Morgunblaðið - 24.07.1996, Page 19
t
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1996 19
LISTIR
Lögmálið og fagnaðarerindið
BÆKUR
Guðfræði
HVER ER JESÚS?
OG TVEIR LESTRAR
UM LÚTHER
Siguijón Ami Eyjólfsson: Hver er
Jesús? Fimm greinar um nútíma
hugmyndir um Jesús frá Nazaret.
Skálholtsútgáfan 1996. Sami höfund-
ur: Tveir lestrar um Lúther. Reiði
Guðs í guðfræði Marteins Lúthers
og Wemers Elerts; Lúther, bænin
og við. Rannsóknarritgerðir Guð-
fræðistofnunar. Háskóli Islands,
1996.
FYRIR tveimur árum kom dokt-
orsritgerð séra Siguijóns Árna
Eyjólfssonar út í þekktri alþjóð-
legri ritröð um rannsóknir í lút-
herskri guðfræði Arbeiten zur
Geschichte und Theologie des Lut-
hertums, Neue Folge, Band 10,
Lutherisches Verlagshaus, Hanno-
ver, og heitir hún: „Rechtfertigung
und Schöpfung in der Theologie
Werners Elerts. Það telst mikil við-
urkenning að fá slíkar'~ritgerðir
birtar í þessari ritröð, en Sigurjón,
sem varði ritgerðina árið 1991 við
guðfræðideild háskólans í Kiel
hafði endurunnið hana að hluta til
undir prentun.
Siguijón hefur auk doktorsrit-
gerðar sinannar gefið út umtals-
verðan fjölda ritgerða í tengslum
við fræðasvið sitt bæði í íslenskum
og erlendum tímaritum. Nýlega
komu út eftir hann Tveir lestrar
um Lúther í rannsóknaritröð Guð-
fræðistofnunar HÍ og bók um
myndir sem dregnar eru upp af
Jesú af hinum ýmsu heimspeki- og
guðfræðistefnum sem hafa haft
mótandi áhrif í sögu og samtíð.
Sigurjón hefur verið stundakennari
við guðfræðideild Háskóla íslands
og nú um tveggja ára skeið hefur
hann verið héraðsprestur í Reykja-
vík.
Það er sjaldgæft að íslenskir
guðfræðingar kafi djúpt í trúfræði-
leg vandamál án þess að viðfangs-
efnið verði um leið einnig sögulegt
eða kirkjufræðilegt. Styrkur Sigur-
jóns liggur tvímælalaust í því að
hann hefur valið sér að viðfangs-
efni eitt meginvandamál í guðfræði
mótmælenda sem er eðli og ein-
kenni lögmálsins og
þær forsendur sem
lögmálið er fyrir fagn-
aðarerindi kristinnar
trúar um Krist uppris-
inn frá dauðum. Þetta
viðfangsefni snertir að
sjálfsögðu siðfræðina
og boðun fagnaðarer-
indisins enda hefur
Siguijón komið inn á
siðfræðileg viðfangs-
efni og predikunar-
fræði í greinum sínum.
I lestrinum um reiði
guðs og predikunar-
fræði í *guðfræði Lút-
hers og Werners El-
erts er Siguijón
greinilega á heimavelii sem sér-
fræðingur. Hann vegur og metur
lögmálshugtakið og réttlætingu í
guðfræði mótmælenda og sýnir
fram á sérstöðu Werners Elerts.
Hann rifjar í stuttu máli, en á
hnitmiðaðan hátt, upp fræðilega
og persónulega glímu Lúthers við
guð og réttlætinguna og bendir á
hvaða afleiðingar niðurstöður hans
hafi haft fyrir skilning Lúthers á
stöðu mannsins frammi fyrir guði.
Það er trúin ein en hvorki verk eða
veruleikar mannsins sem veita hon-
um aðgang að náð kærleiksríks
guðs sem Lúther þráði að eignast.
