Morgunblaðið - 24.07.1996, Side 29

Morgunblaðið - 24.07.1996, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ1996 29 MINNINGAR JÓN TÓMASSON STEINÞOR JAKOBSSON + Jón Tómasson fæddist að Járngerðarstöðum í Grinda- vík 26. ágúst 1914. Hann lést á Borgarspítalanum 13. júlí síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 22. júlí. „Skjótt skipast veður í lofti“ datt mér í hug, þegar ég frétti andlát míns góða vinar Jóns Tómassonar. Við Jón kynntumst í gegnum skátastarfið. Hann var einn af 96 skátum, sem flugu á vit ævintýranna á Jamboree við París 1947, fyrsta alheimsmót skáta eftir langt hlé vegna stríðsins. Þegar við hinir fór- um heim um England, þá lögðu Jón og nokkrir félagar hans leið sína um meginland Evrópu og fóru víða. Þannig var Jón alltaf víðsýnn og framtakssamur. Jón var mjög virkur í skátastarf- inu í Keflavík og þegar við héldum landsmót á Þingvöllum 1948, árið eftir Jamboree-förina, var Jón í far- arbroddi og tók að sér ritstjórn Ár- manns, dagblaðs mótsins. Það var fyrsta prentaða mótsblaðið, enda stærsta skátamótið sem haldið hafði verið, á annað þúsund skátar inn- lendir og erlendir. Fór Jón á milli með efnið í blaðið, því það var að sjálfsögðu prentað í Reykjavík. Fórst honum þetta vel úr hendi, eins og allt sem Jón tók að sér. Aftur kom að landsmóti á Þing- völlum 1962 og enn tók Jón að sér ritstjórn dagblaðs mótsins með sömu prýði og áður. Maður gat alltaf treyst Jóni. Jón var mikill félagsmálamaður og strax við stofnun Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni fyrir rúmum tíu árum gerðust þau hjón félagar. Á þessum árum hefur Jón lengst af verið í stjórn félags- ins, en jafnframt verið í forustu í nefndum á vegum þess. Hann hefur verið formaður ferða- nefndar F.E.B. og skipulagt fjöl- margar ferðir á hveiju sumri og oft fararstjóri sjálfur. Hefur það tekist vel undir öruggri stjórn Jóns og fé- laga hans. Þá var hann löngum í forustu fyrir fjölbreyttu söngstarfi innan félagsins. Formaður kórsins i var hann um skeið, enda alltaf leið- andi forystumaður og traustur. Það er því sjónarsviptir þegar vin- ur okkar hverfur svo skyndilega á braut. En minningin um góðan félaga og vin lifir í hugum okkar og þakk- læti kemur fyrst upp í hugann fyrir að hafa notið samstarfs við hann og vináttu um hálfrar aldar skeið. Félag eldri borgara mun sakna Jóns, sem alltaf var hinn jákvæði dugnað- ar- og framkvæmdamaður. Konu hans og börnum, svo og öðrum ættmennum færi ég innilegar samúðarkveðjur og bið Guð að blessa þau og hugga á þessum erfiðu stund- um. Páll Gíslason. Jón Tómasson fyrrverandi sím- stöðvarstjóri í Keflavík er látinn. Hann hvarf okkur fullur af orku og heilbrigði, rúmlega áttatíu og eins árs. Þegar ég kom að Héraðsbóka- Erfidiykkjur Glæsileg kaffi- hJaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR IIÓTEL LÖFTLEIDIH safninu í Keflavík 1958 þá var Jón Tómasson þar í stjórn og sá maður, sem mér fannst auðveldast að skýra hugmyndir mínar fyrir. Og þegar ég gekk í stúkuna á svipuðum tíma, þá var þar einnig Jón Tómasson meðal stjórnenda. Tíu árum síðar eða þar um bil var Jón orðinn rit- stjóri Faxa, höfuðmálgagns okkar Suðurnesjamanna. Maður gleymdi því stundum að þessi fatlaði maður stýrði stóru fyrirtæki, Pósti og síma í Keflavík og átti barnmarga íjöl- skyldu jafnframt því að vera áhrifa- maður í bæjarfélaginu, í bæjarstjórn fyrir Alþýðuflokkinn til margra ára og á hans vegum í ótal nefndum. Um tíma var Jón á kafi í útgerð og verslun. En furðulegt var það með þennan þúsund þjalasmið; hann elt- ist ekki. Þegar hann fluttist úr Kefla- vík, þá var Jón kominn um leið í söng og dans og félagsmál hjá öldr- uðum í Reykjavík. Ég kem oft í Byggðasafnið á Vatnsnesi til að virða fyrir mér sög- una. Þar má sjá mörg handarverk Jóns. Hann var ljósmyndari af Guðs náð en megin hluta myndasafns síns gaf hann einmitt byggðasafninu. Við, sem urðum þeirrar gæfu aðnjót- andi, að vinna með Jóni Tómassyni, sendum konu