Morgunblaðið - 24.07.1996, Page 22

Morgunblaðið - 24.07.1996, Page 22
22 MIÐVIKUDAGUR24. JÚLÍ1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1996 23 HF STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. NORÐMENN OG S VALBARÐI MEÐ ÚTGÁFU nýrrar reglugerðar, sem takmarkar rækjuveiðar á Svalbarðasvæðinu, eru stjórnvöld í Noregi í raun að viðurkenna að slíkar veiðar hafi fram til þessa verið fijálsar öllum aðildarríkjum Svalbarðasátt- málans samkvæmt norskum reglum. í Morgunblaðinu í gær kemur hins vegar fram að er íslenzkir útgerðarmenn leituðu eftir upplýsingum um það í fyrra hvernig veiðarfæri bæri að nota við rækju- veiðar á fiskverndarsvæðinu við Svalbarða neituðu norsk yfirvöld að veita slíkar upplýsingar. Norskt strandgæzlu- skip fylgdist síðan svo grannt með veiðum togarans Stakfells, sem er eina skipið sem hefur reynt fyrir sér við rækjuveiðar á svæðinu, að skipstjóri hans sá sér ekki fært að halda þeim áfram, ekki sízt þar sem hann gat ekki verið viss um að hafa réttu veiðarfærin. Það er því ljóst að framkoma Norðmanna við skip, sem skráð er í einu af aðildarríkjum Svalbarðasáttmál- ans, hefur ekki verið sem skyldi og jafnvel brotið þágild- andi norska löggjöf. Með þessari framkomu var jafn- framt komið í veg fyrir að fleiri íslenzk skip færu á rækjumiðin og öfluðu sér veiðireynslu. Norðmenn hafa nú veitt heimild til þess að eitt íslenzkt skip stundi rækjuveiðar við Svalbarða, með tilvísun til þess að eitt skip hafi reynt þar fyrir sér. Spyija má hvernig þeir hefðu hagað ákvörðun sinni hefðu fleiri íslenzk skip reynt við Svalbarðarækjuna í fyrra. Hinn lögfræðilegi rökstuðningur fyrir nýrri reglugerð Norðmanna er sá sami og fyrir öðrum aðgerðum þeirra til að skammta aðgang að auðlindum á Svalbarðasvæð- inu. Lagatúlkun Norðmanna nýtur ekki alþjóðlegrar við- urkenningar og henni kynni að verða hnekkt yrði deilu- máli vegna hennar vísað til Alþjóðadómstólsins. Almennt má segja að tök norskra stjórnvalda á þessu máli hafi ekki orðið til að bæta andann í samskiptum Noregs og íslands hvað varðar fiskveiðar á úthafinu. BÆNDUR OG BÚVÖRULÖG ÞAÐ er óumdeilt að sala lambakjöts utan sláturtíma, líkt og nú eru hafnar tilraunir með, er öllum tií hagsbóta, jafnt neytendum sem bændum. Flest bendir hins vegar til að þessar tilraunir samræmist ekki gild- andi búvörulögum. Haft er eftir Ara Teitssyni, formanni Bændasamtaka íslands, í Morgunblaðinu í gær, að það eigi við nokkur rök að styðjast að verið sé að brjóta búvörulög með samningum bænda við verslanir og afurðastöðvar um kjötsölu utan hefðbundins sláturtíma. Hann segir þó að opinber verðlagning á dilkakjöti til framleiðenda eigi að falla niður árið 1998 og megi líta á þróunina um þessar mundir sem aðlögun að því. Bændur eru þarna í ákveðinni klemmu, líkt og Guð- mundur Gylfi Guðmundsson, hagfræðingur Alþýðusam- bandsins og fulltrúi neytenda í sexmannanefnd, bendir á í Morgunblaðinu um helgina. Það er ekki hægt að krefj- ast þess annars vegar að viðhalda opinberri verðlagn- ingu á kjöti en víkja svo