Morgunblaðið - 24.07.1996, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1996 17
LISTIR
íslenzk húsagerðarlist
DÆMI um fagra steinhleðslu á 18 öld. Hólar í Hjaltadal í endur-
gerð Þorsteins Gunnarssonar.
DÆMI um mikla reisn yfir lítilli trékirlgu og litlu umfangi.
UST OG HÖNNUN
Ráðhús Rcykjavíkur
ÍSLENZK
BYGGINGARLIST
Arkitektaskólinn í Arósum. Opið
virka daga frá 10-19, um helgar
12-18. Til 28. júlí. Aðgangur ókeyp-
is. Sýningarskrá á ensku 1.000 kr.
ÞAÐ er mikilsverð sýning, sem
sett hefur verið upp í sýningarþró
Ráðhússins og hefur með íslenzka
byggingarlist að gera, og spannar
tímabilið frá miðri 18. öld til nútím-
ans.
Upprunalega var sýningin unnin
af Arkitektaskólanum í Arósum í
tilefni lýðveldisafmælisins sem hluti
framkvæmdarinnar „Island er land-
et“, og var forstjóri Norræna húss-
ins, Torben Rasmussen, driffjöðrin.
Hérlendir arkitektar tóku saman
gögn um íslenzka byggingarlista-
sögu og þar var Guðmundur Gunn-
arsson, fýmim nemandi arkitekta-
skólans í Árósum, lykilmaður. Hins
vegar voru það Mogens Brandt, fyrr-
verandi rektor skólans og Per Kruse,
starfandi lektor, sem unnu úr
gögnunum, og komu til landsins til
þess og að kynnast íslenzkri bygg-
ingarlist af sjón og raun. Ekki veit
ég gjörla um undirtektir sýningar-
innar í Árósum, enda engar upplýs-
ingar um það á sýningunni né blaða-
úrklippur, en hvemig sem á allt er
litið er það álit mitt að þetta hafi
verið eitt mikilvægasta framtak til
fremdar íslenzkri húsagerð um langt
árabil. Var ég svo lánsamur að vera
á staðnum, sem beinn og óbeinn
þátttakandi í þessum mikla gjöm-
ingi, og byggingarlistasýninguna
skoðaði ég mjög vel.
Listrýniskrif mín hafa alla tíð
skarað húsagerðarlist að nokkru,
enda er hún eitt af áhugamálum
mínum og um áratugaskeið hef ég
skoðað margar sýningar á vett-
vangnum víða um heim. Snemma
á ferli mínum fékk ég áhuga á
finnska arkitektinum Eliel Saarinen
og skrifaði langa grein um hann í
Lesbók. Einkum hreifst ég af notk-
un hans og félaga, Hemann Gesell-
ius og Arvid Lindgren, á innlendu
byggingarefni og viðmiðun við
landslag og umhverfi húsa sem
þeir teiknuðu. Seinna átti ég þess
kost að skoða byggingar þeirra fé-
laga og Saarinens í Helsingfors og
nágrenni, sem er mér minnisstæð
lifun. Þá urðu mér ljósir annmarkar
módemismans og einhæfrar staðl-
aðrar húsagerðar, sem gjörbreytti
sýn minni á þessi atriði, sem langir
göngutúrar um stórborgir staðfestu
enn frekar.
Við Íslendingar fórum því miður
öðruvísi að en Finnar, er þeir hlutu
sjálfstæði; í stað þess að leita til
eldri hefðar í byggingarlist létum
við fallerast af erlendum straumum
og þá einkum módernismanum og
hagnýtihyggjunni ásamt skreyti-
áráttu á ytri byrði húsa, eftirgerð-
um og fáfengilegum stílbrotum.
Módemisminn og hagnýtistefnan
skiluðu að vísu mikilfenglegri bygg-
ingarlist, en reyndust engin allsheij-
arlausn, auk þess sem stílbrögðin
þróuðust út í lítilsigldar eftirgerðir
og hópefli um alþjóðastaðal sem
blindaði mönnum sýn og hreinlega
rústaði stórborgir. Ekki í bókstafleg-
um skilningi heldur fengu nýju borg-
arkjamarnir svip steinbarna, vom
sneyddir öllu lífsmagni fyrir einhæf-
an byggingarstíl sem var líkastur
ókennilegum aðskotahlut í lífrænu
ferli þeirra.