hans, Ragnheiði Ei- ríksdóttur, börnum þeirra og barna- börnum innilegar samúðarkveðjur. Farðu vel, Grindvíkingur. Þín verður lengi minnst á Suðurnesjum. Hilmar Jónsson. Elskulegur föðurbróðir minn, Jón Tómasson, kvaddi þessa jarðvist að morgni laugardagsins 13. júlí, á át- tugasta og öðru aldursári. Enda þótt aldurinn væri orðinn nokkuð hár í árum taiið kom andlát hans mér verulega á óvart. Ég hafði ein- faldlega aldrei hugsað um Jón Tomm frænda minn og dauðann í sömu andrá. Það var bara eins og dauðinn ætti ekkert erindi við hann. í andan- um var Jón nefnlega eilíflega á besta aldri. Einnig bar hann sig vel líkam- lega; gekk um hnarreistur og léttur í spori. Margt yngra fólk hefði mátt öfunda hann af andlegu sem líkam- legu atgervi. Atorka, fjör og lífs- kraftur ólgaði í honum eins og brim- ið í Grindavík allt til hinstu stundar. Ætíð, er við hittumst hin síðari ár, varð mér að orði að mikið vildi ég fá að verða eins hress, kát, lífsglöð og kraftmikil og hann, yrði mér gefið að komast á hans aldur. Þá hló hann gleðiríkum hlátri. Jón var mikil félagsera og hrókur alls fagnaðar í glaðra vina hópi. Hann vann einnig ötullega að alls konar félagsstörfum og nú síðast var hann firna virkur í starfí eldri borgara. Hann var opinn, elskulegur og hjartahlýr og lét sig varða mann- lífið og alla þess umgerð. Hann hafði sterka nærveru, framkoma hans var heillandi, brosið strákslegt og geisl- andi, augun skýr og leiftrandi. Hon- um var afar annt um fjölskyldu sína og var fram úr hófi frændrækinn. Hann virtist ávallt hafa tíma til að rækta fjölskyldutengslin og fylgjast með lífshlaupi og athöfnum ættingja sinna. ekki framar hljóma í eyrum mér. Jón Tomm er ekki lengur hér. Hann kvaddi með alveg sama stíl og hann lifði; hratt, fumlaust og örugglega. Ég er alveg sannfærð um að hann er þegar farinn að láta til sín taka þar sem hann er staddur nú. Ég óska honum alls hins besta á nýju tilverustigi og þakka honum samver- una hér. Ég þakka honum líka fölskvalausan og einlægan bræðra- kærleik er hann sýndi föður mínum í veikdinum þess síðarnefnda. Um- hyggjusemi hans fyrir bróður sínum sjúkum var afar táknræn fyrir þá mannkosti besta sem prýddu Jón Tomm. Eiginkonu hans og allri ætt hans votta ég mína einlægustu og dýpstu samúð. Jórunn Tómasdóttir. Kveðja frá blaðstjórn Faxa Jón Tómasson, okkar góði sam- starfsmaður og vinur féli frá þann 13. júlí síðastliðinn. Þótt hann hafi átt áttræðisafmæli fyrir tæpum tveimur árum og teljist því hafa verið nokkuð aldraður, kom andláts- fregn hans á óvart. Stutt er síðan hann hafði samband til að ræða um efni í haustblað Faxa. Áhuginn og eldmóðurinn var sá sami og ávallt, þegar blaðið var annars vegar. Jón gerðist félagi í Málfundafélaginu Faxa, nokkru eftir stofnun þess eða á árinu 1941. Hann tók mjög virkan þátt í starfi félagsins í um hálfa öld og átti mikinn þátt í því að þetta málfundafélag hlaut ekki sömu örlög og flest önnur slík, þ.e. að iognast útaf þegar áhugi félag- anna dofnaði. Jón gegndi flestum trúnaðarstörf- um innan félagsins en hvergi mark- aði þátttaka hans dýpri spor en í blaðstjórn Faxa. Hann sat fyrst í blaðstjórn á árunum 1945 til 1952 og síðan aftur frá árinu 1972 til 1987 og hann var ritstjóri blaðsins á árunum 1979-1987. Það var mjög lærdómsríkt og hvetjandi að starfa með Jóni. Undir hans stjórn efldist blaðið mjög og hann var ávallt mjög hugmyndaríkur og útsjónarsamur varðandi efni í blaðið og það skipti hann miklu máli að í blaðinu birtist fjölbreytt efni frá öllum byggðunum á Suðurnesjum. Naut blaðið þess að hann hafði ungur búið í Grindavík og síðan á norðanverðu nesinu mest- an sinn starfsferil. Blaðið Faxi hóf göngu sína fyrir 56 árum og margir hafa á síðari árum getað nýtt blaðið sem áreiðanlega heimild um líf og störf fólks á svæðinu. Eins og fyrri ritstjórar blaðsins lagði Jón mikla áherslu á að Faxi hvikaði aldrei af þeirri braut að birta sögulegt og áreiðanlegt efni. Jón ritaði sjálfur margar