Morgunblaðið - 24.07.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.07.1996, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Milliganga Þjóðveija um fangaskipti ísraela og Hizbollah Vilja gegna stærra hlut- verki í Miðausturlöndum Bonn. Reuter. ÞÝSKA stjórnin hyggst notfæra sér góð tengsl sín í Miðausturlönd- um til að gegna auknu pólitísku hlutverki í þessum heimshluta í þágu friðar, að sögn Bernds Schmidbauers, sem hafði milli- göngu um fanga- og líkaskipti Hiz- bollah og Israela um helgina. Schmidbauer sagði að stjórn Helmuts Kohls kanslara hefði áunnið sér traust allra helstu ríkja og fylkinga í Miðausturlöndum að írönum meðtöldum, en samninga- viðræður Þjóðverja við þá hafa sætt gagnrýni í Þýskalandi, og Bandaríkjastjóm hefur litið þær tortryggnum augum. Schmidbauer, sem fer með leyni- þjónustumál fyrir kanslaraembætt- ið, sagði þetta traust ákjósanlegan grundvöll fyrir auknu pólitísku hlutverki Þjóðveija í friðarumleit- unum í Miðausturlöndum. „í þess- um heimshluta er óskað eftir því að þýska stjómin láti meira að sér kveða í pólitískum samningavið- ræðum og að Evrópusambandið geri hið sama. Ég tel mjög mikil- vægt að við geram þetta.“ „Ég er viss um að menn eiga eftir að finna að því að samninga- viðræður áttu sér stað við Hiz- bollah, írani, Sýrlendinga og Líb- ani,“ sagði Schmidbauer, sem hefur verið nefndur „008“ í þýskum fjöl- miðlum vegna fágaðrar framkomu og starfa hans í tengslum við þýsku leyniþjónustuna. Stjómin sökuð um linkind Kohl hefur sætt gagnrýni þýskra stjórnarandstæðinga, sem telja að „gagnrýnar viðræður" embættis- manna hans við stjómvöld í íran jafngildi linkind í garð harðlínu- stjórnar sem hlusti ekki á nein rök. „Frá sjónarhóli þýsku stjórnarinnar Reuter TUGIR þúsunda manna fylgdu 123 skæruliðum Hizbollah til grafar í Beirút í gær. Israelar afhentu líkin á sunnudag. era viðræður við stjómvöld í íran réttmætar og hafa alltaf verið það þar sem þetta ríki hefur mikil áhrif,“ sagði Peter Hausmann, tals- maður þýsku stjómarinnar. Hausmann sagði að Kohl hefði þegið boð um að heimsækja ísrael frá Benjamin Netanýahu, forsætis- ráðherra ísrael. Zalman Shöval, ráðgafi Net- anyahus í utanríkismálum, sagði að Bandaríkjamenn myndu halda forystuhlutverki sínu í friðarum- leitunum í Miðausturlöndum en Þjóðveijar gætu einnig látið að sér kveða. „Ef Þjóðverjar gætu einnig gegnt hlutverki myndum við fagna. því, að því tilskildu að þeir gleymi ekki að Þýskaland getur aldrei ver- ið hlutlaust gagnvart ísrael en þarf að hafa sérstök tengsl við landið," sagði hann. Tengslin við ísrael í eðlilegt horf Þýsk dagblöð sögðu í forystu- greinum að árangur Schmidbauers sýndi að mrkilvægt væri að hafa góð tengsl við írani og endurspegl- aði jafnframt bætt samskipti Þýskalands og ísraels. „Málið sýnir að þessi viðkvæmu tengsl hafa komist í eðlilegt horf,“ sagði dag- blaðið Die Welt. Þýska stjórnin hefur haft að leið- arljósi að viðhalda góðum tengslum við ísrael en reyna um leið að hafa áhrif á írani með því að framfylgja stefnu Evrópusambandsins um „gagnrýnar viðræður" við þá. Ekki hefur alltaf verið auðvelt fyrir Klaus Kinkel, utanríkisráð- herra Þýskalands, að framfylgja þessari stefnu. Hann varð t.a.m. að aflýsa fyrirhugaðri ráðstefnu um málefni múslimaríkja í fyrra eftir að neðri deild þingsins lagðist gegn því að Ali Ákbar Velayati, utanríkisráðherra írans, fengi að sitja hana. Þingmenn sögðu að ekki væri við hæfi að bjóða íranska ráðherranum til Þýskalands eftir að stjómin í Teheran fagnaði morð- inu á Rabin. Serbar