Eins og fram kemur er eðlilegt
að Danir undrist, í ljósi hinna ris-
miklu eldri bygginga, hve lítið ís-
lenzkir arkitektar hafa sótt til ís-
lenzks byggingarefnis, hefðarinnar,
reynslu fortíðar og þá einkum torf-
og steinhleðslunnar, sem hefði get-
að forðað mörgum slysunum, og
er hér komið eitt dæmi þess, að
menn sækja ekki viskuna til skóla
í útlöndum, heldur lífsins og um-
hverfisins.
Misskilningurinn felst öðru frem-
ur í staðlaðri fjöldaframleiðslu arki-
tekta í skólum, að arkitektúr varð
almenn námsgrein en ekki blossandi
ástríða og hugsjón, sem bauð ekki
upp á neinar málamiðlanir.
Hvemig menn litu til dæmis á
húsagerðarlist í upphafí aldarinnar
kemur vel fram í ævisögu hins mikla
hollenska arkitekts, hönnuðar og
málara, Henris van de Velde, sem
Hans Caijuel færði í letur. Hann
víkur að kynnum sínum af ítalska
tónsmiðnum Ferruccio Busoni og þar
segir, að þessi fjölgáfaði tónsmiður,
sem var inni í öllum greinum lista
og þekkti alla fjársjóði bókmennta-
sögunnar, hafi verið svo yfír sig
hrifínn af byggingarlist að hann
útsetti tónsmíðar sínar eftir bygg-
ingarfræðilegum lögmálum. Svo al-
tekinn var hann af hugmyndum
byggingarlistarinnar, að hann var
jafnvel reiðubúinn að yfírgefa tón-
listina og helga sig henni!
Að vísu samrýmdust hugmyndir
Busonis á hugtakinu „bygging"
ekki með öllu skilningi van de Veld-
es, en gaf hugmynd um aðferð tón-
meistarans til að hemja og koma
skipulagi á sköpunarferlið. Þetta
rifjaðist upp á sýningunni, sem er
hin gagnmerkasta, einkum fyrir það
hve vel hún undirstrikar arfleifð
okkar, þýðingu hennar og hvað við
eigum margt til hennar að sækja.
Um leið rifjast einnig upp að Guð-
jón Samúelsson, sem hafði svo mik-
inn áhuga á eldri hefð, var lengstum
í litlum metum hjá áhangendum
módernismans og hagnýtistefnunn-
ar, þannig að það þurfti útlenda til
að opna augu þeirra fyrir þýðingu
hans.
Sýningunni er vel fyrir komið í
hinu staða og erfiða rými og á tveim
stórum tjöldum eru sýndar lit-
skyggnur, og er mikill lærdómur
falinn í skoðun þeirra; þær bregða
einnig upp myndefnum, sem mál-
arar tímanna komu síður auga á,
upplýsa jafnframt að fortíðin og
landið sjálft er óþijótandi náma
fyrir framsækna núlistamenn í öll-
um greinum sjónlista.
ÍSLENZK HÚS-
GAGNAHÖNNUN
Ráðhús Rcykjavíkur
FÉLAG HÚSGAGNA-OG
INNANHÚSSARKITEKTA
sýningu lokið
ÞÓTT sýningu Félags íslenzkra
húsgagnaarkitekta sé lokið, er til-
efni til að fara örfáum orðum um
umbúnað hennar. Hún var uppruna-
lega í Bella Center í Kaupmanna-
höfn, þar sem hún mun hafa vakið
góða athygli, enda íslenzkir hús-
gagnahönnuðir í sókn, þó mér þyki
enn skorta nokkuð á huglægt jarð-
samband við upprunann. Tvennt var
þó athugunarvert við sýninguna,
sem var að hún naut sín alls ekki
í hinu hráa grámóskulega rými og
var óþarflega erfítt að komast í
samband við sýningargripina. Svo
stóð hún full stutt, eða einungis í
sjö daga, og það á hásumri.