hins vegar frá þeirri reglu þegar bændum hentar. Auðvitað er þetta einungis enn eitt dæmið um að gamlir viðskiptahættir í landbúnaði eru í engu samræmi við þann raunveruleika sem er að finna á íslenskum neytendamarkaði. Að sjálfsögðu á bændum að vera frjálst að gera samninga um sölu á nýslátruðu kjöti utan hefðbundins sláturtíma og það getur ekki talist óeðlilegt að hærra verð sé greitt fyrir slíkt kjöt. Það er hins vegar að sama skapi eðlileg krafa að bændur virði þau lög er gilda í þessum efnum, rétt eins og full- trúum verslunarinnar hefur verið meinað að efna til samkeppni í sölu landbúnaðarvara á grundvelli laga. Menn geta ekki bæði haldið og sleppt og því hlýtur það að teljast sanngjörn krafa að bændur berjist nú fyrir breytingu á búvörulögum í átt að auknu frelsi, þannig að þessi merka tilraun á sviði lambakjötssölu geti hald- ið áfram að dafna. B ERNARDIN Gantin veitir kardínáiasamkundunni í Páfagarði forstöðu, en í því felst meðal annars að við andlát páfa verður hann fulltrúi kirkj- unnar gagnvart umheiminum þangað til nýr páfi hefur verið kjörinn. Gant- in er jafnframt fyrsti þeldökki kard- ínálinn sem veitir kardínálasamkund- unni forstöðu. Uppgangur hans innan kirkjunnar hefur verið jafn og sígandi að minnsta kosti allt frá því að Páll VI. páfi gerði hann að kardínála árið 1977. Það ár útnefndi Páll VI. í kringum 20 kard- ínála, sem margir hveijir voru af öðru þjóðerni en ítölsku. Vakti þessi ákvörðun mikla athygli á sínum tíma þar sem hún var tekin gagnstætt ráðleggingum nánustu samstarfs- manna hans. Með henni vonaðist Páll VI. páfi til að hafa enn frekari áhrif á að eftirmaður hans, sem kjörinn er af kardínálunum, starfaði áfram í anda þess umbótastarfs, sem hann hafði sjálfur hafið. Enn í dag er rætt um að þessi ákvörðun hafi verið ein sú afdrifaríkasta á ferli hans. Mikill andans maður Jóhannes Páll I. hafði aðeins verið um viku í embætti þegar hann gerði Gantin kardínála að yfirmanni „Cor Unum“, miðstöðvar fjármag-ns sem kemur alls staðar úr heiminum og deilt er út til hjálparstarfs í fátækum ríkjum. Sýnir þessi ákvörðun Jóhann- esar Páls I. hversu mikið honum þótti til Gantins koma, því hann bar hag „Cor Unum“ mjög fyrir bijósti og lagði áherslu á að starfseminni þar væri stjórnað af kristilegu hugarfari, eins og raunar öllu öðru starfi innan Páfagarðs. Tekið var til þess að Gant- in væri sérlega heiðarlegur og byggi yfir ríkulegum andlegum eiginleikum, enda er sagt að Jóhannes Páll I. páfi hafí litið á Gantin sem framtíðarvon kaþólsku kirkjunnar. Jóhannes Páll II. páfi sýndi einnig Gantin traust með því að gera hann að yfirmanni stjórnardeildar biskupa í apríl 1984. Samhliða gerði páfí þá breytingu að fela yfirmanni að gera tillögu að öllum nýjum biskupum sem síðan eru útnefndir af páfa. Var þetta í fyrsta sinn sem Afríkumanni var veitt slíkt vald innan kaþólsku kirkj- unnar. Ennþá víðtækara varð vald hans þegar við bættist að hann var skipaður yfirmaður kardínálasam- kundunnar árið 1993. Gantin hefur einnig áunnið sér traust samfylgdarmanna