brjóta kosninga- reglur Trnovo, Zagreb. Reuter. ÖRYGGIS- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE), sem skipuleggur fyrirhugaðar kosningar í Bosníu í september, lýsti því yfir í gær að auglýsingar frá serbneskum fram- bjóðendum, sem segðu sig „sam- starfsmenn Radovans Karadzics" virtust vera brot á banni við stjórn- málaþátttöku eftirlýstra stríðs- glæpamanna. Er þetta fyrsta merkið um það að Bosníu-Serbar ætli ekki að fara í einu og öllu eftir því samkomulagi sem Richard Holbrooke, sendimað- ur Bandaríkjastjórnar, náði við Slobodan Milosevic, forseta Serbíu, og Karadzic, um að sá síðarnefndi hætti afskiptum af stjórnmálum. Hart deilt í Mostar Þá eru blikur á lofti í borginni Mostar í Bosníu, þar sem gengið var til borgarstjórnarkosninga í lok júni. Skiptist borgin í hverfi Króata og múslima, sem unnu nauman sig- ur í kosningunum. Króatar eru ákaflega ósáttir við framkvæmd kosninganna og neita að viður- kenna úrslitin. Þeir neituðu að mæta á fyrsta fund hinnar nýkjörnu borgarstjórnar, sem fram fór síð- degis í gær. Mjög dróst að tilkynna um form- leg úrslit og að endingu gerði Evr- ópusambandið, sem fer með stjórn borgarinnar, það með tilskipun, eft- ir að tilskilinn 11 daga frestur var runnin út. Það sem flækti fram- kvæmdina, og reitti Króata til reiði, var að fyrrverandi íbúar borgarinn- ar, sem nú era flóttamenn erlendis, skyldu kjósa. Hlaut stærsti flokkur múslima, SDA, yfirgnæfandi meiri- hluta atkvæða á kjörstöðum í Vest- ur-Evrópu. Efasemd- ir um að- ild ESB Jakarta. Reuter. AUSTUR-Asíuríki láta í ljós vax- andi efasemdir um réttmæti aðild- ar Evrópusambandsins að Svæðis- vettvangi ASEAN (ASEAN Regi- onal Forum, ARF), sem er helzti vettvangur umræðna og samráðs ríkja um öryggismál Asíu austan- verðrar. 'Evrópusambandið og níu ríki að auki, þar á meðal Bandaríkin og Ástralía, eiga aðild að ARF, sem kom saman til fundar í Jakarta í Indónesíu í gær. Að sögn ónafngreindra embætt- ismanna setja ASEAN-ríkin hina svifaseinu ákvarðanatöku ESB fyrir sig og segja það valda rugl- ingi að sambandið sem heild sam- þykki oft stefnu í utanríkismálum, sem gangi þvert á stefnu einstakra aðildarríkja. „Við heyrum eitt frá framkvæmdastjóminni og annað frá höfuðborgum aðildarríkjanna," segir einn embættismannanna. ASEAN-ríkin hafa komið sér saman um nýjar reglur um inn- töku nýrra ríkja í Svæðisvettvang- inn. Samkvæmt þeim geta aðeins fullvalda ríki, en ekki ríkjasamtök, fengið inngöngu og þá því aðeins að þau eigi mikilvægra öryggis- hagsmuna að gæta í Austur-Asíu. Bretland og Frakkland hafa sótt um sérstaka aðild að ARF, en neita því að sú aðild eigi að koma í stað þátttöku Evrópusam- bandsins í ARF. Ottast „riðufár“ vegna yfirlýsinga Fischlers Brussel. Reuter. FRANZ Fischler, er fer með land- búnaðarmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, greindi frá því á fundi landbúnaðarráðherra ESB á mánudag að nýjar rannsóknir bentu til að kúariða gæti hugsanlega bor- ist í sauðfé. Fischler sagði ekki hægt að úti- loka að riða í sauðfé, er þekkt hefur verið um aldabil, væri í raun sami sjúkdómurinn og kúariða. Margt væri áþekkt með sjúkdómunum. Fischler sagði að vísindamenn hefðu komist að því með því að smita sauðfé með kúariðu að sjúkdómurinn breiddist mun hraðar út í sauðfé en nautgripum. Hann sagðist því hafa I hyggju að leggja það til við fastanefnd dýra- lækna ESB að ákveðnir vefir yrðu fjarlægðir úr öltum jórturdýram áður en kjöt bærist í fæðukeðju manna eða dýra. Munu dýralæknar taka afstöðu til tillögu Fischlers