sem komið er í Breiðdalsá
og menn sem voru í ánni
um helgina veiddu lítið.
Voru þá skráðir í bók 9
laxar, flestir veiddir í
Neðri-Beljanda. Einhver
silungsveiði hefur verið, mest urr-
iði á ofanverðu vatnasvæðinu, en
úr þessu má búast við að bleikju-
veiði glæðist.
Bleikjan sein
Veiðimenn sem rætt var við í
gærdag og voru nýkomnir af sil-
ungasvæðinu í Hofsá í Vopnafirði
höfðu þá sögu að segja að veiðin
hefði verið dræm um síðustu helgi
og það væri mál kunnugra þar
eystra að sjóbleikjan væri með
seinna móti að þessu sinni. Það
veiddust þó nokkrir fiskar og
nokkuð vænir, 2-2,5 pund. Dag
einn var veiðimaður sendur út að
á til þess að freista þess að ná í
sjóbleikju þar sem veiðifélagarnir
voru að gera útigrillið klárt. Hann
kom í hús með 2,5 punda þara-
þyrskling sem tók appelsínugula
smáflugu.
Umræddir veiðimenn skruppu
einnig í Fögruhlíðará og fengu
þokkalega veiði af vænni sjó-
bleikju.
Blað allra landsmanna!
-kjarni máhins!
2ja herb. íb. við Álfaskeið, Hf.
Bílskúr. Verð aðeins 5,2 millj.
Árni Gunnlaugsson hrl.,
Austurgötu 10, sími 555 0764.
Lítil íbúð í Hafnarfirði
Nýkomin til sölu 2ja herb. um 35 fm risíbúð í stein-
húsi við Melholt (hjá Öldutúnsskóla). Laus strax.
íbúðin þarfnast endurbóta. Tilboð óskast.
Árni Gunnlaugsson hrl.,
Austurgötu 10, sími 555 0764.