sinna, því við síðasta páfakjör hlaut hann at- kvæði sem verðandi páfí í fyrstu umferðum atkvæðagreiðslu, en þó fór svo að eftir því sem nöfnum fækkaði á listanum að nafn hans datt út eins og nokkurra annarra. Gantin er sagð- ur hafa alla hæfíleika til að verða páfi en á móti telja ýmsir ólíklegt að maður frá öðru ríki en Ítalíu verði aftur páfi á næstunni, auk þess sem aldur hans hefur sitt að segja. Hitt er ljóst að fyrir verðleika sína hefur hann náð langt innan kaþólsku kirkj- unnar og enginn getur sagt hvað framtíðin ber í skauti sér. Býr yfir persónutöfrum Það var sérstök tilfinning fyrir ís- lenskan blaðamann að fá að hitta kardínálann á skrifstofu hans í Róm um miðjan júní síðastliðinn, einkum þar sem sú yfírlýsing hafði verið gef- in í Páfagarði að hann veitti aldrei viðtal. Undantekningu hefur hann vafalaust gert vegna væntanlegrar komu sinnar hingað til lands. Gantin kemur einkar alúðlega fyrir sjónir og óhætt er að taka undir orð Tad Szulc, sem skrifaði bók um ævi Jóhannesar Páls II. páfa, þegar hann segir: „Gantin býr yfir ein- staklega miklum persónutö- frum.“ Kardinálinn virkar sérlega hæverskur og lítil- látur og góðlátlegt brosið virkar róandi á þá sem í kringum hann eru. Hann tók þakklátur við bók um ísland og kvaðst hlakka mikið til að koma til þessa sérkennilega lands, sem hann hefði lengið langað til að heimsækja. Tíma- setningin nú hentaði vel, annars veg- ar til að setja Johannes Geijsen bisk- up formlega í embætti og hins vegar að taka þátt í hátíðarhöldum St. Jós- efssystra og geta þannig persónulega hvatt þær áfram í hinu kristilega Að því kemur að allir kristnir menn verða samstiga Árið 1989, með ferð Jóhannesar Páls II páfa um Norðurlönd, gerðist það í fyrsta sinn að Rómarbiskup heimsótti löndin nyrst í Evrópu og þar með talið ísland. Nú aðeins sjö árum síðar fagnar kaþólski söfnuðurinn á íslandi komu Bemardins Gantins kardínála, eins af æðstu mönnum hinnar kaþólsku kirkju. Hann gerði undantekningu frá þeirri reglu sinni að veita ekki viðtal og ræddi í Róm við Hildi Friðriksdóttur um málefni kirkjunnar. Morgunblaðið/Hildur Friðriksdóttir ENGINN þeldökkur kardínáli hefur náð eins langt innan kaþólsku kirkjunnar og Bernardin Gantin, sem stýrir kardínála- samkundunni. í því felst m.a. að vera starfandi páfi gagnvart umheiminum að páfa látnum. Gantin er sagðurhafa alla hæfileika til að bera til að verða páf i starfí. Þann 27. júlí halda þær hátíð- lega upp á að 100 ár eru liðin frá því að fyrstu Jósefssysturnar komu til landsins og messar Gantin kardíná- li þá í Kristskirkju í Landakoti. „Mér er það mikil ánægja að geta fært persónulegar kveðjur frá Páfagarði til íslenska safnaðarins og treysta þannig þau bönd sem tengja kaþólsku kirkjuna í Róm og á íslandi,“ sagði hann. Gantin kveðst telja að þrátt fyrir að kaþólska kirkjan á íslandi sé fámenn ““““ og minnihlutahópur í land- inu sé hún sterk og nefnir einkum reglusysturnar og prestana. Því fínnst honum mikilvægt að geta hvatt þetta fólk persónulega til dáða. Hann tekur fram að