Athyglisvert er að sjá hve stutt er
í fyrirhugunarkenningu Kalvins
þegar þessi póll er tekinn í hæð-
ina, en trú og traust Lúthers á
fórnarverki Krists á krossinum og
birtingu kærleika guðs í henni ger-
ir að Lúther hafnar fyrirhugunar-
kenningu Kalvins.
Sértæk trúfræði með þeim tök-
um sem Siguijón temur sér í fyrri
lestri sínum um Lúther er ýmist
náskyld teóretískri stærðfræði eða
sálgreiningarkerfi Sigmundar Fre-
uds. Talið um erfðasyndina á sér
ýmsar hliðstæður í umfjöllun Fre-
uds um frumhvatir undirmeðvit-
undarinnar og átök þess við sjálf-
ið. Það getur ekki verið nein goðgá
að nefna Freud og Feuerbach um
ieið og Werner Elert. Sá síðast-
nefndi gerir mikið úr hinu ægilega
hlutverki lögmálsins yfir samvisku
hans sem sýnir honum hversu gjör-
samlega hann er vanmáttugur
sjálfur og nakinn þegar hann nálg-
ast miskunn guðs. Guðfræði hans
Sigurjón Árni
Eyjólfsson
er mótuð af persónu-
legri reynslu hans af
tveimur styijöldum.
Sem ungur prestur var
hann sálusorgari
þýskra hermanna í
fremstu víglínu fyrra
stríðsins. Ógnir seinna
stríðsins fóru ekki
fram hjá honum, en
hann mætti þeim með
trú sinni og lifði þær
af. Hann taldi sig sjá
náð guðs í því þegar
hann fékk skilaboð um
dauða tveggja sona
sinna á vígvellinum,
einnig þegar hús hans
var sprengt í loft upp
og nasistar ráku hann á vergang,
en hann hafði leyft sér að gagn-
rýna Hitler.
Ritgerðin um reiði guðs er vart
við hæfi almenns lesanda, því það
þarf grundvallarþekkingu í trúfræði
og heimspeki til að tileinka sér
hana. Lesturinn um bænina er auð-
veldari og mjög merkt framlag til
guðfræðilegrar umræði hér á landi
þar sem einn þriðji hluti þjóðarinnar
biður til guðs daglega eða því sem
næst samkvæmt könnun Guðfræði-
stofnunar. Hér er komið að grund-
vallaratriði sem ekki aðeins snertir
fræðilega umræðu heldur einnig
trúarlífið og trúaruppeldi. í þessum
lestri tengir höfundur reynslu og
kenningu Lúthers við nútímann og
sýnir fram á hve mikið Lúther hef-
ur að segja í nútímalegri guðfræði,
enda var hann að beijast við kerfis-
bákn síns tíma sem gekk mun nær
sálinni en sá kapitalismi sem við
kvörtum undan.
Bænin er hjartsláttur trúarinnar.
Án bænarinnar þrífst engin trú og
Jesús sá til þess að lærisveinarnir
hefðu eina bæn að grípa til ef þá
skorti sjálfa orð frammi fyrir guði.
Bænin byggist alltaf á orði þó svo
að hún þurfi ekki alltaf að vera í
orðum. Segja má að lögmálið þvingi
manninn til bænar á sama hátt og
það vekur hjá honum samviskubit
(sb. annað hlutverk lögmálsins).
Nútímamaðurinn er þjakaður af
samviskubiti án þess að vita af
hveiju. Islendingum hættir til að
taka ekki mark á öðrum guði en
þeim sem er góður og kærleiksrík-
ur, en bæði Lúther og Elert vissu
„Vinsælar
melódíur"
TONLIST
Hallgrímskirkja
ORGELTÓNLEIKAR
Janette Fishell og Colin Andrews
fluttu einleiks- og samleiksverk á
orgel. Sunnudagurinn21.júlí, 1996.