eftirminnilegar greinar í blaðið og bera þær gott vitni um þann sess er hann ætlaði svæðinu, bæði í nútíð og framtíð. Eftir að Jón og Ragna fiuttu til Reykjavíkur áttum við í blaðstjórn- inni alltaf hauk í horni þar sem Jón vai', því hann var fram á síðasta dag mjög áhugasamur um útgáf- una. Fyrir hönd blaðstjórnar Faxa sendi ég hinstu kveðjur til Jóns Tómassonar og þakkir fyrir sam- starfið. Eftirlifandi eiginkonu hans og fjölskyldunni allri sendum við samúðarkveðjur. Helgi Hólm, formaður blaðsljórnar. + Steinþór Jakobsson fæddist á ísafirði 7. nóvember 1931. Hann lést af slysförum um borð í skútu sinni á Mexjkóflóa 19. mars síðastliðinn. Útför hans fór fram frá ísafjarðarkirkju 22. júní. Snemma kom í ljós, að Steinþór Jakobsson var góður skíðamaður. Ungur að árum fór hann að keppa og með ísfirskum skíðaköppum kom Steinþór víða við á íslandi en seinna var farið í keppnisferðir til útlanda. Steinþór gekk til liðs við íþrótta- félag Reykjavíkur eftir að hann fluttist suður og með keppnissveit félagsins vann hann marga fræki- lega sigra. Þá var Steinþór kallaður til starfa erlendis og bjó hann og starfaði í Aspen í Colorado i Banda- ríkjunum í meira en þijátíu ár. Hann var virtur skíðakennari og starfaði lengi hjá Stein Eriksen. Eftir lát Steinþórs var haldin minningarvika í Aspen til að votta honum hinstu virðingu. Steinþór hvílir nú við hlið for- eldra sinna í kirkjugarðinum á Isafirði. í kirkjunni hljómaði: í faðmi fjalla blárra þar freyðir aldan köld. I sölum hamra hárra á huldan góða völd, er lætur blysin blika um bládimm klettaskörð, er kvöldsins geislar kvika og kyssa ísaprð. (Guðm. Guðm.) Sunnlenskir skíðamenn senda ættingjum og vinum Steinþórs inni- legustu samúðarkveðjur. Stjórn Skíðafélags Reykjavíkur. Kveðja hans: „Sæl frænka," mun t Elskuleg dóttir mín, systir okkar, barna- barn, barnabarnabarn og frænka, SARA DÖGG ÓMARSDÓTTIR, Hólmgarði 7, Reykjavík, er lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur að kvöldi 17. júlí, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 25. júlí kl. 13.30. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Hjartavernd. Aðalbjörg Ólafsdóttir, Hörður Freyr Harðarson, Arinbjörn Harðarson, Ólafur Bergmann Ásmundsson, Málfriður Ó. Viggósdóttir, Helga Ósk Kúld, Sverrir Svavarsson, Sigrún Halldórsdóttir, Sigurlin Ester Magnúsdóttir, Rósinkrans Kristjánsson, Arinbjörn Kúld, Ásmundur Bjarnason, Magnea Sigurðardóttir og aðrir aðstandendur. t Þökkum innilega öllum, sem sýnt hafa okkur samúð og aðstoð við andlát og útför ÓLAFS SIGURJÓNS BJARNASONAR, Sólvöllum 2, Húsavik. Sérstakar þakkir til Heimahlynningar á Akureyri. Anna Ólafsdóttir, Anna Ölafsdóttir, Örlygur Arnljótsson, Sigurður Ólafsson, Arna Björný Arnardóttir, Sólveig Mikaelsdóttir, Berglind Ólafsdóttir, Börkur Kjartansson, Bjarni Ólafsson og barnabörn. t Þökkum innilega samúð og vináttu við andlát og útför SOFFÍU SÍMONARDÓTTUR frá Selfossi. Hjartans þakkir til starfsfólks á Ljósheimum, Selfossi, fyrir ein- staka umönnun, alúð og hlýju. Friðrik Friðriksson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn, Friðrik Kjartansson, Unnur V. Finnbogadóttir, og dætur, Árni Jóhannson, synir, tengdadóttir og barnabarn. t Hjartans þakkir til ykkar allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, JÓSEFINU MARSIBIL JÓHANNSDÓTTUR. Július Magnússon, Sigurður Magnússon, Erna Sigurjónsdóttir, Hildur Magnúsdóttir, Jóhann Helgason, Guðrún Magnúsdóttir, Lárus Guðjónsson, Erla Magnúsdóttir og ömmubörnin. t Innilegar þakkir færum við öllum, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför okkar ástkæra föður, tengdaföður og afa, HALLGRÍMS HALLDÓRSSONAR frá Hraungerði, Álftaveri, Grettisgötu 55b, Reykjavík. Vinátta ykkar er okkur mikils virði. Guð geymi ykkur. Sigrún Hallgrímsdóttir, Bryan Allen Smith, Halla Marie Smith, Valgerður Hallgrímsdóttir, Torfi Dan Sævarsson, Ármann SnærTorfason.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.