á íslandi eins og annars stað- ar sé það hlutverk kirkjunnar að flytja fagnaðarerindi Krists, sem er boð- skapur um mannréttindi og bræðralag og þær kenningar sem kirkjan hefur varðveitt um aidir. Spurður hver staða kaþólsku kirkj- unnar sé um þessar mundir í heimin- um; hvort hún sé að styrkjast eða veikjast, sagði Gantin að í því sam- bandi yrði að skoða hvert land eða svæði fyrir sig, því erfitt væri að tala um kirkjuna í heild að þessu leyti. „Við getum tekið Evrópu sem dæmi, þar sem kirkjan á sér aldagamla hefð, þar gæti mönnum þótt hún vera orð- in þreytuleg. Aftur á móti í Suður- Ameríku og sérstaklega í Afríku á sér stað ótrúlegur uppgangur. Mikil vakning er meðal fólksins og töluverð aukning meðal þeirra sem finna hjá sér köllun til að sinna trúarlífi og prestsþjónustu," sagði hann. Gantin sagði erfitt og raunar ekki rétt að tala um sterkustu eða veik- ustu hliðar kirkjunnar því hún væri trúarlegt samfélag og styrkleiki henn- ar fælist í að vera til staðar sem trúar- legt afl hvar í landi sem væri. Hann tók sem dæmi að á íslandi fyndi ka- þólska kirkjan samhljóm með öðrum kirkjudeildum og gætu þær í samein- ingu unnið að uppbyggingu kristilegs samfélags. í framhaldi af þessu minnti kardínálinn á, að einmitt þenn- an sama dag og viðtalið átti sér stað hafi hans heilagleiki Jóhannes Páll II. páfi hafíð för til Þýskalands í þeim tilgangi að stuðla að bræðralagi milli kaþólsku kirkjunnar og annarra kirkjudeilda með það að markmiði að stefna að sameiningu kristinna manna um allan heim. Sameiningartákn á lofti Gantin tók fram að sagan sýni að kirkjan hafi í gegnum tíðina kiofnað í ýmsar kirkjudeildir og að ágreining- urinn ætti oftast rætur að rekja til mismunandi skoðana í trúfræði og trúarkenningum. Hins vegar megi um þessar mundir sjá sameiningartákn þar sem ýmsar kirkjudeildir vinni jafnvel „hönd í hönd“ að því að byggja upp kristilegt samfélag fyrir allt mannkyn. Hann nefnir sérstaklega viðleitni til að ná friði og mannréttind- um og baráttu gegn ýmsum samfé- lagsþáttum. Allir þessir þættir séu sameiginlegt áhugamál kristinna manna, sama hvaða kirkjudeildum þeir tilheyri. Kardínálinn bendir ennfremur á að umræðan um samstarf meðal alira kristinna manna sé tiltölulega ný af nálinni innan kaþólsku kirkjunnar, því hún hafí fyrst komið fram eftir síðara Vatíkan-þingið á sjöunda áratugnum. „Því má segja að við séum vel á veg komin á okkar leið til móts við guðs- ríkið og ferðin er lærdómsrík. Því er ekki að neita að enn er til staðar kenningarlegur mismunur. Við gerum okkur til dæmis grein fyrir að helgis- iðir okkar fara ekki saman og að við leggjum ekki nákvæmlega sama skilning í altarissakramentið. Þrátt fyrir þennan mismun er margt annað sem við getum unnið sameiginlega að. Ég vil undirstrika að því má ekki gleyma að kristnir menn þjóna allir hinum eina sanna Kristi og það er honum sem við stefnum að að þókn- ast,“ sagði Gantin og bætti við að ekki væri svo ýkja langt síðan kristn- ir menn af ýmsum kirkjudeildum litu hver á annan sem óvin, en nú fyndu menn að þeir væru bræður og systur í Kristi. „Ég er meira en bjartsýnn á að við erum á réttri leið. Ég er fullur vonar um að við munum yfirstíga vanda fortíðarinnar og að sá dagur renni upp að kristnir menn verði allir samstíga.