SAMLEIKUR á orgel er trúlega
ekki algengur viðburður, enda
fátt til af tvíleiks tónverkum fyrir
orgel. Janette Fishell hefur bætt
úr þessu með því að umrita fræg
verk og var fyrsta viðfangsefni
tónleikanna fyrsti þátturinn úr
þriðja Brandenburgar konsertin-
um eftir J.S. Bach. Þrátt fyrir að
slíkar umritanir fylgi vel frum-
gerðinni er oftar að umritunin
verði aðeins fölslegin eftirmynd,
því tónsmíð er sá galdur, að hug-
mynd og útfærsla er í raun eitt,
skapað inn í ákveðið umhverfi.
Þrátt fyrir þetta var útfærslan á
þriðja Brandenburgar konsertin-
um ekki óáheyrileg og var að
mörgu leyti skemmtileg áheyrnar
og það sem meira er, trú fyrir-
myndinni.
Colin Andrews lék einn Prelúd-
íu og fúgu í G-dúr eftir J.S. Bach
og Tokkötu og fúgu eftir Hubert
Parry. Bach verkið var þokkalega
flutt en tokkatan eftir Parry mun
betur, þó þessi rómantíska og
ofhlaðna tónlist eftir Parry sé
ekki skemmtileg áheyrnar og fúg-
an í raun hljómbundin í meira
lagi, svo að form hennar er ákaf-
lega óljóst.
Janette Fishell lék nokkur nú-
tímaverk, effektaútfærslu eftir
William Álbright (1944), banda-
rískt tónskáld, sem hann nefnir
Chimaera og er Kimera þessi
eldspúandi ófreskja, ljón að fram-
an, geit í miðju og afturhlutinn
dreki. Samkvæmt grísku goð-
sögninni var þessi ófreskja drepin
af fríðleikshetjunni Bellerófon,
öðru nafi Hipponoos, og naut
hann til þess aðstoðar af vængja-
liestinum Pegasusi, sem er sagður
hafa fæðst úr strúpa Medúsu.
Orðið Chimera er einnig notað
yfir ímyndaða ófreskju og má
vera að svo hafi verið túlkunar-
ætlan höfundarins.
Tvö verk eftir Dan Locklair
(1949), frá Norður-Karolínu, voru
næst á efnisskránni. Þetta eru
tveir þættir úr verki, sem nefnist
Rubric og mun þar átt við rauð-
letruð og skrautleg messufyrir-
mæli. Fyrra verkið nefnist The
peace may be exchanged, eins
konar friðarpípuskipti og The pe-
ople respond - Amen, sem á að
merkja gleði kirkjugesta. Fyrra
verkið er sætt ferhljómaverk, er
var fallega raddskipað, og það
síðara er þrástefja samsetningur,
þar sem frekar lítið er til að gleðj-
ast yfir, jafnvel þó verkið væri
. ágætlega og hressilega flutt.
Skemmtilegasta verk tónleikanna
var passakalia eftir Petr Eben úr
verki er nefnist Job og var þar
einnig mjög vel flutt af Janette
Fishell, er lauk ágætum einleik
sínum með rómantísku ofhlæðis-
verki eftir Marcel Dupré.
Tvíleiksverkin um miðbik tón-
leikanna og í lokin eru fremur
ókræsilegur samsetningur fyrir
orgel og hugsanlega til komin til
að gleðja kirkjugesti með „vinsæl-
um melódíum“. Til þessa brúks
hefur Janette Fishell sótt í Hnotu-
brjótinn eftir Tsjajkovskíj og
svallveislusenuna úr Samson og
Dalila, eftir Saint-Saéns. Þrátt
fyrir ágæt vinnubrögð og jafnvel
þokkalegan leik, er slík umritun
í raun óvirðing við drottningu
hljóðfæranna, orgelið, er státar
af einu stærsta og innihaldsmesta
tónbókasafni tónlistarsögunnar
og ef á að gera eitthvað nýtt, þá
er því til að svara, að umritun
tónverka getur sjaldan birt ný
sannindi, nema í höndum snill-
að hinn huldi guð slær til hægri
og vinstri og þess vegna og aðeins
þess vegna var aðeins hægt að finna
grið hjá hinum krossfesta og upp-
risna.