Rýninum er fullkunnugt um, að
slíkar sýningar í ráðhúsum víða um
heim standa yfirleitt ekki nema í
fáeina daga og upp í viku, en þær
eru hins vegar mun betur skipulagð-
ar, og kallað er á rýnendur fyrir
opnun og þeim fengin öll nauðsynleg
gögn upp í hendurnar. Þá þarf að
samræma sýningahald í ráðhúsinu,
koma á einhveiju skipulagi til að
menn viti að hveiju þeir ganga
hveiju sinni, helst löngu fyrirfram.
Hér er afar mikið á húfi, því slík-
ar sýningar þurfa góða og skilvirka
umíjöllun og ekki mun standa á
okkur rýnunum um liðveislu ef al-
þjóðlegar leikreglur eru í heiðri
hafðar.
Bragi Ásgeirsson
Guerre snýr
enn einu
sinni aftur
ÞRÁTT fyrir misjafna dóma
gagnrýnenda, bendir allt til
þess að söngleikurinn „Martin
Guerre", sem frumsýndur var
í byijun mánaðarins á West End
í London, muni slá í gegn og
verða til þess að hrista af þann
doða sem verið hefur yfir West
End undanfarin ár, að því er
segir í The Sunday Times og
Time.
Maðurinn að baki sýningunni
er Cameron Mackintosh en
hann á að baki þrjá af vinsæl-
ustu söngleikjum sögunnar,
„Vesalingana" „Óperudraug-
inn“ og „Fröken Saigon“ en
yfir 100 milljónir áhorfenda
samanlagt hafa séð þá. Sagan
um Martin Guer re hefur heillað
margan manninn, gerð hefur
verið ópera eftir henni, „Eigin-
kona Martins Guerre“ eftir
William Bergsma, frá 1954, og
tvær kvikmyndir. Sú fyrri var
frönsk, „Martin Guerre snýr
aftur“ frá 1982 en sú síðari
bandarísk, „Sommersby" frá
1993. Þá hafa þrír söngleikja-
höfundar spreytt sig, nú síðast
þeir sem stóðu að „Vesalingun-
um“, tónskáldið Claude-Michel
DANSATRIÐIN þykja minna mjög á Riverdance-hópinn írska.
Schönberg og textahöfundur-
inn Alain Boubil. Leikstjórinn
er Declan Donnellan. Sagan
segir frá títtnefndum Martin
Guerre sem yfirgefur konu
sína, heldur í stríð og snýr aft-
ur mörgum árum síðar. Það er
að segja maður sem kveðst vera
Guerre.
Tónlistin hefur fengið ágæta
dóma, svo og búningar og
leikarar. En dansatriði sýning-
arinnar eru sögð yfirkeyrð og
undir greinilegum áhrifum Ri-
verdance-hópsins sem sló svo
eftirminnilega í gegn á Söngva-
keppni evrópskra sjónvarps-
stöðva á írlandi fyrir fáeinum
árum. Heildarniðurstaðan sé
ágæt sýning, sem hefði þó getað
orðið stórglæsileg.
IAIN Glen í hlutverki Martins
Guerre.
Hraðlestrarnámskeið
Vilt þú margfalda lestrarhraða þinn og afköst í námi?
41 Vilt þú stórauka afköst þín í starfi?
Svarír þú játandi skaltu skrá þig strax á næsta námskeið I
í hraðlestrí sem hefst 13. ágúst n.k. Lestrarhraði þátt- j
takenda fjórfaldast að jafnaði. Við ábyrgjumst árangur!
Skráning er í síma 564-2100.
HRAÐIJESnnRARSKjÖLJI>JIV
MARKAÐUR
Nýbýlavegi 12, sími 554-4433.
Takiö eftir: Síöasta vikan!
Ekta silkiblússur frá kr. 1.600
Satín náttföt frá kr. 1.990
Stóru bolirnir komnir aftur.
Schiesser barnafatnaöur
Allt á aö seljast frá kr. 500.