“ Gantin minnir ennfremur á að ferð Jóhannesar Páls II. páfa tii íslands hafi verið tákn um það bræðralag sem ríkir milli mismunandi kirkjudeilda og ferð hans hafí verið ákaflega þýð- ingarmikil í þessu sambandi. Hann biður menn einnig að minnast þess boðskapar sem hans heilagleiki hafði að flytja landsmönnum. Itifja má upp að við komu sína til íslands sagði Jóhannes Páll II. páfí að íslendingum bæri að halda fast við þau háleitu gildi sem mótað hefðu sögu þeirra sem kristinnar þjóðar. „íslendingar hafa því mikið að gefa heimi sem þyrstir í sannleika og vill setja rétt- læti, frið og samkennd allra manna í hásætið," sagði páfí meðal annars. I sameig- "“““ inlegu ávarpi sínu til Norðurlandabúa sagði hann einnig: „Það nægir ekki að sinna einvörðungu efnislegum þörfum, fullnægja verður einnig frelsi andans sem er kjarni þess sem gerir okkur að mönnum. Þess vegna vona ég að mér leyfist að hylla það sem áunnist hefur í þessum efnum hjá ykkur og tjá ykkur skoðanir mínar á sameiginlegri ábyrgð á frekari sókn til friðar, réttlætis, frelsis og sam- stöðu.“ Boðskapurinn breytist ekki Varðandi nýjar áherslur eða breyt- ingar innan kirkjunnar svaraði Gantin því til að grundvallarboðskapurinn sé alitaf sá hinn sami og hinn óumbreyt- anlegi sannleikur. „Það má vera að aðferðirnar til að boða hann breytist eftir menningarháttum og breytilegt sé hvernig fólk meðtekur boðskap- inn.“ Þegar vikið var að gagnrýni þeirri sem Jóhannes Páll II. páfi hefur sætt vegna íhaldssamrar afstöðu til ýmissa mála, s.s. andstöðu við fóstureyðing- ar, að leyfa ekki hjónabönd kaþólskra presta og að banna prestvígslu kvenna, samsinnti Gantin kardínáli því að vissulega hefði hann verið gagnrýndur. „Slík gagnrýni á hvorki að hafa truflandi áhrif á skoðanir kirkjunnar né að draga úr henni kjarkinn. í raun hefur kirkjan alltaf verið gagnrýnd á einhvern hátt. Stað- reyndin er sú að sé páfínn trúr guð- spjallinu með boðskap sínum kemst hann ekki hjá því að lenda í andstöðu við efnishyggju heimsins og afhelgun. Gagnrýni á í raun að hvetja okkur enn frekar til að feia okkur þeirri trú á hendur sem við höfum’ öðlast." Þegar Gantin kardínáli gaf kurteis- lega í skyn að líða tæki að lokum samtalsins og ég spurði hvort beina mætti persónulegum spurningum til hans brosti hann og sagði eitthvað sem ég skildi ekki, en bæði hann og túlkurinn, séra Thomas, skemmtu sér yfir svarinu. Hann upplýsti þó að hann væri fæddur í Afríkuríkinu Ben- in árið 1922, en Benin liggur á milli Nígeríu og smáríkisins Togo, sem aftur á landamæri að Ghana. Þar lærði hann til prests og að vígslu lok- inni var hann sendur af biskupnum í Benin til Rómar til frekara náms eins og alþekkt er innan kaþólsku kirkj- unnar. Árið 1957 var hann vígður biskup, aðeins 35 ára, og þremur árum síðar varð hann erkibiskup í