Þetta leiðir okkur að spurning-
unni: Hver er Jesús? Svarið við
þessari spurningu er ekki trúverð-
ugt nema að vald hins hulda guðs
og réttlætishugtakið sé tekið með
í reikninginn. Líf Jesú er lykillinn
að óhjákvæmilegu uppgjöri milli
hins hulda guðs og mannsins. I
þessu uppgjöri varð óvænt niður-
staða sem er sú að guð er kærleiks-
ríkur. En mismunandi hugmynda-
fræði guðfræðistefnunnar sem
komið hafa fram í tvö þúsund ár
svara spurningunni um Jesú á ólík-
an hátt. í greinasafni sínu fjallar
Siguijón á aðgengilegan hátt um
margar þeirra. Hann greinir frá
hugmyndum Gyðinga, Farisea, Ess-
ena og Selota um Jesú. Einnig er
gerð grein fyrir hugmyndum húm-
anista, marxista og játningum
kirkjunnar um Jesú. Þá er fjallað
um skilning frjálslyndu guðfræð-
innar og kenningar helstu guðfræð-
inga þessarar aldar, Karls Barths
og Rudolfs Bultmanns.
Framsetning Siguijóns í fyrir-
lestrunum er allt önnur en í Lestr-
unum um Lúther, enda hefur höf-
undur í fýrra tilfellinu í huga að
koma efninu til skila til áhuga-
samra lesenda sem ekki eru guð-
fræðimenntaðir. Þetta hundrað
síðna kver væri alveg kjörið til að
setja í hendurnar á menntaskóla-
nemum sem þótt ótrúlegt sé fá
enga fræðslu í kristinni trúfræði
hér á landi. Barnatrú og biblíusögur
eru góðar fyrir börn en það er firra
að halda að ungt fólk þurfi ekki
að glíma við guð og leita Krists
eftir að það er farið að hugsa full-
komlega rökrétt. Skólakerfið hefur
að þessu leyti brugðist skyldu sinni
í áratugi og mál til komið að skóla-
yfirvöld geri sér grein fyrir því að
menning og samfélag byggist á
kristnu gildismati sem trúfræðin
skoðar og greinir á kerfisbundin
hátt. Skólinn er sú stofnun sem að
verulegu leyti flytur þetta gildismat
milli kynslóða. Hér er ekki átt við
innrætingu heldur faglega kennslu
og fræðslu um grundvallaratriði
mannlegra samskipta, samfélags
og sögu.
Dr. Siguijón Árni er bæði fræði-
maður og kennimaður. Það er full
ástæða til að óska þjóðkirkjunni til
hamingju með slíkan starfskraft.
Pétur Pétursson
Við blöndum
litinn...
DU PONT bílalakk notað af
fagmönnum um land allt.
Er bíllinn þinn
grjótbarinn eða
rispaður ?
DU PONT lakk
á úðabrúsa er
meðfærilegt og
endingargott.
Faxafeni 12. Sími 553 8000
'm/snúningi
m/snúningi
Heimilistæki hf
TÆKNt-OG TÖLVUDEILD
SÆTÚNI 8 SÍMI 56915 00
umboðsmenn um land allt
■
ínga.
Jón Ásgeirsson
Ef þú átt LAZY-BOY hægindastól
eru þér allir vegir færir!
Enginn annar hægindastóll á markaðnum er
jafn þægilegur og LAZY-BOY.
Komdu og prófaðu þennan
frábæra stól sem fæst í
mörgum gerðum, stærðum,
áklæðalitum og leðri.
Mundu bara að LAZY-BOY
fæst aðeins í Húsgagnahöllinni.
Verð frá kr. 34.580,- í ákl.
HÚSGAGNAHÖLLIN
Bildshófði 20-112 Rvik - S:587 1199