þann 1. ágúst. Jafnt Fischler sern Ivan Yates, landbúnaðarráðherra írlands, hvöttu menn hins vegar til að sýna stillingu í ljósi kúariðuumræðu síðustu mán- aða. Ekki væri um sambærileg mál að ræða. Embættismenn í Brussel létu hins vegar í Ijós ótta um að hætta væri á því að neytendur myndu sniðganga lambakjöt, ef ekki væri rétt haldið á málum. Þá gagnrýndu landbúnað- arráðherrar Spánar og Bretlands hann harðlega fyrir ótímabærar og órökstuddar yfirlýsingar. Reuter DOUGLAS Hogg, landbúnaðarráðherra Bretlands, Philippe Vasseau, Iandbúnaðarráðherra Frakklands og Karel Pinxten frá Belgíu á ráðherraráðsfundinum. EVRÓPA^ Ákveðin hætta er talin á „riðu- fári“, áþekku kúariðufárinu, en sala á nautakjöti hefur dregist saman um allt að 40% eftir að bresk stjórnvöld greindu frá því að ekki væri hægt að útiloka að kúariða gæti borist til manna og valdið heilarýrnunarsjúk- dómi. Ríkisstjórn Nýja-Sjálands sagðist í gær vera að leita eftir frekari upp- lýsingum um hinar vísindalegu nið- urstöður ESB. Sauðféstofnin á Nýja- Sjálandi telur 50 milljónir og 90% slátraðra lamba era flutt út, fyrs] ,og fremst til Bretlands. Talsmaður nýsjálenska landbún- aðarráðuneytisins sagði ávallt hafa legið fyrir að riða og kúariða væra skyldir sjúkdómar. Annar embætt- ismaður sagðist í raun ekki sjá hvað væri nýtt í málinu. Flestir hefðu ávallt gengið út frá því að kúariða væri í raun riða er hefði borist til nautgripa í gegnum fóður. Fangar svelta sig í hel TVEIR fangar hafa dáið vegna tveggja mánaða mótmæla- sveltis 300 vinstrimanna í 33 fangelsum í Tyrklandi. Fang- arnir eru félagar í vinstrihreyf- ingum, sem hafa verið bannað- ar í Tyrklandi, og hófu sveltið í maí til að mótmæla slæmum aðbúnaði og illri meðferð. Al- gengt er að fangar grípi til slíkra aðgerða í Tyrklandi en dauðsföll vegna mótmæla- sveltis eru þó sjaldgæf. Frakkar hvöttu í gær Tyrki til að bæta aðbúnaðinn í fang- elsunum og gera ráðstafanir til að binda enda á mótmæla- sveltið. Banvæn mat- areitrun í Japan SJÖ manns hafa látist vegna matareitrunar í Japan það sem af er árinu og rúm 8.000 manns hafa veikst frá því í maí. Tíu ára stúlka og 85 ára kona létust í gær af völdum eitrunarinnar í borginni Sakai, þar sem 6.400 skólaböm hafa veikst síðustu tólf daga. Hugbúnaðar- villa völd að Ariane-slysi ANNARRI geimferð Ariane-5 flauga Geimferðastofnunar Evrópu (ESA) hefur verið frestað til fyrri helmings næsta árs. Geimferðin var fyr- irhuguð í september en fresta varð henni eftir að fyrsta geimflaugin sprakk í loft upp 40 sekúndum eftir geimskot í júní sl. Niðurstaða rannsóknar á orsökum slyssins var sú, að villa í tölvuhugbúnaði hafi valdið því. Rauðu síma- klefarnir snúa aftur ELLEFU árum eftir að ákveð- ið var að taka hina heims- þekktu rauðu símaklefa, sem einkennt höfðu borg og bý í Bretlandi allt frá árunum á milli stríða, hefur brezka síma- fyrirtækið British Telecom- munications (BT) ákveðið að fylgja áskoranum mikils fjölda símnotenda að innleiða þá á ný. Nýju klefarnir verða að vísu ekki alveg eins og þeir gömlu, en að sögn talsmanns BT minnir hönnun nýju klef- anna það sterklega á gömlu pottjárnssteyptu klefana, að allir þeir sem harma hvarf þeirra ættu að geta tekið gleði sína á ný. Nefdropar við mígreni SAMKVÆMT niðurstöðum rannsóknar, sem birtist í Jouv- nal of the American Medical Association í þessari viku, geta nefdropar sem innihalda lidocaine, algengt staðdeyfing- arefni, veitt snaran létti við mígrenis-höfuðverkj aköstum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.