Benin, þar sem hann starfaði í 11 ár, en sneri þá til Rómar til starfa fyrir hina kaþólsku heimskirkju. Af konungs- ættum Í upptalningu sinni á ferlinum nefndi Gantin kardínáli ekkert um að hann væri konungborinn og að hann hefði jafnvel átt tilkall til konung- dæmisins hefði hann ekki valið prests- starfið fram yfir veraldleg gæði. Að- spurður um þessi mál brosti hann, hristi höfuðið og sló frá sér með hönd- inni um leið og hann svaraði enn einu sinni einhveiju sem túlkurinn og hann skemmtu sér yfir. „Kardínálinn segir að það geti vel verið rétt, en það sé ekkert til að tala um þó að móðir hans hafí verið fædd prinsessa. Það snertir ekkert embætti hans,“ túlkaði séra Thomas brosandi út að eyrum. Þess má að auki geta að í bókinni In the Vatican eftir Peter Hebblethwaite kemur fram, að ríkið sem nú heitir Alþýðulýðveldið Benin hét áður Daho- mey og að Gantin hafí séð sig til- neyddan til að yfirgefa landið árið 1971 á stjórnartímum marx-leninista. Þegar Gantin var spurður hvort það hefði verið honum erfítt á einhvern hátt að vera kardínáli frá Afríkuríki í Róm svaraði hann að kaþólska kirkj- an í Afríku væri meðal yngstu safn- aða-- kirkjunnar. „Þó að kirkja í einu landi sé eldri en önnur er hún ekki talin betri fyrir vikið né hin nýja verri, heldur er um eitt samfélag að ræða. Allir sem starfa fyrir kirkjuna geta verið kallaðir til þjónustu hér í Róm eins og ég hef verið. Það er ekkert vandamál að núverandi páfi er af pólsk- um uppruna; fyrir okkur er hann hinn trúarlegi hirðir. Ég er afrískur en vinn samhliða öðrum án vandkvæða, þannig að þjóðerni skiptir ekki máli. Það gæti komið að því að íslenskur prestur ynni á skrifstofu minni eða að biskup frá íslandi yrði útnefndur yfirmaður stjórnardeildar biskupa. Allt getur gerst,“ voru lokaorð þessa háttsetta og hlýlega þjóns kaþólsku kirkjunnar sem virkar eins og hver annar sóknar- prestur á viðmælendur sína. Sé páf i trúr guðspjallinu hlýtur hann að verða gagn- rýndur Sjónvarpsstöðin Norðurljós tekur til starfa á Húsavík í september gert sjónvarpsefni NÝ sjónvarpsstöð í eigu Húsvískrar fjölmiðlunar hf. hefur væntanlega út- sendingar á örbylgju á Húsavík í byijun september. Er undirbúningur starfseminnar í full- um gangi og verður til að byrja með boðið upp á fimm sjónvarpsrás- ir, fjórar erlendar gervihnattarásir og eina dagskrárrás sem sendir út margvíslegt sjónvarpsefni frá Húsa- vík og úr héraðinu í kring. Heimarásin hefur fengið nafnið . Norðurljós. Hefur þegar verið tekið upp mikið efni á Húsavík sem senda á út í vetur og segjast forsvarsmenn Húsvískrar fjölmiðlunar leggja mikla áherslu á innlendu dagskrár- gerðina og beinar útsendingar, m.a. tónlistarefni, fréttir, viðtalsþætti, spumingakeppnir, auk íþróttaefnis. Hlutafé um ellefu milljónir Húsvísk fjölmiðlun hf. var stofn- uð af nokkrum einstaklingum og fyrirtækjum á Húsavík í lok sein- asta árs. Innborgað hlutafé er um 11 milljónir kr. Félagið keypti fljót- lega stórt húsnæði að Héðinsbraut 1. og tók yfir rekstur Víkurblaðs- ins, sem flutti þangað upp úr sein- ustu áramótum. Ritstjóri þess er Jóhannes Siguijónsson. Að sögn Jóhannesar hefur blaðið, sem kemur út vikulega, nú verið stækkað í 12 síður. Framkvæmdastjóri Húsvískrar fjölmiðlunar hf. er Friðrik Sigurðs- son, og sjónvarpsstjóri er Norman Dennis. Jóhann Einarsson er tækni- stjóri stöðvarinnar en Einar Jóns- son, fulltrúi Elnets hf. í Kópavogi, sem er sérhæft fyrirtæki á fjar- skiptasviði, hefur umsjón með upp- setningu búnaðarins. Settur hefur verið upp stór móttökudiskur vegna gervihnattasjónvarpsins og fullkom- inn sendibúnaður á þaki Sjúkrahúss Húsavíkur. Tækjabúnaður og fyrir- komulag útsendinga er áþekkt og hjá Fjölsýn í Vestmannaeyjum, sem hóf sjónvarpsútsendingar á seinasta ári, að sögn Jóhanns og Einars. Höfnuðu tengingu við ljósleiðarakerfi Að sögn forsvarsmanna fyrirtæk- isins gera áætlanir ráð fyrir um 300 áskrifendum í upphafi en útsending- arnar geta náð til alls um 800 heim- ila á Húsavík. Væntanlegir áskrif- endur þurfa sérstakar loftnetsgreið- ur á hús sín til að ná örbylgjuútsend- EINAR Jónsson, tæknimaður Elnets hf., kemur fyrir móttökudiski fyrir gervihnattasjónvarp og útsendingarbúnaði á þaki Sjúkrahúss Húsavíkur. ingunum og munu tæknimenn fé- lagsins annast uppsetninguna sé þess óskað en áskrifendur fá síðan myndlykil án endurgjalds. Fyrir fá- einum dögum hóf Póstur og sími að grafa fyrir lagningu ljósleiðara- strengs á Húsavík. Bauð Póstur og sími Húsvískri fjölmiðlun að tengj- ast ljósleiðarakerfinu en að sögn Friðriks var því hafnað eftir nokkra umhugsun, þar sem á daginn kom að frágangi stofnlagna um bæinn yrði ekki lokið fyrr en eftir tvö ár. Meðal hluthafa í félaginu er Ljós heimsins, kristilegt samfélag, og hafa fyrir tilstilli þess náðst samn- ingar við sjónvarpsstöðina Omega um útsendingu kristiiegs efnis á Húsavík á virkum dögum. Erlendu sjónvarpsstöðvarnar sem sendar verða út eru Sky News, Cartoon Network, TNT, Eurosport, Dis- covery og MTV. í undirbúningi er að bjóða upp á tækninýjung þar sem notendum er gefinn kostur á að velja fyrirfram ákveðið efni sem þeir horfa á og greiða fyrir. Að sögn Friðriks eru einnig samningar á lokastigi við nokkur fyrirtæki og þjónustuaðila á Húsavík um að hafa sjónvarpstæki uppi við í fyrirtækjunum og mun sjónvarpsstöðin sýna þar skjáaug- lýsingar og leiknar auglýsingar frá kl. 9-18 á virkum dögum. Selja upp upptökuver Forsvarsmenn félagsins gera ráð fyrir fjórum stöðugildum hjá félag- inu í upphafi við starfsemi sjón- varpsins og útgáfu Víkurblaðsins. Umtalsverðar endurbætur standa yfir á húsnæði fyrirtækisins og er fyrirhugað að koma helsta tækja- búnaði sjónvarpsstöðvarinnar fyrir á efstu hæð hússins en á annarri hæð verður m.a. upptökuver stöðv- arinnar, aðstaða ritstjórnar Víkur- blaðsins og skrifstofa. Morgunblaðið/Ómar Friðriksson JÓHANNES Siguijónsson, ritstjóri Víkurblaðsins, Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri Húsvískrar fjölmiðlunar hf. og Albert G. Amarson starfsmaður félagsins. Ahersla á heima- TS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.